Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 3 7
BREF TIL BLAÐSIÍMS
Bjork
Gísladóttir
Frá Björk Gísladóttur:
SÍÐAST liðna helgi varð ungnr
maður fyrir hrottalegri árás hér í
borg. Tilefnið - jú hann er hommi.
Við lærum af sögubókum um
ofsóknir nasista gegn gyðingum,
kommúnistum, sí-
gaunum og sam-
kynhneigðum og
fyllumst viðbjóði á
því ómennska
þjóðfélagi og að-
stæðum, sem ólu
af sér slíka glæpi.
Við fordæmum
kynþáttahatur,
kvenfyrirlitningu,
fordóma gegn
öðrum trúarbrögðum og ofbeldi í
hvaða mynd, sem það birtist.
Þrátt fyrir það elur þessi fá-
menna þjóð, sem er laus við flestar
þær hörmungar, sem hrjá megin
þorra mannkyns; styijaldir, hungur,
þorsta, farsóttir og aðrar plágur,
af sér manneskjur, sem fá ekki að
vera til. Manneskjur, sem enginn
hefur tíma né orku til þess að sinna,
láta sér þykja vænt um, né veita
eðlilegan jarðveg til þess að vaxa
og finna tilgang í tilverunni.
Sinnuleysi og arðrán
Ég ákæri íslensk stjórnvöld og
íslenskt auðvald fyrir sinnuleysi og
arðrán. Arðrán á láglaunafólki, ör-
yrkjum og ellilífeyrisþegum og öðr-
um sem standa höllum fæti í þjóðfé-
laginu. Fyrir markvissa láglauna-
stefnu, matarskatt, skort á ódýru
leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga
Eg ákæri
og skort á atvinnu, sem greidd eru
fyrir mannsæmandi laun.
Skort á réttlætiskennd, siðferðis-
kennd og mannlegri reisn.
Ég ákæri ykkur forstjórar,
bankástjórar og embættismenn,
sem takið kinnroðalaust við V2-I
milljón í mánaðarlaun á meðan
símaverðir, ræstitæknar og aðrir í
ykkar fyrirtækjum og stofnunum
eru með 40-50 þúsund krónur í
mánaðarlaun.
Barnfjandsamlegt þjóðfélag
Ég ákæri íslensk stjórnvöld fyrir
barnfjandsamlegt þjóðfélag þar
sem börn eru einfaldlega fyrir. Og
ég ákæri íslenska verkalýðsforystu
fyrir sinnuleysi og skort á baráttu-
þreki. Á meðan þið forystumann-
eskjur verkalýðshreyfingarinnar
takið við 300-800 þúsund krónum
á mánuði, leyfið þið ykkur að eyða
dýrmætum tíma í samningaþras um
ekki neitt til handa ykkar umbjóð-
endum.
Blásið til baráttu! Sameinið
verkalýðshreyfinguna j allsheijar-
verkfall, þegar það svíður sárast
fyrir siðlausar aurasálir og þið
munið fá allt launafólk með ykkur
til raunverulegrar baráttu fýrir
mannsæmandi launum, sem eru
ekki undir 100 þúsund krónum á
mánuði.
Þá og þá fýrst getur allur al-
menningur varpað af sér oki vinnu-
þrælkunar fyrir skuldum og dag-
legri lífsbaráttu, sem nú er því mið-
ur vonlaus fyrir svo allt of marga.
Það er nefnilega mun dýrara að
reka þjóðfélag, þar sem fjöldi fólks
heltist úr lestinni og verður öryrkjar
eða enda inni á stofnunum, fyrir
utan þá, sem sjá ekki aðra leið út
úr ógöngunum en að taka sitt eigið
líf.
Ofbeldishneigð er ekki
meðfædd
Það fæðist enginn morðingi,
nauðgari eða ofbeldismanneskja, en
alltof margir enda í þeirri blind-
götu. Og ástæðurnar eru jafn marg-
ar og manneskjurnar, en alltof oft
er um að kenna fátækt, fáfræði,
skorti á tíma til þess að sinna börn-
um og ofbeldis sem böm eru beitt
vegna þess að foreldrar eða uppal-
endur hafa sjálfir búið við ofbeldi
og kunna ekki að tjá vanmát sinn
og reiði öðruvísi.
