Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ DR. Jón Þorsteinsson gigtarsérfræðingur. SJÁLFSMYND frá 1914 af listamanninum Pierre Auguste Reno- ir, sem þá þjáðist af iktsýki eins og sjá má á höndum hans. í P í I i I I Mataræði hefur áhrif á gigt NYJAR rannsóknir sýna að mataræði hefur áhríf á gigt og hægt er að draga úr einkenn- um hennar með því að sleppa ákveðnum matartegundum úr fæðinu. Einnig hefur verið sýnt fram á að mjólkurdrykkja á fyrstu 25 árum ævinnar getur skipt sköpum um hvort einstaklingar fá beinþynningu seinna á ævinni. Þetta og margt fleira kom fram í samtali sem Guðrún Guðlaugsdóttir átti við prófessor Jón Þorsteinsson sérfræðing í gigtsjúkdómum, sem sat norrænt þing um gigtlækningar í Noregi í sumar. Aseinni árum hafa menn öðlast meiri skilning á eðli gigtsjúkdóma, þótt menn viti ekki enn um orsakir þeirra vita menn hvernig þeir þróast,“ sagði Jón Þorsteins- son. „Menn hafa uppgötvað hvernig ónæmiskerfi líkamans bregst við sýkingum sem valda ýmsum gigtar- sjúkdómum, þótt orsökin sé ekki þekkt. Hugsanlegt er talið að veiru- sjúkdómar valdi gigtsjúkdómum. Þetta byggist m.a. á því að sýnt hefur verið fram á að hægt er að sýkja mýs og fá fram hjá þeim sjúk- dóm sem líkist mjög rauðum úlfum (Lúpus). Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að sýkja önnur tilraunadýr og fá fram hjá þeim gigtarsjúkdóma. IJkur eru því tald- ar miklar á að sýkingar valdi gigt- sjúkdómum, þótt ekki liggi það enn ljóst fyrir. Hitt vita menn einnig að það eru ekki allir einstaklingar sem veikjast þótt þeir sýkist af þessum sýkingarvaldi sem fyrr var talað um. Það er bundið við ákveðna vefjaflokka. Ef fólk hefur ákveðna vefjaflokka eru miklu meiri líkindi til þess að fá vissa gigtarsjúkdóma. Fyrir tuttugu árum fundu menn mikla fyigni milli vefjaflokksins B-27 og hryggiktar. Þar er samspil milli erfðaþátta og veirusýkingar. Fleira getur líka verið orsakavaldar gigtarsjúkdóma. T.d. mengun í lofti, svo sem breyting á geisla- virkni o.fl. Sannað að mataræði skiptir máli í meðferð gigtsjúkdóma Mataræði skiptir líka máli. Ný- lega eru menn farnir að rannsaka áhrif eggjahvítu á gigtsjúkdóma. Vitað er að ákveðnar tegundir af eggjahvítuefnum eru ofnæmisfram- kallandi. Bretar sögðu frá því á Norræna gigtarþinginu í sumar að þeir hefðu einskorðað mataræði gigtarsjúklinga við ákveðnar teg- undir af grænmeti, fisk og vissa ávexti. Þeim tókst með þessu að minnka virkni í ákveðnum tegund- um gigtarsjúkdóma. Á matseðli Bretanna var enginn mjólkurmatur en það stangast hins vegar á við KONA með beinþynningu. þær upplýsingar sem við höfum um beinþynningu, til varnar henni er mjólkurmatur þýðingartnikil fæðu- tegund. Öll rotvarnarefni, kjöt og allur sykur var einnig strikaður út á fyrrnefndum matseðli. Þetta mat- aræði gagnast þeim sem haldnir eru ýmiskonar bólgugigtsjúkdómum sem valda sumir hvetjir miklum verkjum. Það hefur sem sé verið sýnt fram á að mataræði hefur áhrif á gigtsjúkdóma, sem hefur ekki áður verið viðurkennt. Á þinginu kom einnig greinilega fram að ómettuðu fitusýrurnar í lýsi hafa áhrif á gigtsjúkdóma. Þetta hefur verið rannsakað í Bandaríkjunum og því slegið föstu að lýsi hefur áhrif í þá átt að minnka virkni bólgugigtsjúkdóma. Þess vegna hefur fiskinum sennilega verið haldið inni á mataræðislista Bretanna. Þess má geta að hvalkjöt inniheldur einnig fjölómettaðar fit- ursýrur og er hollt eins og allar afurðir úr sjó. Af ávöxtum töldu Bretarnir perur einna heppilegastar og gulrætur af grænmétisflokkn- um. í sambandi við „krónísku" liða- gigtina, iktsýkina, hafa menn fund- ið fylgni milli hennar og vefja- flokksins B-4, sem er sambærilegur við B-27, þeir sem hafa þennan vefjaflokk fá alvarlegri liðagigt en aðrir. Það hefur líka komið í ljós að þeir sjúklingar búa til meiri og öðruvísi