Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. OKTÓÉER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - OPIÐ HÚS í dag, sunnudaginn 23. okt., kl. 14-16 bjóða FAST- EIGNAÞJÓNUSTAN og tímaritið HÚS OG HÝBÍLI þig velkomin í „OPIÐ HÚS“ á Garðaflöt 21, Garðabæ. Auk hins fallega húss sem er til sýnis og sölu getur þar að líta: Húsgögn frá Línunni, Suðurlandsbraut 22, glugga- tjöld frá ÁKLÆÐiM OG GLUGGATJÖLDUM, Skipholti 17a, lampa frá versluninni FORN-NÝ, Iðnbúð 1, teppi/m- ottur frá TEPPABÚÐINNI, Suðurlandsbraut 26, og blóm og skreytingar frá BLÓMAVALI við Sigtún. Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, sími 26600. OPIÐ HUS I DAG KL. 14-17 hÓLl FASTEIGNASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Skipholt 19- „penthouse“. Loksins er komið að þvi. 154 fm 6 herb. „penthouse“hæð miðsvæðis í Rvík. Þessi er kjörin fyrir þá sem vilja búa í miðbænum og hafa rúmt um sig. Nýtt eldhús, parket, stórar svalir. Þórhallur og frú bjóða þig velkomin(n) að skoða í dag kl. 14-17. Áhv. 3,2 millj. Verð aðeins 8,8 millj. Fljót nú, forðist biðraðir...! Kambasel 51 - 3ja herb. Gullfalleg 82 fm ib. m. sérinng. á þess- um eftirsótta stað. Þvhús og geymsla í íb. Stutt í verslun og skóla. Góður garður. Þú getur meira segja haft voff- ann hér. . . I. Áhv. 3,5 millj. Verð aft- eins 6,5 millj. Árdís býður þig sérstak- lega velkomin(n) að skoða íb. sína kl. 14-17. Grenibyggð 9 - Mosbæ - raðh. Sérl. skemmtil. 138fmraðhús á tveimur hæðum auk 26 fm bílskúrs svo og rýmis í risi. Góður suðurgarður með hellulagðri verönd. Jón og Mar- grét bjóða þér og þínum að skoða slot- ið í dag kl. 14-17. Líttu inn! Verft 12,5 millj. Austurströnd 6 - 2ja hb. Bráðhuggul. íb. á 3. hæð m. fráb. út- sýni yfir hafið blátt. Hér tiplar þú á inniskónum i Bónus og í sundlaug- ina...! Valdimar tekur á móti gestum og gangandi í dag kl. 14-17. Gakktu inn! Verð 5,6 millj. Austurberg 2 - 3ja herb. I þessu glæsilega húsi eigum við til sölu bráðhuggul. 3ja herb. 67 fm íb. á 1. hæð m. sér garði. Er þessi ekki sú eina rétta. .. I Lfttu inn og skoðaðu þessa kl. 14-17 hjá henni Valgerði. Verð aðeíns 5,9 millj. Njálsgata 8b - 4ra herb. Mikið endurn. 4ra herb. íb. sem þér er velkomið að skoða í dag kl. 14-17. Þetta er ekkert mál, þú bankar bara uppá hjá Hjördísi og Guðna. Áhv. byggsj. 3,0 millj. Verð 6,9 millj. Fallegt ca 135 fm einbhús á tveimur hæðum á mjög góðum stað á Stöðvarfirði með miklu sjávarútsýni. Eignin verður laus 1. nóv. nk. Bein sala eða skipti á 2ja-3ja herb. íb. í Rvík ath. Verð aðeins 3,9 millj. eða tilboð. OPIÐ A HOLI DAG KL. 14-17 Til sölu Skólabraut 14, Stöðvarfirði - kjarni málsins! SIGRIÐUR PÉTURSDÓTTIR FAABERG + Sigríður Péturs- dóttir Faaberg fæddist í Reykjavík hinn 6. desember 1919. Hún andaðist í Noregi 4. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pétur Magnússon bankastjóri og ráð- herra og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Foreldrar Péturs voru séra Magnús prófastur og alþing- ismaður á Giisbakka í Hvítársíðu, Andr- éssonar bónda í Núpstúni, Magnússonar hrepp- stjóra og alþingismanns í Syðra- Langholti í Flóa. Móðir Péturs var Sigríður Pétursdóttir, Sí- vertsens faktors á Eyrarbakka, Sigurðssonar. Foreldrar Sigurð- ar voru Rannveig Filippusdóttir og Bjarni riddari Sívertsen, út- erðar- og kaupmaður í Hafnar- firði. Móðir Sigríðar, Ingibjörg, húsmóðir á Hólavelli, eins og æskuheimili Sigríðar var nefnt, var dóttir Guðmundar Viborg gullsmiðs. Guðmundur var einn af fyrstu, ef ekki fyrstur ís- lenskra vélstjóra með réttindi. A yngri árurn, í upphafi vélskipaútgerðar, var hann á skipum hjá Pétri Thorsteinssyni á Bíldudal. Móðir Ingibjargar var Helga Bjarnadóttir, bónda í Bessatungu, en hún var hálfsystir Torfa Bjarnasonar bónda og