Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 26

Morgunblaðið - 16.10.1994, Side 26
26 B SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGl túlkurinn Zhou Jianp- ing var útlærður í kínverskri skrift (kalligrafíu). Hvar sem viö kom- um reyndum viö aö skoöa listmenjar eft- ir föngum og sums staöar gafst okkur kostur á að hitta listamenn, skrifar son, en þó höföu sumir í flimtingum að þetta væri allt eins matarlistarferö MORGUNBLAÐI á kínversku. FRÆGÐ Bjarkar hefur ber- j sýnilega einnig borist til Kína, oghérsésthúnáforsíðutíma- rits nokkurs er hékk á snúru á áberandi stað hjá götusala í Peking. riSTUDAGURINN 2 septem- ber gengur vafalítið inn- í ís- lenzka listasögu, því daginn þann var opnuð fyrsta íslenzka list- sýningin í Kína, nánar tiltekið í menningarmiðstöð austur Peking (Bejing). Að sjálfsögðu var þetta stórviðburður fyrir grafíklistafólkið, sem statt var í borginni í tilefni sýn- ingarinnar, komið langan veg í því skyni. Alls sýndu 30 grafíklistamenn um 90 verk af öllum stærðum og gerðum og er óhætt að segja að flest- ar tegundir grafíktækninnar hafi prýtt veggi hins rúmgóða sýningar- salar á annarri hæð. Sýningin var opnuð með viðhöfn og var m.a. í þrígang kiippt á rauðan borða, auk þess sem ýmsir tóku til máls. Að vísu skyggði það nokkuð á gleði manna, að vestræn sýningar- menning hefur enn ekki náð austur þangað og voru menn fyrir margt óhressir um framkvæmdina og eink- um upphenginguna. En seinna kom á daginn að sýningar í enn veglegri sölum voru sama marki brenndar og menn gátu þá huggað sig við hið fornkveðna að mjór er mikils vísir. Miðað við allar breytingar og upp- stokkanir í þjóðfélaginu, mun Vest- ræn safna- og sýningarmenning vafalítið halda innreið sína í landið á næstu árum og þá verður trúlega mikilvægt að hafa stigið þetta skref. Engar fréttir hafa borist upp í mínar hendur um gengi sýningarinn- ar, en þær eiga eftir að koma, og þessi pistill á einungis að kynna ferð- ina lauslega í stórum dráttum og er upphaf greinaflokks um Kína, sem er í burðarliðnum, og mun hefjast á næstunni. Tilefni sýningarinnar var 50 ára afmæli lýðveldisins og 40 ára af- mæli Kínversk íslenzka menningar- félagsins, og stóð Kínverska vináttu- stofnunin við erlend ríki straum af kostnaði við sjálfa sýninguna og jafn- framt uppihaldi 6 listamanna í Pek- ing, sem deildist svo á hinn tíu manna hóp. Hins vegar stóðu menn sjálfir straum af öllum öðrum kostnaði, sem var dijúgur, en með dugnaði tókst að minnka hann nokkuð, þar sem ýmsir aðilar hlupu undir bagga og Reykjavíkurborg keypti eitt eða fleiri grafíkverk eftir hvem þátttakenda á móti ákveðinni peningaupphæð. Með í för voru ýmsir opinberir fulltrúar. Frá menntamálaráðuneyt- inu var það Svavar Gestsson fv. ráð- herra, frá borgarstjórn Guðrún Ágústsdóttir og frá forsetaembætt- inu Sigríður Jónsdóttir. þetta fólk hélt heim frá Peking að átta dögum liðnum auk tveggja grafíklista- manna, en hinir héldu áfram suður á bóginn. Einn af stofnendum Kín- versk-íslenzka menningarfélagsins, Stefán Sigfússon, var svo allan tím- ann með hópnum. Nokkrir voru með maka sína og fyrri hlutann vorum við samtals 18 með fararstjóranum Emil Bóassyni. í Peking var búið á glæsihóteli, Xiyuan að nafni, sem var þó nokkuð frá miðbænum. Og