Morgunblaðið - 16.10.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.1994, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H- Frammistaða íslensku stúlkn- anna er því mikið fagnaðar- efni, ekki aðeins fyrir knatt- spyrnuheiminn heldur og líka fyrir þjóðina alla. Þótt undarlegt megi virðast heyrast oft gagnrýnisradd- ir þegar íþróttir kvenna eru ann- ars vegar, einkum knattspyrna og handknattleikur, og beinast þær helst að vaxtarlagi íþróttakvenna. Karlalegar, brussulegar og læra- miklar eru orðin sem oftast fá að fjúka, og þeir sem vita ekki betur trúa þessum staðhæfmgum eins og nýju neti. Því kom það nokkuð á óvart að sjá hið gagnstæða, þeg- ar rætt var við þrjár af þessum kvenhetjum. Ekki var annað að sjá en að þar færu kvenlegar kon- ur og laglegar, þótt þær væru að vísu búnar að hlaupa af sér allt kjöt og þyrftu því kannski að fá eitthvað staðgott. Þær stúlkur sem töluðu við Morgunblaðið fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins eru þær Vanda Sigurgeirsdóttir fýrirliði, 29 ára gömul, Guðrún Sæmundsdóttir, 26 ára og Ásthildur Helgadóttir, sem er 18 ára. Allar hafa þær spilað knattspyrnu frá barnsaldri og allar eru þær margfaldir ís- landsmeistarar og bikarmeistarar með liðum sínum. Vanda og Guð- rún hafa báðar verið kosnar knatt- spyrnukonur ársins og Ásthildur verið kosin efnilegasti leikmaður- inn. Árangur sinn undanfarin tvö ár þakka þær miklum æfíngum og púli, góðri þjálfun Loga Ólafs- sonar og stuðningi frá KSÍ og öðru góðu fólki sem hefur unnið á bak við tjöldin. Andleg hreysti Foreldrar vilja gjaman að dætur þeirra stundi íþróttir og hafa þá fyrst og fremst í huga þann góða og heilbrigða félagsskap sem fylg- ir íþróttaiðkunum og þá líkamlegu hreysti og vellíðan sem þær tví- mælalaust fá. Rannsóknir hafa sýnt að stúlkur sem stunda íþrótt- ir hafa hvorki tíma né áhuga á að hanga í sjoppum eða mæla götur í tilgangsleysi, og kvefpestir og flensur eiga síður aðgang að hraustum skrokkum. En sú and- lega hreysti sem fylgir íþróttaiðk- un af öllu tagi er ekki síður athygl- isverð, eins og fram kemur í við- tali við stúlkurnar. „Við beijumst uns við skríðum út af vellinum,“ segir fyrirliðinn Vanda, og er í engum vafa um það að sú barátta hafi orðið til þess að byggja upp sjálfstraustið og sjálfsagann hjá sér. Guðrún segir að íþróttirnar hafí kennt sér að enginn árangur náist nema hún leggi sig fram í hveiju sem hún taki sér fyrir hendur. „Ef fólk hefur metnað í íþróttum skilar það sér í öðru sem það tekur sér fyrir hendur.“ Hún bendir og rétti- lega á að konur þurfi ekki endilega að vera í keppnisíþróttum til að ná árangri. Menntaskólastúlkan Ásthildur segir að í námi sé það sjálfstraust- ið sem mestu máli skipti og að sjálfstraustið fái hún í íþróttum. Áuk þess hafi íþróttir orðið til að styrkja sjálfsagann. Sjálfstraust, metnaður og sjálfsagi er það sem knattspyrnan hefur fært þessum ágætu stúlkum. Eiginleikar sem íslenska kvenþjóð- in og reyndar þjóðin öll þyrfti að eiga í ríkari mæli. í fyrsta sinn í tvö ár töpuðu þær leik þegar þær spiluðu fyrri leikinn við Englendinga nýlega. Sjálfstra- ustið brást, segja menn daprir og Vanda Sigurgeirsdóttir Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ ER ekki forsvaranlegt að bjóða íþróttir aðeins