Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 22
- 22 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Fósturskóli íslands á háskólastigi Námí mótun „Erfitt að þurfa að vísa frá stórum hópi vel hæfra umsækjenda vegna húsnæðisskorts á sama tíma og sveitarfélögin eru að keppast við að byggja upp góða leikskóla,“ segir Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla ^ íslands í viðtali við Oddnýju Sv. Björgvins og bætir við að það sé orðið mjög brýnt að taka á stöðu skólans innan menntakerfisins. Fósturskóli ís- lands er á milli vita í íslensku skólakerfi, mitt á milli fram'nalds- skóla- og háskólastigs. ’ Stuðst er við staðla framhaldsskólastigs við útreikning á fjármagni og kennsluskylda og launakjör kennara eru samkvæmt þeim kjara- samningum. Störf kennara líkjast hins vegar í æ ríkara mæli störfum háskólakenn- ara. Nútíma skilgrein- ingu vantar á menntun- arsviði skólans, starfsviði kennara og launakjörum. Einnig er húsnæði skólans við Leirulæk orðið alltof lít- ið, þar sem starfsemi skólans hefur aukist mjög og fer sívaxandi. „Erfítt er að þurfa að vísa frá stórum hópi ; vel hæfra umsækjenda vegna hús- næðisskorts á sama tíma og sveitar- félögin eru að keppast við að byggja upp góða leikskóla," segir Gyða Jó- hannsdóttir skólastjóri. „Það er orðið mjög brýnt að taka á stöðu skólans innan menntakerfisins og við erum langeygð eftir lausn í húsnæðismál- um.“ í vetur verða um 330 nemendur í Fósturskóla íslands, auk þeirra sem sækja námskeið. Ekkert mötuneyti er í skólanum og nemendur þurfa að matast á göngum. Vinnuaðstaða nemenda er nánast engin og vinnuað- staða kennara mjög bágborin, sem dæmi má nefna að hvorki aðstoðar- skólastjóri né námsráðgjafí eru með vinnuherbergi. Sal til hreyfíiðkunar vantar alveg, á sama tíma og menn eru að átta sig á því að böm fá ekki nægilega hreyfingu í nútíma kyrr- setuþjóðfélagi. Gyða segir því mjög erfítt um vik að þjálfa leikskólakenn- ara í hreyfiuppeldi bama. Leikskólinn fyrsta skólastig af fjórum Með nýjum leikskólalögum frá 1991 fékk leikskólinn sinn sess í ís- lensku menntakerfi - varð fyrsta skólastig af fjórum. Nú starfa ekki lengur fóstrur á leikskólum heldur leikskólakennarar. „Mér fínnst að við séum enn að beijast við fordóma," segir Gyða. „Ýmsir segja, það þarf bara hlýja konu með stórt hjarta til að gæta bama á leikskólastigi. Allt gott um það að segja, en þessi kona með stóra hjartað þarf að vita mikið.“ Gyða talar um að kröfur til leik- skólakennara séu sífellt að aukast. Þeir þurfí að laða fram þá fjölmörgu "y þroskamöguleika sem búa í hveiju barni og gæta þess að loka ekki fyr- ir tjáningarleiðir. Einn- ig er gerð sú krafa til þeirra að þeir miðli þjóðlegum arfi til barn- anna. „Samstarf for- eldra og leikskólakenn- ara er mjög mikilvægt, en getur verið við- kvæmt. Samkvæmt lög- um eiga fötluð börn rétt á vist á almennri leik- skóladeild og leikskóla- kennarinn þarf að sjá til þess að öll börn njóti sín.