Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 B 23 margskonar kennara og mér sýnist að þessi sveigjanleiki sé til staðar, til dæmis í sænska háskólakerfinu." Gyðu finnst með ólíkindum, hve lang- an tíma það hefur tekið fyrir íslend- inga að fara að ræða um þessa til- færslu starfsmenntunar af einhverri alvöru. „Kannski er það vegna þess að of margir íslenskir háskólar hafa tekið Háskóla íslands sem fyrir- mynd,“ segir hún. „Háskóli íslands var stofnaður 1911 og sá þá fyrst og fremst um menntun og þjálfun sérstakra emb- ættismanna. Smám saman jókst starfsvið hans og bauð hann upp á fyrstu gráðu próf í ýmsum fræði- greinum. Háskóli íslands hefur lagt metnað sinn í að sinna formlegum vísindalegum rannsóknum, þó svo að hann byði að mestu leyti einungis nám til fyrstu gráðu í viðkomandi vísindagrein. Þessi metnaður Háskóla íslands er mjög æskilegur, en ég er ekki viss um að jafnmargir háskólar og raun ber vitni, hefðu átt að taka hann sér til fýrirmyndar hvað þetta snertir. Það er að segja - að formleg- ar rannsóknir verði fastur hluti af starfi allra kennara - og kennara- ráðningar byggist í jafnríkum mæli á rannsóknar- og fræðistörfum og raun ber vitni. Þama skírskota ég til dæmis til Kennaraháskóla íslands og Háskólans á Akureyri." Gyða vill þó taka fram, að Kennaraháskólinn ráði æfingakennara Æfíngaskólans í stöður sem er góð tenging við starfsvettvang. „Mér sýnist að pólitíkusar álíti, að með tilfærslu starfnáms á há- skólastig verði fyrirkomulagið eins og hjá Háskóla íslands. Meginatriðið í umræðunni er hins vegar að breikka háskólastigið þannig að það rúmi margvíslega skóla.“ Rannsóknar- og þróunarverkefni Fósturskóla íslands Gyða segir að nokkrir kennarar í Fósturskólanum séu þegar farnir að sinna bæði rannsóknar- og þróunar- verkefnum. Yfírleitt sé um að ræða samstarf Fósturskólans og rekstra- raðila, til dæmis Dagvistar bama í Reykjavík. Að kennari skólans og einn eða fleiri leikskólakennarar taki höndum saman í rannsóknar- eða nýbreytnistarfí og verkefnin séu margvísleg. . Hún segir að Fósturskólinn taki þátt í nokkrum samnorrænum verk- efnum sem séu jafnframt samstarfs- verkefni fósturmenntunarstofnana, kennaraháskóla og 'háskóla. Tvö rannsóknarverkefni séu í gangi í samstarfi við tvo bandaríska háskóla. „Menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í að styrkja þessi rannsókn- ar- og þróunarverkefni og veitir við- komandi kennara allt að 25% kennsluafslátt eftir umfangi verks- ins.“ Gyða telur að þessi starfsemi hafí góð áhrif á kennsluna, geti verið þáttur í að brúa bilið á milli kenn- inga og starfsvettvangs (teori og praksis). Auk þess sem hér sé um að ræða athuganir á íslensku leik- skólastarfí sem miðist við íslenskar aðstæður. Rætt hefur verið um að Fóstur- skólinn og Kennaraháskólinn sam- einist í uppeldisháskóla og Gyða seg- ir að allt sé til skoðunar. „Nú er starf- andi nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins sem á m.a. að undirbúa rammalöggjöf um kennaramenntun. Hún mun væntanlega taka á þessu máli. Mjög margir eru hlynntir sam- einingu til dæmis Félag íslenskra leikskólakennara." Gyða vill leggja áherslu á að mál- in séu vandlega skoðuð, því að allt hafí sína kosti og galla. Skólamir geti aukið samstarf sitt án nokkurra iagabreytinga og ýmislegt sé að ger- ast