Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 14

Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Islensk sjóefni hf. undirbúa vinnslu í saltverksmiðjunni ing á Eðalsalti er að hefjast Gjaltleyriskaup Seðlabanka á millibankamarkaði og opinber gengisvísitala Vikuleg, nettókaup, milljónir kr. 1000 800 600 400 200 0 -200 -400 -600 -800 -1000 -1200 -1400 Gengisvísitala, í vikulok. SIGHyATUR Björvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður J. Halldórsson framkvæmda- stjóri Islenskra sjóefna voru kampakátir þegar tilkynnt var formlega um markaðssetningu á Eðalsalti. Gengisvísitalan sýnir 2% gengis- lækkun á einu ári MEÐALGENGI íslensku krónunn- ar, mælt með opinberri gengisvísi- tölu lækkaði um tæp 2% á tímabil- inu 30. september 1993 til 30. sept- ember sl. Þetta kemur fram í októb- erhefti Hagtalna mánaðarins þar sem segir að þessi lækkun meðal- gengisins sé athyglisverð í ljósi þess að viðskiptajöfnuður hafi verið hag- stæður. Eftir gengisfellinguna 28. júni 1993 vour sett ný vikmörk; 112,43 og 117,6. Eftir þá breytingu fór gengisvísitalan lækkandi og náði lágmarki 18. nóvember 1993 i 1113,83. Lækkun gengisvísitölu sýnir styrkari krónu en eftir 18. nóvember á síðasta ári hefur meðal- gengi krónunnar skv. gengisvísi- tölunni smám saman farið lækk- andi. í Hagtölum mánaðarins segir að upplýsingar Seðlabankans bendi til þess að innlend fyrirtæki hafi verið að greiða niður erlend lán á árinu í skiptum fyrir innlenda fjármögn- un. Það hafi valdið myndun á út- streymi fjármagns og þrýstingi á gengi krónunnar. Þá segir að einn- ig sé líklegt að innlendir fjárfestar séu að einhveiju leyti að dreifa áhættu sinni betur með kaupum á erlendum langtímabréfum sem heimilt hefur verið frá síðustu ára- mótum. ÍSLENSK sjóefni hf. eru nú að hefja markaðssetningu hérlendis á natríumsalti úr birgðum saltverksmiðjunnar á Reykjanesi undir vöru- merkinu Eðalsalt. Hér er um að ræða fyrirtæki sem stofnað var af 20 fyrrum starfsmönnum íslenska saltfélagsins í byrjun júlí. Samningar tókust við eiganda verksmiðjunnar, Hitaveitu Suðurnesja, um að fyrir- tækið tæki að sér hreinsun vinnslukerfa og viðhald í verksmiðjunni. Jafnframt tryggði félagið sér efni af birgðum verksmiðjunnar til mark- aðssetningar innanlands. Að undanfömu hafa farið fram athuganir á því hvort grundvöliur sé fyrir því að hefja rekstri verksmiðjunnar að nýju og leitað er markaða fyrir saltið erlendis. Öll vinnsla í saltverksmiðjunni hefur legið niðri frá því íslenska saltfélagið varð gjaldþrota fyrr á árinu. Hitayeita Suðurnesja keypti allar eignir þrotabúsins í sumar en sjálf átti hún fyrir jarðhitarétt- indi, fasteignir o.fl. Að sögn Sig- urðar J. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra íslenskra sjóefna er nú stefnt að því að hefja vinnslu í verksmiðjunni á ný innan skamms en unnið er að þessum málum í nánu samstarfi við Hita- veituna. Viðræður standa yfir við aðila í Bandaríkjunum og Evrópu um kaup á Eðalsalti og virðast sölumöguleikar góðir. Heilsusamlegra en matarsalt Framleiðslugeta verksmiðjunn- ar við núverandi aðstæður er um 2.500 tonn á ári af eðalsalti og jafnhliða er unnt að framleiða um 12.500 tonn af matar-, fiski- og iðnaðarsalti. í verksmiðjunni gætu skapast störf fyrir 35-40 manns miðað við fuli afköst. Eðalsalt sem áður var nefnt Heilsusalt