Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lægra verð GSM- síma hjá Bónus Fagnaðarefni segir símamálastjóri VERSLUNIN Bónus hóf á fimmtu- dag að selja GSM-farsíma frá Eric- son, Motorola og Hagenug, sem Jón Ásgeir Jóhannesson, sölustjóri fyrirtækisins, segir að séu verulega miklu ódýrari en sömu símar sem söludeild Pósts og síma selur hér- lendis. Ericson-síminn er seldur á 93.400 krónur en hjá P&S kostar hann 115.000 krónur, Motoroia- síminn er seldur á 59.900 en hjá Stórmeistar- ar í Eyjum ÚRSLITAVIÐUREIGN stór- meistaranna Hannesar Hlífars Stefánssonar, Helga Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsonar, sem urðu efstir og jafnir í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands í Vest'mannaeyjum í síðasta mánuði, hófst í Vestmannaeyj- um síðdegis í gær. Stórmeistararnir settust að tafli klukkan 17 í gær í sal Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þeir munu tefla sex umferðir til að fá úr því skorið hver telj- ist sigurvegari landsliðsflokks skákþingsins þetta árið. P&S kostar hann 74.700 krónur og Hagenug-síminn kostar 41.000 í Bónus en 49.000 hjá P&S, og á síðastnefndi síminn eftir að lækka hjá Bónus að sögn Jóns. Hann seg- ir áhugann mikinn en salan hafi farið hægt af stað og sé eins og menn bíði eftir verðstríði. „Ég er alveg viss um að Póstur og sími nær betra innkaupsverði og að hátt útsöluverð þar skýrist eingöngu af hárri álagningu," segir Jón. Skammaðir fyrir lágt verð Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, segir að ef marka megi þær upplýsingar sem hann hafi fengið sé verð á farsímunum í Bón- us ekki aðeins lægra en hjá P&S, heldur einnig lægra en hjá öðrum seljendum. „Við getum ekki annað en óskað Jóhannesi í Bónus til hamingju með að ná betri innkaupum en P&S. En kannski er hann ekki með rétta álagningu frekar en á kartöflunum og notar verðið til að laða fólk að. Við höfum verið skammaðir af sam- keppnisaðilum fyrir að vera með of lágt verð á okkar búnaði, þannig að ég get ekki annað en fagnað því ef nýr aðili kemur fram með enn lægra verð,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/RAX GERT KLÁRT FYRIR VETURINN Prentun símaskrár boðin út í Evrópu 1996 PRENTUN á símaskránni verður boðin út að tveimur árum liðnum, árið 1996, að sögn Ólafs Tómas- sonar, póst- og símamálastjóra, en þá rennur út samningur sem Póst- og simamálastofnun hefur gert við prentsmiðjuna Odda. Samkvæmt EES-samningnum verður að bjóða út jafnstór opinber verkefni og prentun. skrárinnar er, bæði hér- lendis og í öðrum löndum Evrópu, en heildarkostnaður við seinustu skrá er áætlaður vera á milli 120 og 140 milljónir króna og nemur það starf sem prentsmiðjan innir af hendi um 65% af þeirri upphæð að meðaltali. Að sögn Gústavs Arnars, yfir- verkfræðings hjá P&S og yfir- manns markaðs- og alþjóðadeildar, var gerður tíu ára samningur við Odda um prentun og önnur störf í tengslum við símaskrána sem átti að renna út á næsta ári. í fyrra hafi þótt ástæða til að endur- EES-samningur- inn krefst útboðs vegna svo stórs verkefnis skoða samninginn og verið íhugað að gera útboðslýsingu og bjóða verkið út, en menn hafi séð að ekki væri nægjanlegur tíma fyrir hendi. í kjölfarið hafi P&S samið um hagstæðari kjör við Odda gegn því að framlengja samninginn um tvö ár, eða til 1996. „Samstarf okkar við Odda hefur verið með miklum ágætum í rúman áratug og við höfum treyst á ráðgjöf þeirra sem þýðir að ekki hefur verið þörf á starfsmanni með fag- lega þekkingu á prentuninni innan P&S. Það að bjóða skrána út á alþjóðlegum vettvangi kallar á geipilega mikla forvinnu og að slík þekking sé innan stofnunarinnar, þó að ekki væri nema til að meta þau tilboð sem bærust,“ segir Gústav. Ýmsar breytingar Símaskráin 1995 á að taka gildi 3. júní nk. og er stefnt að útgáfu hennar um viku áður, en gerðar verða númerabreytingar hjá öllum notendum á næsta ári þegar svæð- isnúmerakerfið verður fellt niður. Skráin verður tvískipt eins og í ár, en sú breyting gerð að símanúmer fyrirtækja flytjast alfarið úr nafna- skrá í stað blöndunar eins og nú er, og verður aðeins getið um nöfn fyrirtækja og vísað í atvinnuskrá. Bláu síðumar sem innihalda nú stofnanir og stjómsýslu verða lagðar niður og flytjast þau númer í atvinnuskrá og á gulu síðumar sem verða styrktar verulega að sögn Gústavs. Stefnt er að því að minnka auglýsingar í nafnaskrá. Hertar regl- ur um far- þegaferjur EVRÓPUSAMBANDIÐ áformar að setja nýjar og strangari reglur um flutninga með farþegafetjum. Sam- kvæmt þeim hugmyndurn sem kynnt- ar hafa verið fyrir