í þeim efnum. Nú sé til dæmis boðið upp á sameiginleg námskeið fyrir grunnskóla- og leikskólakenn- ara. Gyða er á leiðinni til Kanada. Henni hefur verið boðin dvöl á haust- misseri við Háskólann í bresku Kol- umbíu. „Ég fékk styrk frá Vísindar- áði til að kanna hvaða þættir hafa áhrif á tilfærslu íslenskrar starfs- menntunar á háskólastig og mun taka leikskólakennaramenntun sem miðlægt dæmi. Einnig langar mig til að bera íslenskar niðurstöður úr rannsóknum saman við þær er- lendu," segir hún. BBIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar AÐALFUNDUR BS var haldinn mánudaginn 19. september. Ný stjóm var kosin á fundinum og hana skipa: Bogi Sigurbjömsson formaður, Sig- urður J. Gunnarsson gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson ritari, Þorsteinn Jó- hannsson áhaldavörður, Helgi Kr. Hannesson fjölmiðlafulltrúi. Sama kvöld var haldinn upphitun- artvímenningur. Úrslit urðu eftirfar- andi: Baldvin Valtýsson - Helgi Kr. Hannesson 133 BirkirJónsson-JónSigurbjömsson 132 Jón Tr. Jökulsson - Ólafía Þorvaldsdóttir 130 Mánudaginn 28. september var haldinn eins kvölds tvímenningur og urðu úrslit eftirfarandi: Páll Ágúst Jónsson - Sigurður J. Gunnarsson 136. BaldvinValtýsson-AnnaLáraHertevig 133 BirkirJónsson-JónSigurbjömsson 126 Nú er lokið þremur kvöldum af sex í Sigurðarmóti, sem er Siglufíarðar- mót í tvímenningi. Staðan að loknum 60 spilum er eftirfarandi: ReynirKarlsson-GuðbrandurSigurbjömsson 135 BirgirBjömsson-ÞorsteinnJóhannesson 126 Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 120 BjömÞórðarson-JóhannG.Möller 119 BaldvinValtýsson-ValtýrJónasson 116 AntonSigurbjömsson-BogiSigurbjömsson 97 ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 87 Næstu þijú kvöld verður spiluð hraðsveitakeppni þar sem efstu og neðstu pör í Sigurðarmóti mynda sveit, og í framhaldi af því verður lokið við Sigurðarmót. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Eftir fjórar umferðir af fímm er röð efstu para í Aðaltvímenningi deildar- innar eftirfarandi: ÞórarinnÁmason-GísliVíglundsson 980 RagnarBjömsson-LeifurJóhannsson 961 yiðar Guðmundsson - Pétur Sigurðsson 942 ÁmiMagnússon-AntonSigurðsson 912 EðvarðHallgrimsson-JóhannesGuðmannss. 910 Mánudaginn 31. okt. nk. hefst 5 kvölda Hraðsveitakeppni. Fleiri pör eru velkomin, hafíð samband við ísak Öm í síma 632820, eða Ólaf í síma 71374 á kvöldin. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag lauk hausttvímenning hjá félaginu. Hæstu skor kvöldsins hlutu eftirtalin pör: Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 132 UnaÁmadóttir-KristjánJónasson 125 María Ásmundsd. - Steindór lngimundarson 121 Lokastaðan varð þessi: LiljaGuðnadóttir-MagnúsOddsson . 357 Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 351 Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 350 UnaÁmadóttir-KristjánJónasson 350 Sigurður A. Ásgeirsson - Egill D. Biynjólfsson 332 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 18. október 1994 var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell. 16 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á miili para. Meðalskor var 168 og bestum árangri náðu: NS: ÁmiS.Sigurðsson-AmarÞorsteinsson 220 Gunnlaugur Kariss. - Sigmundur Hjálmarss. 