Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 B 7 af lífi með rafmagni. Þetta var nær guðlegri refsingu." , Jules Verne ímyndaði sér jafn- yel faxtækin og símann sem dag- íeg samskiptatæki. „Símamyndir gerðu fært að senda hvers kyns ritað mál, undirskriftir eða myndir til fjarlægra staða og hægt var aij undirrita og skiftast á samning- um í allt að 19.000 kílómetra fjar- lægð.“ Þrátt fyrir slíkar undra uppfinningar verður söguhetjan Michel miður sín yfir samfélagi, þar sem mikill hluti fólksins er ofurselur tækninni, stórskuldug- um risafyrirtækjum og hefur ekki lengur áhuga á sígildum afreks- verkum liðins tíma. Michel reikar milli bókabúðanna í árangurslausri leit að verkum eftir þennan óþekkta höfund Vict- or Hugo. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að „þetta fagra franska tungumái sé týnt“ og með hugboði um menningar- deilur nútímans kvartar hann und- an þeirri starðreynd að vísinda- menn og aðrir sérfræðingar „hafi varpað sér fyrir útlendingana... og apa hina óskemmtilegustu titla upp úr ensku.“ I lokin geta Michel og samrit- höfundar hans ekki lengur fundið sér vinnu og enda í hversdagslegu striti til þess eins að hafa í sig og á. Lærðir menn segja þessa Orw- ellsku framtíðarmartröð einmitt gera þessa týndu skáldsögu ennþá áhrifameiri: Því Jules Verne sagði ekki aðeins fyrir um afrek nútíma tækni, heldur fletti hann líka ofan af sumum af skelfilegustu afleið- ingum hennar. „Jules Verne leit 20. öldina nokkuð bölsýnum augum,“ segir Piero Gondolo Della Riva, sérfræð- ingur sem rekur einkasafn fullt af alls kyns minjagripum um Jule Verne. „Hann sá bara fyrir sér að skáldskapur og bækur mundu eiga í mesta basli með að lifa af við hlið vísinda og véla.“ Á íslandi hafa sögur Jules Verne notið vinsælda, allt frá því Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, þýddi Höfrungahlaup hans 1992 og gaf út. Margar fleiri af sögum hans hafa komið út á íslensku, sumar margoft, svo sem Síberíu- förin eða Michel Strogoff, gefin út í Winnepeg 1895, Sæfarinn 1908, Ökuhúsið 1914 og Dular- fulla eyjan 1916 og aftur 1948. Vinsælustu bækurnar hafa komið oft út, má nefna Leyndardóma Snæfellsjökuls frá 1944 í þýðingu Bjarna Guðmundssonar, Ferðina til tunglsins, sem Kristján Bersi Ólafsson og Ólafur Kristjánsson þýddu 1959 og Grant skipstjóra og börn hans, sem þeir þýddu líka, en hún hafði fyrst komið út 1908 og 1944 og 1965 í þýðingu Inga Sigurðssonar. Tunglflaugin og Ferðin umhverfis tunglið komu út um 1960 í þýðingu ísaks Jónsson- ar og voru tileinkaðar æsku þessa lands, einkum þeim sem áhuga hafa á geimsiglingum, eins og þar stendur. Enn njóta íslensk börn þeirra og fá lánaðar í bókasöfnum. I elstu bókunum eru engar myiid- ir, en eftir 1944 verða bækurnar myndskreyttar með teikningum og birtum við nokkrar þeirra til gam- ans. (Samantekt EPá) SIGIÐ í gíginn á Snæfellsjökli. Úr íslensku útgáf- unni 1944. DEMANTSNÁMAN. För í iður jarðar er undirtitili- inn í þýðingu Bjarna Guðmundssonar á Leyndar- dómum Snæfeilsjökuls. ÚR Ferðinni umhverfis tunglið frá 1960 í þýðingu Isaks Jónssonar. Karlarnir hnakkrifust, tíkin gelti og hænsnin görguðu. Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins; Kynning á Telematics" áætluninni Kynningarfundur verður haldinn á vegum Rannsóknarráðs íslands miðvikudaginn 12. október kl. 14.00-16.30 í Borgartúni 6 þar sem Telematics" áætlun ESB verður kynnt. Telematics" áætlunin snýst í meginatriðum um nýtingu fjarskiptatækninnar á hinum ýmsu sviðum. Þau svið sem áætlunin nær yfir eru: Nýting fjarskipta í stjórnun, samgöngum, rannsóknum, menntun og þjálfun, dreifbýli og þéttbýli, bókasöfnum, heilsugæslu, umhverfismálum og verkfræði ("Telematics Engineering", Language Engineering" og Information Engineering"). Dagskrá: 14.00-14.15 Þátttaka íslendinga í 4. rammaáætlun ESB; Hörður Jónsson, Rannsóknarráði íslands. 14.15- 15.15 Kynning á Telematics" áætluninni; Stephen Rogers, starfsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mun kynna markmið, skipulag og helstu áhersluliði áætlunarinnar, hann mun einnig fjalla um umsóknarferlið og aðkomu smáfyrirtækja að áætluninni. 15.15- 15.30 Kaffihlé. 15.30-16.30 Fyrirspurnir og umræður; Stephen Rogers og starfsmenn Rannsóknarráðs íslands sitja fyrir svörum. Verð aðeins frá kr.99.400,- Brottför I. febrúar - 22. febrúar — 3 vikur 3 vikur Rio do )anciro Þessi frægasta baðströnd heimsins hefur liklega meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í Suður Ameriku. Hér er Copacabana ströndin í stórkostlegu landslagi þar sem Sykurtoppurinn og Corcovadotindurinn með Kristsstyttunni frægu gnæfa yfir borgina. Fjöldi spennandi kynnisferða eru í boði: kynnisferð um Ríó, ferð upp á Sykurtoppinn og Corcovado með stórkostlegu útsýni yfir Ríó, frægasta sambasýning heimsins með kvöldverði. Valmöguleikar Viðbótargjald fyrir Rio de Janeiro, kr. 14.900,- 5 kynnisferðir í Brasilíu með íslenskri fararstjórn aðeins kr. 14.900,- Salvador d« Bahia Fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir siðir tíðkast ennþá. Hér er maturinn kryddaðri, dansinn heitari og tónlistin magnaðari en annarsstaðar í Brasilíu og einstakt veður allt árið um kring. Strendurnar eru stórkostlegar og fjöldi spennandi kynnisferða í boði. Sigling til eyjanna á Bahia flóanum þar sem þú getur upplifað lífið eins og það hefur verið í hundruð ára, horft á Capoeira þræladans á stöndinni, tekið þátt í sambaveislu, notið margra af frábærum veitingastöðum þeima og upplifað mannlíf þar sem fólkið er ótrúlega opið og iiTsglatt Gpplifðu œvintýri í Innifalið I verði Flug. ferðir til og frá flugvöllum erlendis, gisting á 4ra stjömu hótelum í Brasilíu, hótel á Kanarí, morgunmatur í Brasilíu og íslensk fararstjórn allan tímann. Flugvallarskattur kr 4.780,-. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600. Ferðatilhögun Beint flug til Kanaríeyja og áfram til Brasilíu daginn eftic 16 dagar í Brasilíu, í Salvador de Bahia.Valkostur 2 er að vera viku á Salvador og 8 daga í Rio de Janeiro. Aukagjald fýrir Ríó er aðeins kr 14.900,- Eftir Brasilíudvölina er gist 6 daga á . Kanaríeyjum. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.