Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 31

Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 31 Ína giftist ung Angantý Guð- mundssyni skipstjóra og seinna út- gerðarmanni. Þau eignuðust niu börn, þtjú dóu nýfædd. ína var ekki orðin þrítug þegar hún hafði eignast níu böm, og horft á eftir þremur í gröfina. Aldrei lét hún bugast og það var eins og hún efld- ist við hveija raun. Svo missti hún manninn sinn á besta aldri, í miðjum önnunum við að útbúa skipið sitt á komandi ver- tíð. Nú stóð hún ein með börnin sín ung og sorg sína duldi hún vel fyr- ir öðrum. Börnin hennar hafa mjög dregið dám af sínum ágætu foreldr- um, vel gefin, vel menntuð og með þessa festu sem alla tíð hefur ein- kennt ljölskylduna. Það veldur mér sárri tilfinningu að ég skuli ekki geta fylgt henni ínu minni síðasta spölinn. Frá sjúkrastofunni sendi ég börnum hennar, tengdabörnun og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Kærum systkinum ínu sendi ég einnig sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Edda. í nótt las ég í dagbók sera þú skrifaðir átján ára að þú værir viss ura að síð- asta sumarið í lífi sérhvers manns væri bjart jafnvel þótt það birtist um vetur. (Vigdís Grímsdóttir) Bjartsýni, kraftur og kjarkur voru aðall ínu frænku. Það lýsti af þessum eiginleikum hvar sem hún fór og hvað sem hún tók sér fyrir hendur, og þeim fylgdi ósérhlífni, örlæti og glaðværð. Þó að lífið kynni að verða henni mótdrægt þá bjó hún yfir þreki til þess að yfirvinna erfiðleika og efiast af raunum. Okkur sem kynntumst henni gerði hún lífið þar á móti að veislu, þar sem stundum varð amstursamt, en þó þótti henni aldrei nauð af gestum og ævinlega var sæti fyrir einn í viðbót, líkt og við yfirnáttúrlegt hringborðið hjá Artúr konungi. Það var því aldrei lognmolla í kringum ínu; það var gaman að sækja hana heim og gott að eiga skjól í trygg- lyndi hennar. Hún var enda afar frændrækin og fylgdist af sönnum áhuga með ættingjum sínum á hvaða aldri sem þeir voru. Um- hyggja hennar stafaði aldrei af kvöð, því að hún veitti af göfug- lyndi hjartans. Það er lán að hafa átt kæran, falslausan vin í ínu frænku og öll eigum við ljúfar minn- ingar um heimsóknir til hennar og fjölskyldu. Þangað var stutt að fara hvort sem hún bjó á Flateyri, í Keflavík eða í Reykjavík. Veri Ina frænka kært kvödd, en frændsystkinum og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu hluttekn- ingu. Heiðrún, Brynhildur og Arni. Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar, sem er látin sjötíu og eins árs að aldri. Á barnsárum okkar þegar við vorum tíðir gestir í Goðheimunum þar sem við eigum jafnframt helstu minningar okkar um ömmu, var okkur ávallt tekið opnum örmum. Þar var oftast gestkvæmt enda var amma mjög svo félagslynd eins og allir sem hana þekkja vita. Þær nætur sem við gistum hjá ömmu verða okkur ávallt minnisstæðar. Það var í einu skiptin sem við nennt- um að hátta snemma, því vafin inn í teppi með kakó og smurt brauð undir sögum ömmu leið okkur best. Við minnumst einnig allra ferða- laganna sem amma tók okkur með í, og ber þar hæst þær ótal skíða- ferðir ár hvert, en þó viljum við ekki gera upp á milli þeirra og heim- sóknanna í sumarbústaðinn. Fyrir okkur sem börn var amma alltaf amma, hlý, ávallt ánægð og góð. Það var ekki fyrr en við fórum að eldast og þroskast að við fórum að gera okkur grein fyrir hvers konar manngæska bjó í þessu hjarta. Hagsmuni annarra setti hún alltaf á undan sínum eigin og um- hyggja var einkenni hennar. Hún brýndi það ávallt fyrir okkur börn- unum að ganga menntaveginn og var það eitt af boðorðum hennár, kannski vegna þess að hún átti ekki kost á því sjálf. Ekki skorti þó áhugann því hún var gífurlega vel lesin. Amma hafði áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og