Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Ekki er nóg að setja reglur heldur þarf að framfylgja þeim I STJORNARTIÐ- INDUM, C-3 nr. 31/1993, er birt aug- lýsing um samning um Evrópska efna- hagssvæðið og bókun um breytingu á samn- ingnum, litlar 754 blaðsíður. Ekki er ætl- unin að rekja þennan doðrant aðeins koma inn á tvo þætti er báð- ir varða Vinnueftirlit ríkisins (VER) og um leið hagsmuni launa- fólks, ekki hvað síst þá er vinna opinber störf. Annar þátturinn eru tilskipanir um II. viðauka samnings um tæknilegu reglugerðina m.m. Hinn er samkvæmt XVIII. viðauka og varðar öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Félagsmálaráðuneytið skipaði nefnd sem fer í saumana á væntanlegum reglum sem settar verða. Nefndin leitar álits VER á ýmsum málum, þar á meðal þeim tveimur þáttum sem áður er frá greint. Sett var á fót nefnd stjóm- ar VER, sem yfírfer tilskipanirnar og gerir tillögur um þær til stjóm- ar VER. Unriritaður á sæti í þess- ari nefnd sem fulltrúi BSRB ásamt Grétari Þorleifssyni frá ASÍ, Ósk- ari Maríussyni frá VSÍ og Eyjólfí Sæmundssyni forstjóra VER. Garðar Halldórsson, deildarstjóri hjá VER, vinnur með nefndinni. Nefndin hóf störf í ársbyijun. Gott samstarf er á milli BSRB og ASÍ í nefndinni og eru nú til stað- ar bakhópar innan samtakanna sem fulltrúar leita álits til og umsagna um ýmis mál áður en nefndin skilar af sér til stjórnar VER. Tilskipanir skv. II. viðauka eru óbreytanlegar og varða í flestum tilfellum tæknilegar hliðar á fram- leiðslu, t.d. véla. Tilskipanir skv. XVIII. viðauka eru einnig lág- markstilskipanir, en ef samkomu- lag næst er hægt að bæta við kröfumar og það er einmitt það sem oft er deilt um. Útgangspunktur BSRB og ASÍ er að hér á landi gildi ekki síðri reglur en þær bestu sem finnan- legar em í nágrannalöndum okk- ar, helst betri. Danir em aðilar að ESB og þeim hefur víða tekist að setja strangari reglur hjá sér en tilskipanir segja til um, enda Helgi Andrésson eru Danir meðal fremstu þjóða hvað varðar öryggi og holl- ustuhætti. Tilhneiging er því rík að taka mið af þeim. Reglur um skjávinnu og burð Að undanförnu hafa ýmsar reglur sem nefndin hefur afgreitt verið auglýstar í stjómartíðindum. I mörgum tilfellum auka reglur þessar réttindi launafólks en málið er það að fæstir vita um þær. Tilgangur greinar- korns þessa er að vekja athygli opinberra starfsmanna og annarra á þessum auknu réttindum og hvetja þá til að kynna sér þau nánar. Meðal þeirra reglna sem hafa verið innleiddar þegar og snerta mjög marga opinbera starfsmenn má nefna reglur um skjávinnu, en engar reglur hafa verið við lýði á því sviði fram til þessa hér á landi. Þá má nefna reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru hand- leiknar og er þar sömu sögu að segja og við skjávinnuna, að engar reglur hafa verið til. í þriðja lagi vil ég nefna reglur um notkun persónuhlífa, en þær eru mun ýtarlegri en áður hefur þekkst. Ýmsar fleiri tilskipanir má nefna sem hafa orðið að reglum að und- anförnu eins og reglur um hávaða- vamir á vinnustöðum og eftirlit með heyrn starfsmanna, reglur um vottun og merkingu á stálvírum, krókum og keðjum o.fl., o.fl. Lítum aðeins á þær reglur sem samþykktar hafa verið um skjá- vinnu, en mjög margir opinberir starfsmenn vinna nú orðið við tölv- ur. Eins og þegar hefur komið fram hafa engar reglur verið til um þessa tegund vinnu þannig að það hefur alveg verið undir at- vinnurekandanum komið hvernig aðstöðu skjávinnufólki hefur verið boðið upp á. Samkvæmt reglunum á hver atvinnurekandi að gera úttekt á verkstöðvum til að meta hvaða áhrif þær hafa á starfsmenn með tilliti til öryggis og hollustu, einkum að því er varðar hugsan- lega áhættu fyrir sjón og líkam- legt og andlegt álag. Komi í Ijós að eitthvað er að ber atvinnurek- andanum að ráða bót á ástandinu. Skrifstofa