Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUH 23. OKTÓBER 1994 New York sögnr Doctorows Doktorsrit- gerð í véla- verkfræði GÍSLI Óttarsson varði 1. apríl sl. doktorsritgerð í vélaverkfræði við University of Michigan í Ann Ar- bor í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Dynamic Modeling and Vibration Analysis of Mistuned Bladed Disks“. Hún fjallar um sveiflugreiningu og gerð hreyfilík- ana af ójafnvægisstilltum túrbínu- diskum þotumótora. Gísli hefur einbeitt sér að rann- sóknum á afifræði túrbínudiska og hafa þær leitt til aukins skiln- ings á áhrifa- völdum, nýrra greiningar- aðferða og ná- kvæmra og af- skaplega hag- kvæmra reiknilíkana. Leiðbeinandi Gísla var dr. Christophe Pi- erre, prófess- or. Rannsóknir þeirra hafa verið styrktar af bandarísku geim- vísindastofnuninni (NASA), bandaríska flughernum og frönsk- um og bandarískum framleiðend- um þotumótora. Að auki hefur Gísli hlotið fjárstuðning frá Minn- ingarsjóði Sigurliða Kristinssonar og Helgu Jónsdóttur, íslensk- ameríska félaginu og Búnaðar- banka Islands. Gísli er fæddur 30. janúar 1963 í Reykjavík, sonur hjónanna Nínu Gísladóttur og Óttars P. Halldórs- sonar prófessors. Árið 1982 lauk hann stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og prófí í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands árið 1986. Árið 1989 lauk hann meistaraprófi í hagnýtri afl- fræði frá University of Michigan og hefur unnið að doktorsritgerð síðan. Gísli starfaði til skamms tíma hjá Sindra-stáli hf. og Verk- fræðistofnun Háskóla Islands. Hann starfar nú hjá bandaríska fyrirtækinu Mechanical Dynamics Inc., við þróún hreyfihermunar- hugbúnaðar (mechanical simulati- on software). Eiginkona Gísla er Hildigunnur Hauksdóttir og eiga þau íjögur börn, Kolbein Árna, Nínu Mar- gréti, Óttar Pál og Helgu Liv. -----»-■»-■♦--- Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju Á FRAMHALDSSTOFNFUNDI Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju voru samþykkt lög, stefnu- skrá og verkefnaskrá fyrir sam- tökin, auk þess sem kosið var til samráðs eða stjórnar samtakanna. í samráð voru kosin: Björgvin Brynjólfsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, Skagaströnd, Pétur öautur Kristjánsson, lögmaður, Reykjavík, Ómar S. Harðarson, stjórnmálafræðingur, Reykjavík, Kristín Sævarsdóttir, Reykjavík, og Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður, Reykjavík. Til vara Sandra Remigis, sjúkraþjálfari, Reykjavík, og Reynir Harðarson, þýðandi, Reykjavík. í fréttatilkynningu segir að samtökin hafi það megimarkmið að skilið verði á milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Eðlilegt sé að jafnræði ríki milli allra trúarflokka í landinu og að þeim sem standa utan trúfélaga séu tryggð jafn- rétti á við aðra. Endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnar- skrárinnar geti aldrei staðið undir nafni nema að jafnframt séu af- numin ákvæði um sérstaka vernd og stuðning ríkisvaldsins við eitt trúfélag af mörgum. Bandaríski rithöfundur- inn E. L. Doctorow er kunnastur fyrir „Rag- time“, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, en nýjasta bókin hans heitir „The Waterworks“. eftir Arnold Indriðason ANDARÍSKI rithöfundurinn E. L. Doctorow, vann um langt skeið sem ritstjóri hjá bókaútgefendum og talar enn um að bækur sínar þurfi sífelldrar yfir- legu og endurritunar við þegar hann er að vinna þær og eftir að hann hefur skilað þeim inn. „Ég get ekki nefnt eina síðu í verkum mínum sem ekki hefur verið skrifuð sex eða átta sinnum,“ er haft eftir honum. Nokkrum dögum eftir að hann skil- aði útgefanda sínum handritinu að „Loon Lake“ tók hann það aftur og skrifaði bókina upp á nýtt á sex vikum frá glænýju sjónarhorni. Þannig vinnur Edgar Lawrence Doctorow, sleppir helst ekki hendi af sögunni. Hann hefur þó látið til- leiðast eina ferðina enn og sendir nú frá sér nýja bók sem heitir „The Waterworks“ eða Vatnsveitan og gerist í New York árið 1871 en hún hefur náð inn á metsölulista „The New York Times“. Segir í bókadómi um hana að hún muni koma lesend- um Doctorows á óvart, hún sé skrítnasta uppfinning hans til þessa og sú torráðnasta. Doctorow segist hafa átt í miklu basli með að finna réttu frásagaraðferðina fyrir sög- una og skrifaði nokkur uppköst áður en hann fann lausnina. „Þegar þú hefur náð réttri stefnu og sjónar- horni,“ segir hann, „fylgir allt ann- að í bókinni — fléttan, sagan, sam- hengið — í kjölfarið.