Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 21 smáfyrirtæki og nýsköpun, en ég sé mjög lítið gert í þeim málum. A Vestfjörðum var viðhorfið þannig þegar ég kom, að þetta væri fuss- um-svei og vitleysa. Þau viðhorf eru tekin að breytast vegna þess að árangur er orðinn sýnilegur. Konur á íslandi eru 25% af öllum atvinnurekendum en þær sjást ekki. Ef viðskiptablöðin eru lesin verður maður óskaplega lítið var við þessar konur, því megináherslan er lögð á stórfyrirtækin. Hiuti af mínu mark- miði er að gera konur sýnilegri í atvinnulífinu. Viðhorfin til smáfýrirtækja hafa breyst vegna þess að fólk er að gera sér grein fyrir því að þau eru vaxtarbroddur í efnahagslífi Evr- ópu. Við þurfum ekki álver eða stór- ar einingar til þess að græða pen- ing. Við getum gert það með litlum fyrirtækjum. Ég sá að borgarstjór- inn í Reykjavík hefur fyrirskipað Aflvaka að gera könnun á stöðu smáfyrirtækja í borginni og kanna hvers konar stuðning þau þurfi helst til þess að geta farið af stað. Þetta finnst mér jákvætt. - Hver er niðurstaða þín nú þegar verkefnið er hálfnað? „Með samdrætti í fiskveiðum á Vestfjörðum skapast visst tóma- rúm, sem verður að fylla til þess að geta haldið Vestfjörðum í byggð. Vestfirðingar eru allir sammála um að við verðum að gera fólki kleift að búa þar ef það vill. Við getum skapað fjölbreyttari störf með því að koma smáfyrirtækjum af stað, þó svo að fiskurinn verði alltaf að- alaatriðið. Ég tel það stærsta árangur minn út á við að finna fyrir breyttum viðhorfum.“ „í Evrópu hefur verið lögð mikil áhersla til að styðja við nýsköpun í smáiðnaði og í Bandaríkjunum er 50% af útf lutningi landsins framleiddur af fyrirtækj- um með 16 starfsmenn eða færri,“ segir Elsa Guð- mundsdóttir verkefnisstjóri Snerpu. AFRAKSTUR átaksins er meðal annars stofnun leirkeraverkstæð- is Ólafar Oddsdóttur. nýr maður - ný viðhorf - nýjar leiðir Stuðningsmenn prófkjör Sjálfstædisflokksins i Reykjavlk Fimm ný fyrirtæki • Rannveig Haraldsdóttir á Pat- reksfirði hefur undanfarin tíu ár þróað krem úr jurtum, sem hún hefur tínt á Vestfjörðum. Nú hef- ur hún hafið markvissa fram- leiðslu og hefur salan aukist jafnt og þétt. I sumar hefur verið unn- ið að markaðsmálum og eru bundnar vonir við að hægt verði að auka söluna og þar með fram- leiðsluna á næstu misserum. • Birna Mjöll Atladóttir bóndi í Rauðasandshreppi hefur hafið framleiðslu á peysum og lambhús- hettum fyrir börn og fullorðna. Eftirspurnin hefur aukist það mikið meðal sjómanna og bænda að allar líkur eru á að hún þurfi að ráða sér aðstoðarmanneskju hálfan daginn í vetur. • Friðgerður Ómarsdóttir og Halla Haraldsdóttir hafa stofnað fyrirtækið Vestfírsk, þar sem framleiddir eru harðfiskbitarnir Ýsukríli. Hann hefur verið settur á markað sem nasl. Stefnt er að því að bitafiskurinn verði kominn í söluturna um allt land næsta sumar. • Á Suðureyri hefur Ólöf Odds- dóttir opnað leirkeraverkstæði og framleiðir nytjahluti og gjafavör- ur. Hún heldur námskeið bæði þar og á ísafirði. Þannig undirbýr hún jarðveginn fyrir enn frekari fjöl- breytni og þjálfar jafnvel upp nýjan starfskraft. • Gestrún Sveinsdóttir og Helga Karlsdóttir opnuðu leik- og rit- fangaverslun á Tálknafirði í nóv- ember. Þær töldu þessa þjónustu nauðsynlega fyrir byggðina, þó að önnur slík verslun hafði lagt upp laupana. Hafa þær fylgst með þörfum markaðrins og hefur hún gengið vel fram að þessu. Petur H. Blöndal Evrópusambandið. Eigum við að sækja um? Pétur heldur sjötta erindi sitt af níu í kosningaskrifstofunni að Skeifunni 11 b (í húsi Stillingar) kl. 21:00 annað kvöld, mánudag. Fundarstjóri: Jóhannes Jónsson (í Bónus). Umræður og fyrirspurnir. Ath. kosningaskrifstofa Péturs er opin daglega: frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum frá kl. 12-22.30 um helgar. Símar: 811 066,811 067 og 811 076. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið. Skattamál. Eru skattar réttlátir, skiivirkir og atvinnuskapandi? Pétur heidur fimmta erindi sitt af níu í kosningaskrifstofunni að Skeifunni 11 b (í húsi Stillingar) kl. 17:30 í dag, sunnudag. Til sölu Grand Cherokee Limited árg. 1993, V8, 5,2 lítra v'él, grænn, ekinn 12 þ. km. Einn meö öliu. Verö 4,4 millj. CÖ> BÍLAS'ALAN SKEIFAM S K E I F U N N I II I 0 8 REYKJAVÍK S I M I : 6 8 9 5 5 5 Söngglatt fólk óskast Getum bætt viö nokkrum kórfélögum í Kór Grafarvogskirkju. Lífleg og skemmtileg dagskrá framundan. Vinsamlega hafiö samband viö Bjarna Jónatansson, organista og kórstjóra, í síma 44741 fyrir 26. október. L agerú tsa la a flísum og fatashapum Nýborg c§: t Nú svífur aó haustið með töðugjöldum, göngum, réttum og sláturtíð. \ Hápunktur haustsins enijþó Sparidagar á Hoiel Oik sem nú eru í nánd og heQast 24. október nk. 5 dagar (4 nætur) Sigurður Guðmundsson og Guðrún Níelsen verða í fararbroddi með morgunleikfimina, félagsstarfið og kvöldvökurnar. Þjóðkunnir listamenn og erindi eða fyrirlestur um áliugaverð efni í hverri viku. Kvöldvökur og dans, söngur, grín, gleðistmid, útivist og Boccia. Verð kr. 3.950 fyrir manniim á sólarhring í tvíbýli lnnifalift: Gisting, morgunverftur af hla&boröi, þríréttaður kvöldver&ur, leikfimi og útivist, dagskrá alla daga og kvöld, landskunuir skennntikraftar, fróöleg erindi o.fl. Sparidagar verða síðan 31. okt., 7. nóv. og 13. nóv. Eldfjörugt félagslíf er á við gott hákarlalýsi! ^HÓTEIÖCK HVERAGERÐI SÍMI 98-34700. FAX 98-34775 •Hótel Ork — Pamdís rétt handan við Kaeðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.