“ í stuttu máli segir Gyða að starfið krefjist góðrar menntunar. Nám í Fósturskóla íslands Fósturskóli Islands býður upp á þriggja ára starfsnám, bóklegt og verklegt. Inntökuskilyrði eru stúd- entspróf eða tvö ár í framhaldsskóla. Gyða upplýsir að í haust hafí í fyrsta skipti nær eingöngu verið teknir inn stúdentar. í öðru lagi er starfrækt eins árs framhaldsdeild fyrir leikskólakenn- ara. Viðfangsefni eru mismunandi ár frá ári. Fjórum sinnum hefur ver- ið boðið upp á nám í stjórnun, þar sem áhersla er lögð á leikskólastjór- ann sem uppeldislegan leiðtoga. Að sögn Gyðu hefur það námstilboð ver- ið mjög vinsælt bæði af leikskóla- kennurum og rekstraraðilum leik- skólanna. Einnig má nefna fram- haldsnámið „böm með sérþarfir" sem er nú í boði öðru sinni. „Árið 1989-90 var viðfangsefnið „börn á skóladagheimili" sem okkur langar til að útfæra nánar, nú þegar skólarnir bjóða aukna viðveru eða „heilsdagsskóla". Leikskólakennari með viðbótarnám í tómstundastarfi barna væri kjörinn til að starfa innan grunnskólans og sjá börnum fyrir þroskandi viðfangsefnum. Þetta er gert á hinum Norðurlöndunum, eink- um í Svíþjóð og Danmörku. Einnig hefur verið boðið upp á framhalds- nám í skapandi starfi fyrir börnin, sem spannar allar listgreinar, t.d. tónmennt og heimspeki fyrir börn.“ Tólf endurmenntunarnámskeið ár- lega eru mjög vel sótt og í fjórða lagi segir Gyða, að boðið sé upp á fjarnám. - Hvað felst í ijarnámi? „Þriggja ára starfsnámi var um- breytt í fjögurra ára fjarnám. Fyrsti ijarnámshópurinn útskrifast í maí ’95 og annar hópur var tekinn inn vorið 1993. Þetta eru hörkuhópar, skipaðir konum allsstaðar að af land- inu.“ Gyða segir að ætlunin sé að taka inn nýjan hóp annaðhvert ár. „Eftirspurnin er svo mikil að síminn stoppar ekki!“ Gyða Jóhannsdóttir BÖRN að mála á kynningardegi Fósturskólans. - Hvernig fer ijarnámið fram? „Námið í stöðugri mótun. Nem- endur eru í hefðbundinni kénnslu inni í skólanum alls tíu vikur á ári. Fjarnámið fer síðan fram í síma og með kennslubréfum, en í vetur mun kennslan að auki tengjast íslenska menntanetinu, það er að segja tölvu- samskiptum." Hefðbundið háskólanám og fagháskólanám Við ræðum um skilgreiningu á námi skólans og Gyða segir að mikil tilfærsla hafí átt sér stað í háskóla- menntun á Vesturlöndum. Margar þjóðir hafi aðgreint hefðbundið há- skólanám, það er að segja þjálfun sérstakra embættis- og vísinda- manna (universitet)'frá fagháskólum (högskola). Starfsmenntun sem áður var í sérskólum, hafi nú flust í faghá- skóla, svo sem hjúkrunarfræði, kenn- ara- og leikskólakennaramenntun og tæknimenntun. „Ætli Fósturskóli íslands fari ekki að nálgast að verða dæmigerður fag- háskóli, en vantar viðurkenningu stjórnvalda. Sama má segja um fleiri starfsmenntaskóla á íslandi, eins og íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni, Þroskaþjálfaskóla íslands og alla listaskólana. Allir þessir skólar eru á milli stiga í menntakerfinu." Gyða telur að hér hafi starfs- menntun líka færst til og nokkrir háskólar hafa litið^ dagsins ljós í framhaldi af því._ „Ég vil þar nefna Kennaraháskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Samvinnuháskólann á Bifröst og Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands. Og hjúkrunarmenntun er nú eingöngu í Háskóla íslands." Gyðu sýnist að þessi þróun hafí ver- ið nokkuð tilviljanakennd og ekki fylgt ákveðinni stefnu. „Ef litið er til Norðurlanda, þá er menntun leikskólakennara komin á háskólastig, eða innan „högskola“,“ segir Gyða, „sem þýðir að kennarar eru með minni kennsluskyldu og sinna