Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þúsund-
ir laxa
veiddir í
Hvalfirði
F.V. BÖÐVAR Sigvaldason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár,
Helgi Jóhannsson lögfræðingur með 14 punda Vesturárhrygnu
og Manfred Raguse, þýskur ferðaskrifstofueigandi sem ætlar að
selja löndum sínum leyfi í Miðfjarðará á næstu vertíðum.
HEIMTUR úr merkingum laxa á
Færeyjamiðum, tölur yfir veidda
laxa í sjó við ísland og fregnir um
að sel hefur snarfjölgað við árósa
voru meðal þeirra umræðuefna sem
upp komu á ráðstefnu Norður-Atl-
antshafslaxasjóðsins og Fróða hf.
um laxveiðimál í Háskólabíói í síð-
ustu viku.
Orri Vigfússon greindi frá því á
ráðstefnunni, að í sumar hefðu
fyrstu heimtur skilað sér úr merk-
ingarátaki á Færeyjamiðum í fyrra.
Merktir voru 3.000 laxar og komu
merktir laxar fram í laxveiðiám sjö
landa, Noregs, Skotlands, írlands,
Svíþjóðar, Spánar, Rússlands og
Englands. Athygli vekur að enginn
kom fram í íslenskri á. Athugun á
löxunum sem til merkingar voru
teknir leiddi í ljós að um 2/3 hluta
þeirra voru villtir fiskar, en lh hluti
eldislaxar. Við þetta má bæta, að
í sumar hófst nýtt verkefni sem
felst í því að fylgjast með ferðum
laxa með ströndum fram. Sendi-
tæki voru fest á milli 20 og 30
laxa sem gengu í veiðigildru haf-
beitarstöðvarinnar í Hraunsfirði.
Nokkuð var liðið á ágúst er þetta
átti sér stað og til stendur að fram
halda athugunum að ári. Miklar
deilur hafa verið á svæðinu um
gönguvenjur laxa og hafa veiðirétt-
areigendur í næsta nágrenni haf-
beitarstöðvarinnar haldið því fram
að fullkominn veiðibúnaður stöðv-
arinnar hafí hirt bróðurpartinn af
laxinum sem hafi verið á leið í lax-
veiðiámar í Breiðafirði. Samkomu-
lag náðist milli deiluaðila í sumar
um minni sókn hafbeitarstöðvar-
innar og auknar rannsóknir til að
fá botn í málið.
Stórveiði í sjó
Laxveiði í sjó hefur ekki verið
lögum samkvæmt við Island um
árabil, en þó eru fáeinar jarðir á
Suðvestur- og Vesturlandi sem
hafa heimildir samkvæmt gamalli
hefð. Tvær þessara jarða eru í
Hvalfirði og fleiri skammt frá ósum
Langár á Mýrum. Hvalfjarðarlagn-
irnar eru kenndar við Kirkjuból og
Kúludalsá og kom fram á ráðstefn-
unni að sumarveiðin hafi verið með
mesta móti, eða 6.000 laxar, og
bendi fyrstu athuganir á merktum
löxum í aflanum til þess að um
3.600 fiskar eigi uppruna í hafbeit-
arstöðvum, en 2.400 séu úr lax-
veiðiám á Vesturlandi og þá senni-
lega helst í Laxánum í Kjós og
Leirársveit og svo Borgarfjarð-
aránum. Ingvi Hrafn Jónsson, sem
var ráðstefnustjóri ásamt Steinari
J. Lúðvíkssyni, benti á að ekki vant-
aði mikið upp á að um væri að
ráða samanlagða sumarveiði í
Norðurá og Grímsá og munaði um
minna. Orðrómur hefur verið á
kreiki í allt sumar og haust, að
viðræður hagsmunaaðila við um-
rædda netabændur um uppkaup
netanna hafi staðið yfir. Menn sem
leitað hefur verið til hafa hvorki
viljað jánka því né neita.
Netaleysi og selir
í umræðu á ráðstefnunni um
slakar laxagöngur kom fram í
máli Áma ísakssonar að með
nokkrum undantekningum hefði
veiði í ám á Suðvestur- og Vestur-
landi einnig verið mun slakari í
sumar. Hið vonda ástand ætti ekki
einvörðungu við um Norðurland.
Það hefði að sönnu verið meira af
smálaxi í ám í þeim landshluta
heldur en norðanlands og norðaust-
an, en varla gæti það talist hafa
verið meira en í slöku meðallagi.
Borgarfjarðarárnar hefðu staðið
fyrir sínu, en þær hefðu notið þess
ríkulega að net eru ekki lengur
lögð í Hvítá.
Það kom einnig fram í máli Þor-
kels Fjeldsted netabónda í Fetju-
koti, sem var meðal ráðstefnu-
gesta, að honum þætti áberandi
að það er miklu minni lax að ganga
heldur en fyrrum og væru lýsingar
manna á laxatorfum við árósa sem
ekki vildu ganga lengra orðnar æði
margar og fyrirferðarmiklar. Upp
úr þeim vangaveltum kom fram
eftir veiðieftirlitsmanni á Vestur-
landi, að þegar árósar og næsta
nágrenni þeirra væri skoðað úr
flugvél kæmi í ljós að gífurleg
aukning væri orðin á selagangi.
