Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 9

Morgunblaðið - 16.10.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 B 9 LJONALEIKUR Múfasa Sensa Skari Rafiki Jones og Pétur. * Broderick og Felix. Marin og Eggert. Goldberg, og Edda Heiðrún. Irons, og Jóhann. Guillaume og Þórhallur. ■ Tvær bækur haf a komið út um Marlon Brando n' Banda- ríkjunum í haust. Önnur er sjálfsævisaga þar sem Brando rekur lífshlaup sitt en bókina kallar hann Söngvarnir sem móðir mín kenndi mér eða „Songs My Mother Taught Me“. Hin er eftir Peter Manso og heitir einfaldlega „Brando“. Bækumar og Brando hafa fengið mikla umfjöllun í bandarísku press- unni en eru báðar sagðar að mörgu leyti gallaðar. Brando er ekki alveg sammála fjöldan- um um í hveiju stórvirki hans liggur. I sjálfsævisögunni kemur fram að honum finnist hann hafa leikið best í mynd- inni „Bum“! farin ár. Sú næsta í röðinni, „Pocahontas", gerist á indj- ánaslóðum og verður frum- sýnd vestra næsta sumar. Sagðist Björn gera fastlega ráð fyrir að hún verði einnig sýnd með íslensku tali.„Eftir að þeir gáfust upp á suðinu í okkur út af Aladdín og hún fékkst talsett kom í ljós að hún gekk þrisvar sinnum bet- ur en t.d. Fríða og dýrið svo ég sé ekki annað en framhald verði á þessu og að við förum síðar meir út í klassíkina," sagði Björn og átti við Mjall- hvíti og dvergana sjö, Gosa og fleiri Disneygullmola. Áætlaður kostnaður við talsetninguna hér heima er tvær milljónir króna en að sögn Björns ber Disneyfyrir- tækið allan kostnað af tal- setningunni. Konungur ljón- anna verður einnig sýnd hér með ensku tali líkt og Aladd- MKanadíski leikstjórinn Nor- man Jewison sendir frá sér nýja mynd í haust sem heitir „Only You“ og er með Marisu Tomei og Robert Downey í aðalhlutverkum. Myndin segir af ungri konu sem hættir með kærastanum sínum og flýgur til Ítalíu á vit ævintýranna. Myndina átti að frumsýna í sumar og heitinu á henni hefur tvisvar verið breytt. Stjörnu- bíó tekur hana til sýninga um jólin. UFrakkar eru teknir að sjá Hollywood fyrir mesta nýmet- inu, virðist vera. Nýjasta þandaríska endurgerðin á franskri mynd er „Life- savers" sem Nora Ephron leikstýrir með Steve Martin, Madeiine Kahn, Juliette Lewis og Rob Reiner í aðal- hlutverkum. Myndin gerist á aðfangadagskvöldi og segir frá hópi fólks á sjálfsmorðs- vakt en hún byggir á „Le pére noei est une ordure". Hverjir leika í Konungi Ijónanna? Persónur leikendur Upptökum er nú lokið á íslenskri talsetningu Disney- teiknimyndarinnar Konungi ljónanna eða „The Lion King“ í Stúdíó 1 fyrir Sambíóin og er unnið að lokavinnslu hennar í Danmörku undir stjórn Jul- íus Agnarsson. Hún er aðsóknarmesta mynd ársins i Bandaríkjunum, miðar hafa selst á hana fyrir um 290 milljónir dollara, og verður frumsýnd i Sambíóun- um umjólin. eftir Arnald Indriðason Alls fara 13 leikarar með hlutverk í íslensku út- gáfunni: Pétur Einarsson leik- ur Múfasa, sem James Earl Jones leikur í bandarísku út- gáfunni, en það er faðir- inn sem deyr frá ijónaungan- um Simba; Simba full- orðinn leik- ur Felix Bergsson en Matthew Broderick fer með hlutverkið í þeirri bandarísku; Jóhann Sigurðarson leikur óþokkann Skara, sem vill ekki að Simbi nái völdum, en Jer- emy Irons fer með hlutverk hans; Eggert Þorleifsson og Edda Heiðrún Bachmann leika hýenumar Bansí og Sensa, undirtyllur Skara, og fara Cheech Marin og Whoopi Goldberg með hlutverk þeirra í bandarísku útgáfunni, og Þórhallur Sigurðsson leijíur apann Rafiki, vin Simba, hlut- verk sem Robert Gullaume fer með vestra. Aðrir íslenskir leikarar í myndinni eru Þo- valdur D. Kristjánsson, Álfr- ún Örnólfsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sig- urjónsson og Helga Jónsdótt- ir. Leikstjóri íslensku talsetn- ingarinnar er Randver Þor- láksson. Aðspurður sagði Björn Árnason, sem hefur umsjón með talsetningunni fyrir Sambíóin, að upptökurnar hafí gengið mjög vel. „Þetta var erfiðari fæðing hvað snerti að fá samþykkta leikar- ana hjá Disneyfyrirtækinu því kröfurnar eru svo miklar og þeir hafa úrslitavald. Sum lönd eins og Japan eru allt uppí hálft ár að fá leikarana sína samþykkta í talsetning- una.