Sköpum þjóðfélag, þar sem við
getum öll verið til og fundið tilgang
og fegurð í daglegu lífi.
Leggjum áherslu á lífsviðhorf
þar sem við skiptum út hugtökun-
um samkeppni með samvinnu og
magni fyrir gæði. Og gæðin felast
ekki í því að slíta sér út, á meðan
börnin þarfnast okkar mest, fyrir
2-300 fm húsnæði og öðru tækja-
bijálæði. Gæðin felast í því að við
lærum frá fæðingu að láta okkur
þykja vænt hvert um annað og
bera virðingu fyrir öllu sem lifir.
Ekki að taka, heldur nema/snerta
og finna ríkidæmi okkar í fegurð,
og margbreytileika lífsins.
Horfist í augn við eigin
vaniíðan
Við ykkur ungu menn, sem réð-
ust á Reyni á Baldursgötunni, lang-
ar mig að segja þetta. Farið til
hans og biðjið hann fyrirgefningar.
Þá sýnið þið hvað raunverulega í
ykkur býr - manndómur. Og ef
ykkur líður samt illa og eruð hrædd-
ir við homma og lífið og tilveruna,
talið þá við hana Drífu á Torfastöð-
um fyrir austan fjall og reynið að
komast í sveitasæluna. Hún og
hennar heimili hafa veitt ótal ung-
mennum umhverfi til þess að öðlast
sjálfsvirðingu og mannlega reisn til
þess að takast á við eigin vanda-
mál og vanmátt og öðlast tiltrú á
sjálfa sig og lífið.
Það er hreint ekki töff að beija
á einni manneskju, hvort sem hún
er hommi, lesbía eða öldruð mann-
eskja, sem hefur það ekki í sér að
sýna öðrum ofbeldi. En það er töff
að horfast í augu við eigin vanlíðan
og vanmáttakennd og segja þeim
stríð á hendur. Megið þið allir sem
einn vinna það stríð.
BJÖRK GÍSLADÓTTIR,
Skógum, Vatnsendabletti.
Morgunblaðið/Líney
GREINARHÖFUNDUR telur atvinnutækifæri heimamanna
minnka með því að leyfa rússneskum sjómönnum að landa sjálf-
um fiski upp úr bátum sínum.
Atvinna í boði
Opið bréf til
Jóhönnu
Sigiirðardóttur
Frá Ólafi Tómassyni:
UNDANFARIN ár höfum við íslend-
ingar gert nokkuð af því að kauþa
óunninn fisk af Rússum til að halda
vinnslu gangandi í fiskverkunarhús-
um víða um land, nú á tímum minnk-
andi afla á heimamiðum. Einnig
hefur verið nokkuð um að afli sé
tekinn til umboðssölu t.d. til Kanada.
Viðskipti sem þessi eru okkur að
sjálfsögðu mjög mikils virði nú á
tímum atvinnuleysis.
Lögbrot?
En það mál sem ég vil vekja at-
hygli á í sambandi við þessi við-
skipti er ágreiningur sem upp hefur
komið um það hver skuli annast
löndun á afla rússnesku skipanna.
Sérstaklega hefur borið á þessu í
Hafnarfirði, þar sem verkamenn
hafa komið í veg fyrir að áhafnir
skipanna sjái um löndun aflans á
þeim forsendum að til þess þurfi þá
að skaffa atvinnuleyfi fyrir mennina.
