Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ A SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1994 B 3 í Reykjavík til yfirmanns flota- deildarinnar J.D. Prentice um borð í skipinu Qu’Appelle að ef veður- skilyrði hömluðu eftirliti, ætti flotadeildin að halda til Hvalfjarð- ar eða Reykjavíkur. Það var úr að skipin, Qu’Appelle, St. Laurent og Skeena skyldu leggjast við akkeri austan við Engey. Um kl. 22.30 um kvöldið lagðist Skeena við akkerri á 12 Vi faðma dýpi á Viðeyjarsundi. í bók Isaacs Ungers kemur fram að Qu’App- elle heyrði að Skeena varaði St. Laurent við því að botninn væri slæmur og því yrði að hafa aðgát. Russel skipstjóri Skeenu var a.m.k. 10 mínútur í brúnni eftir að akkeri hafði verið lagt út til að fullvissa sig um að keðjan héldi og akkerið hefði festu. Hann gaf einnig fyrirskipanir um að vakt yrði staðin fram í stefni og fylgst yrði með áttavitanum, skeytasend- ingum og leiðaljósum. Þar sem skipið hafði aðeins eina akkeris- vindu var akkeriskeðjan á stjórn- borða höfð um vinduna en ekki fest við þilfarspollann svo auðveld- ara yrði vinna við keðjuna ef skip- ið færi að reka. Ekki var talin þörf á því að leggjast við bakborðs- akkerið þar eð skipið reikaði ekki meira en 10 gráður frá vindstefnu. Eftir að akkerum hafði verið varpað athugaði siglingafræðing- urinn um borð, P.G. Cange, að allar mælingar, mið við vita og ijósabaujur, væru í lagi og skipi ræki ekki. Eftir það tók fyrsti stýrimaður, W.M. Kidd, við vakt- inni. Mið voru tekin á 5 mínútna fresti til eftirlits með því að skipið ræki ekki. En öðru hvoru gengu yfir hríðarbylir sem drógu úr skyggni. Milli kl. 23.52 og 23.56 heyrði Qu’Appelle St. Laurent kalla til Skeenu og aðvara hana um að hún ræki. Það var einmitt um þetta leyti rétt eftir élhryðja hafði geng- ið yfir, að stýrimaðurinn á vakt, W.M. Kidd, tók eftir því að afstaða skipsins til leiðarljósanna var að breytast. Hann gaf fyrirskipun um að setja á hálft vélarafl, þ.e. 12 hnúta áfram og gerði akkerisvakt og skipstjóra viðvart. Stýrimaður sá þó að 12 hnúta ferð nægði ekki; hann skipaði að auka í 15 hnúta ferð. En nú sást Viðey. Hann skipaði að setja fulla ferð áfram. Unger segir öldu hafa riðið yfir skipið og læst skipskrúfunum við skerin en síðan hafi annar sjór riðið yfir og Skeena sveiflast þvert á hlið að rifi um 90 metrum vest- an við Viðey. Russel skipstjóri vaknaði við nötur og skruðninga. Hann fór samstundis upp í brú. "Nú var framparturinn fdstur en afturhlut- inn slóst til. Vélarnar höfðu stöðv- ast. Hann skipaði svo fyrir að hinu akkerinu skildi varpað út til að festa skipið, í það minnsta að fresta því að það rifnaði eða liðað- ist í sundur. Kl. 23.58 sendi Skee- na út neyðarkall og bað um að- stoð. Banvæn mistök Atburðir næstu tíma sýnast hafa einkennst af nokkurri ruglanda og óvissu. Áhöfninn fór uppá dekk, öllum vatnsheldum dyrum var lokað, björgunarflekar voru fluttir til hlés á skipinu og hvellhettur fjarlægðar frá djúp- sprengjum. Vitað var um togara á leiðinni til hjálpar en vegna veð- urs og sjólags varð lítil stoð í hon- um því ekki var á það hættandi að togarinn færi nálægt landi. Stýrimaður á vakt fór fram til að kanna ástandið. Leki var kom- inn að skipinu sem fór vaxandi og náði alla leið í vélarrúmið. Fljót- lega kom ofan úr brú skipun um að menn væru reiðubúnir við björgunarflekana. Sjór gekk yfir blandaður vélarolíu. Sem fyrr var getið stóð skipið að framan en afturhlutinn svignaði eða slóst til. Skipstjórinn óttaðist að skrokkur- inn brotnaði og skipið færi á hlið- SJÁ NÆSTU SÍÐU Fjórtán sjóliðar af Skeenu hlutu leg í Fossvogskirkjugarði. Morgunblaðið/Sverrir Jón Erlendsson. í dag liggur þjóðvegurinn við fjöruna þar sem líkin velktust um. Kolbeinn Kolbeinsson. L Erlendur Erlendsson. LÍF OG DAUÐI Tveir björgunarflekar losnuðu frá skip- inu á strandstað. Um borð voru a.m.k. 20 