“ Bjöm sagði það hafa gengið mun erfiðar fyrir sig nú en þegar Aladdín var tal- sett enda myndimar ólíkar að mörgu leyti. „En þótt þeir séu kröfuharðir er þetta besta fólkið í bransanum, þeir taka manni eins og maður sé einn af fjölskyldunni." Disneyteiknimyndir hafa verið óhemju vinsælar undan- KRAFTAVERK; úr nýjustu mynd Peters Greenaways, Barnið í Macon. Greenaway og Barnið í Macon Háskólabíó tekur nú í haust nýjustu mynd breska leikstjórans Peters Greenaways til sýninga, en hún heitir Barnið í Macon eða „The Baby of Maeon“. Hyggst bíóið einnig sýna aðra mynd leikstjórans um sama leyti, Bækur Prospers- ós, með John Gielgud. Greenaway er þekktastur hér heima fyrir myndina Kokkinn, þjófinn, konu hans og elskhuga hennar, sem einnig var í Háskólabíói. Barnið í Macon gerist fyrr á öldum og segir af tímum plágu og ófijósemi í borginni Macon þar sem eins og fyrir kraftaverk fæðist fallegt og heilbrigt sveinbarn. En syst- ir hans og kirkjuyfirvöld reyna að hagnast á barninu, borgin tekur að blómgast á ný en af því sprettur græðgi og spilling sem stefnir barn- inu í voða. Greenaway er án efa einn sérstæðasti og umdeildasti kvikmyndaleikstjórinn sem starfar í dag og hér segir hann af kraftaverkum, hálf- kraftaverkum og næstum því kraftaverkum á tímum takmarkalausrar guðrækni. að fyrsta sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn gera nú orðið þegar þeir fara af stað með bíó- mynd er að kemba grunn- skólana í leit að leikurum. Þeir hafa að undanförnu veríð sérstaklega uppteknir af bama- og æskumyndum en a.m.k. fjórar nýlegar myndir og ein sem nú er í framleiðslu setja börnin í öndvegi. Þetta em Svo á jörðu sem á himni, þar sem ung stúlka var miðpunktur sögunnar, Hin helgu vé, þar sem lítill gutti var skotinn í sér mun eldri stúlku, Bíódagar, þar sem ungur strákur upplifði innreið nútímans í liöfuð- borginni og gamla tímann í sveitinni, Skýjahöllin, þar sem stefnufastur strákur bjargar sér með hvolpinum vini sínum, og loks er það Benjamín Dúfa, sem verið erað kvíkmynda uppúr Ijúf- sárri sögu um ævintýri strákaklíku. Af hveiju krakkar leika svona stóra rullu í íslensku kvikmyndunum núna er hulin ráðgáta. En þeir standa sig yfirhöfuð mjög vel og eru sannarlega mikil- vægur hluti af íslenskri kvikmyndagerð þessa stundina. GÓÐ AÐSÓKN; Nicholson og Pfeiffer í ÚlFinum. 12.000 hafa séð Úlfinn Alls höfðu 12.000 manns séð varúlfa- myndina Úlfinn með Jack Nicholson í Stjömubíói eftir síðustu helgi, að sögn Karls 0. Schiöth bíó- stjóra. Þá höfðu 23.000 manns séð Bíódaga og framtíð- artryllirinn Flóttinn frá Absalom byijaði ágæt- lega um siðustu helgi að sögn Karls, en hún er einnig í Laugarásbíói. Næstu myndir Stjömu- bíós em gamanmyndin „It Could Happen to You“ eftir Andrew Bergman, „The Next Karate Kid“ eftir Chris Cain, þar sem ung stúlka er komin í hlutvcrk karatekrakkans, og „Threesome“ með Stephen Baldwin, Lara Flynn Boyle og Josh Charles. Jólamynd Stjörnubíós verður að líkindum „Only You“ eftir Norman Jewi* son. í BÍÓ B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.