Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐI0 | Norræna húsið Kvikmynda- sýning fyrir börn SÆNSKA kvikmyndin „Nya hyss av Emil i Lönneberga" sem er byggð á bók eftir Astrid Lindgren verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag ki. 14. Uppátæki Emils eru óteljandi og í þessari kvikmynd fáum við enn á ný að kynnast ævintýrum hans í Kattholti. Sýning myndarinnar tekur um eina og háifa klukkustund og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. ♦ ♦ ♦------ Síðasta sýn- ingarhelgi UM helgina lýkur myndlistarsýning- um Ólafar Einarsdóttur, í Stöðla- koti, og Önnu Jóhannsdóttur í Gall- erí Sóloni íslandus. Ólöf sýnir spjaldofin veggverk og skúlptúra, meðal annars úr hör, hrosshári og sísal. Stöðlakot er við Bókhlöðustíg 6 og opið er frá kl. 14-18. Anna sýnir stór olíumálverk af manninum í náttúrunni. Hún leggur áherslu á kraft og hreyfingu. Gallerí Sólon er á efri hæð kaffihússins við Bankastræti. —m— Heímílí að heíman í Kaupmannahöfn| Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn Verð a mann frá dkr 143- ádag. AUar ibúðirnar eru með eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða r/n dfcaoel'Sca/u/fnaiHO/ Sími (9045) 33 12 33 30 Fax.(9045) 33 12 31 03 *Verð á mann miðað við 4 í íbúð í viku Nýjar varar Mtt verð Fallesur fatnaður fyrir börn til 12 ára aldurs. Sporið barna- og hannyrðaverslun, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 812360 LISTIR ÆFINGAR standa nú yfir á Jörfagleði, sýningu Svöluleikhússins. Nýtt íslenskt verk í Borgarleikhúsi ÆFINGAR á Jörfagleði, sýningu Svöluleikhússins, eru í fullum gangi um þessar mundir enda styttist í frumsýningu sem verður 8. nóvem- ber nk. Danshöfundur er Auður Bjarnadóttir og tónlist er eftir Há- kon Leifsson. Dansarar íslensa dansflokksins taka þátt í sýning- unni, en auk þeirra koma fram leik- arar og tónlistarmenn. í fréttatilkynningu segir: „Sýn- ingin er í þjóðlegum anda og er stuðst við minni úr íslenskri dans- og tónlistarhefð um miðja átjándu öld. Sýningin fjallar um bælda og undirokaða alþýðuna sem fer á einu skemmtun ársins að Jörfa. Sagan segir að þegar fólk kom til Jörfa hafi verið stiginn dans, kveðin ást- arkvæði (vikivakar), leiknir ýmsir leikir og margháttuð skrípalæti og lausung í frammi höfð. En engin sæla varir að eilífu og mörg konan gekk heim þyngri en hún kom.“ Listasafn íslands ^ Sýning á verkum Asgerðar Búadóttur SÝNING á úrvali verka Ásgerðar Búadóttur verður opnuð í Listasafni íslands nk. laugardag kl. 15. Sýn- ingin er önnur í röð nýrrar sýninga- raðar um starfandi íslenska lista- menn. í fréttatilkynningu segir: „Ás- gerður hefur að verðleikum hlotið mikið lof fyrir myndvefnað sinn og verið í fremstu röð á því sviði. I verkum sínum túlkar hún kenndir sínar til landsins með svipuðum hætti og frumherjarnir í íslenskri list og notar eiginleika miðilsins til hins ítrasta." Ásgerður nam myndlist við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík í tíð Kurt Zier og við Listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1946-49. Næstu árin leit- aði hún fyrir sér á ýmsum sviðum myndlistar, þ. á m. í grafík, en haustið 1949 keypti hún sér lítinn vefstól til að hafa með sér til Is- lands. Árið 1956 hlaut hún gullverð- laun fyrir verk sín á alþjóðlegri list- iðnaðarsýningu í Munchen. Verk Ásgerðar er víða að finna í opinberri eigu hér á landi og er- lendis. Sýningin verður opin dag- lega nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningunni lýkur 18. desem- ber. Hringur opnar tvær málverkasýningar HRINGUR Jóhannes- son opnar tvær mál- verkasýningar á morg- un, laugardag. í Lista- safni ASÍ við Grensás- veg verða sýnd rúmlega 30 olíumálverk og í Gallerí Fold, Laugavegi 118, 25 pastelmyndir. Síðast sýndi Hringur í Norræna húsinu fyrir tveimur árum. Sýningin