Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 13 FRÉTTIR Alit umboðsmanns Alþingis Dómsmálaráðu- neytið fór út fyrir lagaheimildir UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi farið út fyrir lagaheimiidir með' af- skiptum þess af forsjár og umgengn- isréttarmáli sem kært var til umboðs- manns. Jafnframt telur umboðsmað- ur að lögreglan í Reykjavík hafi brot- ið gegn starfsskyldum sínum með því að hlýða ekki fyrirmælum- fógeta þegar taka átti barnið, sem um var deilt, af móður þess. Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra segir að vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið í þessu máli væru ekki viðhöfð í for- sjár- og umgengnisréttarmálum í dag. Forsaga málsins er að með lög- skilnaði hjóna í febrúar 1987 var eiginmanninum falin forsjá þriggja barna þeirra. Hann flutti úr.landi með börnin, en móðirin var áfram á íslandi. Á árunum 1987 og 1989 óskaði móðirin tvisvar eftir að ráðu- neytið endurskoðaði úrskurð sinn og úrskurðaði sér forsjá eins barnanna. Ráðuneytið hafnaði fyrri beiðninni. Móðirin dró síðari beiðnina til baka, en óskaði eftir breytingum á um- gengnisrétti. Vegna afskipta dóms- málaráðuneytisins náðist samkomu- lag um að barnið kæmi til íslands sumarið 1990 og dveldist hjá móður sinni til 4. ágúst. Ráðuneytið lofaði að beita sér fyrir að barninu yrði skilað og jafnframt að það myndi ekki taka til greina kröfu um endur- skoðun forsjár meðan barnið dveldi á íslandi hjá móður sinni. Lögreglan neitaði að hlýða fógeta Tveimur dögum áður en móðirin átti að láta barnið frá sér óskaði móðirin eftir því við dómsmálaráðu- neytið að ákvörðun um forsjá barns- ins yrði endurskoðuð. Ráðuneytið hafnaði beiðninni 9. ágúst þar sem ekkert hefði komið fram um breyttar forsendur frá fyrri ákvörðun. Móðirin fór enn fram á endurskoðun forsjár 22. ágúst. Deginum áður hafði fóg- eti úrskurðað að taka skyldi barnið af móðurinni. Sú aðgerð átti að fara fram 8. september en náði ekki fram að ganga vegna aðstæðna á staðn- um, en bæði móðirin og barnið börð- ust hart gegn lögreglunni. Lögreglan hvarf af heimilinu og bar m.a. fyrir sig að hafa ekki fengið fyrirmæli frá lögreglustjóra um að taka barnið. Lögreglan sagði að lögreglustjóri væri sinn yfirmaður, ekki fógeti. I lok september fól þáverandi dómsmálaráðherra þremur sérfræð- ingum að kanna aðstæður og hag bamsins. Stóð sú rannsókn til vors 1992. í ágúst það ár var fyrri forsjár- úrskurður staðfestur og fór barnið til föður síns um haustið. Afskipti ráðherra óvenjuleg Umboðsmaður Alþingis telur að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins af því að fá barnið til íslands og vil- yrði í tengslum við þá ákvörðun hafi vart verið samrýmanleg stöðu ráðu- neytisins eða þeim heimildum sem það á að vinna eftir. Jafnframt telur umboðsmaður að meðferð þessa máls af hálfu ráðuneytisins hafi ekki verið hagað eins og venja er í um- gengnismálum m.a. vegna beinna og óvenjulegra afskipta þáverandi dómsmálaráðherra af málinu. í bréfí dómsmálaráðuneytisins til umboðs- manns frá því í janúar í ár segir að ráðherra hafi haft óvenjulega mikil afskipti af þessu sérstaka máli. Skoð- anir hans á því hafi ekki verið í sam- ræmi við mat löglærðra starfsmanna ráðuneytisins. Hann hafi hafnað til- lögum þeirra um málsmeðferð og mælt fyrir um niðurstöðu sem þeir töldu ekki samrýmast hag barnsins. Umboðsmaður segir um þá ákvörðun dómsmálaráðherra að end- urskoða fyrri ákvörðun um forsjá barnsins, að ekki verði séð að lög hafi heimilað þá ákvörðun þar sem ósk um endurupptöku hafi verið lögð fram 13 dögum eftir að fyrri ósk sama efnis hafi verið hafnað. Lög heimili ekki endurupptök nema vegna breyttra aðstæðna og vegna hagsmuna barnsins. Umboðsmaður bendir á að ráðuneytinu hafi borið að taka tillit til þess að frekari rann- sókn á högum barnsins gat orðið langvinn og ennfremur til að raska enn högum þess. Svona vinnubrögð þekkjast ekkií dag Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, sagði að þetta álit breytti engu um vinnubrögð dómsmálaráðuneytis- ins í forsjár- og umgengnisréttarmál- um. Þau vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið í þessu máli væru ein- stök. Þau væru ekki viðhöfð í for- sjár- og umgengnisréttarmálum í dag. Umboðsmaður Alþingis hefði einmitt tekið fram í fyrri umsögnum að vinnubrögð ráðuneytisins væru til fyrirmyndar. Þorsteinn sagðist líta svo á að þau mistök sem hefðu verið gerð í þessu máli væru á ábyrgð fyrrverandi dómsmálaráðherra. Aðilar vinnumarkaðarins í EFTA Aherzla lögð á áfram- haldandi FUNDUR samráðsnefndar aðila vinnumarkaðarins í EFTA-ríkjun- um var haldinn í Genf síðastliðinn fimmtudag. í fréttatilkynningu frá EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evr- ópu, segir að fulltrúar frá þeim EFTA-ríkjum, sem samið hafa um aðild að Evrópusambandinu, hafi fullvissað samstarfsmenn sína frá ríkjum, sem verði áfram í EFTA, um að þeir muni þrýsta á um það innan ESB að samstarfi við þá verði samstarf haldið áfram. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, núverandi formaður ráðherraráðs EFTA, flutti aðilum vinnumarkaðarins skýrslu á fund- inum. Á fundinum var ákveðið að samráðsnefndin myndi hittast að nýju 14. desember, en þá liggur fyrir hvaða EFTA-ríki ganga í ESB. Aður munu fulltrúar samráðsnefnd- arinnar hitta ráðherra allra EFTA- ríkjanna. Vilt þú breyta áfengisvenjum þínum og draga úr áfengisneyslu? Námskeið í stjórn áfengisneyslu er að hefjast. Upplýsingar og skráning í síma 675583 kl. 19-20. Auður R. Gunnarsdóttir, sálfræðingur. Y Tilkynning V um prófkjör sjálfstæðismanna f Reykjaneskjördæmi Prófkjör um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar ferfram 5. nóvember nk. Utankjörstaðakosning hefst mánudaginn 24. október. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi, sem þar eiga lögheimili og hafa náð 16 ára aldri prófkjörsdaginn. Einnig þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við næstu alþingiskosn- ingar og undirrita stuðningsyfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjöri. Fresturtil að ganga í félag ungra sjálfstæðismanna rennur út föstudaginn 4. nóvemþer. Eftirtaldir frambjóðendur eru í kjöri: Viktor B. Kjartansson, tölvunarfræðingur, Keflavík. Kristján Pálsson, fyrrv. bæjarstjóri, Njarðvík. Árni M. Mathiesen, alþingismaður, Hafnarfirði. Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, Kópavogi. Stefán Þ. Tómasson, útgerðarstjóri, Grindavík. Árni R. Árnason, alþingismaður, Keflavík. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Mosfelisbæ. Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Garðabæ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum upp í sex fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi endanlega á framboðslista. Utankjörstaðakosning er kl. 18-19.00 alla virka daga og kl. 13-14.00 laug- ard. og sunnud. á eftirtöldum stöðum: Sjálfstæðisheimili Kópavogs, Hamraborg 1, 3. hæð. Sjálfstæðishúsi Hafnarfjarðar, Strandgötu 29. Sjálfstæðishúsi Njarðvíkur, Hólagötu 15. Sjálfstæðishúsi Grindavíkur, sími 92-68496 og 92-67069. Valhöll, Hágleitisbraut 1, alla virka daga frá kl. 09.00-17.00. T HÁGftÐA$JÓNVARP$TÆKI NY SENMNG • *95 UNAN ÞÝSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA - HLAÐIN TÆKNINÝJUNGUM I Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjár • Surround-umnverfis- hljómur • PSI (Picture Signal Jmprovement) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam oa NTSC-video • 59 stöðva minni • Sjálfvirk stöðvaleit • Möguleiki á 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hátalarar • Tenai fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heyrnartól • 2 Scart-tengi • Upplýst fjarstýring o.m.fl. VerS aðeins 99.800,- kr. eða 89*900,- Surround-hljómmögnun: Þetta er sérstök hljóðblöndun, sem eykur hljóminn og gefur möguleika á hljóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending fær blæ af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin áhrif, þannig aö áhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aðeins þarf að stinga bakhátölurum i sam- band við sjónvarpið til að heyra muninn !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.