Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir nú nýjustu mynd Quentins Tarantinos, Pulp Ficti- on, reyfara. Myndin hlaut Gullpálmann í Cannes í ár og frábæra gagnrýni hvarvetna þrátt fyrir ofbeldisfullt umQöllunarefni. I aðalhlutverkum eru m.a. John Travolta, Samuel L. Jackson, Harvey Keitel, Uma Thurman og Bruce Willis. færið og að búa til nýtt tilbrigði við endi Deer Hunter. The Wolf (Harvey Keitel) er víðfrægur reddari í undirheimun- um. Þegar vinnuslys verður í bíl Vincents og Jules á framandi slóð- um er Wolf kallaður til að heimili manns, sem Tarantino leikur sjálf- ur. Ráðsnilld reddarans er sú að láta Vincent og Jules taka til eftir sig sjálfa. Pumpkin (Tim Roth) og Honey Bunny (Amanda Plummer) eru smákrimmar sem hafa sérhæft sig í að ræna áfengissöiur og lyfjabúð- ir. Þennan dag sitja þau á kaffiter- íu og velta því fyrir sér hvort það geti verið arðvænlegra að ræna veitingastaði. Þau ákveða að láta slag standa. Eins og leikaralistinn ber með sér er Quentin Tarantino um þess- ar mundir sá leikstjóri sem leikar- ar í Bandaríkjunum vilja helst vinna með og ekki er allt talið því einnig eru í stórum hlutverkum í Pulp Fiction þau Eric Stolz og Rosanna Arquette. Hver leikarinn af öðrum hefur undanfarna mánuði vitnað um það á síðum kvikmyndablaða að lestur handrita Tarantinos sé engu líkur og í þeim og undir leikstjórn Tar- antinos eygi leikarar sjaldséða möguleika á bita- stæðum og eftir- minnilegum hlutverk- um. Þessi saga fór af stað eftir Reservoir Dogs, frumraun Tar- antinos sem leik- stjóra, og dalaði síður en svo við True Rom- ance, mynd Tony Scotts eftir handriti Tarantinos. En John Travolta, sem almennt var tal- inn útbrunninn 1. flokks dansari og 2. flokks leikari, og Bruce Willis, sem flestir hafa haldið að væri nokkurs konar vasaútgáfa af Schwartzenegger, teljast vænt- anlega hafa endanlega afsannað þessa kenningu með leik sínum í Pulp Fiction, svo ekki sé minnst á ógleymanlegan Jules í túlkun gæðaleikarans Samuels L. Jac- sons, sem hér slær við eigin verð- launaframmistöðu í hlutverki krakkneytandans í Jungle Fever eftir Spike Lee. Ævisögiir úr undirheimi Pulp Fiction er í raun þrjár kvikmyndir í einni. Hún gerist á rúmum sólarhring í Los Angeles og söguhetjurnar eru tveir leigu- morðingjar, tveir smákrimmar, eiturlyfjasali og frú, glæpaforingi og eiginkona hans, að ógleymdum boxaranum sem ákveður að kalla yfir sig reiði glæpaforingjans sem borgaði honum fyrir að tapa. Sög- ur þessa fólks skarast og eru ekki sagðar í réttri tímaröð, þannig að persóna sem er drepin eins og hver annar aukaleikari um miðja mynd leikur stórt hlutverk í loka- atriðinu. Pulp Fiction er ofbeldis- full mynd en engin venjuleg glæpamynd. Réttvísin á engan fulltrúa í sögunum. Þær gerast í heimi ofbeldismannanna og eru sagðar á þeirra forsendum. Morðin lO.sem framin eru þær 150 mínút- ur sem sýningin stendur og allur óhugnaðurinn sem umvefur dag- legt líf persóna myndarinnar hverfur stundum eins í bakgrunn- inn. Þá standa upp úr hin löngu og kraftmiklu samtöl um allt og ekkert sem handritshöfundurinn og leikstjórinn leggur persónum í munn og ekki síður hæfileikar Tarantinos til þess að láta frá- sögnina kúvenda frá þeirri braut sem hann hefur varið miklum tíma í að búa áhorfandann undir til þess eins að koma honum síðan í opna skjöldu þannig að hann stenst ekki mátið og hlær að hryll- ingnum. Vincent Vega (John Travolta) er leigumorðingi og á víst að vera bróðir Mr. Blonde, sem þeir sem sáu frumraun Quentins Tarantin- os, Reservoir Dogs, gleyma seint. Vincent er kominn heim til LA eftir langa dvöl og ánægjulega í Amsterdam og farinn að vinna fyrir glæpaforingjann Marcellus (Ving Rhames). Vincent gengur með bók um Modesty Blaise á sér (bókmenntir af þeirri tegund sem myndin dregur heiti sitt af) og les nokkrar síður þegar tækifæri gefst. Vincent Vega (Travolta) og Mia (Uma Thurman) taka þátt í tvistkeppni í einhverju eftirminnilegasta dansat- riði Travoltas á hvíta tjaldinu. Jules (Samuel L. Jackson) er leigumorðingi og félagi Vincents Vega. Jules fer fyrir þeim félög- um. Hann er yfirþyrmandi per- sónuleiki sem vinnur starf sitt af fumlausri fagmennsku en áður en hann útdeilir blýfnu hefur hann yfir ritningargrein sem hann hefur lært utanbókar. Þennan vinnudag verður Jules fyrir ótrúlegri reynslu sem hann lítur á sem kraftaverk. Fyrir vikið leitar ritningargreinin góða á hann með öðrum hætti en áður. Mia (Uma Thurman) er hin unga eiginkona glæpaforingjans. Hún er partídýr og Marcellus fær Vincent Vega til að fara með henni út á lífið þetta kvöld. Orðrómur er á kreiki um að Marcellus hafi hent manni, sem Mia bað um fótanudd, fram af svölum á fjórðu hæð þannig að þetta er ekki hættulaust verkefni fyrir Vinc- ent. Honum er því efst í huga að gera og segja ekkert sem skilja mætti sem dað- ur. Leikstjórinn Tar- antino stenst ekki mátið að láta Tra- volta dansa í myndinni sinni og uppskeran er dansatriði sem að margra mati er eftirminnilegasti dans Travolta á hvíta tjaldinu til þessa. Mia notar kókaín og leggur persónulega merkingu í hugtakið að púðra á sér nefið en hún veit ekki að Vincent er hins vegar meira gefinn fyrir heróín. Butch (Bruce Wiilis) er boxari á niðurleið. Marcellus greiðir hon- um væna fúlgu fyrir að tapa slag þar sem Butch er álitinn sigur- stranglegri. Foringinn ætlar svo að græða á veðmálum af bardag- anum. En það spyrst út að búið sé að ákveða úrslitin og Butch ákveður að nota tækifærið til að veðja á sjálfan sig, ávaxta sitt pund og setjast svo í helgan stein John Tra- volta og Quentin Tarantino Bruce Willis er er boxar- inn Butch. í suðurlöndum með frönsku kær- ustunni Fabienne (Maria de Ma- deiros). En eitt er að vinna bardag- ann en annað að komast undan reiði Marcellusar. Tryggð boxar- ans við armbandsúr, sem karl- menn í fjölskyldu hans hafa geng- ið með mann fram af manni, setur áætlanir í uppnám. Hermaðurinn Koons (Chri- stopher Walken) færði Butch úrið góða frá Víetnam þaðan sem fað- ir boxarans átti ekki afturkvæmt og á eftirminnilegt eintal í draumaatriði þar sem þýðingu og mikilvægi armbandsúrsins fyrir Butch er komið til skila. Tarantino er frægur fyrir tilvísanir — sem hann sjálfur játar sem þjófnað — í gamlar myndir og hér hefur læðst sá grunur að einstaka manni að Tarantino hafi viljað nota tæki- Ofvirka undrabamið Quentin Tarantino er nú á hvers manns vörum í banda- rískum kvikmyndaiðnaði. Eftir Reservoir Dogs vildu margir líkja honum við Orson Welles og kalla þá mynd athyglisverðustu frum- raun kvikmyndahöfundar frá því að Citizen Kane var gerð. En með Pulp Fiction hefur Tarantino tek- ist það sem fæstum efnilegum nýliðum hefur tekist undanfarna áratugi að sögn fróðra manna og það er að láta næstu mynd taka frumrauninni fram. Quentin Tarantino fæddist árið 1963 í Knoxville í Tennessee en yfírgaf ungur ásamt móður sinni, sem er Cherokee-indjáni í aðra ætt, óreglusama fjölskyldu og fluttist til Los Angeles. Mamma tók hann með sér hvert sem hún fór og hún fór oft í bíó t.d. á evrópskar myndir og einnig hina frægu Camal Knowledge, sem hún tók Quentin með sér á sjö ára gamlan. Tarantino var ungur talinn ofvirkur og vildu sérfræð- ingar setja hann á lyf. Mamma neitaði og taldi ekkert að strákn- um. Þótt hann væri lélegur í staf- setningu, skrópaði í skólanum við hvert tækifæri væru gáfurnar í góðu lagi eins og greindarvísitalan staðfesti en hún er víst 150 sem þykir gott. Quentin kláraði því aldrei framhaldsskóla þrátt fyrir að mömmu hans og stjúpföður hefði gengið vel að koma sér fyr- ir og búa honum góð lífsskilyrði en fór að vinna íhlaupastörf 17 ára ásamt því að sækja námskeið í leiklist. Dag nokkurn gekk hann inn á vídeóleigu í sínum heimabæ og eftir langar og ítarlegar samræð- ur við eigandann um kvikmyndir, sem verið höfðu líf og yndi stráks- ins frá unga aldri, réð hann sig í vinnu. Þar vann hann næstu ár, ásamt m.a. Roger Avery, sem á hluta sögunnar í Pulp Fiction og leikstýrði Killing Zoe, sem nú er verið að sýna erlendis. Quentin vissi allt um kvikmyndir og elsk- aði allt sem þeim viðkom, nema helst afurðir Merchants og Ivorys. Quentin Tarantino Hann lagði alla sína ástríðu í vinn- una á vídeóleigunni og beitti mál- gleði sinni til að sannfæra við- skiptavinina hvern af öðrum um ágæti þeirra mynda sem hann vildi koma á framfæri. Eigandi leigunnar segist sérstaklega hafa merkt aukna eftirspurn eftir myndum um konur í fangelsi þau fimm ár sem samstarfið stóð. Þá var Quentin farinn að getá haft í sig og á með handritaskrif- um því frítíma sinn og hverja lausa stund hafði hann notað til að skrifa handrit að kvikmyndum sem hann ætlaði að leikstýra sjálf- ur. Þannig varð til handritið að True Romance og Natural Born Killers, sem Oliver Stone eignað- ist síðan fyrir skiptimynt á Holly- wood-mælikvarða, endurskrifaði og kvikmyndaði við litla hrifningu Quentins, sem er ósáttur við af- raksturinn, að ógleymdu handrit- inu að Reservoir Dogs, sem óháð- ir kvikmyndaframleiðendur féllust á að leyfa stráknum að leikstýra eftir mikla píslargöngu. Það réð úrslitum um að Reserv- oir Dogs komst á filmu, að Harv- ey Keitel, sem alltaf hefur verið áfjáður í að gefa nýjum mönnum tækifæri, tók að sér hlutverk í myndinni. Reservoir Dogs var umdeild og þótti blóðug, sem von var, en eftir stóð að með henni þótti Quentin hafa sannað ræki- lega að hann hefði mikið fram að færa og það var fyrst eftir vel- gengni myndarinnar að dustað var rykið af hinum handritunum tveimur sem fyrr var getið og þeim komið á filmu. Minnugir þess að mörg undra- börn hafa litið dagsins ljós í Holly- wood og fæst þeirra náð að gera fleiri en eina góða mynd höfðu menn hins vegar fyrirvara á því að þessi ómenntaði strákur gæti nokkru sinni risið undir vænting- unum. Því svaraði Tarantino með Pulp Fiction, gullpálmanum í Cannes og nánast undantekningarlaust^ hæstu stjörnugjöf kvikmyndá^7 gagnrýnenda. Þótt myndum þar sem jafnmikið er um ofbeldi og raun er á í Pulp Fiction hafi jafn- an vegnað illa við óskarsverð- launaveitingu er þegar komin í gang umræða um tilnefningar myndarinnar, leikstjórans og handritshöfundarins og ekki síst einstakra leikara. í réttu hlutfalli við umræðuna gerast líkingarnar sem tengdar eru Tarantino sífellt hástemmdari og framvegis virðist til þess ætl- ast að verk hans verði metin á mælikvarða manna á borð við Oliver Stone og Martin Scorsese, ef marka má umfjöllun kvik- myndarita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.