“ Brjálaður vísindamaður Sagan í „The Waterworks" er sögð mörgum árum eftir að hún gerist af manni að nafni Mcllvaine. Hann er orðinn gamall en varð fyr- ir hinni hroðalegustu reynslu í borg- inni snemma á áttunda áratug síð- ustu aldar og lifði til að segja frá henni. Hann var í þá daga frétta- stjóri á dagblaðinu „Telegram“ í New York og réð menn til starfa, m.a. Martin Pemberton, sem segist hafa séð föður sinn, er lést fyrr á árinu, sprellifandi á götum Man- hattan. Faðirinn, Augustus Pemb- erton, var milljónamæringur sem gert hafði son sinn arflausan en fáir vissu fyrir víst hvaðan auður hans var sprottinn. Mcllvaine veit það: Pemberton hafði verslað ólög- lega með þræla og hafði í borgara- stríðinu hagnast á viðskiptum við herinn með ónýtan búnað og vörur. Þegar Martin hverfur tekur Mcll- vaine að rannsaka málið og kemst að því að kannski hafí Martin ein- mitt séð föður sinn og fleiri „látna“ ríkisbubba á ferð um Manhattan í hvítum hestvagni. Hann fær lög- reglumanninn Edmund Donne í lið með sér og saman rekja þeir slóð er leiðir þá á vit óútskýrðra morða, glataðra milljóna, dularfulls munað- arleysingjahælis og vatnsveitu norður af borginni þar sem bijálað- ur vísindamaður fæst við undarleg- ustu hluti í leit að eilífu lífi. Ekki margt í þessu sem minnirá „Ragtime“, sem kom út í frábærri þýðingu Jóhanns S. Hannessonar fyrir meira en einum og hálfum áratug. Doctorow er enda vanastur því að koma lesendum sínum á óvart þótt þeir geti gengið að einu vísu: bækur hans gerast í fortíðinni og hann leggur á sig mikið erfiði við að endurskapa sögulegt umhverfi þeirra þar sem New York er mið- punkturinn. Hann notar það úr sög- unni sem hentar honum best á hverjum tíma og fellur að ímyndun- arafli hans frekar en hann leggist í miklar sögulegar rannsóknir. „Ég lít ekki á neinn hátt á sjálfan mig sem sagnfræðing," segir hann, „bækur mínar eru ekki nákvæmar í smáatriðum. En þegar þú vinnur vel er eins og sögulegu atriðin komi af sjálfu sér. Þú virkar eins og seg- ull. Hlutirnir þeytast í áttina til þín.“ Frá sorpritum til Cervantes Doctorow er annálaður vinnu- þjarkur og þeir sem til þekkja segja hann einn helsta kandídat Banda- ríkjanna til nóbelsverðlaunanna. Hann fæddist árið 1931 í Bronx og var annar sonurinn í fjölskyldu annarrar kynslóðar Bandaríkja- manna af rússnesku bergi. Faðir SÖGUR úr gömlu New York; bandaríski rithöfundurinn E. L. Doctorow. hans rak hljómlistarverslun á Man- hattan þar sem stórmenni eins og Rubenstein, Horowitz, Stokowski og Toscanini versluðu og heimilið var fullt af bókum. Doctorow las allt sem að kjafti kom í æsku frá sorpritum til ævisagna íþrótta- manna til Cervantes. En það sem kannski réð úrslitum um þá braut sem hann valdi sér var að eldri bróðir hans sneri heim úr seinni heimsstyijöldinni og settist við eld- húsborðið og skrifaði bók. „Hún var aldrei gefin út en hann gerði skrift- irnar — sem í mínum huga höfðu alltaf ver'ið draumur — að veru- leika.“ Eftir nám og stutta viðdvöl í hernum þar sem hann þjónaði í Frankfurt í Þýskalandi fór hann að starfa hjá Columbia Pictures kvik- myndaverinu við að lesa yfir hand- rit. Kúrekamyndirnar urðu til þess að hann skrifaði sína fyrstu skáld- sögu, vestrann „Welcome to Hard Times“ (1960). „Það var frábær undirbúningur fyrir rithöfund að lesa yfir kvikmyndahandrit. I þrjú ár las ég allt sem gert var hjá kvik- myndaverinu og þegar ég sá hvað mikið var gert af lélegu efni jókst sjálfstraust mitt.