öllu því sem að okkur kom. Hún spurðist fyrir og hvatti okkur áfram í þeim áhugamálum sem við áttum. Hún þekkti vini okkar með nöfnum og sýndi þeim áhuga. Þegar við systkinin fórum að slá okkur upp, eins og amma sagði alltaf, tók hún Auði, Þorsteini og Heiðari strax eins og öðrum fjöl- skyldumeðlimum og fundu þau um leið til væntumþykju ömmu. Þannig var það allt til þess dags sem hún dó._ í hjörtum okkar er söknuður en minninguna um ömmu geymum við í hugum okkar meðan við lifum og þökkum henni allar þær ánægju- legu samverustundir sem við höfum átt með henni. Við biðjum góðan Guð að varðveita elsku ömmu okk- ar. Blessuð sé minning hennar. Angantýr og Auður, Sigríður og Þorsteinn, Ragna B. og Heiðar. Nú er hún farin elsku amma okkar, sem alltaf var svo hjartahlý og góð, alltaf tilbúin til að hjálpa hvar sem hennar var þörf, hún sem alltaf bauðst til að líta eftir okkur barnabörnunum á ferðalögum sem við fórum í. Á þessum ferðalögum munum við sérstaklega eftir einu, sem við fórum fjölskyldan ásamt ömmu og sundfélaginu Ægi til Múnchen í Þýskalandi. Við munum hvernig hún studdi okkur dyggilega gegnum erfiðar æfingar. Hvernig hún hjálpaði öðr- um félögum okkar í gegnum ferð- ina. Við munum líka eftir því, þeg- ar hún studdi félaga okkar til að fara yfir vatnið, sem við bjuggum við, að kaupa bangsa og annað dót MINNINGAR sem hún af einstakri alúð ætlaði að gefa yngstu barnabörnum sínum og ættingjum. Augljóst merki um hjálpsemi hennar og tillitssemi var það að undir lok ferðarinnar voru allir farnir að kalla hana ömmu. Dæmi um kjark hennar og dug er án efa þegar við vorum á ferða- lagi um Flórída. Einn ferðafélagi okkar neitaði að fara í rússíbanann. Þá sagðist hún amma okkar bara fara og hann dáðist svo að kjarki hennar að hann skipti fljótlega um skoðun og skellti sér með. Þessar minningar eru bara dropi í hafið af öllum þeim skemmtilegu minningum sem við eigum um hana elsku ömmu okkar. __ Logi, Hildur Yr, Harpa og Orri litli. Mikil og góð kona er látin, Arína Þórlaug Ibsen. Að morgni 14. október var hringt í mig og mér sagt að ína væri lát- in og alltaf slær þessi frétt jafn mikið þó maður hafi átt von á henni um tíma. Við ína höfðum haft góð kynni í yfir 50 ár. Maður hennar, Angantýr Guðmundsson skipstjóri, var yngsti bróðir föður míns. Enn minnist ég þess hve yndis- legt var að sjá ástina og hlýjuna, sem á milli þeirra streymdi. Mann sinn missti Árína snögglega 1964. Börnin voru sex, það yngsta átta ára, og höfðu þau tekið í fóstur yngstu dóttur Jóns bróður Angan- týs, en hann lést 1958. Það er mik- ið verk fyrir konu að vera með fullt hús af börnum og unglingum á viðkæmum aldri, sem öll þurfa leið- beiningar við, en þar stóð Ina sig með mikilli prýði og hún breyttist ekkert, var alltaf sama tryggða- tröllið. Við systkinin minnumst þess hvað hún mundi eftir og heimsótti foreldra okkar háaldraða og systur okkar vangefna á Kópavogshæli. Og ekki efa ég að vel hefur ver- ið tekið á móti henni. Guð blessi minníngu góðrar konu og styðji og styrki börn hennar og ástvini alla. Hulda Agnarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, MARKÚS ÁRMANN EINARSSON veðurfræðingur, Þrúðvangi 9, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 20. október. Hanna Sesselja Hálfdanardóttir, Ingibjörg Markúsdóttir, Ármann Markússon, Hálfdan Þórir Markússon, Sóley Indriðadóttir, Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra og Margrét Rósa Hálfdanardætur. Faðir okkar, + SVEINN SÖLVASON, Skagfirðingabraut 15, Sauðórkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 22. októ- ber kl. 14.00. Sigurlaug Sveinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Sölvi Sveinsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Heiðavegi 8, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 22. október kl. 14.00. Guðbjörn Frímannsson, María Guðbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðbjörnsson, Guðbjörg K. Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR + Ragnheiður Jónsdóttir var fædd á Gilsstöðum í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu hinn 20. febrúar 1907. Hún lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Teidní Jóhannsdóttir. Eft- ir lát föðurins flutt- ist hún til Sigurjóns Hallgrímssonar fóstra síns í Mánavík á Skaga. Systkin hennar eru Álfheiður, Haraldur (tvíburi Ragnheiðar), Helga Sigríður, Laufey, Ásta, Guðmundur og Ólína. Eigin- maður hennar var Björn Jó- hannesson, f. 1906, d. 1993. Börn þeirra eru Sigurbjörg, f. 1930, gift Kristjáni Hjartar- syni, d. 1981, Jóhannes, f. 1934, og Úlfar, f. 1938, kvæntur Hönnu Georgsdóttur. Útför Ragnheiðar fer fram frá Ás- kirkju í dag. FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 13. október kvaddi amma þennan heim eftir langa og stranga sjúkralegu. Þau afi bjuggu síðustu tuttugu árin á Hólsveginum eins og við og var því samgangurinn mikill. Alltaf gat maður farið niður, leikið sér eða fengið eitthvað gott að narta í. Faðir ömmu lést þegar hún var átta ára og fluttist hún þá til Sigur- jóns fóstra síns Hallgrímssonar að Mánavík á Skaga. Um hann talaði amma mjög mikið alla tíð, vitnaði oft í hann og var auðséð að mjög kært hafði verið á milli þeirra. Hún giftist afa, Birni Jóhannessyni, sem lést í fyrra. Auðnaðist þeim að eignast þrjú börn og fjölda barna- barna og barnabarna- barna. Þau fluttust á mölina í lok sjöunda áratugarins og bjuggu æ síðan í sama húsi og Úlfar sonur þeirra og fjölskylda á Hóls- vegi 10. Amma var alltaf hr'ess og vildi drífa hlutina af. Hún var góð, ömmuleg amma sem manni fannst allt- af eiga eitthvað til í pokahorninu sem aðrir áttu ekki. Veikindi hijáðu ömmu síðustu æviárin og lá hún þá fyrir að mestu. Það var ekki það sem amma var þekkt fyrir. Amma var mjög trúuð og hefur örugglega í gegnum veikindin ósk- að þess að komast í hlýju himnanna þar sem hún gæti spásserað um himins grundir og notið lífsins hress og kát. Nú hefur óskin ræst og amma spásserar um himininn. Við barnabörnin óskum henni þess að himnavistin megi verða ömmu jafn góð og amma var okkur og mun hún þá ekkert þurfa að óttast. Ég fínn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. (D. St.) Kveðja frá barnabörnum. Sigurður, Alda, Birna, Hannes og Haraldur. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, GUÐBRANDUR MAGNÚSSON ' kennari, Siglufirði, lést 1 5. október. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. októ- ber kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Anna Júlia Magnúsdóttir, Skúli Guðbrandsson, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttir, Ævar Sveinsson, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, Haraldur Eiríksson, Magnús Guðbrandsson, Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, Kristm Guðbrandsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Filippfa Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Margrét Dagmar Ericsdóttir, Borghildur Kristín Magnúsdóttir og fjölskyldur. Útför + BRANDS JÓNS STEFÁNSSONAR fyrrv. vegaverkstjóra, Vík í Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 22. október kl. 14.00. Bílferð verður frá BSI kl. 10.00 árdegis og frá Fossnesti, Selfossi, kl. 11.00. Fyrir hönd allra aðstandenda, Börnin. Í Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vinarhug við frá- fall og útför bróður míns og frænda, ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR frá Nýborg, Stokkseyri. Helga Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Ó. Eyjólfsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.