Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 11 sænskar 90 og danskar 70. Græn- lenskar konur eru aftur á móti fleiri með nær 90 fæðingar í yngsta hópn- um og 157 í þeim næsta. Grænlend- ingum fjölgar mest, en samtímis fækkar þeim í heildina meira vegna þess hve margir flytjast úr landi. Það á einnig við um Færeyjar, þar sem yngstu mæðurnar eru 33 og 127 í næsta hópnum. Þetta eru ekki háar tölur í fljótu bragði en hlutfallslega eru þær það þegar tekið er tillit til þess hve þjóðimar era stórar og við hvaða lífsskilyrði þær búa. Framtíð barnanna Reynir kveðst sjálfur eiga tvær dætur og auðvitað hugsi hann um framtíð þeirra og jafnaldra þeirra. Og, í ljósi þess atvinnuleysis sem gætir nú þegar í mörgum greinum, hvort þær og annað ungt fólk sem kemur út úr skólunum fái atvinnu við sitt hæfi. í framhaldi af því vakn- ar eðlilega spumingin: Hveraig förum við að því að halda hér uppi sömu atvinnu og fram til þessa? Getum við unnið fiskaflann meira hér heima? Um það hefur verið talað óralengi án nægilegs árangurs. Hvemig er útlitið með vatnsútflutning, raf- magnssölu og margt af því sem talað hefur verið um? Spá forsætisráðu- neytisins fyrir 10 árum hljóðaði upp ann ef maðurinn gerir það ekki sjálf- ur. Takmarkanir náttúrunnar birtist í síharðnandi kjörum, en maðurinn ætti að geta sett sínar eigin takmark- anir áður en að því kemur, hvort sem þær takmarkanir eru áhrif opinberr- ar stefnu eða heildaráhrif af fjölda einstaklingsbundinna ákvarðana. Og neðanmáls hefur hann sett forvitni- lega athugasemd: „Ennfremur má benda á, að hefði 23.000 landnáms- mönnum getað fjölgað um 1,4% á ári í 11 aldir væru þeir nú um 100 milljarðar að tölu. Þá þarf meiri hagvöxt Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, var spurður um viðbrögðin varðandi vinnumarkaðinn við þessari spá um fjölgun fram á næstu öld. Mundi verða hægt að veita öllu fólki vinnu? Hann kvaðst ekki hafa heyrt þessar tölur fyrr og ekki geta dæmt um þær. Alþýðusambandið hefði verið að vinna að því að móta atvinnu- stefnu fram yfir alda- mót og notað sem und- irstöðu tölurnar úr Gró- andi þjóðlífi, ekki hefðu aðrar verið handbærar. Og miðað við þær hefðu þeir talið að við eðlilegar efnahagsað- stæður ætti að vera hægt að full- nægja atvinnuþörfinni. Ekki kvaðst hann vilja tjá sig um horfumar á að skapa 16 þúsund fleiri atvinnutæki- færi. „Til þess þarf mikið átak og meira en við höfum verið að vinna með,“ sagði hann. Þórarinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að núna þurfi að fjölga atvinnutækifærum um 1.500 , á ári eða 1,5% og ef við stöndum vel að efnahagsmálum sé það hægt þótt vanti fólk t.d. í fiskvinnu. A óskum og vilja einstaklinganna til að eiga mörg börn er erfítt að átta sig. Varla er hægt að gera ráð fyrir því að nútímakonan á Islandi sé eins stödd og Steina undir Steina- hlíðum í Paradísarheimt Laxness, sem ekkert vissi hvað var að gerast þegar bam hennar kom undir. Ráð eru til að hafa stjóm á bameignum. En fram kemur í könnunum að p-pill- an er hér minna notuð en í nágranna- löndum okkar. Á það einkum við um eldri konurnar, sem komnar eru yfir 25 til 30 ára