“ Hann fékk starf sem ritstjóri hjá mörGUNbláðíð New American Library þar sem hann stjórnaði útgáfum á öllu frá Shakespeare til James Bond bóka Ian Flemings. Árið 1964 gerðist hann útgáfustjóri hjá Dial forlag- inu, „lítilli og fjörugri útgáfu þar sem mér veittist tækifæri til að rit- stýra James Baldwin, Norman Mail- er, Tom Berger og William Kennedy,“ á meðal annarra. Þegar hann starfaði hjá Dial skrifaði hann vísindaskáldsöguna „Big as Life“ (1966). En það var með næstu bók sinni sem hann kom undir sig fótunum sem rithöfundur og varð eitt af stóru nöfnunum í bandarískri rithöfunda- stétt. Hún hét „The Book of Dani- el“ (1971) og byggðist á réttarhöld- unum yfir Rosenberghjónunum, sem dæmd voru til dauða á sjötta ára- tugnum fyrir njósnir. Síðan þá hafa bækur hans hlotið mörg helstu bók- menntaverðlaun landsins og verið hrósað fýrir áhugaverðar lýsingar á New York fortíðarinnar:„Ragtime“ (1975), „Loon Lake“ (1980), „World’s Fair“ (1986) og „Billy Bathgate“ (1989). Þijár bóka hans hafa verið kvikmyndaðar, sú fyrsta og frægasta er „Ragtime“ (1981), sem Milos Forman leikstýrði, Daní- elsbók (1983), sem Sidney Lumet gerði og nú síðast „Billy Bathgate“ (1991) með Dustin Hoffman í aðal- hlutverki undir leikstjórn Robert Bentons. Hefur engin þeirra þótt komast með tærnar þar sem bæk- urnar hafa hælana. Tilviljunarkenndur uppruni bókanna Doctorow skrifaði nýlega í bandarískt bókmenntarit grein um uppruna skáldsagna sinna, sem er tilviljanakenndur og kemur yfirleitt úr lausu lofti. Eitt sinn var hann í ökuferð um Adirondackfjöllin þegar hann sá vegaskilti sem á stóð „Loon Lake“ og hann heillaðist svo af þessum tveimur orðum að næsta bók hans hét þessu nafni og upp af því spruttu persónur og um- hverfí í fjöllunum er bókin fjallaði um. Þegar hann byrjaði á „Rag- time“ hafði hann nýlega lokið við Daníelsbók og segir að hugur sinn hafi verið gersamlega tómur. Og „dag einn sat ég í vinnustofu minni á efstu hæðinni í húsinu mínu í New Rochelle og starði á auðan vegginn fyrir framan mig. Kannski minnti hann mig á hugsun mína. Ég ákvað að skrifa um þennan vegg og síðan um alla veggina saman. „Húsið mitt var byggt árið 1906“, skrifaði ég.“ Svo hélt hann áfram að lýsa húsinu og ímyndaði sér hvernig New Rochelle hefði litið út á þessum tíma, fór að hugsa um Teddy Roosevelt, sem þá var for- seti landsins, og brátt tóku auðu síður hugsana hans að fyllast af orðum í bók, eins og hann segir. „Billy Bathgate“ ijallaði um glæpaforingjann Dutch Schultz og uppruni hennar gæti sem best legið í laginu „Bye, Bye Blackbird“ að sögn Doctorows. Þegar hann söngl- aði lagið í huganum sá hann fyrir sér menn nokkra í formlegum kvöldklæðnaði uppi á þilfari drátt- arbáts. „Ég vissi ekki hvaða erindi þeir áttu þangað en persónan sem ég fékk til að athuga málið fyrir mig og stökk um borð á síðustu stundu áður en báturinn leysti fest- ar var unglingsstrákur að nafni Billy Bathgate, sem í ljós kom að kynntist þarna í fyrsta sinn glæpa- foringjanum Schultz.“ Doctorow er ekki alveg klár á því hvað hratt honum af stað með „The Waterworks". Hann skrifaði sögu með sama heiti fyrir nokkrum árum um ungan dreng sem drukkn- aði í Gvendarbrunnavatni New York borgar en sagan tengdist mjög vatnsveitukerfi borgarinnar. Éða kannski varð bókin til „kvöld eitt fyrir mörgum árum þegar þykk þoka lagðist yfir Manhattan og huldi Hús verslunarinnar, Wool- worthbygginguna og reyndar alla skýjaborg tuttugustu aldarinnar þar til aðeins sást í mikilfenglegar byggingar nítjándu aldarinnar og ég gekk í gegnum Sohohverfið full- ur af spenningi vegna þess að ég vissi að það sem ég sá var borgin sem Herman Melville sá og nafni minn, Edgar Allan Poe, þegar hann var edrú.“ Dr. Gísli Ottarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.