stuðningsmanna Guðmundar Hallvarðssonar er að Suðurlandsbraut 12. Opið virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 13-19. Símar 882360 og 882361. m Veljum Guðmund í 5. sætið - qeqn ranqlæti tvísköttunar. Ulpur meö og án hettu Mikib úrval, stær&ir: 34-50 Póstsendum \(#HW5ID Þá ber atvinnurekanda að upplýsa starfsmenn um alla þætti öryggis og hollustu er tengjast verkstöðv- um þeirra, einkum upplýsingar um ráðstafanir tengdar úttekt á vinnustað, daglegri vinnutilhögun og augn- og sjónvernd þeirra. Starfsmenn eiga samkvæmt Starfsmenn eiga rétt á því, segir Helgi Andrésson, að hæfur aðili athugi sjón þeirra áður en skjávinna hefst og með jöfnu millibili eftir það. reglunum rétt á að hæfur aðili prófi sjón þeirra áður en skjávinna hefst og með jöfnu miilibili eftir það. Sé niðurstaða skoðunarinnar sú að starfsmenn þurfí skoðun hjá augnlækni eiga þeir rétt á því, einnig á atvinnurekandinn að sjá starfsmanni fyrir sérstökum út- búnaði sé ekki hægt að nota venju- leg gleraugu og mega ráðstafanir þessar ekki hafa í för með sér aukakostnað fyrir starfsmenn. Eitt atriði í reglunum er að at- vinnurekanda ber að skipuleggja vinnuna þannig að hún sé rofín reglulega með hléum eða vinnu af öðru tagi sem minnki álagið við skjávinnuna. Reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar eru einnig nýjung á íslandi. Sam- kvæmt þeim ber atvinnurekanda að gera skipulagsráðstafanir eða nota vélbúnað til að komast hjá því að starfsmenn þurfi að hand- leika byrðar. Sé ekki hægt að komast hjá því skal atvinnurek- andinn sjá starfsmönnum fyrir hjálpartækjum tii að draga úr áhættunni sem felst í starfí þeirra. Handleiki starfsmenn byrðar í sí- fellu skal hvíla þá með öðrum verk- efnum eða koma fyrir hléum þann- ig að draga megi úr hættu á heilsutjóni. Útvega á öryggisskó sé hætta á fótmeiðslum og vinnu- hanska sé hætta á handmeiðslum vegna byrðarinnar. Réttindin séu kynnt Reglur þessar auka mjög rétt- indi starfsmanna en það er ekki nóg að gefa þær út heldur verður að fylgja þeim eftir, kynna þær rækilega þeim sem í hlut eiga, svo starfsmenn viti hver réttur þeirra er, og fylgjast svo með að þeim sé framfylgt á vinnustöðum. Það er Vinnueftirlit ríkisins sem hefur eftirlit með framkvæmd reglnanna og eru trúnaðarmenn á vinnustöð- um hvattir til þess að verða sér úti um reglurnar og kynna þær á vinnustað sínu og ganga svo eftir að atvinnurekendur fari eftir þeim. Starfí nefndarinnar hjá Vinnu- eftirliti ríkisins er langt frá því að vera lokið því fjöldann allan af tilskipunum á enn eftir að fjalla um. Þar má nefna tilskipanir um húsnæði vinnustaða og tilskipanir um heilsuvernd og heilsufarsskoð- anir starfsmanna. 24. október nk. hefst 37. þing BSRB og meðal þinggagna sem send hafa verið út eru tillögur starfshóps BSRB um vinnuvernd, þar sem meðal annars er komið inn á afstöðu þingsins til tilskip- anna. Þar eru aðildarfélög BSRB jafnframt hvött til þess að fylgjast með því að þeim reglum sem þeg- ar hafa verið samþykktar sé fram- fylgt á vinnustöðum. Þótt skoðan- ir manna um aðildina að EES séu skiptar mega menn ekki gleyma því að hún er staðreynd og því sjálfsagt að nýta sem best allt það sem aðildinni fylgir og er til hags- bóta fyrir launafólk. Höfundur er fulltrúi BSRB í Vinnueftirliti ríkisins og á sæti í nefnd scm fjallar um tilskipanir vegna vinnuverndar. Kvennabarátta til hægri eða vinstri? Laugavegi 21, sími 91-25580 Á UNDANFÖRN- UM árum hefur það komið glöggt í Ijós að Samtök um kvenna- lista hafa þróast frá því að vera þverpóli- tísk samtök kvenna sem börðust fyrir jafn- rétti yfír í að vera fé- lagshyggjuflokkur sem markar- sér stað á vinstri væng stjórn- málanna. Þetta kom mjög sterkt fram í síð- ustu borgarstjórn- arkosningum þar sem kvennalistinn skipaði sér á stall með Al- þýðubandalagi, Al- þýðuflokki