Þeir væru fleiri en áður og kæmu
nær ósunum. Fyrir nokkrum árum
hafði að mestu tekist að stugga
þeim frá, en þeir sækja nú í sig
veðrið aftur. Áð sama skapi hefur
víða færst í vöxt að menn veiði
laxa sem eru iila leiknir eftir seli.
Garðabæj-
ardagur
á morgun
Samninganefnd ríkisins
Tilbúin til samninga
við sjúkraliða frá
upphafi viðræðna
SAMNINGANEFND ríkisins hefur
frá upphafi viðræðna við Sjúkra-
liðafélag íslands verið tilbúin til
samninga með hiiðstæðum hætti
og við önnur félög opinerra starfs-
manna, segir í fréttatilkynningu frá
ljármálaráðuneytinu. SLFÍ hefur
tilkynnt ráðuneytinu að það muni
á næstunni láta fara fram allsherj-
aratkvæðagreiðslu um boðun verk-
falls 10. nóvember nk., en verkfalls-
boðunin er til þess gerð að knýja
viðsemjendur félagsins til viðræðna
um kjarasamninga sem verið hafa
lausir í tíu mánuði.
í tilkynningunni segir að Sjúkra-
liðafélagið hafi fyrst óskað eftir
samningaviðræðum í september
1993, þegar rúmir fimm mánuðir
voru frá því að samningar við félag-
ið losnuðu. „Fyrsti samningafund-
urinn var haldinn 20. september
1993. Á þeim fundi lagði félagið
fram minniblað með óskum um efn-
isatriði viðræðna. Á fundi viku síðar
lagði SNR fram drög að samningi
sem var hliðstæður þeim samning-
um sem þá höfðu verið gerðir á
almennum vinnumarkaði og við
nokkurn hluta opinberra starfs-
manna. Sjúkraliðafélagið hafnaði
þessu tilboði um samning, eitt fé-
laga innan BSRB,“ segir í tilkynn-
ingu ráðuneytis.
„Síðan þá hafa samningaviðræð-
ur staðið með hléum af ýmsum
ástæðum og hafa verið haldnir 15
samningafundir til þessa. Félagið
lagði fram kröfugerð sína á fundi
1. júní 1994 og gerði SNR félaginu
nýtt tilboð um samning 13. júní
1994 sem einnig var hafnað af fé-
laginu. Óskaði félagið þá eftir híéi
á viðræðum sem stóð þar tii í lok
september að félagið óskaði eftir
samningafundi. Var þegar orðið við
því og hafa sjö fundir verið haldnir
síðan. Á þeim fundum hafa m.a.
verið rædd mál er varða framhalds-
menntun sjúkraliða og málefni fé-
laga SLFÍ sem starfa utan höfuð-
borgarsvæðisins. Undimefndir í
þeim málaflokkum hafa náð veru-
legum árangri."
GARÐABÆJARDAGUR verð-
ur haldinn í Garðaskóla laugar-
daginn 22. október kl. 13—17
undir yfirskriftinni: Fjölskyld-
an og bærinn okkar.
Deginum er ætlað að vera
vettvangur fyrir bæjarbúa á
öllum aldri til að koma saman,
fræðast, ryóta skemmtiatriða
og kynnast starfsemi ýmissa
félagasamtaka og annarra aðila
í bænum.
M.a. verður haldið málþing
um málefni fjölskyldunnar,
umhverfismál o.fl., tónlistaratr-
iði og skátafélagið Vífill mun
m.a. standa fyrir ratleik. Á
bókasafninu verður sögustund
fyrir börn og unglinga ásamt
kynningu á bókmenntum um
sögu Garðabæjar og Myndlist-
arskólinn setur upp sýningu á
verkum nemenda.
Það er fjölskyldunefnd
Garðabæjar sem stendur fyrir
þessari hátíð og er aðgangur er
ókeypis.
íslensk frímerki
sýnd í 3 mánuði
í Kaupmannahöfn
FRÁ þriðja janúar allt fram til
þrítugasta mars 1995 verður
haldin sýning íslenskra frí-
merkja í Danska póst- og síma-
minjasafninu við Valkend-
orfsgade í Kaupmannahöfn.
Þarna verða eingöngu sýnd ís-
lensk frímerki, en safnið á heilt
safn allra íslenskra frímerkja
sem út hafa verið gefin og jafn-
vel í heilum örkum fram til
1993. Þettaer
sérstök kynning-
arsýning á frí-
merlqum hinna
Norðurlandanna,
sem að þessu
sinni fjallar um
frímerki og póst-
sögu Islands.