193 JóhannesÁgústsson-FriðrikFriðriksson 187 AV: SigurðurÞorgeirsson-FannarDagbjartsson 199 Guðm. Sigurbjömss. - Magnús Þorsteinss. 194 Jóhann Guðnason - Vilhjálmur Sigurðsson 179 Bridsfélag SÁA spilar á hveiju þriðjudagskvöldi _ í Úlfaldanum og mýflugunni í Ármúla 17a. Spila- mennska hefst stundvíslega kl. 19.30. Næstkomandi tvo þriðjudaga verða spilaðir einskvölds tölvureiknaðir tví- menningar. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Bridsfélag Breiðfírðinga Fimmtudaginn 20. október byijaði Aðalsveitakeppni félagsins. Tvær um- ferðir voru spilaðar og staða efstu sveita er þannig: Sv. Óskars Þráinssonar 48 Sv. Jóns Stefánssonar 44 Sv.SveinsR.Eiríkssonar 37 Sv.BjömsJónssonar 33 Sv.RagnheiðarNielsen 30 Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim mörgu, œttingjum og vinum, sem heiÖruÖu mig á ýmsan hátt á afmœlisdegi mínum 3. októbersl. LifiÖ heil! Páll Gíslason, læknir. Hjartans þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á nírœÖisafmœli mínu þann 17. október sl. LifiÖ heil! Guörún Þ. Júlíusdóttir, Grænumörk 1, Selfossi. Bestu þakkir sendi ég œttingjum, vinum og samstarfsmönnum hjá Vátryggingafélagi ís- lands fyrir aÖ gera mér 70 ára afmœlisdaginn, þann 18. október, ógleymanlegan. Kcer kveðja. Ragna Þ. Stefánsdóttir, Sogavegi 34, 108 Reykjavík. Plantið trjám í Zimbabwe Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar (DAPP) leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt ( gróðursetningu trjáa í Zimbabwe. Engrar kunnáttu er krafist. Þitt verkefni gæti veríð eitthvað af eftirfarandi: • Gróðursetning ávaxtatrjáa • Skipulagning gróðursetningaverkefna í þorpunum • Koma grænmetisgörðum í rækt ( samvinnu við heimamenn • Byggja hreinlwt- isaðstöðu og hjálpa til við sjúkdómavemd. Þú verður þátttakandi f hóp 10 Evrópubúa, sem vinna eftir þessu prógrammi: - 4 mánaða þjátfun f The Travelling Folk High School f Ullehammer f Noregi. - 4 mánaða sjálfboðavinna f Zimbabwe. - 2 mánaða kynningarstarf f Evrópu um Zimbabwe. Kynningarfundur verður haldinn á fslandi. Starfið hefst 9.1 .'95 eða 1.5.'95. Skrifið eftir nánari upplýsingum eða sendið sfmbréf til: DAPP, International Information Office, Tástrup Valbyvej 122, 2635 Ishej, Danmörku. Sfmbréf 90 46 43 99 59 82. Development Aid From People to People. - Það á ekki að loka neintun möguleikum á nánarí samvinnu við Itinar Evrópuþjóðimar. - Víðtækari sátt Ixirf að ná um mikilviega stefnumótun og löggjöf heldur en nú tíðkast. - lýi'xifélagið á að leggja ineiri áherslu á pólitíska stefnumótun í löggieslumálum, refsimálum og á afbrotavamir, til að ska/xt öruggam umhvetfi. - Öflugt iþrótta- og æskulýðsstaif er einn af lyldunum að góðu upiiekli og heilbrigðu mannltfL Xvicf htf ifdí 7 Styðjum ungan tnann tneð mikla reynslu. ARI EDWALl) hefur tekið virkan þátt í málefnastaifi Sjálfstæðisflokksins á undanfömum ámtn og verið í forystu Jyrir stefnu- mótun á meðal ungra sjálfstæðis- inaniui. Hann hefur meðal annars lagt álwrslu á að: - Ríkisútgjöhl verða að Lekka. því lialli í dag er skattur á morgun. - Ríkisrekstur þaif að biía við aðhald markaðarins og skatta á einstaklinga þarf að Lekka. - (slendingar verða að nýta bsettan hag til að fjárfcsta í meiri velmegun til framtíðar. Fyrirtækin þurfa að fá svigriun tíl aðfjáifesta í Irróunarstaifi og markaðsöflun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.