Morgunblaðið - 16.10.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.10.1994, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Jesper Lundgaard Jakob Fischer NIELS JESPER OG DANSKUR DJASS Það fer vel á því að ljúka haustdögunum dönsku með djasstónleikum, skrifar Vemharður Lin- net, því að á fáum sviðum lista hafa samskipti þjóðanna verið jafn náin síðustu árin NIELS-HENNING Örsted Pedersen, djassdýrlingur íslendinga Ikvöld lýkur dönskum haust- dögum í Reykjavík. Danskir listamenn hafa farið þar á kostum - samt er ekki ótrú- legt að tónleikar Jespers Lundga- ards og félaga í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld verði hápunktur dag- anna. Það fer vel á því að ljúka haust- dögunum dönsku með djasstónleik- um, því að á fáum sviðum lista hafa samskipti þjóðanna verið jafn náin síðustu árin. Kannski byrjaði það allt í desember 1977. Þá var Erik Sonderholm forstjóri Norræna hússins og hann fékk Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen til að koma með tríó sitt og leika þar þrjú kvöld. Með bassasnillingnum kom Ole Kock Hanssen píanisti og Alex Riel trommari. Það þarf ekki að orð- lengja það, þeir komu, sáu og sigr- uðu og síðan hefur Niels-Henning verið djassdýrlingur Islendinga. Meira að segja Jóhannes félagi minn Atlason, sem fyrir utan fót- boltann og golfrð kann helst skil á tenórsöng og hefur jafnan verið frábitinn djassfræðum, talar á góðri stundu um bassasnillinginn Niels-Henning Istergade - sá nafnaruglingur fannst Niels-Henn- ing jafn fyndinn og þegar djassæð- ið var svo hóflaust meðan á RúRek- hátíðinni stóð í september sl. að rætt var um Niels Helvig 0rsted Pedersen í fréttatíma þegar kosnin- gaundirbúningmfinn í Danmörku stóð sem hæst. Niels ætlaði svo sannarlega að láta flokksfélaga sinn, Niels Helvig Pedersen, vita af 0rsteds-nafnbót- inni. að var gaman að í níundu ís- landsför Niels-Hennings skyldi Solveig kona hans vera með. Tríóið frá 1977 átti að leika á RúRek og þegar ég náði í þau hjón og Ole Kock útá flugvöll dag- inn fyrir tónleikana var húmorinn á fullu og Niels flutti mér fimm- tugsafmælisbrag þarsem segir m.a. að lífið sé í moll og dúr, en „hold dig blot fra strenge fru’r / sá gár liv fra mol til dur“. Það var von á Alex daginn eftir því hann var að leika á Jótlandi þetta kvöld. Þeir „Et digt, et digt,“ sagði Ni- els Henning og vildi fá ljóð frá Ólafi Ormssyni rithöf- undi, sem hér er lengst til hægri. Með þeim á myndinni er Solveig kona Niels Henn- ing og Vernharður Linnet, lengst til vinstri. félagar hafa jafnan verið iðnir við túlkun norrænna þjóðlaga og eftir að þeir léku Det var en lordag aft- en í Norræna húsinu 1977 hrópaði mikilúðlegur tónleikagestur í blá- um blaseijakka bravó, bravó í gríð og erg. Var þar kominn Vestman- neyingurinn Óskar Þórarinsson skipstjóri frá Háeyri. Átta árum síðar kostuðu þeir Órn Ævarr Mar- kússon apótekari í Garðs apóteki útsetningar Ole Kocks á fjórum íslenskum þjóðlögum fyrir tríó Niels og strengjakvartett. Síðan hafa íslensk þjóðlög oft verið á dagskrá tríósins og Niels og Ole fluttu þijú þeirra við opnun RúRek í ár. „ísland og Færeyjar eru óska- lönd mín,“ sagði Niels eftir tónleik- ana á Sögu þar sem við sátum á Mímisbar yfir Túborg frá Tomma í Ölgerðinni. „Eiginlega finnst mér að við Norðurlandabúar séum frek- ar einn þjóðflokkur en margar þjóð- ir. Við náum allt suðrí Þýskaland og þegar ég er á ferð þar finn ég alltaf hvar okkur sleppir og þeir taka við. Þeir hafa allt annan hugs- 1 anagang, allt öðruvísi kímni. Kímnisögur hafa alltaf verið aðall Niels-Hennings og margar þeirra alþjóðlegar. „Hafiði heyrt um afríska bónd- ann sem átti hænur sem voru alveg hættar að verpa. Hann hringdi f nágrannann og bar upp vandræði sín. „Hafðu engar áhyggjur af þessu,“ sagði nágranninn. „Ég á einstaklega fjörugan hana og skal lána þér hann.“ Eftir skamma stund hafði haninn gagnast öllum hænunum og þær svo ánægðar með lífið að varpið komst í fullan gang. Þá brá haninn sér útúr hæns- nagirðingunni og tók við að gamna sér með öðrum dýrum bóndans. Að lokum varð hann svo uppgefinn að hann lá sem dauður væri. Þegar bóndinn sá hanann liggjandi og þijá hrægamma sveima yfir hon- um, hringdi hann í ofboði í ná- granna sinn og spurði hvað hann ætti nú til bragðs að taka. „Hafðu engar áhyggjur," svaraði nágrann- inn. „Sjáðu bara hvað gerist þegar þeir lenda." Meðal gesta á Mímisbar var Ólafur Ormsson rithöfundur. Þegar Niels lék hér með Tönju Maríu orti skáldið til Tönju og manns hennar bæði á íslensku, dönsku og ensku og nú vildi Niels fá meira af svo góðu og kallaði: „Et digt, et digt!“ Og skáldið orti: „Niels er engum líkur/sem slíkur og þvílíkur.“ Þá var öllum skemmt og ekki síst hinum síunga húmor- ista Alex Riel. Alex kom fyrst til íslands árið 1966. Þá var hann á heimleið frá Boston þar sem hann hafði numið tónlist við Berklee. Bandaríkjavist- in átti ekki við Alex. Hann þráði gömlu góðu Kaupmannahöfn og Jazzhus Montmartre í Store Regnegade. Hann hafði lítið lært á trommur áður en hann hélt utan, þó hann væri orðinn einn helsti djasstrommari Dana - var rakari að iðn. Sem betur fór lagði hann klippingar á hilluna því betri trommara getur vart í Evrópu. Nú er hann kominn til íslands í fjórða skipti og leikur á Sögu í kvöld með félögum sínum Jesper Lundgaard, Jakob Fischer og Bob Rockwell. Bob Rockwell er bandarískur, fæddur í Oklahoma 1943 og ólst upp í stórsveitum, orgeltríóum og strippsjóum. Það er því von að tónn- inn sé heitur og blásturinn rudda-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.