Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 19

Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 19 LISTIR EITT verka Gunnars Arnar. Bræðralag og náttúruundur MYNPLIST Listhúsið Borg MÁLVERK GUNNARÖRN Opiðfrá 12-18 virkadaga, 14-18 laugardaga og sunnudaga. Til 30. október. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Gunnar Örn hefur lifað tímana tvenna í einkalífi sínu sem listinni og hafa þar skipst á skin og skúrir. Eftir mikinn upp- gang og meðbyr með ólíkindum um árabil, kom kafli þar sem lík- ast var sem hann svifi í lausu lofti og ætti afar erfitt með að jarð- tengja athafnir sínar í myndlist- inni, þótt þær snerust einmitt um bein og óbein hrif frá náttúrunni. Margur fyrrverandi aðdáandi málarans hristi höfuðið og var tíð- rætt um eldri, og að þeirra mati svipmeiri dúka, en kannski voru þessi viðhorf lituð áhrifum að utan, þangað sem full margir leita sér helst leiðsagnar um myndræn gildi hér á landi. En það má telja borðleggjandi, að Gunnar gekk í gegnum nýtt þroskastig, sem mótaðist í ríkum mæli af návist hans við fjölskrúð- uga náttúru Suðurlandsins, og margræð fyrirbæri hennar sem hann var að meðtaka og melta. Og þegar svo stendur á spyija listamenn ekki utanaðkomandi álits, heldur fylgja sannfæringu sinni og eðlisvísun, og skiptir þá minna máli þótt hún kunni að vera röng, en öllu að koma nýjum við- horfum frá sér og stokka upp spil- in. Það eru full fyrirferðamikil ein- kenni mörlandans, að ganga á lag- ið og afskrifa listamenn er þeir eru í mótbyr, enda þótt listasagan segi okkur að allir myndlistarmenn hafa gengið í gegnum einhveijar lægðir og jafnvel mjög djúpar. En sannir listamenn eru einfaldlega of fijálsbornir til að láta ráðskast með sig af grafalvarlegum fulltrú- um framandi gilda, títupijóna- fræðum naflastrengja og handhöf- um vizkunnar. Sýning Gunnars í listhúsinu Borg kemur ósjálfrátt af stað hug- leiðingum um þróunarferli listar hans, og hvort þessi uppstokkun sé ekki í þann veginn að bera árangur. í öllu falli er þetta svip- mesta sýning listamannsins um langt skeið og einkum fyrir þijá ábúðarmikla dúka, er blasa við er inn er komið, „Bræðralag" (1), „Náttúruandar" (3) og „Á vængj- um hugans“ (5). í þeim öllum skynjar maður dijúg átök og jafn- framt búa þeir yfír skyldri kynngi og var aðal olíumálverka hans hér áður fyrr. Rótleysið sem helst ein- kenndi pensilstrokur listamanns- ins hefur vikið fyrir meiri fágun og litrænni ögun, en samt skynjar skoðandinn undiröldu mikilla átaka við efniviðinn. En það er einmitt þetta sem er svo mikilvægt í öllu málverki, að menn skynji djúpa lifun að baki sköpunarferl- inu, helst eitthvað máttugt og svipmikið sem ekki verður með góðu móti skilgreint. Pappírs- myndirnar sem eru gerðar í bland- aðri tækni eru líka mun sannverð- ugri og útfærslan myndrænni en um árabil. Einna mesta athygli vöktu þó verk þau er listamaðurinn klappar í móberg og basalt, en magnaðri verk af þessu tagi hef ég ekki í annan tíma séð frá hans hendi. Hér gengur Gunnar Örn hreinna til verks en áður og lætur stein- inn, lögun hans og rúmtak varða veginn til ófreskra formmyndana, sem í þessu tilviki eru ásjónur sem eru eins og í bland við forynjur og formanir landsins. Bragi Ásgeirsson. „Skógarmenn“ í Hafnarborg NÚ STENDUR yfír sýning Sæ- mundar Valdimarssonar „Skógar- menn“ í Sverrissal í Hafnarborg. Á sýningunni eru 32 verk unnin í rekavið. Sæmundur fæddist árið 1918 á Barðaströnd, hann var búsettur þar til fullorðinsára og stundaði ýmis störf til sjps og lands samhliða bú- störfum. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og frá 1988 hefur hann eingöngu unnið að listsköpun. Sæmundur hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1983, en sýning hans í Hafnarborg nú er sú tólfta í röðinni, þar af ein í Ósló, hann hefur einnig tekið þátt í samsýning- um hér heima og í Holiandi. Sýning- unni lýkur 31. október. NOATUN Þegar allt er gott er vandi að velja! Rauðvínslegnir lambahryggir 599 pr.kg. Hangi frampartar Úrbeinaðir og nýreyktir 799 pr.kg. BtáVJSk Lúxus vínbet -\98. Rauð Paprika 159r Sænskt gæðakaffi Löfbergs lilla 1/4 kg. 129.- Rauð USIV Kontekt epU 98 pr.kg- SERVALID UNGNAUTAKJOT - ORUGGLEGA MEYRT- Laushakkað nautahakk Mínútusteik, Piparsteik og Stroganoff. ÖRUGGLEGA MEYRT OG SÉRVALIÐ i^i Pylsu'3fi'partý 18 stk. pylsur, 10 pylsubrauð 1 fl. tómatsósa, 1 fl. sinnep 899 pr.kg. Lambahryggir og læri D1A Nýslátrað kjöt, fitusnyrt og vel hangið! Sjóeldislax Glænýr Lambafile m/puru 998 pr.kg. Fín Hrossabjúgu 4 stk. í pakka 199.- Ekta ítölsk meft þunnum botni 600gr Ömmupizza 299.- UMHVERFIS VÆNN PAPPÍH: Eldhúsrúllur 4stk. 139.- WC pappír 8 rúllur 399: 159- NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.