Siglingamála- stofnun íslands myndi Heijólfur, eitt íslenskra farþegaskipa, uppfylla reglumar. Reglurnar taka hins vegar aðeins til nýrra skipa þannig að eng- in breyting verður á starfsemi ferja á íslandi með gildistöku þeirra 1. janúar 1996. Reglurnar voru kynntar á fundi með stofnunum sem sjá um öryggi farþegaskipa fyrir skömmu. Regl- umar munu ná til EES-svæðisins. Benedikt E. Guðmundsson, siglinga- málasljóri, sagði að þetta mál væri á undirbúningsstigi, en rætt hefði verið um að nýju reglurnar næðu aðeins til nýrra skipa. Hann sagði að hugmyndir ESB gengu út á að sömu reglur giltu um flutninga með farþegaferjum á innhafi og á úthafr. Siglingamálastofnun lauk nýlega skoðun á öllum íslenskum ferjum, en farið var út í skoðunina í kjölfar ferjuslyssins á Eystrasalti. Ferjurnar reyndust uppfylla kröfur. Innan veggja heiinllisins Heimilið Morgunblaðinu í dag fylgir 20 síðna sérblað undir heitinu: Innan veggja heimilisins. Guðmundur Ami Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfírði Bæjarstjóri skrifar yfirleitt ekki upp á greiðslubeiðnir „ALMENNA reglan er sú að bæjarstjóri sér ekki um að skrifa upp á greiðslubeiðnir á bæjarsjóð, heldur era ákveðnir embættis- menn sem hafa þau störf með höndum í samræmi við heimildir fjárhagsáætlunar,“ sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson, fyrrver- andi bæjarstjóri í Hafnarfirði, að- spurður hvort hann hefði gefíð bæjargjaldkera skipun um að £jf- henda Arnóri Benónýssyni, fram- kvæmdastjóra Listahátíðar í Hafn- arfírði, ávísanir á hlaupareikning bæjarsjóðs til kaupa á gjaldeyri. Eins og reglur sögðu til um Guðmundur Árni sagðist því ekkert geta fullyrt um það hvem- ig staðið hefði verið að umræddri greiðslu vegna gjaldeyrisúttektar enda skiptu útgreiðslur bæjarsjóðs tugþúsundum á ári hverju og vís- aði til viðkomandi embættis- manna. Eðlilega hefði greiðslan þó farið í gegnum bæjargjaldkerann eins og reglur segðu til um og núver- andi formaður bæjarráðs 'hefði staðfest en ekki með þeim hætti að viðkomandi einstaklingur hefði gengið beint í tékkareikning bæj- arins eins og áður hefði verið gef- ið til kynna. Ekki náðist í gærmorgun tal af bæjarritara eða fjármálastjóra Hafnarijarðarbæjar. ► 1-48 Fjölgar íslendingum of hratt? ►íslendingum fjölgar hraðar en nágrannaþjóðunum. Reynir Tómas Geirsson prófessor varpaði fram efasemdum um hvort ekki ætti að hægja á fjölguninni og er rætt við hann ogýmsa fleiri um ýmsa þætti er lúta að fólksfjölgun og lífskjörum./lO Atlaga að Dalai Lama ►Kínverjar gera nú lokatilraun til að grafa undan Dalái Lama í Tí- bet og fella hann af stalli sem andlegan leiðtoga./12 Mataræði hefur áhrif á gigt ►Nýjar rannsóknir sýna að mat- aræði hefur áhrif á gigt og hægt er að draga úr einkennum hennar með því að sleppa ákveðnum mat- artegundum úr fæðinu./14 Mjór er mikils vísir ►I Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Elsu Guð- mundsdóttur, verkefnisstjóra í Snerpu, átaks í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum./20 Á djúpar rætur á ís- landi ►Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur og Alfreds Copleys, kom til íslands til að giftast og undirbúa sýningu á verkum Nínu næsta vor./44 B ► l-24 Úr f rjórri jörð ►íslenskir skákmenn hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi. Fjórir þeirra hafa unnið heimsmeistarat- itla í yngri aldursflokkum. Hér er skoðaður sá jarðvegur sem skák- meistaramir ungu eru sprottnir úr og rætt við heimsmeistarana fjóra./l,6,7 Voði við Viðey ►Hálf öld liðin frá Skeena-strand- inu við vesturenda Viðeyjar, 24. október 1944./2 Helgi Áss í hóp útval- inna ►Margeir Pétursson stórmeistari fjallar hér um árangur Helga Áss á HM 20 ára ogyngri. Mikil fylgni er á milli árangurs á þessu móti og velgengni á skákferli síðar./8 Prestshjón í tölvuborg ►Prestshjónin á Skeggjastöðum, séra Gunnar Sigurjónsson og Þóra Þórarinsdóttir, reka fjarvinnslufyr- irtækið Skeggja í einu herbergi í kjallaranum á prestssetrinu./12 Nám í mótun ►Rætt við Gyðu Jóhannsdóttur, skólastjóraFóstruskóla íslands. /22 C BILAR ► 1-4 Fjölnotabílar ►Sagt frá nýjustu fjölnotabílun- um á Parísarsýningunni./2 Reynsluakstur ►Peugeot 106 rallbíll fyrir öku- glaða./4 FASTIR ÞÆTTIR Frettir 1/2/4/6/bak Bréf til biaðsins 34 Leiðari 24 Velvakandi 36 Hclgispjall 24 Fólk í fréttum 38 Reykjavíkurbréf 24 Bíó/dans 40 Minningar 27 Útvarp/sjónvarp 45 Myndasögur 34 Dagbók/veður 47 Brids 34 Mannlffsstr. 9b Stjörnuspá 34 Dægurtónlist lOb Skák 34 Kvikmyndir 1 lb INNLENDAR FRETTIR; 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.