Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ PRESTSHJONIN á Skeggjastöðum, sr. Gunnar Sigur- jónsson og Þóra Þórarinsdóttir, snúa bökum saman í orðsins fyllstu merkingu í kjall- araherberginu, þar sem Köngul- lóin og Skeggi hf. hafa aðstöðu. „Ég er þó aðeins að komast f rá skjánum núna, því ég f ékk aðra bakteríu, úti- vistar- og veiðibakt- eríu. Hana f ékk ég eff tir aö ég kom að Skeggjastöðum. Það er ágætt því annars væri ég að kúldrast í kjallaranum fyrir f raman tölvuskjáinn öllum stundum, segir Gunnar." Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir •>•> Prests- hjón í tölvuborg U SÉRA Gunnar Sigurjósson fyrir framan Skeggjastaðakirkju, elstu kirkju Austurlands sem byggð var 1845. Hann hefur hannað myndrænt forrit til að sinna legstaðaskráningu. Séra Gunnar Sigurjónsson prestur á Skeggjastöðum í Norður-Múlasýslu kom blaðamanni Morgunblaðsins satt að segja nokkuð á óvart á ferð hans um Austurland í sumar. Það var þó ekki beinlínis vegna þess að undirrituð hefði gert sér ein- hverja fyrirmynd í huganum að öðru leyti en því að búist var við manni eldri en liðlega þrítugum. Þá átti blaðamaður ekki von á því að honum yrði boðið í kvöldverð, því presturinn „ætlaði að skella í eina pítsu". Um það eitt var vitað að hjónin á Skeggjastöðum rækju fjarvinnslu- og hugbúnaðarfyrir- tækið Skeggja hf. og um það var ætlunin að forvitnast, en einnig um tengslanetið Köngullóna, sem prestsfrúin Þóra Þórarinsdóttir er framkvæmdastjóri fyrir. Þegar komið var í hlað á prestssetinu stóð maður úti við og var að bjástra við bílgarm. Hann var með hávært tæki í gangi og lét aðkomumann ekki trufla sig. Það var því ekki annað að gera en banka upp á og þegar prestsfrúin kom til dyra kom í ljós að bílaviðgerðarmaðurinn var presturinn sjálfur. Skotveiði og útivist drógu úr tölvubakteríunni Séra Gunnar gaf sér tíma til að setjast með blaðamanni út á sól- pall ásamt Þóru, meðan börnin þeirra tvö, Anna Margrét fjögurra ára og Ari Þór eins árs, léku sér í grasinu og hundurinn Krummi sniglaðist í kring. Þrátt fyrir að sr. Gunnar hafí meira og minna hannað forritið Garð, sem ætlað er til notkunar í kirkjugörðum, kveðst hann ekki hafa lært forrit- un. Hins vegar hafí hann grúskað í tölvumálum frá því hann var í guðfræðideildinni. „Við keyptum tölvu 1983 eða '84 og þá fékk ég ólæknandi bakt- eríu, sem ég hef ekki losnað við síðan," segir Gunnar og hlær við. „Ég er þó aðeins að komast frá skjánum núna, því ég fékk aðra bakteríu, útivistar- og veiðibakter- íu. Hana fékk ég eftir að ég kom að Skeggjastöðum. Það er ágætt því annars væri ég að kúldrast í kjallaranum fyrir framan tölv- uskjáinn öllum stundum og yrði sennilega lítið annað en spik," bætir hann við og klappar á kvið- inn." Koma þurfti kirkjugarðinum í skikkanlegt horf Séra Gunnar útskrifaðist sem guðfræðingur árið 1988 en Þóra sem landfræðingur 1985. Var hann vígður sama ár til Skeggjastaða- prestakalls, en þess má geta í framhjáhlaupi að Skeggjastaða- kirkja er elsta kirkja á Austur- landi, byggð 1845. Fljótlega eftir komu þeirra þangað komst Gunnar að raun um að það fyrirkomulag sem verið hafði á kirkjugarðinum dugði ekki og gera yrði róttækar breytingar til að koma honum í skikkanlegt horf. „Þegar farið var að spyrja út í hver lægi hvar í garðinum hafði ég nánast engar upplýsingar um það. Mér fannst því tilvalið að koma upplýsingunum í tölvutæka skrá, sem yrði þó að vera mynd- ræn, þannig að auðveldlega væri hægt að leita í garðinum. Þá hófst ég handa við að hanna forritið Garð, en upp úr því lenti ég í mik- illi vinnu, meðal annars var ég kosinn í hreppsnefnd 1990 og varð oddviti, þannig að vinnan lá niðri um stundarsakir." Skeggi hf. stofnaður Nokkru síðar stofnuðu prests- hjónin Skeggja hf. í þeim tilgangi að þróa og markaðssetja Garð. Eru Gunnar og Þóra stærstu hluthafar Prestshjónin