aldur. Þær hafa fremur notað lykkju og í meira mæli en í nágrannalöndunum. Hins vegar hef- ur aldur kvenna sem nota pilluna til að forða óæskilegri þungun sífellt verið að færast neðar og neðar. Þær byija að nota hana fyrr. I samtali okkar kom m.a. fram hjá Reyni Tóm- asi Geirssyni lækni að margar ís- lenskar konur virðast halda áfram að eiga böm lengur en vanalegt er í öðram þróuðum löndum; viðhorfíð er að kona þyki því duglegri sem hún hefur náð að ala fleiri börn og þær vilja standa sig. Eins sé mjög al- gengt að ungar stúlkur eigi eitt til tvö börn og þegar þær svo seinna á ævinni era komnar í gott varanlegt samband leggi báðir aðilar mikið upp úr því að geta eignast böm saman til viðbótar þeim sem konan eða karl- maðurinn eiga fyrir. Þá era þær sem vilja eiga böm en geta það ekki. Þær hafa til skamms tíma verið 10% kvenna (og karla), en nú má leysa vanda mjög margra þeirra með glas- afijófgun og skyldum aðgerðum. Á móti koma þær sem af einhveij- um ástæðum geta ekki eða vilja eiga barn og fá fóstureyðingu. Reynir segir að þeim sem fari í fóstureyð- ingu hafí ekki fjölgað, fremur fækk- að eilítið, á síðari árum. í norrænum skýrslum má sjá að fóstureyðingar ustan eigi að vera til þess að fólk geti staðið nægilega vel að þessari mikilvægu ákvörðun að eignast barn. Þ.e. þegar fólk stendur andspænis spumingunni: Er ég tilbúin til að eignast bam eða ekki? Alþjóðasam- tökin um fjölskylduáætlanir hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að flest lönd í Evrópu þurfi að sinna betur ráðgjöf. Sóley velti upp þeirri spumingu hvemig væri staðið að þeirri ákvörðun að eignast bam? „í mjög mörgum tilfellum er það ómeðvituð ákvörðun, þungun verður og svo reddast þetta. En hvað er það sem reddast? Hvað getum við sætt okkur við í sambandi við uppeldi bama. Hvaða merkingu leggjum við í „uppeldi bams“ í okkar samfélagi? Ég held raunar að daglega fáum við einhver neikvæð skilaboð, sjáum að foreldrar era svo uppteknir að þeir mega ekki vera að því að tala við bömin. Við sjáum í Hagkaupi að foreldri hefur enga orku afgangs í uppeldið o.s.frv. Spumingin er í hvaða forgangsröð við setjum uppeld- ið. Uppeldi allt frá bamæsku er tíma- frek, krefjandi vinna og það er það sem fólk þarf að gera sér grein fyrir. Ábyrgð foreldrahugtaksins er mikil. Við þurfum að huga að því áður en við eignumst börn. Þar er að mörgu að huga á þessum miklu umbrotatím- um, t.d. hvaða lífsgildi við viljum gefa bömum okkar og gefa okkur tíma til að reyna að innræta þeim. Það þarf að undirbúa sig vel.“ Spumingunni um það af hveiju svona miklu fleiri ungar stúlkur eiga börn á íslandi en annars staðar, svar- aði Sóley á þann veg að engar lang- tímarannsóknir séu til hér á landi um afdrif unglingsstúlkna með böm. En ungar stúlkur sæki hér mjög vel mæðraeftirlitið og virðist að því leyti ekki verr settar en aðrar konur, eins og víða í öðrum löndum. Og annað ast breyttu þjóðfélagi. Þessi einvera, sem áður var kölluð frelsi er í raun ■ vanræksia sem getur haft alvarleg áhrif á börn,“ segir hún. Og í ýmsum könnunum sem birtar hafa verið kemur fram að stór hluti þeirra bama og unglinga sem lendir í