Morgunblaðið - 21.10.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 21.10.1994, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ ESB-sinn- ar í sókn í Svíþjóð SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun í Svíþjóð hafði þjóðar- atkvæðið í Finnlandi veruleg áhrif á sænska kjósendur og stuðningurinn við aðild Svía að ESB hefur aukist. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir og eftir þjóðarat- kvæðið, hefur fylgismönnum aðildarinnar fjölgað um fímm prósentustig og andstæðing- unum um 3 prósentustig. Óá- kveðnum hefur fækkað úr 23% í 15%. 44% Svía eru nú hlynnt ESB-aðild og 41% andvíg, sem er innan skekkjumarka, en talsmaður Gallup sagði að á meðal þeirra sem spurðir voru eftir þjóðaratkvæðið í Finn- landi hefðu talsvert fleiri tekið afstöðu með aðildinni. Hjónaslag- af- stýrt í Perú YFIRKJÓR- STJÓRN í Perú gerði í gær að engu vonir Susana Higuchi um að geta borið sigurorð af eiginmanni sínum, Al- berto Fuji- mori forseta, í forsetakosningunum í apríl. Kjörstjórnin úrskurðaði að flokki Higuchi hefði ekki tekist að safna tilskildum fjölda gildra undirskrifta til að geta boðið fram. Flokkurinn þurfti 100.000 undirskriftir og lagði fram 130.000, en aðeins 11.850 reyndust gildar. Líknardráp í sjónvarpi HOLLENSKA sjónvarpið sýndi í gær heimildarmynd þar sem sýnt var frá því þegar læknir framkvæmdi líknar- dráp að beiðni dauðvona sjúk- lings. Læknirinn sást gefa sjúklingnum róandi lyf og síð- an banvæna sprautu. Menn Dúdajevs hopa HERSVEITIR hollar Dzhokhar Dúdajev, leiðtoga Kákasus- héraðsins Tsjetsjeníu, neyddust í gær til að hörfa frá vígi upp- reisnarmanna sunnan við höf- uðborgina, Grozny. Mikið mannfall varð í liði Dúdajevs í nokkurra daga bardaga bar- daga um bæinn Urus-Martan. Rússneska fréttastofan Tass- ítar sagði að uppreisnarmenn- irnir væru að undirbúa stórsókn gegn stjórnarhernum. Vopnahlé í Tadzhíkístan MUNNAVAR Nazríjev, aðstoð- arforsætisráðherra Mið-Asíu- ríkisins Tadzhíkístans, fyrrver- andi lýðveldis Sovétríkjanna, beið bana í gær þegar bifreið hans sprakk af völdum jarð- sprengju. Vopnahlé átti að taka gildi í gær milli stjórnarinnar og bandalags ftjálslyndra þing- manna og múslima. Breskur aðstoðarráðherra segir af sér vegna spillingarásakana Þáði stórfé fyrir að bera upp fyrirspurn London. Reuter. BRESKUR aðstoðarráðherra, Tim Smith, sagði af sér í gær vegna ásakana um, að hann hefði þegið fé fyrir að bera upp fyrirspurn á þingi og er jafnvel búist við afsögn ann- ars aðstoðarráðherra fyrir sömu sak- ir. Er þetta mál mikið áfall fyrir John Major forsætisráðherra og íhaldsflokkinn en frá því var skýrt í dagblaðinu The Guardian í gær. Hefur Major fallist á afsögn Smiths. Þingmenn Verkamannaflokksins gerðu harða hríð að Major á þingi í gær en auk Smiths, sem var. aðstoð- ar-Norður-írlandsmálaráðherra, er um að ræða Neil Hamilton aðstoð- arviðskipta- og iðnaðarráðherra. Eru þeir sagðir hafa þegið mikið fé af manni að nafni Ian Greer, sem sér um að reka erindi fyrirtækja og sam- taka gagnvart þinginu, en hann á að hafa fengið það frá milljónamær- ingnum Mohammed Al-Fayed. Gerð- ist þetta á árunum 1987-89 þegar Fayed stóð í ströngu vegna kaupa á Harrods-stórversluninni. Ian Greer neitar fréttinni algerlega og segist ætla að höfða mál á hendur dagblað- inu. Smith vaj talinn