Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 15 ein sundlaug á höfuðborgarsvæðinu verði á vissum tímum dagsins með heitara vatn fyrir gigtarsjúklinga að synda í og gera æfingar. Venju- lega er vatn um 28 gráðu heitt í útisundlaugum en þyrfti að vera a.m.k. 32 gráðu heitt fyrir gigtar- sjúklinga, einkum í upphafi þjálfun- ar. Ef fólk þjálfar sig svo upp í að vera í venjulegum laugum þá getur það notað þær. Gigtarfélagið hefur staðið fyrir hópþjálfun gigtarsjúk- linga í litlum, heitum innilaugum, þegar fólk er svo komið upp í að synda ákveðna vegalengd á ákveðn- um tíma getur það farið að þjálfa sig upp í að nota hvaða laug sem er. Það hefur sýnt sig að sjúklingar með liðagigt geta þjálfað sig upp í sundi og göngum, skíðagöngu og jafnvel í léttum íþróttum. Góður nætursvefn er mikilvægur fyrir gigtarsjúklinga. Það er nauð- synlegt að fá nægilega hvíld. Það er álag á ónæmiskerfið að vera illa hvíldur. Þetta kemur best í ljós í sjúkdómi þeim sem við nefnum vefjagigt. Hann byrjar ævinlega á svefntruflun. Hvað veldur þessum kvilla vitum við nú ekki alveg, en hann kemur í kjölfar ýmissa slysa og álags. Grundvallaratriði í með- ferð vefjagigtar er að ráða bót á svefntrufluninni. Áfengi og tóbak er eitur fyrir allar frumur líkamans, ekki síst er það eitur fyrir ónæmiskerfíð. Notk- un þessara efna er mikið álag á ónæmiskerfið. Hófsemi á þau eitur- efni er nauðsyn og sama gildir um kaffi, það ber að drekka í miklu hófi. Beinþynning — mesta heilsu- farsvandamál 20. aldar Beinþynning er og verður vanda- mál tuttugustu aldarinnar. Til þess eru margar orsakir. Þetta er fyrst og fremst sjúkdómur kvenna og kemur í ljós á breytingarskeiði. Norður-Evrópubúar, ekki síst ís- lendingar, eru stöðugt að verða eldri þannig að um aldamót verður svo stór hluti þjóðanna kominn á þetta hættuskeið, beinþynningarskeið, að þetta verður á þessu svæði eitt mesta heilsuvandamál næstu aldar. Beinþynningin hefur í för með sér verki í stoðkerfi og mikla beinverki og svo beinbrot sem geta leitt til mikillar örorku eða ótímabærs dauða, þetta vitum við. Það er því mikið í húfi að geta aukið bein- þéttni hjá fólki. Það verður helst gert með því að sjá til þess að börn fái nægilegt kalk, nægilegt D-vít- amín og nægilega hreyfingu. Um það síðastnefnda sjá börnin sjálf en hitt verða foreldrarnir að sjá um. Þeir verða að sjá til þess að börn drekki mjólk og taki lýsi. Það þarf ekki mikið af þessu hvoru um-sig. Nýjar rannsóknir í Bretlandi sýna að konur sem drukku mjólk fyrstu 25 ár ævinnar hafa þéttari bein en hinar sem alls ekki drukku mjólk eða minna en eitt glas á dag. Einn- ig kom í ljós að þær sem héldu mjólkurdrykkju áfram höfðu þéttari bein en þær sem hættu því á fullorð- insárum. I sumar birtust í læknatímaritum greinar frá Ameríku þar sem hvatt er til þess að konur gangi að jafn- aði um tíu kílómetra á viku. Þær konur sem það gera hafa mun sterk- ari bein en hinar sem ekki ganga. Þetta sýna rannsóknir í Bandaríkj- unum. Nægilegt kalk og nægileg hreyfing er nauðsynleg til þess að forðast beinþynningu. Lýsi verða líka allir að taka, það er forsenda þess að maður nýti kalkið. Islend- ingar fá ekki D-vítamín að ráði nema úr lýsinu. Jafnt sumar sem vetur verðum við að taka lýsi. Loks eru það svo steralyfin sem margir verða taka árum saman, þau auka á beinþynningu. Sjúklingar sem byijað hafa á sterum fyrir mörgum árum geta sjaldnast hætt að nota þá, það er erfitt fyrir gigtar- sjúklinga sem hafa kynnst hinum góðu áhrifum steranna að komast af án þeirra. Sterarnir hafa eins og fyrr sagði mikil beinþynningaráhrif. Sterar eru nýrnahettuhormónar sem eru kröftugustu bólgueyðandi efni sem við höfum yfir að ráða. Það eru sterar sem teknir eru í töfluformi sem auka á beinþynningu en ekki sterar sem eru notaðir staðbundið í sprautuformi. Sagt er að óhætt sé að sprauta sterum í hvern lið fjór- um sinnum á ári án þess að það valdi neinum skaða. Það eru einmitt konur sem eru í mestri beinþynningarhættu sem fá marga af alvarlegustu gigtarsjúkdó- munum. Þær þurfa þá að nota stera og við það eykst enn hættan á bein- þynningu. Þess vegna er mikilsvert að geta fylgst með beinþéttni þess- ara kvenna. Þetta erum við byijaðir að gera á göngudeild gigtsjúkra á Landspítalanum. Við erum nýlega búnir að fá beinþéttnimæli, Odd- fellowar. Það tæki gefur okkur möguleika á að hafa gott eftirlit með því fólki sem þarf að nota stera- lyf.