fyrir annað kynið. Liðið harðsnúið ► „Við erum svo vanar því stelpurnar að þurfa að beijast fyrir okkar hlut að ef við töpum leik er það einfaldlega vegna þess að hitt liðið er betra. Grundvallaratriði hjá okk- ur er að beijast með hjartanu, beijast uns við skríðum útaf vellinum," segir fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu,.Vanda Sigurgeirsdóttir. Vanda hefur verið inni á vellinum frá tíu ára aldri en þá byijaði hún að leika knatt- spyrnu með strákunum í Tindastóli á Sauðár- króki, eina stúlkan i liðinu. Þegar hún fór í Menntaskólann á Akureyri lék hún í fyrsta sinn með kynsystrum sínum, kvennaliði KA. Hún hefur síðan margoft orðið íslandsmeist- ari bæði með í A og Breiðabliki þar sem hún var einnig þjálfari, og var kosin besti leik- maður ársins 1990. Auk þess á hún 10 lands- leiki að baki í körfubolta, og hefur líka stund- að blak, fijálsar iþróttir, sund og skíði. Þessi fjölhæfa íþróttakona, sem er barn- laus en í sambúð, er nú forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Ársels, en tómstundafræði lærði hún í Svíþjóð. Hún segir að helst megi finna íþróttamenn í móðurættinni. „Mamma spilaði handbolta þegar hún var yngri, pabbi hins vegar er mikill áhugamaður um íþróttir og lætur sig ekki muna um að aka suður frá Sauðárkróki þegar mikilvægir leikir eru framundan. Fjöl- skylda min er stór, mamma á átta systkini og pabbi sjö, og allt þetta fólk heldur vel saman. Ég er því mikil fjölskyldukona.“ Vanda hefur þó tíma fyrir fleira en fjöl- skylduna og íþróttirnar því hún er kvikmynd- afrík að sögn og safnar myndböndum eins og bókum. „Ætli ég eigi ekki á fjórða tug kvikmynda og það er óhætt að segja að konu- myndir séu í uppáhaldi hjá mér, myndir eins og til dæmis Steiktir grænir tómatar. Fyrir utan það að safna kvikmyndum þykist ég nú líka vera mikil útivistarkona þótt ég hafi aldrei tíma til að fara eða gera neitt í þeim málum.“ Vanda segir að vissulega hafi baráttan á vellinum eflt þær stúlkurnar, en það sé líka spurning hvort liðið hafi ekki bara verið harðsnúið fyrir. „Ég er til dæmis stjórnsöm bæði innan vallar og utan, og stjórnaði strax leikjum á róluvellinum með harðri hendi. En með því að beijast höfum við auðvitað byggt upp sjálfstraustið og sjálfsagann. Ég hef orð- ið vör við það að sjálfstraustið er ekki mikið hjá íslenskum konum. Iþróttaiðkun er því af hinu góða. Það er mikill uppgangur í kvennaknatt- spyrnunni, en félögin hafa átt erfitt uppdrátt- ar því þau hafa þurft að reka dýra meistara- flokka karla. Það er ekki forsvaranlegt að bjóða íþrótt- ir aðeins fyrir annað kynið. Við erum ekki í samkeppni við strákana en að sjálfsögðu hafa þeir fengið meiri peninga og athygli. Við stelpurnar höfum þurft að leita með stækkunargleri að greinum í blöðum sem fjalla um kvennaíþróttir, þótt umfjöllun upp á síðkastið hafi verið frábær. Fleiri konur þyrftu að sinna íþróttafréttum og fleiri kon- ur þyrftu að sitja í stjórn íþróttafélaga þar sem ákvarðanir eru teknar. Það væri gaman ef konur sem stjórna fyrirtækjum færu að styðja við bakið á okkur. Reyndar hefur ein gert það, hún sagðist ekkert vit hafa á knatt- spyrnu en að sig langaði til að styrkja okkur fjárhagslega. Það er nú svo að við konurnar höfum þurft að sýna árangur til að fá fjárhagsstuðning, meðan karlamir hafa fengið fjárhagsstuðn- ing til að geta sýnt árangur. Þetta er víta- hringur sem við erum að reyna að bijótast út úr,“ segir fyrirliðinn Vanda. Morgunblaðið/Emilía EF FÓLK hefur metnað í íþróttum skilar það sér líka á öðrum sviðum. Kúnst að sigra ► „ÍÞRÓTTAKONUR fá umfjöllun í fjölmiðl- um þegar þær era búnar að ná árangri, en karlarnir fá umfjöllun áður en þeir hafa náð árangri,“ segir Guðrún Sæmundsdóttir lands- liðskona og lyfjafræðingur. „Okkur tókst að komast í átta liða úrslit og það verður ekki af okkur tekið, hvernig sem fer. Árangur okkar verður kannski til þess að efla kvenna- íþróttir, en konur þurfa þó ekki að vera kegpnismenn í íþróttum til að ná árangri." Óskjuhlíðin og Nauthólsvíkin voru leik- svæði Guðrúnar á árunum áður og færðist það svo niður í Valsheimili þar sem hún hóf íþróttagöngu sina. Hún hefur ætíð leikið með Val og er margfaldur Islandsmeistari og bik- armeistari í knattspyrnu. í landsliðinu hefur hún verið síðan 1985 og var kosin besti leik- maðurinn árið 1987 og 1988. Hún segir að margt hafi orðið til þess að þær stúlkurnar náðu þessum góða árangri. „Leikmenn hafa lagt mikið á sig, verið heppn- ir með þjálfara, sem er góður og hæfur maður, og fengið stuðning frá KSI og öðru góðu fólki sem vinnur á bak við tjöldin. Þjálf- aranum okkar, Loga Ólafssyni, hefur ekki aðeins tekist að ná því besta út úr liðinu i heild sinni, heldur einnig að ná því besta út úr einstaklingunum, sem fæstum þjálfurum tekst. Hann tekur okkur ekki á teppið þegar við gerum mistök, en byggir upp sjálfstraust okkar þannig að við förum vel undirbúnar í slaginn." Þegar Guðrún er spurð hvort harkan á vellinum hafi ef til vill eflt hana í baráttu lifsins, segist hún ekki líta á sig sem neitt hörkutól. „I hópiþróttum læra menn að tapa ekki síður en að sigra, sem er ekki minni kúnst að kunna. Þeir læra líka að taka tillit til annarra, ekki aðeins á vellinum heldur utan hans lika, til dæmis í vinnunni. Ekki síst læra þeir að enginn árangur næst nema þeir leggi sig alla fram í hveiju sem þeir taka sér fyrir hendur. Ef fólk hetnr metnað í íþróttum skilar það sér i öðru.“ Eftir þvi sem Guðrún best veit er enginn íþróttamaður í ætt hennar. Guðrún, sem er 26 ára gömul, ógift og barnlaus, lauk stúd- entsprófi frá MH og síðan prófi í lyfjafræði frá Háskóla Islands. Hún starfar nú sem lyfja- fræðingur í Breiðholtsapóteki. „Þetta er fyrsta árið mitt á vinnumarkaðinum og ég er mjög ánægð í starfi mínu. Ég er heppin að vinna með góðu fólki, ég þarf stundum að fá leyfi til að fara fyrr úr vinnunni ef landsleikir eru framundan og er því kannski ekki vinsælasti starfskrafturinn. Knattspyrn- an tekur gríðarlega mikinn tíma og það er undantekning ef ég á fríkvöld. Þá reyni ég nú að hitta vini mína og fólk utan íþróttarinn- ar, eða slappa bara af og gera ekki nokkum skapaðan hlut. Áhugamál mín eru eins og hjá mörgum öðrum, ferðalög og annað, en mest hef ég þó áhuga á fólki.