skólastjóra í Ólafsdal í Dalasýslu. Systkini Sigríðar eru: Magnús, f. 1914, d. 1984, búfræðingur, lögreglumaður og bóndi á Helluvaði; Guðmundur hrl., f. 1918; Gunnar Már, deildarstjóri, f. 1919; Ásgeir, f. 1922, sýslu- maður og alþm.; Andrés, fram- kvæmdastjóri, f. 1924, d. 1992; Stefán hrl. og bankastjóri, f. 1925; Þorbjörg, húsmóðir, f. 1928, og Pétur, hagfræðingur, f. 1931. Eiginmaður Sigríðar var Lars Faaberg. Börn þeirra eru: Magnús, verkfræðingur, f. 1943; Einar, hagfræðingur, f. 1946; Ingibjörg, blaðamaður, f. 1947; og Thorstein, flugsljóri, f. 1956. Minningarathöfn um Sigríði hef- ur farið fram. SIGRÍÐUR ólst upp í Reykjavík í stórum systkinahópi og á mann- mörgu heimili. Lengst af á Suður- götu 20 eða Hólavelli eins og hús þeirra Péturs og Ingibjargar er nefnt. Húsið stendur á vestanverðu Bisk- upstúni, á sama stað og hinn frægi Hólavallarskóli, áður en hann flutti starfsemi sína að Bessastöðum. Hún lauk skólagöngu sinni með prófi frá gagnfræðaskóla Ágústs H. Bjarna- sonar. Árið 1942, er síðari heimsstyijöld- in geisaði, réðst Sigríður til ritara- starfa hjá íslenska sendiráðinu í London. Á þeim tíma stóðu loftárás- ir Þjóðveija á borgina sem hæst. Var það að líkum er þaðan var stýrt allri andspyrnu gegn yfirgangi íjóðveija á meginlandi Evrópu og á norðan- verðu Atlantshafí. Orlögin og gæfan stýrðu saman fundi hennar við mannsefni sitt í miðjum hildarleikn- um. Hinn ungi maður var Lars Faa- berg, loftsiglingafræðingur hjá norska hemum. Hann barðist með herliði fijálsra Norðmanna, undir stjóm Breta, gegn yfírráðum Þjóð- veija yfír Noregi. Hann var sannkall- að glæsimenni, göfugur og hugprúð- ur, eða eins og sagt var í fomsögum okkar: manna hraustastur og dreng- ur góður. Þau giftu sig og hún sneri heim á leið haustið 1942. Að stríðinu loknu flutti hún svo utan á ný. Vegna starfa Lars hjá SAS lá leiðin nokkuð víða, en lengst af bjuggu þau á heimaslóð- um Lars í Noregi. Eins og þeir þekkja sem búið hafa erlendis langdvölum, sækir þráin til heimahaganna á. Hjá mörgum því meir sem á líður. Hún hélt alltaf nánu sambandi við fjölskyldu og vini hér heima, og margar urðu ferðimar til Íslands. Það var einmitt í þessum heim- sóknum Siggu og Lars sem leiðir okkar lágu saman. Lars er látinn fyrir nokkram árum. Þessi kveðjuorð eru því ekki síður til hans. Eg vil þakka þeim margar ánægjulegar samverustundir og alla frændsemi. Ég hef verið fímm eða sex ára er ég man fyrst eftir þessu frábæra fólki í heimsókn hjá foreldrum mín- um uppi í Borgarfírði. Við sátum inni í jeppa, ég og Thorstein frændi minn, frammi við Klettsfljót í Þverá og leiddist biðin. Liðið var að kveldi, en faðir minn og Lars vom að renna fyrir físk. Lítið gekk lengi vel, en ég man gleðina er þeir komu upp frá ánni með nýrunninn físk er Lars hafði veitt. Sama kvöld frömdum við óvitarnir prakkarastrik er varð til að minna varð úr mannfagnaði yfir endurfundum fullorðna fólksins en efni stóðu til. Að þessu var þó hleg- ið en ekki fyrr en síðar. Böm þeirra komu með í heimsókn- ir til íslands framan af en það breytt- ist er þau festu sitt ráð, eins og geng- ur. Glaðværð og elskulegheit fylgdu nærveru þeirra. Sumarið 1971, er ég var fímmtán ára, bar fundum okkar saman í Borgarfirðinum og enn á ný var haldið til veiða. Við vomm við Þverá í nokkra daga en síðan héldu Sigga og Lars til fundar 5 Eersónuleg þjónusta Rúnar Qeírmundsson, útfararstjórí Otfararþjónustan, Fjaröarási 25, s: 679110, hs. 672754. JOU I LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 við fleiri ættingja. Við Thorstein urð- um eftir í sveitinni og fundum okkur margt til dundurs, m.a. æfðum við okkur við akstur á hertrukk sem faðir minn átti og krafðist frændi minn þess að ég tæki mynd af sér við aksturinn, þar sem enginn