þykir heilsusamlegra en venjulegt matarsalt þar sem það inniheldur minna af natríumklór- íði. Sama bragð er hins vegar af því og matarsalti. Þá inniheildur Eðalsalt í ríkum mæli steinefni, kalíum og magnesíum ásamt snef- ilefnum. Vinnsla saltsins fer þann- ig fram að heitum jarðsjó er dælt úr borholu í nágrenni við verk- smiðjuna. Er gufan notuð sem orkugjafí til að eima saltið úr sjón- um. Það kemur á markað í tveim- ur pakkningum þ.e. 95. gramma og 215 gramma krukkum. Ryd- enskaffi hf. í Reykjavík annast dreifingu í matvöruverslanir. Bílaiðnaður GMmeð 552 millj. dalaí hagnað Detroit. Reuter. GENERAL MOTORS-bíla- verksmiðjurnar hafa skýrt frá 552 milljóna dollara hagnaði á þriðja ársfjórðungi, þótt enn sé halli á rekstri deildarinnar í Norður-Ameríku. Á sama tíma í fyrra var GM rekið með 113 milljóna dollara tapi. Norður Ameríkudeildin var rekin með 328 milljóna dollara tapi á þriðja fjórðungi þessa árs, en minnkaði tapið úr 1.1 milljarði dollara á sama tíma í fyrra. Hagnaður af al- þjóðaumsvifum GM var minni en í fyrra, 240 milljónir dollara nú, en $403 milljónir í fyrra. Sérfræðingar í Wall Street höfðu spáð GM 620-650 millj- óna dollara hagnaði. Markaðssetn- Evrópa Minnsta verðbólga í ESB í sjö ár Briissel. Reuter. VERÐBÓLGA miðuð við eitt ár í Evrópusambandinu minnkaði í 3% í september og hefur ekki verið lægri í sjö og hálft ár að því er tilkynnt hef- ur verið í Brússel. Til saman- burðar var verðbólgan 3.1% í ágúst og 3.4% í september 1993. Verðbólga var minnst í Frakklandi í september eða 1.6% samkvæmt bráðabirgða- tölum. Aðeins á Ítalíu, Spáni og í Portúgal og Grikklandi var verðbólga meiri en í meðal- lagi. Af þeim fjórum ríkjum, sem líklegt er að fái aðild að ESB — Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Austurríki — var Austurríki eina landið þar sem verðbólga var meiri en meðalverðbólgan í aðildarlöndunum, sem var 3.2%. í september. Taflan sýnir nýjustu tölur um verðbólgu á ársgrundvelli í prósentum samanborið við sama mánuð í fyrra. Irland Sept. 94 Sept. 93 1.3* Danmörk 2.2m 1.2 Frakkland 1.6b 2.3 Holland 2.7 2.8 Belgía 2.5 2.8 Lúxemborg 2.2 3.7 Bretland 2.2 1.8 Þýzkaland 3.0 4.0 Ítalía 3.9b 4.5 Spánn 4.5 4.3 Portúgal 4.7 5.9 Grikkland 11.9 12.8 ESB-meðaltal (*=ágúst 93/ágúst 92) (b=bráðabirgðatölur) (m=mat ESB) m3.0 3.4 Verð á kopar snarhækkar London. Reuter. VERÐ á kopar fór yfir 2,600 dollara tonnið á fimmtudag í fyrsta skipti í tæp fjögur ár og verð á öðrum málmum hækkaði um leið. Spákaupmennska fjárfest- ingar sjóða og veikur dollar " stuðluðu að hækkuninni, sem sýnir að mikil eftirspurn er eftir málmum um leið og sér fyrir endann á samdrætti í heiminum. Ýmsir hagfræðing- ar óttast verðbólgu. Kopar hefur hækkað um 60% síðan hann komst lægst í 1,600 dollara í fyrra. Verðið hefur ekki verið hærra síðan í janúar 1991 og sumir spá. því að kunni að slaga upp í hæsta verð sem hefur fengizt - 2,900 dollara 1990. Blý hefur hækkað 82% á þessu ári. Nikkel hefur hækk- að um 75% og seldist á rúm- lega 7,000 dollara á fímmtu- dag. ÁÍ hefur hækkað um 70%. Prófkjörsskrifstofan Faxafeni 5 er opin kl. 16-22 virka daga og 14 - 19 uni helgar. Síntar 811235, 811265 og 811275. Allir stuðningsmenn velkomnir! EINN, TVEIR OG GEIR! Veljum formann þingflokksins - Geir H. Haarde í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.