Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 38
38 FÖSTUÐAGUR 21. ÖKTÖBER 1994
MORGUNtiLAÖlF)
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík 28. og 29. október
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Sjálfstæðisflokkurinn
metur konur að
verðleikum
Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð
Tryggjum Ásgerði Jönu
8.-10. soetið
AEG
tUboð
meðan birgðir endast
AEG
undirborðsofn 200 E-w
• Undir- og yfirhiti
• Grill
Verð aðeins kr. 29.900 stgr.
AEG
helluborð frá kr. 1 7.576 stgr.
BRÆÐURNIR
DJ ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 3882Ö
INFLUENSU-
BÓLUSETNING
á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík,
Heilsu gæslustöðvar Seltjarnarness
og sjálfstætt starfandi heimilislækna
Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflúensu á
vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, heilsugæslustöð-
var-innar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislæk-
na. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er öldruðum, hjarta-
og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstak-
lega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu.
Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvun- um í
Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi.
Stöðvarnar eru:
Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102,
sími671500.
Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3,
sími 871060
Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6,
sími 670200
Heilsugæslustöðin í Mjódd, Þönglabakka 6,
sími 670440
Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Borgarspítala,
sími 696780
Heilsugæslan Lágmúla 4, Lágmúla 4,
sími 688550
Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis, Drápuhlíð 14,
sími 622320
Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7,
sími 625070
Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd,
sími 612070
Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í
Reykjavík þessa bólusetningar.
19. október 1994
Heilsugæslan í Reykjavík.
Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi.
I DAG
BRIDS
II m s j 6 n Guim. 1’ á 11
Arnarson
SÍÐUSTU 16 spilin í úr-
slitaleiknum um Rosenbl-
um-bikarinn reyndust Pól-
veijum erfið. Þeir höfðu
haft forystu frá upphafi og
þegar blásið var til leiks í
síðustu
lotu var IMPa-staðan
93-85, Pólverjum í vil. En
Seymon Deutch og félögum
óx ásmegin með hveiju spil-
inu og þegar upp var staðið
höfðu þeir sigrað með 31
IMPa, eða 141-110. Pól-
verjinn Cezary Balicki hitti
ekki á vinningsleiðina í 6
gröndum í þessu spili úr
síðustu lotunni:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Non'lur
♦ ÁG
V Á1074
♦ 42
+ ÁK1052
Vestur Austur
♦ 9542 ♦ 106
V DG865 IIIIH V 93
♦ D5 111111 ♦ G10987
♦ 43 * DG76
Suður
♦ KD873
V K2
♦ ÁK63
♦ 98
Vestur Norður Austur Suður
Martel Zmudzinski Standby Balicki
- 1 iauf* 2 tíglar Dobl**
Pass 3 lauf Pass 3 spaðar
Pass 4 hjörtu Pass 5 tígiar
Pass 5 spaðar Pass 6 grönd
Pass Pass Pass
* Pólskt lauf, þ.e.
10-12 og jöfn skipting eða
18
** Sterk spil
Útspil: tíguldrottning.
Balicki drap á ás og lét
laufníu rúlla yfir á gosa
austurs. Stansby spilaði
tígli til baka og eftir að
hafa tekið spaðaslagina
svínaði Balicki einfaldlega
aftur í laufinu. Tveir niður,
því Stansby átti eftir frítíg-
ul.
Vinningsleiðin byggist á
því að þvinga austur í láglit-
unum. Sagnhafi tekur
spaðaslagina og ás og kóng
í hjarta. Þegar hann spilar
hjarta heim á kónginn lend-
ir austur í vanda:
Norður
♦ -
v io
♦ -
♦ ÁKIO
Vestur Austur
♦ - ♦ -
1 DG8
♦ - llllll * 10
♦ 4 * D76
Suður
♦ -
y k
♦ 63
♦ 8
Austur verður að henda
laufi og þá vinnst spilið með
því að toppa litinn.
Á hinu borðinu spiluðu
Bandaríkjamenn 6 lauf,
sem voru vonlaus frá upp-
hafi.
Farsi
,Nx.st /vittumst i/ibu ko.f-PC l
f>inn.C ekrifctofu!"
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Ábending til
ökumanns
Þú, -ökumaður, sem
keyrðir yfir köttinn okk-
ar þann 14. október sl. á
Víðimel. Mig langar að
benda þér á að við þessa
litlu þröngu götu búa
mörg lítil börn og þau
eru jafnóútreiknanleg og
kettirnir.
Þó að þetta hafi bara
verið köttur (eins og
margir hugsa) hefði
þetta getað veið lítið
barn.
Að sögn sjónarvotta
ókstu greitt á götu sem
er með 35 km hámarks-
hraða og stöðvaðir ekki
til að aðgæta hvort dýrið
væri lífs eða liðið.