skóla- bræðra sinna úti í Noregi tryði slíkri lögleysu á sig. Við vorum auðvitað í ágætri æfíngu eftir veiðitúrinn þar sem faðir hans var með bíl sýslu- mannsins í láni og við höfðum aðeins tekið í stýrið á honum. Vorum því ekki í neinni hættu. í ágústmánuði 1974 hringir faðir minn í mig að Guðnabakka og biður mig að koma á móti sér áleiðis upp -á Uxahryggi þar sem Sigga og Lars séu komin í heimsókn og þau séu að leggja af stað upp í Borgarfjörð. Ég hitti þau svo hjá Þverfelli í Lund- arreykjadal. Þaðan héldum við svo upp í Stafholtstungur og beint á veiðar. Mér er þessi tími minnisstæð- ur vegna þess að þetta varð síðasti veiðitúrinn okkar Lars. Ég var hon- um til aðstoðar þessa daga við bestu aðstæður sem menn geta hugsað sér síðsurnars. Þurrt var og bjart, Þverá- in full af físki og okkur gekk vel. Ég minnist varla nokkurs betri né hugljúfari félaga við veiðar, að öðr- um ólöstuðum. Lars var hin mikla lífsgæfa frænku minnar og hann sló því ekki í kringum sig að hann var bæði stríðshetja og frumkvöðull í atvinnugrein sem á sínum upphafs- árum var í besta falli talin hættuleg öllum sem nærri komu. Atvinna hans hjá SAS bar þau bæði um víða ver- öld, en oft minntust þau á að koma til íslands í ellinni og njóta ævi- kvöldsins hér. Ekki varð úr því en það þekkir sá sem þetta ritar að gott er að orna sér við slíkar hugsýn- ir í langdvölum erlendis. Þau heimsóttu ísland oft, ef til vill ekki eins oft og þau hefðu kosið. Þau eiga þakkir skildar fyrir þá rækt- arsemi, en oft vill svo verða að fólk sem flytur af landi brott missir smám saman öll tengsl. Ættjarðarböndin voru sterk. Frænka mín lagði á sig ferð út til íslands nú í haust. Ég missti af hennar fundi þá en það bíður síns tíma. Ég hef litið svo á að viðskilnaður sá er dauðinn býður sé sömu náttúru og forfeður okkar lýstu er þeir sögðu að oft yrði vik milli vina. Ég minnist Sigríðar frænku minnar sem fágætrar manneskju fyrir ýmsa hluti er mér þótti vænt um. Hún var óvenjulega hlý og við- mótsþýð manneskja. Fas hennar ein- kenndist af glettni og léttleika. Hún hafði kímnigáfu er lét engan ósnort- inn er henni kynntist, og hún kunni þá list sem fáum er gefín og færri þora: að gera góðlátlegt gys að sjálfri sér. Fjölskylda okkar syrgir hana. Ég óska frændsystkinum mínum huggunar og blessunar. Guðmundur Kjartansson. Nýlega lést í Noregi æskuvinkona mín, Sigríður Pétursdóttir Faaberg. Eiginmaður hennar, Lars Faaberg, flugsiglingafræðingur, er látinn fyrir nokkrum árum. Sigríður var kynbor- in kona og bar það með sér í hvi- vetna. Foreldrar hennar vom Pétur Magnússon, alþingismaður og ráð- herra, og eiginkona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir gullsmiðs í Reykja- vík Viborg. Minningamar um heimili Sigríðar á Hólavelli við Suðurgötu eru mýmargar. Húsið, sem dr. Jón forni hafði flutt inn frá Noregi, var reist á lóð hins gamla Hólavallar- skóla, sem var arftaki bæði Skál- holtsskóla og Hólaskóla, og var starf- ræktur þrátt fyrir lélegt ásigkomulag fram til ársins 1805, þegar hann var fluttur til Bessastaða. Það mætti því halda því fram með nokkrum rökum að umhverfi Sigríðar hafi verið norskt frá upphafi. Þrátt fyrir marg- ar vistarverur mátti húsið tæpast minna vera til að hýsa hina fjöl- mennu ijolskyldu Péturs Magnússon- ar. Þarna uxu úr grasi átta börn, sex synir og tvær dætur. Þá átti aldur- hniginn faðir frú Ingibjargar skjól hjá dóttur sinni, og í kjallaranum sýslaði hann við ýmiss konar smíðar. Hólavallarheimilið stendur mér fyrir sjónum sem fágað menningar- heimili. í bókaskápnum voru öndveg- isrit, mörg þeirra eftir norska skáld- jöfra: Ibsen, Björnson, Lie og Kiel- land. Og þessar bækur voru ekki bara stofuprýði, þær voru lesnar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.