og Framsóknarflokki og viðurkenndi þar með þessa staðreynd opinberlega. Konur ekki bara mæður Um leið hefur ákveðið tómarúm myndast í íslenskum stjórnmál- um. Hægri sinnaðar íslenskar konur geta ekki lengur hugsað sér að styðja kvennalistann. Þá hafa jafnréttis sinnaðar konur einnig horfið frá stefnu kvenna- listans vegna þess hve mjög mæðrahyggjan hefur átt þar upp á pallborðið. Mæðrahyggjan gengur út á það að konur séu skilgreindar fyrst og fremst út frá hlutverkum þeirra, sem mæður, húsmæður og eiginkonur. í henni felst einnig sú skoðun að vegna hins sérstaka reynsluheims kvenna séu konur búnar mörgum eiginleikum, svo sem nærgætni, næmni, tillitssemi og góðmennsku sem geri þær betur fallnar en karlmenn til að gegna ákveðnum störfum eins og að gæta bús og barna og sinna umönnunarstörfum. Mæðra- hyggjan rökstyður þannig hefð- bundna verkaskiptingu kynjanna og skerðir valfrelsi kvenna varð- andi lífstíl, starfsframa og barn- eignir. Guðrún Björk Bjarnadóttir Kvótareglur vinna gegn konum Að líta á konur sem hóp en ekki einstakl- inga endurspeglast einnig í ýmiss konar „kvótareglum“ sem settar hafa verið í síauknum mæli síðast- liðin ár. Lykilsetning- in er: Konur kvenna vegna. Þetta viðhorf kristallast í jafnréttis- lögunum sem Hæsti- réttur túlkaði í máli Helgu Kress gegn menntamálaráðherra á þann hátt, að ef kona og karl séu jafn hæf í ákveðna stöðu hvað varðar mennt- un og annað er máli skiptir, og á Það er því ljóst hvaða stjórnmálaflokkur á ís- landi, segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, hefur stefnu sem sam- ræmist best kröfum kvenna um sjálfstæði og þar með jafnrétti. starfssviðinu séu fáar konur, skuli veita konunni starfið. Þessar kvótareglur gera það að verkum að viðkomandi kona er oft ekki metin að verðleikum í starfi. Samstarfsfólk og aðrir er hún hef- ur samskipti við hugsar þá með sér að hún hafí einungis fengið starfíð vegna þess að hún er kona en ekki vegna þess að hún hafí verið hæf- asti mögulegi umsækjandinn. Flestum konum hlýtur einnig að þykja erfitt að þiggja starf með þessum formerkjum. Það er því Ijóst að mæðrahyggjan skilar kon- um ekki raunverulegu jafnrétti. Til þess að konur komist alla leið verð- ur þjóðfélagið að meta konur fyrst og fremst sem sjálfstæða einstakl- inga en ekki út frá líffræðilegum eiginleikum kvenna sem hóps. Sjálfstæðisstefnan eina jafnréttisstefnan Hvað er þá sjálfstæð kona? Hugtakið sjáfstæð kona vísar til þeirrar kröfu að konur hafi laga- legar, efnahagslegar og félagsleg- ar forsendur til að taka sjálfar ákvarðanir er varða líf þeirra. Sjálfstæð kona er kona sem hefur frelsi til að velja og hafna og fær sem ábyrgur þjóðfélagsþegn að ákvarða eigin stöðu og stefnu. í landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins, 1993, bls. 1, segir orð- rétt: „Það er grundvallarskoðun sjálfstæðismanna að þjóðinni farn- ist þá best þegar frelsi borgaranna til orða og athafna er sem mest. Þegar einstaklingarnir fá svigrúm til að starfa að markmiðum sínum án opinberrar íhlutunar leggja þeir grunn að eigin velferð, en leggja jafnframt sitt af mörkum til samfé- lagsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill að allir hafí jöfn tækifæri til að njóta eigin atorku og þroska hæfí- leika sína.“ Það er því ljóst hvaða stjómmálaflokkur á íslandi hefur stefnu sem samræmist best kröfum kvenna um sjálfstæði og þar með jafnrétti. Það verður þó að viður- kennast að í raun hefur þessari stefnu ekki alltaf verið fylgt út í ystu æsar þegar kemur að konum innan flokksins. Það er nefnilega svo auðvelt að gleyma sér í mæðra- hyggjunni. Til þess að fyrirbyggja að það gerist verða konur að vera meðvitaðar um sjálfstæði sitt og karlar um leið að vera tilbúnir til að viðurkenna það. Höfundur cr laganemi og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.