í ASÍ verður opnuð kl. 14 og síðan opin dag- lega frá kl. 14-17, lok- að á miðvikudögum, en sýningin í Gallerí Fold er opin frá kl. 10-18 nema sunnudaga, þá er opið frá kl. 14-18. HRINGUR Jóhannesson Nýjar bækur edesaS Þvottavélar Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúningap á mín. - Tekur 5 hg. af Jivottj. Aðeins 47.750 kr. Staðgreltt. affil RflFTffKM/ffiMI ÍMIDSIf Skútuvogi 1,104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. mw/uK Myndasögur og maurakallar BJARNI Hinriksson opnar mynd- listarsýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, á morgun, laug- ardag, kl. 17. Þetta er fyrsta einkasýning Bjarna, en hann hef- ur tekið þátt í samsýningum hér- lendis og í Frakklandi. Sýningin ber yfirskriftina „Myndasögur og maurakallar". Til sýnis verð- ur myndasagan „Vafamál“ og nokkrar yngri og eldri maura- kallateikningar. Bjarni útskrifaðist frá mynda- sögudeild Ecole Régionaide des Beaux-Arts í Frakklandi 1989 og hefur fengist við myndasögugerð síðan. Ásamt öðrum teiknurum hefur hann staðið fyrir útgáfu myndasögublaðsins GISP! en sögur eftir hann hafa einnig birst í Morgunblaðinu, Vikublaðinu og ýmsum tímaritum. Sýningin stendur til 9. nóvem- ber og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. ■ ÚT ER komin bókin Að eignast barn — getnaður, með- ganga og fæðing eftir dr. Miriam Stoppard sem er breskur sérfræðingur í fæð- ingarhjálp og barnalækning- um. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna fjaliar hún um allt sem snýr að getnaði, með- göngu og fæðingu barns, svo sem umönnun þess á fyrsta æviskeiði. Þroskaferli fósturs í móðurkviði er lýst nákvæmlega, ráð gefin varðandi mataræði og heilsufar og einnig við þeim vandamálum sem upp kunna að koma á með- göngunni. í bókinni eru persónulegar frá- sagnir þar sem lögð er áhersla á að lýsa sérstökum þörfum og tii- finngum verðandi foreldra. Utgefandi er Forlagið. Bókin er innbundin í stóru broti. Hún er prýdd ijósmyndum, teikningum, ómsjármyndum og línuritum, sam- tals eru í bókinni yfir 500 litmynd- ir. Guðsteinn Þengilsson læknir þýddi bókina og lagaði að íslensk- um aðstæðum. Hún er fyrst um sinn á sérstöku kynningarverði sem er 4.950 krónur. Sinfóníetta á Húsa- vík og Akureyri SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norður- lands hefur annað starfsárið um helgina með sinfór.íettutónleikum. Á þeim verður leikin tónlist frá fyrri hluta aldarinnar eftir Luciano Berio, Jacques Ibert og Darius Milhaud. Leikið verður í Tónlistarskóla Húsa- víkur á laugardag klukkan 20.30 og í Akureyrarkirkju á sunnudag klukk- an 17. Stjórnandi á tónleikunum verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Hvað Berio varðar, er ekki um að ræða venjulega tónsmíð heldur sjö þjóðlög í útsetningu hans, tvö lög eftir hann sjálfan og ástaróð sem skrifaður var eftir 78 snúninga hljómplötu þjóðlagabands frá Asj- erbaijan. Saman heita lögin „Folk Songs“ og voru á sínum tíma tileink- uð þáverandi eiginkonu Berios, mezzósópran söngkonunni Cathy Barberian. Það er Anna Sigríður Helgadóttir sem syngur lögin með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, en Anna býr á Sauðárkróki um þessar rnundir og kennir þar söng. Ýmsir muna eftir henni úr sönghópnum „Emil og Anna Sigga“, en nú haslar hún sér völl sem klassískur einsöngvari. Hún hóf söngnám hjá John Speigt, var í Söngskólanum í Reykjavík og dvaldi síðast í þrjú ár á Ítalíu og nam hjá Rinu Malatrasi. Verk Milhauds er ballettinn „Sköpun heimsins". Það er aðgengi- legt, þó að það hafi þótt framúr- stefnulegt þegar það var frumfiutt árið 1923. Verk Iberts, „Divertissement" er sannkölluð tívolí-tónlist og ef grannt er hlustað má heyra ýmislegt kunn- uglegt í gleðilátunum. Á c C c I I I < ( i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.