Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, CAMILLA A. SANDHOLT, lést í Seljahlíð 21. október. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir, Gísli Arnkelsson, Hildur Björg Guðlaugsdóttir, Þórður Búason, Jenn’y St. Guðlaugsdóttir Gröttem, Nils-Johan Gröttem, Pétur Guðlaugsson, Patricia A. Guðlaugsson, börn og barnabörn. t Bróðir minn og mágur, JÓN BJÖRN ÁRNASON frá Fáskrúðsfirði, lést á vistheimilinu Víðinesi mánudag- inn 17. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. október kl. 13.30. Arnþór Árnason, Sólveig Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN RIST vatnamælingamaður, Skriðustekk 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. október kl. 13.30. María Sigurðardóttir, Rannveig Rist, Jón Heiðar Rfkharðsson, Bergljót Rist, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, Maria Rist Jónsdóttir. t Útför bróður okkar, JÓNS VILHJÁLMSSONAR vélstjóra, Hliðarhvammi 7, Kópavogi, verður gerð frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 25. október kl. 13.30. Systkini hins látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Laugardal, Vestmannaeyjum, til heimilis á Breiðvangi 48, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 24. október kl. 13.30. Pétur Þorbjörnsson, Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason, Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gisladóttir, Líney Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson, Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐBJARNAR FRIÐBJARNARSONAR skipstjóra, Túngötu 18, ísafirði. Rannveig Pálsdóttir, Ernir Ingason, Friðbjörn Friðbjarnarson, Jórunn Þórðardóttir, Sólveig Friðbjarnardóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Árni Fríðbjarnarson, Ágústa Marísdóttir, Snæbjörn Friðbjarnarson, Guðrún Valgarðsdóttir, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir, Hafsteinn Skaftason, Aðalheiður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR + Sigríður Eyj- ólfsdóttir fædd- ist í Laugardal í Vestmannaeyjum 16. desember 1922. Hún lést í St. Jó- sefsspítalanum í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Nikolína Eyj- ólfsdóttir húsmóðir, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973, og Eyjólfur Sigurðs- son, f. 25. mars 1885, d. 31. desem- ber 1957, smiður og sjómaður frá Laugardal í Vestmannaeyj- um. Sigríður var ein af níu systkinum, en fjögur þeirra dóu ung. Eftirtalin komust til full- orðinsára: Jóhanna, f. 3. október 1915, d. 9. desember 1984; Ósk- ar, f. 10. janúar 1917, d. 23. febr- MEÐ ÖRFÁUM orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar. Þegar ég fletti myndaalbúminu rifj- ast margar góðar minningar upp. Ég kynntist Siggu, eins og hún var kölluð fyrir tuttugu og einu ári, er ég kom á heimili hennar í Kópavogi. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum og átti góða foreldra og æsku, þó ekki hafi hún farið þar á mis við sorgina. Systkinin voru níu, en fjögur dóu barnung. Árið 1945 var heillaríkt ár fyrir hana, þegar hún gekk að eiga Pétur Þorbjömsson mikinn og far- sælan skipstjóra. Sigga var einstaklega vel gerð kona. Það lék allt í höndunum á henni. Hún valdi sér þann starfsvett- vang að ala upp böm sín og hlúa að heimilinu. Ekki hef ég komið inn á myndarlegra heimili en hjá þeim hjónum. í þessi ár sem ég hef þekkt Siggu hefur hver sjúkdómurinn á fætur öðrum hijáð hana, en með dugnaði og stuðningi Péturs lét hún ekki bugast og alltaf var bjartsýnin og vonin í fyrirrúmi. Til þeirra var ævinlega gott að koma. Þau nutu þess að hafa fjölskylduna sína í kringum sig, og var þá oft stutt í grínið og glatt á hjalla á Breiðvangi 48. Bóndinn eins og hún kallaði Pét- ur sinn, var mikið á sjó og oft í löng- um túram. Sigga fór í allmargar sigl- ingar með Pétri, sérstaklega ef góð stopp vora ytra, og gaman var að hlusta á hana segja frá þeim ævintýr- um sem þau áttu saman. Ég naut þessara minninga því oft passaði hún bömin okkar Eyva, og hvatti mig til að sigla með honum. Þegar ég lít til baka nú held ég að hún hafí viljað að við fengjum að úar 1953; Ragnar, f. 7. mars 1928, og Sigríður Alda, f. 19. mars 1930. Hinn 27. júní 1946 giftist Sig- ríður eftirlifandi manni sínum Pétri Þorbjörnssyni skip- stjóra, f. í Reykjavík 25. október 1922. Börn þeirra eru: Ágústa, fædd 3. febrúar 1943, gift Sigurði Helgasyni; Eyjólfur, fæddur 4. nóvember 1946, kvæntur Ingveldi Gísladóttur, Líney Björg, fædd 14. apríl 1048, gift Kristni Sigm- arssyni, og Pétur Orn, fæddur 30. janúar 1951, kvæntur Ólöfu K. Guðbjartsdóttur. Barnabörn- in eru 13 og barnabarnabörnin sex. Útför Sigríðar fer fram frá Viðistíiðakirkju á morgun. njóta þess sama og þau. Oft hef ég undrast hve almættið leggur mikið