“ Jón gat þess ennfremur að mjög gagnlegt væri fyrir allar konur, ekki síst þær sem orðnar eru 35 ára, að láta mæla þéttni í beinum, það er gert bæði á Landspítala, Borgarspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Beinþéttnimælingin er sársaukalaus með öllu og tekur skamman tíma, um það getur höf- undur þessarar greinar borið, en Helgi Jónsson gigtarlæknir setti hann í slíka mælingu svo hægt væri að lýsa henni í þessari grein. Vinstri fótur er settur í litla vél, borið gel béggja vegna á hælinn og síðan sér tölva um að reikna út þéttleika hælbeinsins. Meira mál er þetta ekki. En hvaða meðferð skyldi vera árangursríkust við beinþynningu? „Vitað er að kröftugasta meðferðin við beinþynningu hjá konum er östrogeninngjöf," sagði Jón Þor- steinsson. „Slíkt er ekki alveg hættulaust. Sumar konur hvorki þola né vilja östrogen, en þær sem þola hormónainngjöf og eru taldar í beinþynningarhættu ættu að taka östrogen. Þótt það sé gert breytir það ekki því að konur þurfa að hafa nóg kalk og D-vítamín. Þetta verður allt að haldast í hendur til þess að konan haldi beinþéttninni svo sem kostur er. Sumt af því sem eykur beinþynningu ráða konur ekki við, t.d. þegar tíðahvörfin koma snemma. Þær ráða hins vegar hvort þær reykja. Vitað er að konur sem reykja eiga fremur á hættu bein- þynningu en hinar sem ekki reykja. Konur sem drekka áfengi eru líka í meiri hættu en þær sem ekki drekka. Loks eru konur með lang- vinna bólgusjúkdóma eins og t.d. liðagigt í meiri hættu hvað bein- þynningu snertir en þær sem ekki hafa þann sjúkdóm. Konur sem eru í áhættuhóp hvað krabbamein snert- ir ættu hins vegar ekki að taka östrogen, en um það vita kvensjúk- dómalæknar og innkirtlafræðingar meira um.“ Þurfum gigtarrannsóknarstöð Jón Þorsteinsson var einn frum- kvöðla að stofnun Gigtarfélagsins, en það félag hefur unnið hagsmun- um gigtsjúkra allt það gagn sem það má um alllangt skeið. Fyrir tíu árum stofnaði Gigtarfélagið endur- hæfingardeild þar sem gigtsjúkir fá sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. „Hlut- verk Gigtarfélagsins er að vinna að hagsmunum gigtsjúklinga," sagði Jón ennfremur. „ Félagið á að vinna að bættri meðferð hinna gigtsjúku og að auka rannsóknir á gigtarsjúk- dómum, það er besta fyrirbyggjandi aðgerðin sem við getum beitt. Við þurfum að komast að því hvað veld- ur gigtinni. Mikil gróska er í rann- sóknum á gigtarsjúkdómum víða um heim. Nýlega var t.d. skipaður nýr prófessor við Karolinska-sjúkrahús- ið í Stokkhólmi. Hann er einn þekkt- asti ónæmisfræðingur í Evrópu. Hann og starfsfólk hans mun ein- beita sér að lausn gigtargátunnar. Við hér munum eiga samstarf við hann, m.a. i samnorrænu verkefni. Við erum svo heppnir Islendingar að eiga góða ónæmisfræði- og erfðafræðistofnanir. í hinu norræna samstarfi ættum við að geta lagt mikið af mörkum, við höfum svo góðar forsendur vegna þess hve fá við erum og kunnug gigtarættum hér. Við þyrftum að fá sambærilega stofnun á íslandi eins og Svíar hafa nú-komið á fót hjá sér. Stofnun sem einbeitti sér eingöngu að gigtar- rannsóknum. Það er á dagskrá Gigt- arfélagsins að koma sem fyrst upp slíkri gigtarrannsóknarstofnun." ARGENTÍNA AUSTURRÍKI ÁSTRALÍA BANDARÍKIN BELGÍA BÓLIYÍA BRASILÍA BRETLAND Z s AfS wi! gwn SÍJujjj Éfoft gorasi m O > ■ Yfír 25 lönd eru í boði í öllum heimsálfum. | Ómetanleg reynsla. ■ Eykurþroska og víðsyni. ■ Gagnlegt tungumálanám. ■ 50 ára reynsla af íslenskir nemar ogfararstjóri í Venuzuela. 1101110U(l<lskÍ|)tum. Þess vegna býður félagið mjög viðráðanleg greiðslukjör. Dreifa má greiðslum á allt að 16 mánuði. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. Upplýsingar og umsóknarblöð fást á skrifstofu AFS á íslandi, Laugavegi 59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 91-25450. O so X o o 2 ^FS A ISL4NDI I Alþjóðleg fræðsla og samskipti PORTÚGAL PARAGUAY MEXÍKÓ LETTLAND JAMAÍKA ÍTALÍA INDÓNESÍA HOLLAND GVATEMALA ALVÖRU JEPPI A FRÁBJERU VEROI Vitara er meðal annars með eftirfarandi staðalbúnað: Iferö: • Aflmikla 16 ventla vél • 5 gíra skiptingu eða 4ra þrepa sjálfskiptingu • Rafmagnsrúðuvindur • Veltistýri • Snúningshraðamæli • Hitaða afturrúðu • Kortaljós • Upphituð framsæti • Hátt og lágt drif • Aflstýri • Samlæsingu hurða • Rafstýrða spegla • Gormafjöðrun á öllum hjólum • Stafræna klukku • Afturrúðuþurrku og sprautu • Litaðar rúður • Hreinsibúnað f. aðalljós Vitara JLXi 3ja dyra 5 gíra kr. 1.845.000 Vitara JLXi 3ja dyra sjálfskiptur kr. 1.995.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.