I fréttabréfi
safnsins segir:
„Eyríkið í hinum
norðlæga hluta
Atlantshafsins
fékk eigin póst-
þjónustu ekki
fyrr en árið
1873“. Þarna er
auðvitað átt við
frímerkjaútgáfu í nafni lands-
ins og einnig notkun íslenskra
stimpla á þessi frímerki.
Berufjord
Fyrstu póststöðvarnar sem
opnaðar voru á árunum 1870-
1871 voru á Seyðisfirði, í
Reykjavík og á Berufirði.
Fengu pósthúsin í Reykjavík og
á Seyðisfirði danska númerast-
impla til að ógilda frímerkin
með, en Berufjörður fékk
stimpil með staðarheiti upp á
dönsku, „Berufjord", enda var
sú póstafgreiðsla opnuð seinna.
Sumir þessara stimpla eru í
vörslu danska safnsins, þar sem
þeim var skilað til Kaupmanna-
hafnar af aflokinni notkun.
Frá 1870-1873 voru svo að-
eins notuð dönsk frímerki hér,
eða þar til íslensk frímerki
höfðu verið prentuð og tekin í
notkun árið 1873. Þá verður
einnig í raun til íslensk Póst-
málastofnun, undir Póshúsinu í
Reykjavík.
Islandssafn Danska póst- og
símaminjasafnsins er heilt allar
götur frá 1873 fram áþennan
dag. Öll íslensk frímerki voru
líka prentuð í Danmörku allt
frá 1873 og að mestu leyti fram
til 1933, ef frá eru taldar yfir-
prentanir og Alþingishátíðin.
Þá höfðu Danir einnig með að
gera að velja myndir fyrir ís-
lensk frímerki. Það var eitt og
sama fyrirtæki, sem prentaði
íslensk frímerki allan þennan
tíma eða H.H. Thiele í Kaup-
mannahöfn. Vinnubækur
þeirra með skrá um allar prent-
anirnar eru ennþá til í vörslu
dönsku Póststjórnarinnar. Þar
er ennfremur að finna tillögur
að gerð og litum frímerkjanna
og árituð eintök þeirra sem
samþykkt var að gefa út.
Af þessu má sjá að það var
ekki að undra að íslensk, dönsk
og t.d. frímerki frá Dönsku
Vestur-Indíum voru svo lík, en
þau voru öll unnin á sama stað.
Danska póst- og símaminjasafnið
í Kaupmannahöfn.
Félag íslenskra sjúkraþjálfara
Aformum um
niðurskurð mótmælt
FÉLAG íslenskra sjúkraþjáifa hefur
mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði
í sjúkraþjálfun, sem boðaður er í fjár-
lagafrumvarpinu. Einng mótmælir
félagið nýrri reglugerð sem felur það
í sér að kostnaður vegna vottorða,
þar á meðal beiðni um þjálfun, er
færður á sjúklinga.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
eiga 50 milljónir að sparast í sjúkra-
tryggingum á næsta ári vegna nið-
urskurðar í sjúkraþjálfun. Stjórn
Félags íslenskra sjúkraþjálfa telur
óljósar forsendur fyrir þessum nið-
urskurði og engin svör hafi borist frá
opinberum aðilum um hvaðan eigi
að taka umræddar 50 milljónir.
Stjórnin telur að ef þessar aðgerð-
ir heilbrigðisyfirvalda nái fram að
ganga sjái sjúkraþjálfar fram á að
fjöldi sjúklinga hafi ekki ráð á sjúkra-
þjálfun. Þess vegna trúi sjúkraþjálfar
því ekki að þessi niðurskurður gangi
eftir.
„Það er hættulegt heilbrigði þjóð-
arinnar að ekki sé mörkuð skýr,
markviss stefna í heilbrigðismálum.
Niðurskurður á útgjöldum til heil-
brigðisþjónustu er vandmeðfarinn og
krefst markvissrar vinnu og skoðun-
ar á því hvaða þjónustu ríkið vill
greiða fyrir og hvað ekki. Áður en
sú vinna hefur farið fram verður nið-
urskurðurinn tilviljunarkenndur og
marklaus," segir í samþykkt stjórnar
Félags íslenskra sjúkraþjálfa.
Norrænn þjóðfundur
SAMBÖND Norrænu félaganna
standa fyrir norrænum J)jóðfundi í
Kaupmannahöfn í næstu viku.
Fundinum er ætlað að skapa um-
ræðugrundvöll fyrir um það bil 200
fulltrúa norrænna samtaka sem hafa
samtals um 10 milljónir meðlima.
Tilgangurinn er að ræða hvert hlut-
verk frjálsra félagasamtaka kemur
til með að vera í norrænu samstarfi
í framtíðinni. Fundurinn verður hald-
inn í Hotel Scandic Hvidovre í Kaup-
mannahöfn dagana 24.-26 október.
I frétt frá Norræna félaginu á ís-
landi segir að fundurinn sé fyrsta
skrefið á leiðinni til samstarfs al-
mennings á Norðurlöndum til ársins
2000. Stefnt er að því að halda álíka
fundi annað hvert ár, þann næsta í
Finnlandi 1996.