Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 21
MORpUNBhAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 B 21 Á MÖRKUM VELSÆMIS? EITT af verkunum á sýningunni, sem fór fyrir brjóstið á Wiiliam Walsh, bæjarstjórnarmanni í Cambridge. HAFÞÓR Ingvason grunaði ekki þegar hann fór heim úr vinnunni hér á dögunum að sýningin, sem hann var að vinna við að setja upp í sýningarsalnum, sem hann rekur á vegum Cambridge-borgar, yrði tveimur I dögum síðar orðin kveikjan að fjölmiðlafári j í Boston og myndi ná athygli alþjóðlegrar fréttastofu. ’ William Walsh, bæjarstjórnarmaður í Cambridge, hefði hins vegar ekki getað hugsað sér betri leið til að komast í fjöl- miðla í hlutverki riddara siðavendni en að vekja athygli á þessari sýningu með því að fjarlaígja þrjú verkanna, sem þar eru. Á leið í tukthús Walsh er nefnilega í dálítilli klípu. Hann bíður þess að vera sendur í fangelsi vegna I bankasvindls og þurfti ástæðu til að ganga j í augun á kjósendum. Ástæðan birtist honum í mynd Hans Evers, hollensks listamanns, og sýningu hans, sem opnaði á fimmtudag í síðustu viku. Daginn áður hafði Walsh g;engið um sýninguna ásamt Hafþóri, sem leitaðist við að skýra fyrir honum sjónarmið listamanns- ins. Evers fjallar í verkum sínum um hlutverk kynjanna og valdastöðu karlmannsins útfrá sjónarhóli femínista og veltir meðal annars fyrir sér mikilvægi völsatáknsins. 1 Til þess notar hann ýmis hjálpar- tæki ástalífsins svokölluð, bæði titrara og gervilimi. Það voru gervilimirnir, sem fóru fyrir brjóstið á Walsh. „Kjósandi hringdi í mig og kom með athugasemdir við ákveðin verk á sýningunni,“ sagði Walsh í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alinn upp við ákveðin siðalög- mál og þessi verk eru dónaleg, óhæf og ættu ekki að vera til sýn- is almenningi í opinberri bygg- ingu.“ Klukkustundu eftir að Walsh hafði kvatt Hafþór með handa- bandi kom hann askvaðandi inn í sýningarsalinn fullur reiði, sem ekkert hafði bólað á þegar hann fyrst sá sýninguna. Hann reif tvö gervitippi úr kössum, sem þau höfðu verið skrúfuð í, og lét sam- verkamann hafa með sér eitt lista- verk í heild sinni. Framkvæmda- stjóri Cambridge þurfti að skerast í leikinn til þess að Walsh skilaði verkunum áður en sýningin opn- aði. Einhver sá til þess að láta fjöl- miðla vita og Walsh var kominn í sviðsljósið. Málið tekið fyrir bæði í dagblöð- unum Boston Globe og Boston Herald, sjón- varpsfréttamenn dreif að og fréttastofan AP sendi blaðamenn. Útvarpskjaftaskur einn og dálkahöfundur hjá Boston Herald, Howie Carr að nafni, hellti úr skálum reiði sinnar í umfjöllun, sem lét staðreyndir lönd og leið. Að sögn Hafþórs var ein fullyrðing hans beinlínis lygi: Að Evers hefði fengið tæpar tvö hundruð þúsund krónur greiddar fyrir sýninguna. Hann fékk ekki krónu. Þrátt fyrir írafárið var sýningin opnuð samkvæmt áætlun. Við innganga voru sett- ar upp tilkynningar þar sem bæjarstjórn vék sér undan allri ábyrgð af sýningunni og að auki var varað við innihaldi hennar. Sýningin er í sal, sem gengið er um þegar farið er í ýmsar bæjarskrifstofur. Til þess LISTSYNINGICAM- BRIDGE KVEIKJA AÐ FJÖLMIÐLAFÁRI Við áttum von á viðbrögðum, en ekki þessu, sagði Hafþór Ingvason, sem rekur sýningarsal og starfar hjá Listráði Cambridge, í samtali við Karl Blöndal, en sýning sem hann setti þar upp hefur valdið miklu flaðrafoki í Boston. HAFÞÓR Ingvason, listamaAurinn Hans Evers og Ijósmyndarinn S.A. Bachman. að loka hana af frá almenningi og sjá til þess að þeir, sem eru að endurnýja hunda- leyfin sín, sjái ekki verkin ótilneyddir voru sett upp sérstök þil. „Við áttum von á viðbrögðum, en ekki þessu,“ sagði Hafþór, sem auk þess að reka sýningarsalinn starfar hjá Listráði Cam- bridge. „Ég bjóst við að einhverjar samn- ingaviðræður myndu þurfa að eiga sér stað um hvað yrði sýnt. Ef til vill var eðlisávísun mín þar að lútandi víðs fjarri raunveruleik- anum.