manns. Flekarnir komu að landi innst í Kollafirði. Ekki er löng leið frá Viðey til Kollafjarðar en oft er stutt milli lífs og dauða. Með viðtölum við sjónarvotta hefur blaða- maður Morgunblaðsins reynt að draga upp mynd af Skeenaslysinu eins og það horfði við i Kollafirði. Frásagnir þeirra sem þar komu nærri eru ekki fullkomlega samhljóða, enda var atburðarás hröð og þessir atburðir gerðust fyr- ir margt löngu. Hjónin á Mógilsá í Kollafirði, Jón Erlendsson bóndi og Björg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, gengu að venju snemma til verka; laust eftir kl. 6 fór bóndinn í fjósið en húsfreyjan byijaði að hita vatn á kolaeldavélinni til þvotta. Jón heyrði hunda gelta neðan við en þar var ekkert að sjá fyrir myrkri. Þvottavatnið hafði ekki verið langan tíma á vélinni þegar bank heyrðist við dyrnar og fór húsfreyja til dyra. Hún sá að það yrði annað en föt þvegið þann daginn. Inn kemur maður, kald- ur, sjóblautur og löðrandi í olíu. Hún gerði manni sínum viðvart og sneri sér að því að hlú að manninum, færa hann úr fötum og hreinsa af honum olíuna. Móðir Bjargar, Kristjana Krist- jánsdóttir, vaknaði einnig og kom henni til að- stoðar. Jón bóndi fór niður í fjöru. Sér hann þar mann brölta á hnjánum í olíubrák sem var þykk um alla fjöruna. Ekki var viðlit að koma þessum manni hjálparlaust heim á bæ. En þarna var hestur nálægt. Ekki var þrautalaust að koma manninum rænulitlum á bak, en það hafðist. Þegar þeir voru komir upp undir veg hitta þeir hermenn, en þjóðvegurinn um Kollafjörð lá nokkru ofar og innar en nú er. Þar var kominn Edward G. Phillips sem sendur hafði verið til að líta eftir því hvort einhveija skipbrotsmenn ræki að landi. Þeir reyndu að tala við manninn en virtust ekki fá mikla meiningu úr hans ræðu og enn síður Jón því hann skildi ekki enska tungu. Jón og hermennirnir komu manninum til að- hlynningar hjá þeim mæðgum Björgu og Krist- jönu. Á Mógilsá töluðu Bretarnir við þann sem hafði komist hjálparlaust neðan úr fjörunni. Bretarnir skiptu iiði, einn þeirra ók til Kollafjarð- arbæjar þar sem hægt var að komast í síma og fá einhvetja aðstoð. Þar var fyrir Kolbeinn Kolbeinsson bóndi. Meðan Bretinn talaði í sím- ann fór Kolbeinn niður að Mógilsá í gömlum vörubíl sem hann átti. Hann fór síðar niður í fjöru og bráðlega komu einnig Bretinn sem fyrr hafði komið til Kollafjarðar og Jón Erlends- son. Næstu tírnana voru þeir að flytja skipbrots- menn heim að Mógilsá. Isaac Unger tókst að ná sambandi við Edw- ard G. Phillips sem er nú búsettur í Englandi. Phillips er það ógleymanlegt þegar hann reyndi að lífga skipbrotsmenn við á eldhúsgólfinu á Mógilsá. Phillips segir að tekist hafi að bjarga sjö mönnum. Hann hafi verið að reyna að bjarga þeim áttunda, ungum manni, þegar „liðsauka“ bar að; væntanlega læknir eða hjúkrunarmað- ur. Pilturinn var rifinn úr höndunum á honum, úrskurðaður látinn og staflað á flutningabíl með öðrum líkum. Phillips þótti lítið til um „aðstoð- ina“ sem hafði komið á vettvang rúmum tveim- ur tímum síðar en þeir. Kolbeinn Kolbeinsson innti breskan foringa síðar eftir því hve margir hefðu komist af og minnir hann að sá hefði sagt þá vera 5 eða 6. I. Unger sagðist í sím- tali við blaðamann Morgunblaðsins vera viss um að a.m.k. átta skipbrotsmenn af flekunum hefðu bjargast, einn við Viðey en sjö í Kollafirði. Kolbeinn Kolbeinsson minnist þess einnig að herstjórnin var svifasein til að senda menn til aðstoðar. — En hins vegar komu aðrir einnig við sögu. Helgríma Erlendur Erlendsson og Aðalsteinn Snæ- björnsson voru á ferðinni á vörubíl þeirra erinda að sækja sand og möl til húsbygginga í fjöruna hjá Vallá. Guðlaugur Gúðmundson skráði frá- sögn eftir Erlendi sem hann birti síðar í endur- minningum sínum Astir í aftursæti í kaflanum „Dauðinn í fjörunni". Þeir félagar voru á ferð- inni milli kl. sjö og hálf átta. Þjóðvegurinn