Þessi afstaða hefur vakið hörð við-
brögð, bæði hjá umboðsmönnum
skipanna og ekki síður hjá kaupend-
um fisksins sem hafa haldið því fram
að með þessu sé verið að koma í veg
fyrir þessi viðskipti og þar með at-
vinnu mun fleira fólks heldur en
starfar við löndunina og með slíkum
málflutningi hafa þeir leitt umræð-
una frá því hvort um lögbrot sé að
ræða og sömuleiðs hafa þeir ekki
nefnt það að óhugsandi er að háset-
ar á skipum ráði hvert farmur skips-
ins sé seldur. Nú ber að taka það
fram að ekki er um það að ræða
að löndun verði ódýrari með þessum
hætti en að sögn „kunnugra" munu
greidd 12-13 $ pr. tonn fyrir lönd-
unina (óvíst hve mikið er greitt í
skatta) þannig að ekki er um fjár-
hagslegan ávinning að ræða, heldur
virðist sem samúð með „bílakaupa-
mönnum" sé að ræða (vonandi ekk-
ert verra en það).
Afstaða verkalýðsforystunnar
undarleg
Annað er það í þessu sambandi
sem vakið hefur athygli og það er
hvernig verkalýðsforystan hefur tek-
ið á þessu máli og þá sérstaklega
formaður Dagsbrúnar, félags verka-
manna í Reykjavík, sem ítrekað hef-
ur veitt Rússum leyfi til vinnu á sínu
„yfirráðasvæði*1 en á sama tíma hef-
ur hann krafið yfirvöld til aðgerða
til varnar atvinnuleysi en það mun
varla nýmæli að kröfur þess manns
fari ekki saman við hagsmuni launa-'
fólks og sérstakt hatur hans gagn-
vart hafnfirskum hafnarverkamönn-
um og verkalýðsfrömuðum er löngu
þekkt.
Að lokum þetta, þeir verkalýðsfor-
ingjar, hvar sem er á landinu, hafa
með því að leyfa útlendingum að
starfa án atvinnuleyfis á sínum yfir-
ráðasvæðum kastað á glæ ekki að-
eins atvinnu heldur og rétti til að
krefja aðra um aðstoð, því að fólk
sem afþakkar vel launaða vinnu er
ekki í þörf fyrir aðstoð.
Ef einhveijir hafa hug á að svara
orðum þessum er heiðarleika og
sanngirni óskað!
ÓLAFUR TORFASON,
launamaður,
Álfliolti 34, Hafnarfirði,
Frá Einari Erlingssyni:
KÆRA Jóhanna.
Það er von mín að þú eigir eftir
að stofna öflugt pólitískt alþýðuafl
til handa þessari þjóð þar sem allar
refilstigur verði vel merktar svo
menn séu ekki að villast inn á þær,
veltandi hver um annan þveran og
missandi upp úr sér siðgæðið tvist
og bast.
Við vitum að börn og fullorðnir
geta misst tennurnar eftir mikið
sælgætisát. Börnin fá fullorðins-
tennur en fullorðnir fara til tann-
læknis og fá falskar. Þær eru sýni-
legar þegar maður brosir og geta
sannarlega villt á sér heimildir, en
verða alltaf falskar.
Ég held það sé öðruvísi ef maður
tapar siðgæðinu. Það er ekki hægt
að sjá berum' augum hvort viðkom-
andi hafi öðlast nýtt, gott siðgæði.
Þótt hann fullyrði að svo sé gæti
hann vel verið að plata og hann
hafi hreint ekkert siðgæði.
Svo væri gott ef einhver gæti
svarað því hvort hugsanlegt væri
að menn missi barnasiðgæðið en
öðlist aftur fullorðinssiðgæði. Og
þá einnig hvenær það gerist, hvort
það er á unglingsárum eða þegar
þeir eru orðnir gráhærð gamal-
menni.
Þetta þætti fávísum vörubifreiða-
stjóra gott að fá að vita.
EINAR ERLINGSSON,
Langholtsvegi 63, Reykjavík.
Hugrenningar um
skoðanafrelsi
Frá Ástu Lilju Kristjánsdóttur:
ERUM við íslendingar að missa rit-
frelsið sem við höfum hingað til
verið svo ánægðir með að hafa?
Ég spyr vegna þess að mér virðist
ekki hægt að viðra skoðanir sínar
án þess að upp komi úlfúð, hatur
og leiðindaþref. Ef menn segja sín-
ar pólitísku skoðanir geta þeir átt
von á að vera skipað að pakka nið-
ur og hypja sig í stað þess að fá
ærlegar skammir og rasskellingar
eins og þeir ættu kannski skilið.