“ - En hvað um framtíðaráætlanir og drauma? „Ég skipulegg aðeins eina viku í senn og það gildir um allt. Ég lifi fyrir einn dag í einu,“ segir Guðrún, sem hefur það hlutverk að gæta andstæðinganna á vellinum. Asthildur Helgadóttir Morgunblaðið/Emilía MÉR þykir vænt um þann skilning og stuðning sem kennarar hafa sýnt mér. Alvaran meiri ► „í NÁMI er það sjálfstraustið sem skiptir mestu máli og það fær maður í íþróttunum. Hvort úthaldið til að silja yfir bókunum verði meira með íþróttaiðkun veit ég ekki, en það þarf oft mikinn sjálfsaga til að koma sér út að hlaupa, svo mikið er víst,“ segir Ásthildur Helgadóttir, 18 ára gömul landsliðskona og nemandi í 5. bekk í MR. Ásthildur hóf að leika knattspyrnu tíu ára gömul með Breiðabliki og varð mörgum sinn- um Islandsmeistari með því liði, en langaði síðanað breyta til og fór yfir í KR. Hún varð Islandsmeistari með þeim árið 1993, en árinu áður hafði hún verið kosin efnilegsti leikmaðurinn. „Fótboltinn er í ættinni, þetta eru allt KR-ingar, enda varð mikil fögnuður þegar ég gekk í Iiðið,“ segir hún. „Við fjölskyldan bjuggum um tíma í Svíþjóð og þá var ég oft í fótbolta með pabba og fór með honum á æfingu. Ég sagðist nú alltaf ætla að hætta í knattspyrnu 22 ára, en nú sé ég að ástæðan fyrir góðum árangri landsliðsins er kannski einmitt sú að í liðinu er þessi skemmtilega blanda yngri og eldri leikmanna." Þegar Asthildur er spurð hvert markmiðið sé hjá þeim stúlkunum, segir hún að þótt þær hafi náð að komast í átta liða úrslit finnist henni það ekki nóg. „Kvennaknattspyrnan er á uppleið, en það er samt ekki nógu vel hlúð að okkur. Það er hlægilegt hvernig búið er að okkur hjá KR, við verðum til dæmis sjálfar að útvega okkur teygjuplástur og stöndum alltaf í tómu basli þegar eitthvað er að. Umfjöllun um íþróttir kvenna er oft- ast léleg og eini kvenkyns íþróttafréttamað- urinn, sem er hjá DV, er í stjórn Breiðabliks ogþví ekki hlutlaus í fréttaflutningi. Ég held nú að við munum hafa úthaldið í það sem framundan er, en hins vegar hefur harkan aukist og meiri alvara er í þessu en áður var. Við erum búnar að æfa stanslaust síðan í nóvember í fyrra og erum því orðnar þreyttar. Mér finnst það líka orðið hundleið- inlegt að þurfa allaf að segja nei þegar ég er beðin um að koma eitthvert. Ég varð jafn- vel að sleppa busaballinu, sem er auðvitað hið versta mál! Ég hef oft spurt sjálfa mig hvers vegna ég sé að þessu og svarið er allt- af hið sama, mér finnst bara knattspyrna svo skemmtileg." Ásthildur segist ekki neita því að knatt- spyrnan hafi komið niður á náminu nú síð- ustu vikur. „Ég er óánægð með hversu lítið ég hef getað sinnt náminu undanfarið. En mér þykir vænt um þann skilning og stuðn- ing sem kennarar hafa sýnt mér. Um daginn til dæmis gekk þýskukennarinn, Halldór Vil- hjálmsson, virðulega inn í stofuna að vanda og sagði: Góðan dag, góðir nemendur. Kom svo auga á mig og sagðist mega til með að taka í hönd mína. Sagði síðan hátt: Nemend- ur, rísið á fætur og klappið átta sinnum. Sagði svo lægra við mig: Voru þau ekki átta mörkin sem þú skoraðir? Nei fjögur, sagði ég. Nú, klappið þá sjö sinnum, sagði hann alvarlega, og það var gert! Uppáhaldfög landsliðskonunnar, fyrir utan þýskuna að sjálfsögðu og leikfimina, eru stærðfræði og íslenska. En hvert er besta augnablikið sem hún hefur upplifað úti á vellinum? „Það var þegar ég varð íslandsmeistari með KR. Mér fannst það heldur ekkert leiðin- legt að skora þessi fjögur mörk á móti Grikkj- um.“ I > i 1 ! í i 1 I I : i i. I i i !> I ! b

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.