Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 B 11 IBIO Sambíóin hafa löng- um boðið uppá gott úrval barnamynda og standa í fremstu röð kvikmyndahúsa hvað það snertir. Er íslensk talsetning á nýjustu Disneyteiknimyndunum eitt merki um góða þjónustu sem Sambíóin veita yngstu kvik- myndahúsagestunum en Konungur ljónanna verður frumsýnd um næstu jól með íslensku tali. Nú síðast voru Hefð- arkettirnir endursýndir í Sambíóunum en það er frábærlega gaman- söm Disneymynd sem frumsýnd var hér á landi árið 1973. Þá er Þumalína sýnd um helg- ar með íslensku tali en hún höfðar sérstaklega til yngri gesta. Einnig Rokna-Túli, sem líka er nieð íslensku tali, og íslenska barna- og fjöl- skyldumyndin Skýja- höllin eftir Þorstein Jónsson er í Sambíóun- um. Framtak Sambíó- anna í sýningu barna- mynda er virðingarvert og örugglega vel þegið af þeim sem kannski þykir mest gaman að 30.000 hafa séð Leifturhraða ÓVENJULEGT samstarf; Gary Oldman í mynd Luc Bessons, „The Professional“. Besson gerir Atvinnumanninn Spennumyndin Atvinnu- maðurinn eða „The Pro- fessional" er fyrsta myndin sem franski stílistinn Luc Besson gerir í Hollywood en áður var Níkíta eftir hann endurunnin í kvikmynda- borginni. Með aðalhlutverkin í nýju myndinni fara Jean Reno, Gary Oldman og Danny Aiello ásamt Natalie Portman. Myndin segir af leigumorðingja sem tekur að sér táningsstúlku og leitar uppi spilltu lögguna sem myrti fjölskyldu hennar. Besson mun hafa skrifað handritið fyrir vin sinn og uppáhaldsleikara, Reno, en leist svo vel á handritið að hann ákvað að leikstýra sjálfur. Columbia-kvik- myndaverið tók honum fagn- andi og vonar að hann eigi eftir að hitta í mark hjá bandarískum áhorfendum. Besson vonar líka að sér farnist vel vestra en hefur svosem ekki miklar áhyggj- ur. „Þegar konan þín er á fæðingardeildinni og þrýstir og grætur og þú spyrð, hvað ætli barnið verði þegar það er orðið stórt? segir hún, sama er mér, ég vil bara fá það út. Maður getur aldrei sagt fyrir um velgengni en ég veit að ég hef gert betri mynd en Níkítu," er haft eft- ir leikstjóranum. Alls hafa um 30.000 manns séð spennu- myndina Leifturhraða í Sambíóunum og á Akureyri. Þá hafa um 8.000 manns séð barna- og fjölskyldu- myndina Skýjahöllina, 20.000 hafa séð Forrest Gump, 40.000 hafa ‘séð Sannar lygar, 39.000 Stein- aldarmennina, 31.500 „Ace Ventura", 17.000 Umbjóð- andann og myndin Fæddir morðingjar gekk mjög vel fyrstu sýningarhelgina. Næstu myndir Sambíó- anna eru „Clear and Present Danger" með Harrison Ford og „Blown Away“, sem einnig verða í Háskólabíói. Aðrar Sambíómyndir eru „When a Man Loves a Wo- man“ með Meg Ryan, „The Specialist" með Stallone og Sharon Stone, en hún er væntanleg um miðjan næsta mánuð og verður einnig frumsýnd á Akureyri, kvennavestrinn „Bad Girls“ og spennumyndin „The Last Seduction.“ Konungur ljónanna með íslensku tali verður jóla- mynd Sambíóanna en þau frumsýna einnig um jólin ásamt Háskólabíói nýjustu gamanmynd Arnolds Schwarzeneggers, „Junior". Altman kvikmynd- ar tískuheiminn Robert Altman sendir frá sér nýja mynd þetta haustið sem heitir uppá frönsku „Prét-á-Porter“. Það er orðatiltæki úr tísku- heiminum í París, sögusviði myndarinnar, og á við um tískuklæðnað sem tilbúinn er til notkunar en Altman ku ekki fara fínum höndum um Parísartískuna í mynd- inni. Hann hefur ætlað að gera myndina í tíu ár en það var ekki fyrr en á síð- asta ári sem handritið var komið í gott lag. Myndin var tekin á tískusýningum í París og sýnir frægðar- fólkið í tískuheiminum blanda geði við leikara myndarinnar svipað og frægðarfólkið í Hollywood kom fram í háðsádeilunni LEIKMAÐUR í tísku- helml; Robert Altman. Leikmanninum eftir Alt- man. Með aðalhlutverk fara Lauren Bacall, Kim Basin- ger, Sophia Loren, Marcello Mastroianni, Tim Robbins og Julia Roberts. „Ég er ekki að gera háðsádeilu um neinn,“ er haft eftir Alt- man.„Ég læt fólkið hæðast að sjálfu sér. Við látum það gera það sem það gerir. Myndin er í rauninni farsi og vonandi getur áhorfand- inn ekki greint á milli raun- verulegu persónanna og þeirra sem við uppdiktuð- um.