I guðanna bænum reynið gott
fólk á okkar ástkæra landi að tala
saman án haturs og rógs. Við erum
alltof fá og nákomin hvort öðru til
þess að láta svona. Þetta er að verða
algjör skrípaleikur i mínum augum
þegar annars ágætisfólk er svo
hörundsárt að jaðrar við að vera
barnaskapur. Ekki ætla ég að nefna
nein sérstök mál en vona að við
fáum að.tjá okkur án hræðslu um
að verða sett út í kuldann og svift
skoðanafrelsi sem er að mínu mati
það dýrmætasta sem við eigum.
Jafnrétti til orðs og æðis, náms
og vinnu og að heimilin í landinu
komist þokkalega af.
ÁSTA LILJA KRISTJÁN SDÓTTIR,
Grettisgötu 28b, Reykjavík.
Kynnins á Givenchy
haust-/vetrarlitunum
1994-1995
í dag fró kl. 13-17.
Ýmis skemmtileg tilbð í gangi
frá Givenchy.
Ath.: Mjög góö verðlækkun
á Givenchy vörunum.
EIÐISTORG 11
sími 612013.
Aftafi
^tC.aGataH
Cherokee Grand 4x4 ‘93. Nýja
lagiö m/öllum búnaöi. Kr. 3,5 m.
Isuzu Rodeo 4x4 ‘91. Borgar-
jeppi m/öllum búnaði Kr. 2,3 m.
Lada 1500 Safír ‘94. Blár, ek. 300
km. Kr. 550 þ. Útb. kr. 100 þ.
Lán 450 þús., eftirst. 15.700 kr. pr.
mán. Nýr bfll.
Chevrolet Corsica ‘91. Hvít, ek.
27 þ.km. Plusskl. sparibíll.
Kr. 1.250 þ.
M. Benz 190 E ‘88. Ek. 49 þ.km.
Sjálfsk., sem nýr. Kr. 1,7 m.
Colt GLX ‘90. Rauður, ek. 40 þ.
km. Kr. 720 þ.
Hyundai Sonata 2000 ‘94. Grár,
ek. 40 þ. km. m/öllum bún.
Kr. 1,5 m.
Nissan Sunny SLX 1600 ‘91.
Rauður, ek. 68 þ.km. Kr. 850 þ.
Ford Ranger XLT Super Cab
‘91.4x4 2,9, Pick Up, m/tvöf. húsi
og pallh., ek. 36 þ.km. Kr. 1.250 þ.
Sendibílar: Volvo FL-611 ‘87, m
26 ferm. kassa og lyftu. Ek. 178
þ.km. Sjálfsk. Kr. 2,7 m. m/vsk.
Iveco 40-10 ‘91,4x4, 2,5 dfsil.
Ek. 99 þ.km. 9 sæti. Kr. 2,5 m.
m/vsk.
Iveco 35-10 ‘90. Háþekja. Kr. 2 m.
Fólksbílar frá kr. 85 þús.
Jeppar og ferðabílar.
Skrúffubílar og sendibílar.
Vantar sölubíla á stærsta
sölusvæðið í miðborginni við
Miklatorg fyrir neðan Perluna.
Símar 17171 og 15014.
uA fllta titfl
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
V í K I N G A
VSnningstölur
19.10.1994
VINNINGAR FuÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING
E| 6 af 6 2 24.180.000
m 5 af 6 [LaH+bónus 0 1.440.181
1k1 5 af 6 4 63.677
|F1 4 af 6 204 1.986
f~V 3 af 6 tCfi+bónus §41 206
Aðaltölur:
®(§)(g
(0(0®
BÓNUSTÖLUR
0©@
Heildarupphasð þessa viku:
50.633.279
á fsi.: 2.273.279
JmVinningur: fór til Noregs og Svíþjóöar
UPPLYSINQAR, SlMSVARI 91 - 6S 15 11
LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 461
BlRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVlLLUR