Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
*r
2 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994
sagnir birst en þær hafa ekki gefið neina heildstæða mynd af
þessum harmleik. Seint í desember á síðasta ári kom út bók í
Kanada Skeena aground. Höfundurinn er Isaac Unger bróðir
eins þeirra skipveija sem fórust í þessu sjóslysi. Isaac Unger leit-
aði árið 1990 til fjölmarga aðila hér á landi, m.a. Morgunblaðs-
ins. Blaðamaður ræddi þá og árið eftir við nokkra sjónarvotta.
eftir Pál Lúðvík Einars^on
FIMMTÁN fórust en hundrað níutíu og átta var bjargað þegar
tundurspillirinn HMCS (His Majesties Canadian Ship) strandaði
við vesturenda Viðeyjar 24. október 1944. í mannslífum talið er
þessi atburður stærsta björgunarfrek við íslandsstrendur. Fjöl-
miðlar greindu ekki frá þessum tíðindum. Allar fréttir er vörð-
uðu heimsstyrjöldina voru ritskoðaðar. Síðar hafa nokkrar frá-
SKEENA-
STRANDIÐ
24. OKTÓBER
1944
Síðsumars 1990 bárust
Morgunblaðinu fyrir-
spurnir um tildrög þess
að tundurspillirinn
HMCS Skeena fórst
hér við land haustið 1944, hvort
nokkuð hefði _ verið skrifað um
þessa atburði. í Kanada væri Isaac
nokkur Unger að grennslast fyrir
um þetta mál, hann hefði misst
bróður sinn, Abraham Unger, í
þessu sjóslysi. Isaac Unger hefði
kannað skjalasöfn þar vestra og
rætt við sjónarvotta og nú hefði
hann beðið vinfólk sitt sem kanna
málavexti hér á landi. Litið hefði
verið í blöðin frá þessum tíma,
m.a. í Morgunblaðið og ekkert
fundist. Eftir nokkurn flæking
milli blaðamanna varð það að ráði
að vísa málinu til þess blaðamanns
sem þessa grein skrifar.
Blaðamanninum . kom ekki á
óvart að iítið væri um þetta mál
skrifað í íslensk blöð; hernaðaryf-
irvöld bandamanna ritskoðuðu
fréttir af hemaðarumsvifum hér á
landi. En erindi þessu varð að
veita einhveija úrlausn. Eftir-
grennslan, fyrirspumir og athugr
anir leiddu í ljós að árið 1968 kom
fram í viðtali við Einar Sigurðsson
skipstjóra á vélbátnum Aðalbjörgu
að 198 mönnum hefði verið bjarg-
að í janúarmánuði 1945 af tundur-
spillinum Skeena. í ritinu Þraut-
góðir á raunastund er einnig frá-
sögn sem er í flestum atriðum
samhljóða þessu viðtali. Blaða-
maður vísaði á þetta viðtal. Svör
Morgunblaðsins vom talin ófull-
nægjandi. Blaðamaður var þó viss
í sinni sök, sinn sannleikur stæði
svart á hvítu. Fyrirspyijandi hins
vegar lét sig hvergi; Abraham
Unger hefði látist haustið 1944
og það gæti hver maður lesið í
legsteini í Fossvogskirkjugarði.
Blaðamaður lagði lykkju á sína
leið og vitjaði hinna látnu. Hérvar-
„dauðans alvara“; Morgunblaðið
hafði rangt fyrir sér. Legsteinar
skipveija af Skeenu vom 14, dán-
ardægrið var 25. október 1944.
Það varð kanna þetta mál nánar.
Morgunblaðsmaður hafði sam-
band við Isaac Unger í Kanada
og það var fastmælum bundið að
skiptast á upplýsingum. Rannsókn
á Skeena-málinu hér á íslandi
reyndist tafsamari og erfiðari en
vonir stóðu til. Það var langt um
liðið og heimildamönnum bar ekki
saman í öllum smáatriðum. Og
enn em ýmis álitamál um tildrög
og atburðarás þegar Skeena fórst.
Bötnfesta brást
HMCS Skeena var olíuknúið
gufuskip smíðað árið 1930. Skipið
tók virkan þátt í hernaðaraðgerð-
um bandamanna í heimsstyijöld-
inni, m.a. innrásinni í Normandí.
í september 1944 var Skeena
til viðgerðar í Piymouth á Eng-
landi eftir átök fyrri mánaða. I
október var skipið fært yfir í nýja
flotadeild, EG-11, sem var ætlað
að eltast við kafbáta í hafinu sunn-
an við ísland. Bapdamenn óttuðust
að eftir að Þjóðveijar hefðu misst
flotastöðvar í Frakklandi yrðu þeir
þeim mun grimmari í árásum frá
bækistöðvum í Noregi.
Abraham Unger, f. 6. mars 1923,
d. 25. október 1944.
Samkvæmt heimildum sem Isa-
ac Unger hefur kannað var EG-11
í eftirlitsferð 24. október rétt
sunnan við ísland. Skipstjóri var
P.F.X. Russel. Þennan dag var
veðrið með versta móti. Kl. 20.20
komu skilaboð frá flotastjórninni