einhvers konar vandræðum komi frá brotnum heimilum. „Samnefnari þessa hóps er rofin tengsl við fjöl- skyldur sínar og heimili, samskipti við foreldrana einkennast af deilum og togstreitu og vanmætti til að taka á vandamálunum," segja lögreglu- menn í viðtali. Og í nýlegum niður- stöðum rannsóknaverkefnis hjúkran- arfræðinemanna Lindu Bjömsdóttur og_ Kristínar Helgu Káradóttur við H.I. er vakin athygli á að staða fjöl- skyldunnar hafi verið að breytast. Rofnum ijölskyldum hafí fjölgað, m.a. vegna tíðari hjónaskilnaða og barns- fæðinga utan hjónabands eða sam- búðar. „Nú er svo komið að fjórðung- ur íslenskra bama búa hjá einstæðum mæðram og um 90% einstæðra for- eldra eru mæður. Lengi hafa það verið viðtekin viðhorf að kjamafjöl- skyldan sé eina fjölskylduformið sem geti alið upp heilbrigða og nýta þjóð- félagsþegna. Þar af leiðandi hafa margir óttast um uppeldisskilyrði barna í „rofnum íjölskyldum". Sá ótti er e.t.v. ekki ástæðulaus þar sem þjóð- félag okkar hefur verið byggt upp með það fyrir augum að karlmaður og kona standi saman í fjölskyldu- haldi og uppeldi barna og hafí stuðn- ing hvort af öðra.“ Telja þær að slíkt geti komið niður á andlegri líðan og vitrænum þroska bamanna. I afstöðu til lífskjara í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans og Hagstofa íslands gerðu 1990 kemur fram í spurningum um fjárhagsstöðu að hlutfall óánægðra er hæst hjá einhleypum foreldram með börn inn- an 12 ára. Þeir virðast semsagt að Grunvallarhugmyndafræðin í fjölskylduáætlun er að hver ein- staklingur hafi frjálst val um fjölda barna og bil á milli barn- eigna. En til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun þarf hann fræðslu og ráðgjöf. Ufandi fædd börn 1992 í Svíþjóð 122.848 í Danmörku 67.726 í Finnlandi 66.731 í Noregi 60.109 á íslandi 4.609 í Grænlandi 1.200 ÍFæreyjum 805 I ára ii ; § : q 4S* •fXí & , 25-29 ára 20-24 ára oc 1 00 w 30-34 ára , ísland og Norðurlönd: Fæðingatíðni og aldur mæðra 1992 Lifandi fædd á hverjar 1.000 konur cc 00 CD 35-39 ára CD á að fæðingum fækkaði í 3.400 á ári og átti að duga vel til að halda gró- andi þjóðlífi eins og það var kallað. Miðað var við að gera allt til að halda uppi lífskjöram fyrir þann fjölda. En íjölgunin hefur orðið töluvert meiri og verður að öðra jöfnu 16 þúsund manns fleiri fram að aldamótum. Hvað framfleytir ísland mörgum? Hvað ber ísland með góðu móti marga. Dr. Sturlu Friðrikssyni reikn- aðist svo til í bók sinni Líf og land að landið hefði við þáverandi aðstæð- ur borið 60 þúsund manns við land- nám en síðan minna, 40-50 þúsund manns. Þegar fór yfir það varð mann- fellir. Allt þar til við fóram að fæia út landamærin með fískveiðum, sem er undir síðustu aldamót. Á þessari öld hafa aðstæður og möguleikar gerbreyst og fólkinu fjölgað, en hver einstaklingur tekur líka margfalt meira til sín. Og ætli séu ekki aftur tímamót, þegar nú er komið að endi- mörkum vaxtar í fiskveiðunum og nýtingu gróins lar.ds líka? Aukningin verði að koma annars staðar frá. En hvar? Og hve hratt? Getum við gert ráð fyrir að ísland beri ótakmarkaðan ijölda með þeim lífsgæðum sem best era hveiju sinni? Það er