Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 B 5 frosinna beina af dýrum eins og mammút, risafíl, risanauti og hest- um. Saman við beinin eru sundur- brotin risatré. Þessi dýr létust fyrir tiltölulega skömmum tíma á jarð- fræðilegum mælikvarða. Beinin eru öll sundurbrotin eins og undan mjög miklum þrýsting og sama gildir um tijábolina saman við þau. Magnið af þessum leifum er þvílíkt að ham- farir koma fyrst upp í hugann. Inn á milli hafa svo fundist steinverk- færi, sem sýna að menn voru sam- tíða þessum hörmungum. Eyjurnar Stolbovoi og Belkov í Norður-Síberíu fundust 1805 og 1806: Jarðvegur þessara eyja er algjörlega pakkaður af beinum fíla og nashyrninga auk mammúta og tijábolum. Sandsteinn og tjara fyll- ir í eyðurnar. Hæð eyjanna er um 100 metrar og ekkert nema stór- brotnar náttúruhamfarir hafa getað myndað þessi fyrirbæri. Beinaleifar mammúta, fíla, nas- hyrninga, vísunda og flóðhesta hafa fundist í einum haug víða á Bret- landi. Þær eru ekki eldri en sex þúsund ára gamlar og benda einnig til mikilla hamfara. Þvert á þær viðteknu skoðanir að geysimiklar jöklar hafi þakið alla Norður-Evr- ópu á nokkrum ísaldaskeiðum, en sannanir þess séu þau risabjörg, sem liggja langt frá uppruna sínum víða um lönd, vill Velikovsky meina að ófrosið vatn hafi flutt þau um set á augabragði. Hann bendir máli sínu til stuðnings á sams kon- ar flutninga frá Sahara eyðumerk- ursvæðinu í allar áttir. En einnig á rannsóknir heimskautafara t.d. Vil- hjálms Stefánssonar, sem leiddu í ljós að öll fjöll á Norður-Grænlandi og viðar á heimskautasvæðunum voru aldrei þakin jöklum. Viðbrögðin við bókum Velikovsk- ys voru eins og sprengju væri varp- að. Vísindastofnanir hótuðu útgef- endum hans öllu illu ef þeir gæfu bækur hans út. Og enn í dag eru kenningar Velikovskys feimnismál sem aldrei hefur fengið vísindalega afgreiðslu. Ætli við höfum byggt sögulega tilvist okkar á misskiln- ingi, sem gerir okkur varnarlaus gagnvart næstu bylgju hamfara? „nema þegar þau eru gefin í réttum skömmtum." I æsku sinni í Villach hafði hann oft og einatt heyrt á tal námumanna um málma sem „yxu“ niðri í jörðinni; gull, tin, kvikasilfur og járn. Hann hafði ekki gleymt sög- unum af hinum fólgnu íjársjóðum og tók nú að nota þá sem meðul ýmist í staðinn fyrir eilegar til viðbót- ar við hefðbundin grasaseyði. Að minnsta kosti eitt þessara jarðefna hitti hann á að nýta sem gagnlegt læknislyf. Hann gaf sýfilissjúkling- um kvikasilfur, fyrst í áburði en síð- ar sem inntöku þegar í ljós kom að húðin varð oft illa leikin af smyrsl- inu, og kvikasilfursmeðferðin varð eina von slíkra krossbera næstu 400 árin. Paracelsus veitti því athygli að margir námumenn voru bijóstveikir og giskaði á að steinrykið sem þeir önduðu að sér ætti sök á því. Þannig mun hann fyrstur manna hafa bent á það sem nú er kallað atvinnusjúk- dómar. Ýmsar gamlar bábiljur hafði hann að háði og spotti eins og þá að bijálsemi stafaði af illum öndum sem tækju sér bólfestu í sjúklingnum. Engu að síður trúði hann því statt og stöðugt að furðuverur ættu heima í hólum og steinum, í djúpum hafsins og víðáttu himingeimsins. Hann var þess fullviss að læknis- fræðin átti að vera og hlaut að verða náttúruvísindi. „Læknir á ekki að sökkva sér niður í lestur bóka eftir menn sem engin skilyrði eða skilning höfðu til að taka málin réttum tök- um,“ segir hann á einum stað, „held- ur á hann að setjast við fótskör læri- meistarans mikla, náttúrunnar, og nema fræði hennar með aðstoð eigin reynslu og skynsamlegri athugun. Læknirinn verður að þekkja náttúr- una og hann verður að setja sig í spor sjúklingsins, kynnast líkama hans, kynnast sjúkdómi hans og læra að lesa hugsanir hans, því að annars kemst hann ekki í það samband við hann sem báðum er nauðsyn.“ Svo mælti Paracelsus. Vinsælu útigallarnir komnir aftur - hægt að taka fóður úr. Verð aðeins 6325,-. Mikið úrval af vatt- og skinnhúfum, verð frá 1980. Sendum i póstkröfu DIMMALIMM Bankastræti 4 Sími 11222 Bílamarkaöurinn^Z Sspum eftir 'eý'egum, góðum brtum. Kopavogi, sími Vantar slíka bíla á skrá W ^ r>a^-og á sýningarsvæðið. Opið: Laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-18. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu að Nethyl 2, Ártúnsholti í Reykjavík. Viðtalstímar eftir samkomulagi. Jóhann Guðmundsson, tannlæknir Sími677444. Til sölu fiskibátur Gáski 800d árgerð 1991,5,9 tonn. Er með tyeimur Merg Cruise 220 ha mótorum. Furano dýptamælir, ratsjá og loranplotter. Veiðarfæri geta fylgt. Tilboð óskast. Gott verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 91 -687403 eða 94-7191. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1994: Almennur lífeyrissj. iðnaðarmanna Lífeyrissjóður bókagerðarmanna Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmanneyinga Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verksmiðjufólk Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands FAIR ÞU EKKI YFIRLIT en dregið hefur verið af iaunum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI — MAKALÍFEYRI — BARNALÍFEYRI — ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þins í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðia fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.