á eina manneskju, en við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang. Þau ferðuðust mikið innanlands og nutu þess bæði. Fyrir tæpum tíu áram hætti Pétur á sjó og ætluðu þau að njóta lífsins og skoða heim- inn, bæði búin að skila góðu ævi- starfi, en því miður gat sú ósk ekki orðið að veruleika vegna heilsubrests Siggu, en ég trúi því að þér líði vel núna, vina. Sigga mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Elsku Pétur, söknuður þinn er mikil, þegar þú sérð á eftir lífsförunaut þínum, en enginn hefði getað átt betri vin og maka en Sigga, því umhyggja þín við hana og ástúð var einstök. Vona ég að góðar minningar létti þér sorg- ina. Ingveldur Gísladóttir. Þú varst þröstur á grein þytur í laufi syngjandi morgunn fljúgandi dagur þreytt kvöld sofandi nótt. Þú varst á sveimi um stund gestur í greinum tijánna sól sem slokknaði. (Einar Svansson) Ég minnist oft þeirrar kvöldstund- ar er ég hitti Siggu tengdaömmu fyrst. Þau kynni segja meira en mörg orð um þá ágætu konu sem nú er fallin frá. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, SIGRÍÐUR MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Torfastöðum I, Grafningi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 25. október kl. 14.00. Jarðsett verður að Úlfljótsvatni. Bergur Geir Guðmundsson, Guðmundur Bergsson, Andri Már Bergsson, Kristín Hanna Bergsdóttir, Birna Jónsdóttir, Steingrfmur Gíslason. Við þökkum öllum sem sýndu okkur hlýju og samhug vegna fráfalls sonar okkar, FRÓÐA FINNSONAR. Sá stuðningur hefur verið okkur ómet- anlegur. Edda Þórarinsdóttir, Finnur Torfi Stefánsson. Sigga kona mín bjó þá hjá ömmu sinni þennan vetur vegna skólagöngu og hafði boðið nokkrum vinum sínum í kaffi. Við keyptum blómavönd sem við færðum ömmu Siggu að gjöf. Sigga amma tók okkur opnum örm- um af sinni alkunnu gestrisni og hlý- hug og dekkaði borðið með máva- stelli og kræsingum sem hún hafði bakað. Þetta var á þeim árum sem við strákarnir reyktum mikið og ég man það þegar Sigga var yngri spurði ömmu sína hvort strákarnir mættu reykja. Og hún svaraði að bragði: „Hvernig læturðu stelpa, auðvitað mega strákarnir reykja." Síðan sótti hún pakka af sígarettum og bauð okkur. Þetta er mjög eftir- minnilegt og sýnir vel hvernig Sigga var. Okkur þótti þessi amma alveg ein- stök í alla staði. Við Sigga amma urðum fljótt góðir vinir og spjölluðum oft lengi um ýmsa hluti sem of langt yrði að nefna hér. Margar minningar úr mínu lífi eru tengdar Siggu og Pétri og heimsóknum á þeirra fallega heimili. Það sem ég man alltaf fyrst eftir er fallega brosið hennar sem lýsti vel skemmtilegu kímninni sem smitaði út frá sér. Hún var léttlynd að eðlisfari og lejð best þegar marg- ir úr fjölskvldunni komu í heimsókn enda var fjölskyldan hennar líf og yndi. Það góða skap sem hún hafði sýndi sig best á þeirri þrautagöngu sem Sigga þurfti að ganga í gegnum áður en yfir lauk. Bjartsýni hennar og trú á lífið var aðdáunarverð og til eftirbreytni öll- um sem til þekktu og eftir lifa. Hlut- verk sitt í lífínu sem sjómannskona og húsmóðir rækti hún af mikilli elju og natni eins og henni var lagið. Hún lagði metnað sinn í heimilisstörfin og sjaldan hef ég komið jafn oft á heimili þar sem hlutirnir vora ávalit í röð og reglu hvernig sem á stóð. í mínum huga er það huggun harmi gegn að eiginieikar. Siggu skuli að einhveiju leyti geymast og lifa í hennar mörgu afkomendum um alla framtSð. Ég og fjölskylda mín þökkum Siggu fyrir allar góðu miniiingamar og minnumst hennar með virðingu og söknuði. Við sendum Pétri og ástvinum öllum samúðarkveðjur. Elsku Sigga mín, hvíldu í friði. Og með hvítt segl við veðri uppi mun ég stefna til þín einn dag handan við djúp pínu og dauða; þá skal harpan verða slegin þá skulu stjömumar dansa og þá skal faðir vor dansa við þig... (Jóhannes úr Kötlum.) Einar Svansson. Ég kveð systúr mina. Guð blessi minningu hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín, Alda. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa riokkur orð um tengdamóður mína sem er látin eftir langa og erfiða baráttu við veikindi. Sigríður Eyjólfsdóttir var heil- steyptur persónuleiki. Hreinskilni og heiðarleiki voru ætíð hennar leið- arljós. Hún fylgdist alltaf vel með öllu og hafði stálminni. Það var . alltaf stutt í hláturinn enda var oft kátt á hjalla á þeim bæ. Þegar ég lít til baka til þeirra ára þegar ég kynntist henni og einn- ig eftir að hún varð veik, skynja ég að slíkur lífsvilji sem hún hafði, er fáum gefinn. Að vera sjómanns- kona með mörg börn er alltaf erfitt hlutskipti, en hún virtist komast vel frá því, enda hörkudugleg og ósér- hlífin. Hreinlæti var í henni blóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.