spumingin. Ágúst Valfells hefur mikið velt fyrir sér framtíð íslands og spár hans fram í tímann komið út í skýrsl- um, þeirri síðustu 1990, sem því miður er ekki rúm til að gera hér skil. Hefur hann reynst býsna sann- spár. En undir lokin segir hann að þá ályktun megi draga af því sem á undan var komið að fyrr eða síðar setji náttúran takmörk á heildarfjöld- til aldamóta. Þegar litið sé til þessar- ar viðbótarfjölgunar, þá kunni að þurfa að sjá stærra hlutfall. Fram- leiðnina þarf nú þegar að bæta um 1% á ári, aðeins til að halda óbreytt- um kjörum. Þjóðhagsstofnun spáir því að hagvöxturinn verði 1,5 til alda- móta. „Við vitum að við fáum inn á vinnumarkaðinn 9.000 manns til aldamóta, það fólk er þegar fætt. Þegar áhrifanna af þessari bama- sprengingu sem nú er, gætir á vinnu- markaði þá þarf hagvöxturinn að vera a.m.k. 3%, ef við ætlum jafn- framt að bæta kjörin. Við þurfum að ná meiri vexti til að takast á við meiri fjölgun. Og við þurfum að vera afskaplega skynsöm og framsýn til þess,“ segir Þórarinn. Hvernig er valið Onnur spuming vaknar. Menn virðast ekki sammála um hvort við búum við offjölgunarvanda, eins og flestar aðrar þjóðir, líka Evrópuþjóð- irnar flestar. Svörin sem ég hefi fengið eru ýmist að mikil þörf sé á fjölgun íslendinga, þeir séu svo ein- stakir, þótt fólk vilji ógjaman láta hafa það eftir sér. Það sjónarmið kom fram að þar sem svo mikil fjölgun sé í elstu árgöngunum veiti ekki af að setja í heiminn og ala upp ungt fólk til að sjá fyrir þeim eldri. En þeir eldast líka og þá þarf fleiri unga og enn yngri sem eldast og svo koll af kolli, - og hver borgar á endanum? Hins vegar kom fram það sjónarmið að ekki sé rými fyrir fleiri á vinnu- markaðinum og t.d. verkalýðsfélögin virðist nú þegar mjög treg til að leyfa að bætt sé á vinnuaflið erlendis frá, hér á landi eru 161 á móti hveijum 1.000 fæðingum, sem er talsvert lægra en annars staðar á Norður- löndum nema í Færeyjum. I fyrr- nefndri grein kemur fram að fleiri ættu að láta gera á sér ófijósemisað- gerðir en verið hefur. Á Islandi era þær aðgerðir tiltölulega fáar á karl- mönnum miðað við önnur Norður- lönd, en hvað konur varðar standa Island og Finnland hæst. Hinsvegar era ófijósemisaðgerðir á konum gerðar hér síðar á fijósemisaldrinum en í nágrannalöndunum, þ.e. þær era getnaðarvörn eftir 3-4 böm fremur en 2-3 þar. Ffyálst val og fjölskylduáætlun Sóley Bender, hjúkranarfræðingur og lektor, er formaður Fræðslusam- taka um kynlíf og barneignir, sem era þverfaglegur félagsskapur, og hún hefur m.a. unnið fyrir Landlækn- isembættið „Fjölskylduáætlun í ís- lensku heilbrigðiskerfi". Sóley segir að grunvallarhug- myndafræðin í fjölskylduáætlun, sé að hver einstaklingur hafi fijálst val um fjölda barna og bil á milli bam- eigna. En til þess að geta tekið upp- lýsta ákvörðun þurfi hann fræðslu og ráðgjöf. Slíkt vanti hér, hafi ekki verið byggt upp eins og ætlast var til eftir lögin frá 1975. Til að geta lifað heilbrigðu kynlífi þurfi hand- leiðslu um notkun getnaðarvarna, það þurfi m.a. að veita ráðgjöf og fræðslu fyrir fólk sem er að byija á kynlífi og fyrir fólk sem er að taka ákvörðun um