eiga bjarta fram- tíð innan íhaldsflokksins og hafði verið aðstoðarráðherra síðan í janúar þegar fyrirrennari hans, Tim Yeo, sagði af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa átt bam í lausaleik. Mikið áfall fyrir Major Áður hafa tveir þingmenn íhalds- flokksins verið sakaðir um að hafa borið upp fyrirspurnir á þingi gegn greiðslu og er það mál til rannsókn- ar hjá hlunnindanefnd þingsins. Á miðvikudag ákváðu hins vegar full- trúar Verkamannaflokksins í nefnd- inni að hætta að sækja fundi til að mótmæla því, að samþykkt var að kanna málin í kyrrþey. Talsmaður Majors sagði í gær, að forsætisráðherrann hefði vitað um þessi mál þeirra Smiths og Ham- iltons í þijár vikur og fyrirskipað nákvæma rannsókn á þeim en marg- ir telja, að þær upplýsingar geri hlut hans jafnvel enn verri en ella. | 1 . ; 1 y - - .J jjfjl ft ÉSjéir |ift: I If |'' ! íll |;; |g|^ Övarleg ummæli drottning- ar hvsdreki fyrir fjölmiðla London. Reuter. BRESKIR fjölmiðlar veltu sér í gær upp úr þeim ummælum Elísa- betar Englandsdrottningar, að Manchester væri ekki sérlega skemmtileg borg. Lét hún þau falla í hálfkæringi í heimsókn sinni í Pétursborg en rússnesk kona hafði þau eftir henni við breska blaðamenn. Var þeim síðan slegið upp á forsíðum daglaðanna og þingmenn kepptust við að taka upp hanskann fyrir Manchesterborg, vinabæ Pétursborgar. „Þetta var aðeins létt spjall um Manchester og drottningin sagði ekkert ljótt um borgina,“ sagði talsmaður Buckinghamhallar en það var um seinan, ummælin voru Finnst Manchest- er ekki sérlega skemmtileg borg aðalefni fjölmiðlanna, dálkahöf- unda, fréttaþátta, þingmanna og þá ekki síður embættismanna í Manchester. „Drottningin talar illa um knattspyrnuborgina," var fyr- irsögnin í Daily Star, „Allt vitlaust vegna óhróðurs drottningar," hrópaði Mirror og jafnvel virðuleg blöð eins og Independent og The Times slógu fréttinni upp. Bob Litherland, einn þingmanna Manchester, tók málið upp á þingi og sagði, að Manchester hefði margt til síns ágætis. Frá flug- vellinum lægju leiðir í allar áttir um Norður-England og miðborgin hefði verið endurnýjuð mikið. Sagði hann, að því miður hefði þetta farið framhjá drottningu. Rússlandsheimsókn drottningar lauk í gær en af því höfðu menn haft áhyggjur, að uppistandið með þau Karl prins og Díönu myndi skyggja nokkuð á hana. Óraði engan fyrir því, að drottningin sjálf, sem þykir einstaklega orð- vör, myndi látá sér nokkuð um munn fara, sem fjölmiðlunum þætti fengur í. Reuter Fjöldaútför í Stokkhólmi ÚTFÖR 28 manna, sem fórust þegar Eystrasaltsferjan Eston- ia sökk, var gerð frá Riddara- hólmskirkju í Stokkhólmi í gær. Alls fórust um 900 manns en aðeins hafa fundist 90 lík. Munu hin vera lokuð inni í skipinu. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á 21 líkanna. A sama tíma og útförin fór fram var það rætt á fundi sænsku ríkis- stjórnarinnar hvort reyna ætti að ná Estonia af hafsbotni og var ákveðið að kanna það nán- ar. í gær fór einnig fram minn- ingarathöfn í Muuga í Eistlandi er lík þeirra 38 Eistlendinga, sem borin hafa verið kennsl á, voru flutt þangað. Áhrif ESB-aðildar á áfengisstefnu Svía Verða að breyta áfengissköttum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVIAR munu þurfa að breyta áfengissköttum sínum, ef þeir ganga í Evrópusambandið (ESB). Einnig verður sölufyrirkomulaginu breytt til að aðlaga það reglum ESB. í umræðum undanfarið hafa leiðtogar sænsku bindindishreyfingarinnar sagt meðlimunum að hún hvorki mæli með né á móti aðild, en ýmsir formælendur hennar benda á að aðiidin hafi kosti umfram það að standa utan sambandsins. Ríkið mun í lengstu lög halda í einkasölu til einstaklinga, en sölukerfinu þarf að breyta. Árið 1992 var áfengissköttum breytt í Svíþjóð í þá áttina að skattar urðu háðir áfengismagn- inu. Borðvín og annað vín með lágu áfengis- magni lækkaði þá í verði, meðan sterkt áfengi hækkaði. Helsta röksemdin var að þar með væri verið að aðlaga sköttunina ESB-reglum. Síðan hefur hins vegar komið í ljós að enn er mikill munur á ESB- og sænskum reglum, svo sköttuninni verður enn bylt. Forsendan er að tekjur ríkisins af áfengiss- köttum breytist ekki. Það mun því óhjákvæmi- lega hafa í för með sér að borðvín verði dýrari og sterkt áfengi ódýrara, eða með öðrum orðum að horfið verður frá að meira áfengismagn þýði hærri skatta. Þetta mun væntanlega hafa í för með sér að brennivín lækkar um sextíu krónur Sænskir bindindismenn mælameð aðild íslenskar og rauðvín hækkar um 20-80 krónur. Af hálfu áfengisyfirvalda þykja skattbreytingar í þessa átt afturför miðað við kerfið, sem tekið var upp 1992. Varðandi áfengisstefnu Svía, sem byggir á því að hafa áhrif á drykkjuvenjur Svía með skatt- lagningu verða nýju reglurnar Ijóslega afturför, því stórsoluvara eins og brennivín og 11-12 prósent vín verða ódýrari. Eins og svo margar fyrirhugaðar aðgerðir verður ekkert úr nýju áfengissköttunarkerfí, ef Svíar hafna aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 13. nóvember. Ákvörðun sænsku bindindishreyfingarinnar nýlega um að taka ekki afstöðu til ESB-aðildar þykir merki um að bindindismenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af aðjáta inngöngu á forsendum bindindismennsku. Ymsir leiðtogar hreyfingar- innar hafa bent á að með inngöngu komi Svíar bindindissjónarmiðum sínum að innan ESB og muni eiga greiðari aðgang að peningum til áfengisrannsókna, auk þess sem hreyfingin eigi þá auðveldara með að taka upp samstarf við systurhreyfingar í öðrum Evrópulöndum. Breytingar á einkasölunni Sænska áfengiseinkasalan er sem óðast að taka stakkaskiptum til að búa sig undir ESB- aðild. Fjögur einkaleyfi hennar ganga úr gildi um áramótin, nefnilega einkaréttur á innflutn- ingi, útflutningi, framleiðslu og heildverslun til veitingastaða, hótela og annarra stórra við- skiptavina. Þar með geta nýir aðilar komið sér fyrir á þessum vettvangi, ef þeir fá tilskilin leyfi hjá ríkinu, hjá ríkisáfengissölunni, sem verið er að koma á fót. í vor var stofnað víninnflutningsfyrirtæki, sem heitir Anfora og er í eigu áfengiseinkasölunnar. Þetta var gert til að mæta frjálsum innflutningi á víni. Stofnun fyrirtækisins hefur þegar leitt af sér ýmiss konar kærur. Það hefur verið kært til samkeppnisstofnunar, þar sem vín þess eigi greiðari aðgang að áfengisbúðunum, sem verða í eigu ríkisins eftir sem áður. Fjallað verður um kæruna síðar í mánuðinum. Fyrirtækið fór af stað með auglýsingaherferð og fyrir það var það kært fyrir brot á reglum um áfengisauglýsing- ar, þar sem þær eru bannaðar í Svíþjóð, svo herferðinni var hætt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.