á Skeggjastöðum, séra Gunnar Sigurjónsson og Þóra Þórarinsdóttir, reka fjarvinnslufyrirtækið Skeggja í einu herbergi í kjallaranum á prestssetrinu. Hann hefur hannað forrítið Garð sem er ætlað til leg- staðaskráningar en hún heldur utan um --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------^——---------------------------------------¦*— Köngullóna, tengslanet kvenna á Islandi. I viðtali við Hildi Fríðriksdóttur segja þau hvort frá sínu verkefni en auk þeirra á Atvinnuþróunar- sjóðurinn á Seyðisfírði og Guðjón Már Guðjónsson hjá Oz í Reykja- vlk hluta í fyrirtækinu. „Á þessu tímabili varð bylting í tölvuheiminum þegar Windows- væðingin hélt innreið sína," segir Gunnar. „Þá vorum við með full- hannað kerfí í forritinu sem gerði ekki ráð fyrir Windows. Við tókum þá ákvörðun snemma árs 1991 að kasta allri þeirri vinnu og byrja upp á nýtt í Windows. Það hefur síðan komið í Ijós að þetta var rétt ákvörðun þó það hafi verið svolítið sárt á þeim tíma. Við telj- um okkur nú vera komin með öflugt og nothæft kerfi sem á að geta þjónað notendum sínum til frambúðar." Eftir stofnun fyrirtækisins voru ráðnir forritarar til verksins og segir sr. Gunnar að hans eigið hlut- verk sé núorðið að koma með hug- myndir sem forritarinn vinni síðan áfram. Það hefur leitt til þess að tvö önnur forrit eru nú í vinnslu. Annars vegar Klerkur — sem er embættiskerfi og á að þjóna sókn- arprestum við embættisfærslur þeirra, skýrslugerð og vottorða- prentun — og hins vegar Organisti sem er gagnasafnskerfi skrifað í C++ en þar verður hægt að fletta upp sálmum með nótum. „Sem stofnun er kirkjan ekki tölvuvædd en tölvur eru víða í embættunum. Aftur á móti krefst vinna sóknarpresta þess raunveru- lega að við séum tölvuvæddir. Fyr- ir mér væri það gjörsamlega óhugsandi að starfa öðru vísi en hafa tölvu," segir Gunnar um leið og hann og fær sér hressilega í nefið. Hann tekur fram að Garður sé hugsaður sem eitt af fyrstu kerfun- um í þjónustu kirkjunnar og eigi að þjóna legstaðaskráningu. „Við gerum ráð fyrir að hefja sölu á forritinu með haustinu og erum tilbúin með kynningu á því, svo- kallað Demo-kerfi. Auk þess er Skeggjastaðakirkjugarður skráður með öllum þeim upplýsingum sem tiltækar eru. Við erum með upplýs- ingar alveg aftur að upphafi síð- ustu aldar." Hægt verður að gera allsherjarleit um allt land — Hvað þýðir það í raun ef all- ir kirkjugarðar verða skráðir? „Þá verður hægt að fara í gegn- um sameiginlega gagnaskrá og gera svokallaða allsherjarleit að leiði hvar sem er á landinu." — Er ekki fremur sjaldgæft að fólk viti ekki hvar aðstandendur þess hvíla? „Nei, því miður. Við höfum kynnt forritið á héraðsfundum og þar með hef ég fengið tækifæri til að heyra hvernig ástandið er. Víða í sveitagrafreitum vantar merking- ar á leiði. Við skulum taka tilbúið dæmi um gamlan mann sem deyr á elliheimili í Reykjavík. Hann hafði látið þess getið að hann vildi hvíla í garðinum á Skeggjastöðum, en engir ættingjar búa í sveitinni, heldur vítt og breitt um landið. Þegar þeir ætla að vitja leiðisins eftir einhvern tíma er krossinn kannski farinn og enginn man gjörla hvar leiðið er. Önnur dæmi geta verið um aðstandendur sem hafa ekki hugmynd um hvar for- feður þeirra eða ættingjar eru jarð- settir, en langar til að hlú að leið- inu eða hreinlega sjá það." — Hvenær áttu von á að Klerk- ur og Organisti komist í notkun? „Því get ég ekki svarað. Fyrsta markmiðið er að koma Garði af stað. Við gerum ráð fyrir að þegar það forrit er komið í 20-50 kerfi sé kominn grundvöllur fyrir hin forritin. Þó gæti það gerst fyrr með Organista, því það getur stað- ið eitt og sér." Karlar farnir að sýna Köngullónni áhuga Þegar hér er komið sögu þykir rétt að snúa sér að Þóru til að fræð- ast um Köngullóna, sem er tengslanet og gagnabanki fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.