íbúi á Víðimel
Ambögur
LESANDI hringdi í Vel-
vakanda og hafði eftir-
farandi að segja: „í
Morgunblaðinu 15. þ.m.
ritar höfundur svo: „Að
hafa ímigust á málefninu
sem rætt er um“. Von-
andi er hér um prentvillu
að ræða. Sé ekki svo er
ástæða til að benda á að
hér er um rangt mál að
ræða sem vonandi festist
ekki í rituðu eða töluðu
máli.“
Þess ber að geta að
samkvæmt Orðabók
Menningarsjóðs og Is-
lensku orðtakasafni
Halldórs Halldórssonar
er hvor tveggja orð-
myndin til, ímugustur og
ímigustur. Halldór lætur
þess getið að ímugustur
sé eldra og myndað úr
orðunum íma „tröllkona"
og gustur „vindur".
Tapað/fundið
Myndavél
tapaðist
LÍTIL Canon-myndavél í
leðurhulstri með hálsól
tapaðist á Kynjakatta-
sýningu í Rafhahúsinu í
Hafnarfirði 2. október sl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 72728.
Hjól í
óskilum
DÖKKGRÆNT hjól var
skilið eftir í garð vestur
í bæ sl. laugardag. Upp-
lýsingar í síma 26676.
Úr fannst
KARLMANN SÚR á
leðuról fannst í Garða-
stræti í byijun október.
Upplýsingar í síma
28505 fyrir hádegi.
Helga.
Barnaúlpa
tapaðist
FJÓLUBLÁ barnaúlpa
með gulu í og gráu fóðri
og mynd á baki tapaðist
í eða við Seljaskóla fyrir
u.þ.b. tveimur vikum.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 879470.
Taska
tapaðist
HVÍT hekluð taska með
leikifimifötum í tapaðist
á leiðinni frá Kópavogi
að Hlemmi sl. þriðjudag.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 46985.
COSPER
Víkverji skrifar...
egar rætt er um stóriðju koma
auðvitað fyrst í hugann verk-
smiðjur á borð við álverið í Straums-
vík og járnblendiverksmiðan á
Grundartanga. Fæstum myndi
koma til hugar fiskvinnslu- eða út-
gerðarfyrirtæki.
Víkveiji minnist á þetta hér því
nýlega sá hann yfirlit yfir hæstu
launagreiðendur á Vesturlandi árið
1993. Þar trónir fyrirtækið Harald-
ur Böðvarsson hf. á Akranesi efst
á blaði með 719 milljónir. Næst
kemur Járnblendiverksmiðjan með
349 milljónir. Kaupfélag Borgfirð-
inga greiddi 309 milljónir, Sjúkra-
húsið á Akranesi 296 milljónir og
Sementsverksmiðjan á Akranesi
215 milljónir.
Það er athyglisvert að iðjufyrir-
tækin tvö, Járnblendið og Sementið,
greiða minna til samans í laun en
sjávarútvegsfyrirtækið Haraldur
Böðvarsson hf. árið 1993. Kannski
væri rétt að kalla Harald Sturlaugs-
son helsta stóriðjuforstjóra Vestur-
lands en ekki Jón Sigurðsson á
Grundartanga!
Morð, slys, óvitaverk, hvað á
að kalla atburðinn skelfilega
í Þrándheimi þar sem þrír smá-
drengir misþyrmdu fimm ára
stúlku og skildu við hana slasaða
í snjónum þar sem hún fraus í hel?
Ekki veit sá Víkveiji sem hér skrif-
ar svarið.
Hitt er ljóst að æ fleiri velta því
fyrir sér hvort ein af ástæðum þess
að hrátt ofbeldi og miskunnarleysi
fer greinilega í vöxt meðal barna á
Vesturlöndum geti verið ofgnótt
blóðugra ofbeldismynda, teiknaðra
sem leikinna, í sjónvarpi og kvik-
myndahúsum, að ekki sé minnst á
tölvuleiki þar sem rafeindablóðið
rennur í stríðum straumum. Þar er
hægt að misþyrma fólki (og dýrum)
og þátttakendur standa yfirleitt á
fætur óskaddaðir að leiknum lokn-
um.
Fimm ára börn hafa varla svo
þroskaða hugsun til að bera að þau
skynji alltaf muninn á þessum
„raunveruleika" og sjálfu lífinu,
skyldi maður ætla. Samt er það svo
að sérfræðingar, hvort sem um er
að ræða félags- eða sálfræðinga,
virðast sammála um eina fullyrð-
ingu: Rannsóknir gefa ekki til
kynna að börnin læri ofbeldið af
þessari afþreyingu, það sé alls ekki
hægt að sanna að nein tengsl séu
þarna á milli.
XXX
Sé þetta rétt og séu mæliaðferð-
ir sérfræðinganna einhvers
virði hlýtur að mega losa skóla
landsins við útgjöldin sem fylgja
því að hressa upp á kennsluna með
fræðslumyndum af ýmsu tagi. Jafn-
framt er ljóst að hvers kyns
fræðsluefni í sjónvarpinu, sem bók-
staflega allir eru sammála um að
sé jákvætt, er vita-gagnslaust. Ekk-
ert situr eftir af því sem verið er
að boða með beinum og óbeinum
hætti í afþreyingarefninu, það hefur
engin áhrif, hvers vegna skyldi þá
fræðsluefnið margblessaða hafa
nokkur áhrif?