þrátt fyrir glæsi- leikann í ytra byrði komust menn fljótlega að því, að þeir voru komnir í nokkuð ókennilegt og frumstætt umhverfi. Þannig reyndist nær ógjörningur að senda okkur símbréf frá íslandi nema að tilgreina sendandanum herbergisnúmerið, og enginn veit að sjálfsögðu slík númer fyrr en á staðinn er komið(l), og er heim kom uppgötvaði ég t.d. að fax- bréf mér send höfðu ekki skilað sér í mínar hendur. Annað sem mönnum þótti frum- stætt þar austurfrá, sem einskorðast þó ekki við Kína, því ég hef lent í því sama í Japan, var að dagskráin byijaði á fullu svo til strax og menn höfðu komið sér fyrir á hótelinu. Eftir málsverð voru menn t.d. drifnir í „Forboðnu borgina". Um hvíld var ekki að ræða og voru sumir orðnir býsna rislágir er leið á daginn, því rúmlega tíu klukkustunda flug og allt það umstang sem því fylgir fyrir og á eftir var að baki. Hitarnir voru miklir fyrstu dagana og sömuleiðis lá mengunarmóða yfir borginni og þessu tók nokkurn tíma að venjast. Reynsla mín er að einung- is nokkurra klukkustunda hvíld áður en dagskrá hefst getur gert krafta- verk. Það var svo ekki fyrr en haldið var til Chengde, sumardvalarstaðar keisaranna í Norður-Kína, á fjórða I Guilin komum vió á læknamió- stöó „þar sem menn gátu lækn- aó allt“. Vildi lió- ió endilega lækna heyrnar- leysi greinarhöff- undar og einn meistarinn sést hér í óóaönn aó veita rafmagns- bylgjum milli eyma hans, sem m.a. ollu miklum axlarkippum og ekki einungis á mér heldur einn- ig honum sjálf- um. Hann hélt heyrninni ... degi, að menn voru famir að venjast hitunum. Þar var loftslagið mun tærara og ferðin þangað hreint augnakonfekt sakir fjölbreytilegs og yndisfagurs landslags. Hótel Yuns- han reyndist ríkt af andstæðum, því að rúmgott og stásslegt fordyrið var eini lúxusinn, en hins vegar var ljósa- krónum í matsal haldið uppi með frumstæðum tilfæringum, t.d. tré- fjölum og límböndum, og morgun- verðurinn hörmung. Daginn áður en farið var frá Peking var haldið til hafnarborgarinnar Tianjin í nágrenni Peking og listiðnaðarverkstæði heim- sótt. 1 Tianjin búa 8 milljónir íbúa og er borgin með mun þróaðri borg- arbrag og húsagerðarlist á vestræn- an mælikvarða en Peking. Frá Peking var svo flogið til Xi’an fyrrum höfuðborgar Kínaveldis þar sem gröf hins mikla, Quin Shi Huang fyrsta keisara sameinaðs Kínaveldis, 221 f. Kr., fannst fyrir tilviljun árið 1974. Hann kvað jafn þekktur í Kína og Napoleon í Evrópu. Grafnar hafa verið upp 6.000 leirstyttur (terrak- otta) af hermönnum keisarans í lík- amsstærð, sem fylgja áttu honum til annars heims. Talið er að það taki allt að fímmtíu ár í viðbót að kanna hinn mikla haug til fulls. Það var tvennt sem menn tóku vel eftir í Xi’an, hið fyrsta að líkast var sem þar lifði allt annar þjóðflokk- ur og sýnu andlitsfríðari, og svo var hvarvetna verið að byggja risahótel, en svo til öll hótelin sem þegar eru starfandi hafa risið á 10 ára tímabili í kjölfar uppgötvunar keisarahaugs- ins, sem telst einn merkasti fornleifa- fundur aldarinnar. Það er UNESCO, sem tekið hefur að sér uppgröftinn, sem tryggir óaðfinnanleg vinnu- brögð, en Kínveijar hafa takmarkaða tilfinningu fyrir slíku enn sem komið er og virðast þannig fastir með ann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.