“ SYND um jóliri; Schwarzenegger í „Junior." Fólk i.V’V’v ■ Bandarísk-kín verska myndin Brúðkaupsveislan eða „The Wedding Banqu- et“ gekk vel í Háskólabíói. Nú hefur leikstjóri hennar, Ang Lee, sent frá sér nýja mynd sem heitir „Eat Drink Man Woman“ og fjallar um þijár konur og mat. Er sagt hún sé matarmesta myndin hérna megin við Kryddlegin lijörtu. Annar handritshöf- undurinn og framleiðandi er James Schamus en hann kom einmitt hingað til lands fyrir skemmstu og hélt nám- skeið um litlar, ódýrar kvik- myndir eins og þessa. MFramhaldsmyndirnar lengi lifi. Einhver besta Stallone- mynd sem gerð hefur verið í langan tíma er „Clifflian- ger“ eftir Renny Harlin og nú mun ákveðið að gera framhald hennar. Einnig hef- ur verið ákveðið að halda áfram með ævintýri gælu- dýralöggunnar Ace Ventura með Jim Carrey í aðálhlut- verki. Svo bíða auðvitað allir eftir „Die Hard 3“ og ekki síst „Alien 4“ að ekki sé tal- að um Júragarðinn 2 og Indiana Jones 4 og ... MAðdáendur Zorrós em sjálfsagt fjöldamargir á öllum aldri. Columbia-kvikmynda- verið ráðgerir að framleiða enn eina Zorrómyndina á næsta ári en óvíst er hver leikur kappann. Einnig mun Columbia endurvekja aðra en rnjög ólíka hetju á næsta ári sem er risaeðlan og stórborg- arhatarinn mikli, „Godzilla". Með öllum þeim tæknibrell- um sem kvikmyndagerðar- menn hafa yfir að ráða í dag ætti loksins að vera hægt að gera almennilega Godzilla- mynd. ssKVIKMYNDIRsn Eruþetta síbustu myndir hansf Litir Kieslomkis Hann er sagður arftaki An- tonionis og Bergmans í Evr- ópu því enginn stendur hon- um framar í gerð listrænna kvikmynda í álfunni og þær þijár myndir sem hann hefur sent frá sér á einu ári, Blár, Hvítur og Rauður, þykja staðfesta það svo ekki verður um villst. Pólski leikstjórinn Krzysztof Kieslowski er sá kvikmyndahöfundur sem heldur mest á lofti hinni gömlu evrópsku kvikmynda- gerð. Breskur gagnrýnandi sagði hann „sannasta Evr- ópumanninn" í hópi fremstu leikstjóra álfunnar. Háskólabíó hefur sýning- arréttinn á myndunum og sýndi Bláan sl. vor og mun Hvítur vera væntanleg í bíóið um næstu mánaðamót en ■■■■■■■■■■■ Rauður seinna á þessu ári. Kieslowski nefnir myndirnar eftir litum franska fánans sem hver táknar hugsjónir frönsku byltingar- innar, frelsi, jafnrétti, bræðralag. Myndirnar gerast í þremur löndum og með að- alhlutverkin í þeim fara þijár af fremstu kvikmyndaleik- konum Frakklands, Juliette Binoche, Julie Delpy og Iréne Jacob. Kieslowski gerði myndimar hveija á fætur annarri og þær voru frum- eftir Arnald Indriðason SERSTÆTT kvikmyndverk; Kieslowski (innfellda myndin) við tökur á Blár og Irene Jacob stillir sér upp í síðustu myndinni, Rauður. sýndar á þremur stærstu kvikmyndahátíðum Evrópu, í Feneyjum, í Berlín og á Can- nes. Þær hafa því varla farið framhjá neinum sem enn láta sig evrópska kvikmyndagerð eínhveiju varða. íslendingar kynntust Ki- eslowski fyrst í gegnum boð- orðamynd hans, Stutt mynd um morð, sem kom hér á kvikmyndahátíð árið 1991. Eftir það voru aðrar boðorða- myndir hans sýndar í ríkis- sjónvarpinu og á meðan tók stjarna leikstjórans að rísa. Hann var þá kominn til Frakklands og Tvöfalt líf Veróníku var fyrsta fransk/pólska myndin hans, sýnd í Háskólabíói. Handrits- höfundur hans frá 1984 hefur verið Krzysztof Piesiewicz, lögmaður Samstöðu, en hann hefur skrifað handritin að öllum myndum Kieslowskis. Veróníka vakti mikla athygli á Cannes og í kjölfarið fylgdu litamyndirnar sem Ki- ewslowski hefur sagt að séu síðustu myndimar sem hann muni gera. Hann sé hættur. Söguhetjan í Blár (Binoc- he) missir eiginmann sinn og dóttur í bflslysi og í sorg sinni finnst henni ekki lengur sem hún hafí skyldur við þennan heim eða þurfí að vera tengd honum á neinn hátt. í Hvítur segir af pólskum rakara sem skilur við frönsku konuna sína (Delpy) því hann hefur ekki enn getað innsiglað hjónabandið og flytur aftur til Póllands þar sem hann kemur undir sig fótunum í hinu nýfengna frelsi og reyn- ir aftur við þá frönsku. Sögu- hetjan í Rauður er tískumód- el frá Genf (Jacob, er einnig lék Veróníku) sem heldur fjarsambandi við ástmann sinn í gegnum síma. Hún ekur eitt kvöld yfir hund og kynnist dómara á eftirlaun- um sem hefur skemmtun af því að hlera nágranna sína og lætur sig dreyma um framtíðarhamingju módels- ins. Heiti trílógiunnar er Þrír litir og í lokamyndinni sést best uppbygging hennár. Þessar þijá myndir eru án efa eitthvert sérstæðasta kvikmyndaverk sem komið hefur frá Evrópu í langan tíma frá kvikmyndahöfundi sem á fáum árum hefur orðið meistari kvikmyndahefðar, sem margir hafa sjálfsagt gleymt að var til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.