bameignir. Eftir því sem betur sé að þessu búið hafi fólk notað getnaðarvamir staðfastlegar og betur. Fræðslan og ráðgjafarþjón- að hér séu þær undir verndarvæng fjölskyldunnar. Einstaklingurinn hef- ur líklega meira þessa vernd fjöl- skyldunnar. Að áliti Sóleyjar er kjarni málsins að hver einstaklingur hafí frelsi til þess að eignast bam og ef vel er að ákvörðuninni staðið og hugað vel að baminu eftir að það er fætt, sé ekk- ert að því að eiga mörg börn. En það geti verið erfitt að fæða barn inn í alls konar erfiðleika. Síðan sé það ákaflega einstaklingsbundið hvaða hvatir liggi til þess að vilja eignast barn eða mörg böm. Frelsi eða vanræksla Hér að ofan hefur verið vakin sú spuming hvort hægt verði að veita börnum á íslandi þann aðbúnað og þá ást og umhyggju sem þau eigi skilið ef börnum fjölgar of hratt. Og víða má sjá ugg um það hvort svo sé nú þegar. í doktorsverkefni Sigr- únar Júlíusdóttur félagsfræðings um íslenskar fjölskyldur kom fram að aðbúnaður í bamafjölskyldum sé slakari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum, bæði hvað snertir skóla og forskóla og einnig umhugs- un foreldra, sem vinna mikið úti. Og Herdís L. Storgaard, sem er að kanna slysatíðni bama fyrir Slysavarnafé- lagið, tengir saman háa slysatíðni barna hér við eftirlitsleysi. Nú í vik- unni kvaðst Helga Hannesdóttir geð- læknir af gefnu tilefni hafa áhyggjur af frelsi íslenskra barna, sem hún segir vera að breytast í vanrækslu. „Tilfinningaleg og hegðunarleg vandamál bama era að aukast. Is- lensku börnin era mikið ein vegna þess að skólakerfið hefur ekki aðlag- eigin mati eiga erfiðast. Til glöggv- unar má bæta við að samkvæmt nýjum tölum í Landshögum, sem er að koma út hjá Hagstofu íslands, eru fæðingarstölur 1993 miðað við 1.000 lifandi fædd börn, 583 fædd utan hjónabands, þar af 499 af for- eldum í óvígri sambúð. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að koma inn í umræður um hvað sé hæfilega hröð fjölgun íslendinga, hve mörgum börnum foreldrar og/eða samfélagið treysti sér til að veita besta atlæti, fjárhagslegt og tilfinn- ingalegt? Á okkar kröfuöld þarf svo miklu meira en að fæða barn í heim- inn. Lokaummæli Reynis Tómasar Geirssonar læknis, sem setti þessa umræðu af stað, í fyrrnefndu viðtali eru: „í sjálfu sér eigum við íslending- ar við fólksfjölgunarvandamál að etja eins og aðrir á tímum atvinnuleysis og minnkandi þorskgengdar. Því er nauðsynlegt að fólk spyiji á hveiju öll þessi börn eigi að lifa? Þannig er takmörkun fólksfjölda okkur hags- munamál rétt eins og i þróunarríkj- unum. í okkar daglega lífi krefjumst við þess að geta haldið uppi ákveðn- um lífsgæðum. Til dæmis þykir nú hveijum unglingi sjálfsagt að eiga bíl. Almenningur væntir svo mikilla lífsgæða að tilkostnaður þjóðfélags- ins verður mikill við að halda uppi þeim staðli sem menn vilja búa við. Færra fólk nyti betri efnahags því arðurinn af fiskunum sem veiðast dreifist á færri hendur. Ég tel því að íslendingar ættu að nota getnað- arvarnir betur og meira og gera sig ánægða með tvö eða þijú börn í stað fjögurra eða fimm.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.