bæði rannsóknar- og þróunar- verkefnum. íslenskt leikskólakenn- aranám er jafngilt ieikskólakennara- námi á Norðurlöndum. Það sem bæst hefur við er að aðrir skólar hafa við- urkennt framhaldsnám Fósturskól- ans. Sérkennaraháskólinn í Ósló samþykkti í janúar sl. að framhalds- nám Fósturskólans, „börn með sér- þarfir“, jafngilti fyrsta námsári í sérkennsludeild skólans." Gyða er að koma frá viðræðum við Barneværnsakademiet í Ósló, þar sem hún fór fram á formlega viður- kenningu á stjórnunarnámi Fóstur- skólans. „Ef það tekst, geta íslenskir leikskólakennarar sótt um inngöngu í tveggja ára framhaldsdeild við skól- ann og útskrifast með skírteini sem jafngilda meistaraprófsgráðu," segir Gyða. „í vor bauð Kennaraháskólinn í fyrsta skipti upp á námsbraut til meistaragráðu og nú geta nemendur með eins árs framhaldsnám við Fóst- urskólann sótt inn á síðari hluta þess- arar námsbrautar, eins og grunn- skólakennarar sem lokið hafa fram- haldsnámi." Skilgreining á háskólastigum og starfi kennara Gyða vill greina á milli starfsviðs háskólakennara og framhaldsskóla- kennara og segir: „Kennarar á há- skólastigi starfa á öðrum grundvelli en kennarar í framhaldsskóla. Há- skólakennarinn er fyrst og fremst fræði- og vísindamaður og rannsókn- arstarfið er fastur hluti af starfi hans. Við ráðingu hans er alfarið tekið mið af vísinda- og útgáfustörf- um viðkomandi. Þetta á fyrst og fremst við um rannsóknarháskóla (universitet)." Gyða vísar í "þessu sambandi í ræðu dr. Sveinbjarnar Björnssonar rektors Háskóla íslands við braut- skráningu kandídata 25. júní síðast- liðinn. Þar varpar Háskólarektor fram hugmyndum um nauðsyn þess að skipta háskólum í héraðsháskóla, fagháskóla og rannsóknarháskóla. Gyða tekur undir þessa skilgreiningu og segir að hér sárvanti skilgreiningu á rannsóknar- og fagháskólum. „Rannsóknarháskóli er bæði vís- indaleg rannsóknarstofnun og vís- indaleg fræðslustofnun,“ segir Gyða, „en fagháskóli ætti að verá vísinda- leg fræðslustofnun sem menntar til- teknar starfsstéttir." Hún segir að miklu máli skipti að skilgreina fyrst starfið rækilega, síðan að skipu- leggja starfsmenntunina, og í beinu framhaldi að athuga vel hverskonar kennara þarf í hverri starfsgrein. Einnig sé nauðsynlegt að athuga hverskonar rannsókna sé þörf. Hvort þörf sé á mjög formlegum rannsókn- um eða svokölluðum þróunarverkefn- um, sem eru mun opnari en formleg- ar rannsóknir, en báðar tegundir athugana séu mjög mikilvægar. Enn- fremur þurfi að kanna hvort allir kennarar þurfi alltaf að stunda rann- sóknir. „I fagháskóla er mjög mikiivægt að stunda vísindalegar rannsóknir, en ekki síður mikilvægt að ti-yggja kennarastöður sem eru skilgreindar með öðrum hætti en í rannsóknarhá- skóla,“ segir Gyða. „Einungis þannig nýtist fagleg færni kennara, sem er til dæmis byggð á reynslu í faggrein eða á starfsvettvangi, þó að kennar- inn hafi ekki vísindalegan bakgrunn. Vinnuskylda kennara gæti því verið fjölbreytileg, rannsóknir, kennsla, stjórnun, ýmis samstarfsverkefni og fleira." Með þessum hætti álítur Gyða að kennararáðningar yrðu ekki jafn nið- urnjörvaðar og nú, þegar fyrst og fremst er tekið mið af vísindastörf- um. „Lifandi starfsmenntun þarffiást

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.