mótefni en aðrir með þenn- an sjúkdóm. Hér á íslandi hefur þessi mótefnamyndun í gigtarsjúk- dómum heilmikið verið rannsökuð. Á Rannsóknarstofu háskólans í ónæmisfræði hafa menn komist að því að ákveðnir gigtarþættir hafa í för með sér mjög alvarlega liða- gigt, sem skemmir liði og innri líf- færi. Sjúklingar með þessa gigtarþætti hafa sömuleiðis fyrr- greint erfðamunstur. Með því að breyta mataræði sínu í átt til þess sem fyrr er frá greint getur fólk með slæma gigtsjúkdóma eins og iktsýki hugsantega minnkað inntöku verkjalyfja en hins vegar er ekki von til þess að það geti hætt inntöku lyija sem bæla ónæm- iskerfið. Alvarlegar tegundir af ikt- sýki, liðagigt vegna psoriasis og rauðir úlfar hafa í för með sér mikla ónæmisfræðilega truflun, hvítfrumur líkamans ruglast í ríminu og ráðast gegn frumum eigin líkama. Ekki hægt að búast við að mataræði geti haft áhrif á þetta, hins vegar gæti það hjálpað til við að minnka sársauka og bólg- ur. Það er mikill ávinningur ef hægt er að minnka töku bólgu- og verkjastillandi lyíja. Þau hafa áhrif á prostaglandínin í magaslímhúð og magasár geta blossað upp. Það þarf að fylgjast grannt með þeim sem nota slík lyf að marki. Núna þegar vitað er hvernig T- frumurnar, sem eru hluti ótjæmis- kerfis líkamans, starfa, eru notuð ónæmisbælandi lyf í smáum skömmtum til þess að vinna gegn áhrifum illvígra gigtsjúkdóma. Þetta eru sömu lyfin og krabba- meinslæknar nota í stórum skömmtum til þess að lækna krabbamein. Með þessu er hægt að hafa áhrif á hina ónæmisfræðilegu brenglun, en til þess þarf að gefa þessi lyf að staðaldri. Helstu framfarir síðustu ára í þessum efnum felast í því að í stað þess að nota eitt lyf eru nú notuð mörg lyf, rétt eins og krabbameins- læknarnir gera til að vinna gegn meinsemdum. Þessi lyf geta vald- ið aukaverkunum. Þau beinast gegn hvítfrumunum í mergnum, það þarf að gæta þess að slá ekki T-frumurriar alveg út. Mán- aðarlegt eftirlit verður því að hafa með sjúklingum sem taka þessi lyf til þess að fylgjast með því að blóð- ið sé í lagi. Óll lyf eru framandi fyrir líkamann, lifrin tekur við þeim, afeitrar þau og skilar þeim svo til nýrnanna. Það þarf því að ganga úr skugga um að lifrin og nýrun séu í lagi þegar lyf sem þessi eru gefin. Hér í göngudeild gigtsjúkra á Landspítalanum höfum við verið svo heppin að hafa varla séð alvar- lega eiturverkun af þessum lyfjum þótt hundruð sjúklinga fái þau ár- lega. Þjálfun er mikilvæg Alltaf er verið að sýna betur og betur fram á gildi þjálfunar fyrir gigtsjúka. Það dugar ekki að vera með einstaklingsbundna þjálfun í stuttan tíma, heldur þarf að halda henni áfram þannig að sjúklingarnir beri ábyrgð á þjálfuninni sjálfir. Til þess að fá fólk í upphafi til þess að gera þetta þarf það að vera í hóp. Fólk þarf hvatningu félaga og handleiðslu fagmanns þegar það hefur þjálfun. Þetta á jafnt við um þjálfun í sal og í vatni. í slæmum köstum sjúkdómsins er hins vegar nauðsynlegt að grípa inn í með ein- staklingsbundinni þjálfun. Þá er beitt ýmiskonar hitameðferð. Hiti minnkar sársauka og þá er betra að þjálfa. Þjálfun styrkir vöðva, bætir hreyfingu og minnkar sárs- auka. Ég legg áherslu á að allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á gildi þjálfunar benda til þess að það sé þálfunin sem skiptir máli. Allt annað í þessari svokölluðu sjúkra- þjálfun er bara til hjálpar, í þá veru að minnka sársauka til þess að sjúkl- ingurinn geti þjálfað sig betur. Það hefur sýnt sig að þótt sjúklingar séu með bólgusjúkdóma geta þeir klætt af sér kulda í gönguferðum og synt í innisundlaugum til að byija með. Það er vitað að sjúklingar með bólgusjúkdóma þurfa að vera í heit- ara vatni en aðrir. Gigtarfélagið þarf að fá því framgegnt að a.m.k. í I I | I I I l I r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.