lá þá nokkru ofar í hlíðinni en nú er. Erlendur segir þá hafa séð björgunarfleka í fjörunni og milli þeirra 19 aflangar þústir, menn eða lík löðrandi í olíu. Allir höfðu þessir menn verið í nærklæðum með skó á fótum og í björgunarvest- um. Einn var með lífsmarki; hreyfði hönd. Olian var sem helgríma sem huldi ásjónu mannanna, en hjá fjórum eða fimm mátti greina örmjó göt sem lágu inn að nasaholum. Þeir félagar komu þeim sem hafði hreyft sig upp á bílpallinn og síðan þeim sem voru með göt í olíugrímunni. Fluttu þeir nú þennan farm heim að Mógilsá og sneru síðan aftuf niður í fjöru. Þeir skipbrotsmenn eða lík þeirra sem ekki komust í fyrstu ferð voru sótt. Erlendur minn- ist þess í frásögu sinni að þegar hér var komið sögu voru Bretar komnir á vettvang akandi geist á sjúkrabílum. Voru fjörur gengnar. Er- lendur Erlendsson segir nokkur lík hafa komið í leitirnar utar í firðinum. Fram undan Móum sáust spor í fjörusandinum sem lágu úr fjör- unni inn í mýrgresið þar fyrir ofan. Ekki gátu leitarmenn rakið þau lengra. Erlendur segist hafa heyrt að í brunnhúsi milli Móa og sjávar hefðu fundist tveir menn lifandi en þrotnir að kröftum. I. Unger hefur haft tal af einum skip- brotsmanni sem man eftir að hafa leitað skjóls í jarðlægð skammt frá ströndinni ásamt félögum sínum. Þess verður líka að geta að um tíuleytið þenn- an morgun fann Hörður Hjálmarsson mjólkur- bílstjóri skipbrotsmann við svonefnda Varmhóla og hann kom honum í hús á Mógilsá. Sá maður vísaði á félaga sinn í sumarbústað sem Helgi Guðmundsson bankastjóri byggði í svonefndum Sjálfkvíum. Hjónin á Mógilsá minnast þess að líkin voru lögð til í hlaðvarpanum framan við bæinn. Kol- beinn Kolbeinsson minnist þess að hafa ekið nokkrum líkum í herbúðir inn við Elliðavog. I bók Guðlaugar Guðmundssonar Ástir í aftur- sæti greinir Erlendur Erlendsson frá því að hann og Aðaisteinn hafi farið eina ferð um kvöldið til Kollafjarðar að sækja möl og fundið þá eitt lík til viðbótar. Sem fyrr var getið eru 14 grafir skipbrotsmanna í Fossvogskirkju- garði. 13 lík fundust strax eftir slysið en eitt nokkru eftir útför annarra skipsveija sem fór fram 28. október. í bókinni Ástir í aftursætinu segir Erlendur merkilega sögu. Hann og Aðalsteinn hafi síðar rekist á þann skipbrotsmanninn sem hefði hreyft höndina í fjörunni. Sá sagði að hann og fleiri hefðu orðið um klukkustund of seinir um borð kvöldið áður; gleymt sér í góðum félagsskap hjns kynsins. Hefðu þeir verið settir í straff í fangelsi skipsins. Fjölmenni hefði verið í fanga- geymslunni, alls 40 manns. Þegar skipið tók niðri hefði fangaklefinn verið opnaður. Fangar hefðu í ofboði og fáti þust upp á dekk, gripið fleka og sjósett. Skipstjórinn hefði skipað þeim að hætta þessu, en því hefði ekki verið sinnt fyrr enn hann hefði gefið skipun um að skjóta. Flóttinn hefði hætt eftir að einn lá dauður eftir skot en þá voru um 25 manns komnir á rek á flekunum. Um nóttina hefði þá rekið í kulda og vosbúð. Með dagsbirtunni hefðu þeir séð land skammt frá. Þeir hefðu ákveðið að synda í land en ekki varað sig á því að sjórinn var löðrandi í olíu sem hlóðst utan á þá. Með hliðsjón af þeim upplýsingum að skipin voru að koma af hafi er ómögulegt að þessi maður hafi getað verið á kvennafari í Reykja- vík. Verður að ætla að maðurinn hafi viljað segja velgjörðarmönnum sínum góða sögu og ekki látið staðreyndirnar spilla reyfaranum. í janúar 1945 veitti breska flotastjórnin heið- ursviðurkenningu þeím Jóni Erlendssyni, Björgu Gunnlaugsdóttur, Kristjönu Kristjánsdóttui', Kolbeini Kolbeinssyni, Erlendi Erlendssyni, Að- alsteini Snæbjörnssyni og Einari Sigurðssyni. Einar var einnig síðar útnefndur „Member of the British Empire“ (MBE) bæði fyrir sinn hlut í björgun skipbrotsmanna af Skeenu og þjón- ustu sína í þágu hins breska hervalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.