“ Ailt nema sjálfsritskoAun Hann sagði að ekki hefði verið endanlega ákveðið að sýna umdeildu verkin þegar fjöl- miðlafárið fór af stað, en þegar þar var komið'sögu hefði jafnast á við sjálfsritskoð- un að fjarlægja þau og kom það því ekki til greina. Hafþór hefur séð um rekstur safnsins undanfarin fimm ár, en nefnd skipuð lista- mönnum velur listamenn til að sýna þar. Hann kvaðst aldrei mundu láta nefndina hafa viðmiðunarreglur um það hvað væri sýningarhæft og hvað ekki. Slíkt samræmd- ist ekki hans vinnubrögðum og ekki væri tækt að setja listamenn út í kuldann vegna þess, sem þeir hefðu að segja. Önnur sjónar- mið yrðu að ráða þegar listamenn væru valdir. „Það yljar manni um hjartarætur að enn skuli vera staðir, sem eru reiðubúnir að taka áhættu og sýna verk af þessu tagi,“ sagði ljósmyndarinn S.A. Bachman, sem kennir bæði við Harvard og listaskóla Muse- um of Fine Arts í Boston, og mun taka þátt í pallborðsumræðum um sýningu Evers síð- ar í þessum mánuði. Mikil umræða hefur verið um það undan- farin ár í Bandaríkjunum hvort draga beri mörk þegar opinberu fé er varið til að styrkja listamenn. Hægri menn á þingi, með Jesse Helms í broddi fylkingar, hafa mótmælt opinberum fjárveitingum til ákveðinna listamanna. Sýning á verkum ljósmyndarans Roberts Mapplethorpes vakti mikil mótmæli hvar sem hún var sett upp og þær ljósmyndir sem þóttu grófar voru girtar af frá öðrum myndum á sýningunni og máttu sýningar- gestir stilla sér upp í biðröð ef þeir vildu virða þær fyrir sér. En Mapplethorpe heitinn er ekki eini listamaðurinn, sem hefur fengið hægri öflin upp á móti sér og nú þykir svo komið að helsti opinberi sjóðurinn, sem styrkir lista- menn, National Endowment for the Arts (NEA), er farinn að sniðganga listamenn"*- • til þess að fjárveitingar til hans verði ekki skornar niður. í ágúst ákvað sérstakt ráð á vegum NEA að hafna þremur ljósmyndurum, Andres Serrano, Barböru DeGenevieve og Merry Alpern, sem nefnd starfssystkina þeirra hafði samþykkt að veita styrki. .David Mendoza, formaður samtaka sem nefnast Þjóðarherferð í þágu tján- ingarfrelsis, sagði í málgagni sínu að þessi ákvörðun bryti „í bága við dómsúrskurð sem bannaði að staðall „velsæmis" væri notaður til að veita styrki á vegum NEA“. Hans Evers sagði á umræðu- fundi, sem haldinn var um sýning- una á föstudag, að hann hefði..... ekki áhuga á spurningunni um það hvað væri list og hvað ekki. „Ég tek hluti úr daglega lífinu og stilli þeim upp líkt og Marcel Duchamp og fleiri listamenn,“ sagði Evers. Þegar unnið er út frá þeirri forsendu geta mörkin milli listar og þess sem ekki er list, orðið óljós í huga almennings. „Það er margt, sem ekki passar með góðu móti inn í hugmynd fólks um list,“ sagði Evers og benti á að ef til vill væru verk sín ekki jafn umdeild ef kona hefði gert þau í stað karlmanns. Hann velti einnig fyrir sér notkun kyn- ferðis í auglýsingum þar sem eng- inn virtist kippa sér upp við það hvernig mannslíkaminn væri not- aður og kynfæri væru oft aðalat- riðið þótt þau væru hulin. „Ég var ánægður með að Listráð Cam- bridge skyldi standa með mér þegar lætin hófust," sagði Evers. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert án þess.“ Walsh kvaðst ekki myndu láta staðar numið fyrr en hann hefði látið loka sýning- . unni og hann hyggst leita til dómstóla og stefna „fyrir kynferðislegt áreiti" dygði annað ekki til. — „Fjölmiðlar hafa verið að reyna að fá mig til að hella olíu á eldinn með yfírlýsingum," sagði Evers. „En það hefur ekki tekist." Stundum er nóg að setja hlutina í sam- hengi. Sjónvarpsfréttamaður einn kom á sýninguna ásamt tökumanni og þegar þeir fóru heyrði Evers þann fyrrnefnda segja: „Við skulum koma. Þetta er list, ekki klám. Hér er engin frétt. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.