Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guóna Einarsson. Myndir ó forsíðu og of heimsmeisturum Kristinn Ingvorsson. AFREKASKRÁ íslenskra skákmanna er orðin löng og einstaklega glæsileg. Pjórir íslend- ingar hafa náð því að verða heims- meistarar í yngri flokkum skák- manna og mun fleiri, bæði yngri og eldri, hafa vermt verðlauna- sæti í alþjóðlegum skákmótum. Jón L. Árnason varð heimsmeist- ari 16 ára ogyngri 1977. Tíu árum síðar varð Héðinn Steingrímsson heimsmeistari 12 ára og yngri og sama ár hlaut Hannes Hlífar Stef- ánsson heimsmeistaratitil 16 ára og yngri. Nú nýverið sigraði Helgi Áss Grétarsson á heimsmeistara- móti 20 ára og yngri. Auk heims- meistaranna eigum við stórmeist- ara og alþjóðlega meistara sem gert hafa garðinn frægan.. Af yngri mönnum má nefna Jóhann Hjartarson, sem er stigahæstur íslenskra skákmanna, nú með 2585 stig. Af sömu kynslóð og Jón L. Árnason eru stórmeistaramir Margeir Pétursson og Helgi Ólafs- son sem báðir státa af glæsilegum árangri á alþjóðlegum vettvangi. íslendingar eiga nú 8 stórmeistara í skák, 7 alþjóðlega meistara og um 50 skákmenn á alþjóðlega ELO stigalistanum. Auk þessara afreka ungu heimsmeistaranna mætti nefna mörg afrek annarra ungra UR FRJORRI JÖRD er oft rakinn til hvatningar og stuðnings Willards Fiske, fræði- manns og prófessors við Cornellhá- skóla, á ofanverðri 19. öld og allt fram á þá 20. Fiske sendi til dæm- is skákborð og taflmenn á hvert heimili í Grímsey, við stofnun Tafl- félags Reykjavíkur í október árið 1900 gaf hann félaginu skákbæk- ur, 8 taflborð og tilheyrandi tafl- menn, tvenn verðlaun og peninga. Fiske skrifaði bók um íslenska skákiðkun, Chess in Iceland, og gaf út skáktímaritið / uppnámi árin 1901-1902. Guðmundur segir að stax í byijun aldarinnar hafi verið hér sterkir skákmenn og rifjar upp söguna af því er breski skákmeistarinn Napier tefldi við Bjöm Kalmann um alda- mótin. Guðmundur segir margt benda til þess að Bjöm Kalmann sé fyrirmyndin að Dr. B. í hinni þekktu sögu Stefans Zweig, Mann- tafli. Friðrik olli þáttaskilum Þegar leið á öldina komu fram æ sterkari skákmenn og þekktir er- lendir skákmeistarar lögðu leið sína hingað. Mörg skákrit sáu dagsins ljós en urðu ekki langlíf. „Það væri hægt að nefna marga sterka ís- lenska skákmenn frá því um og eftir miðja öldina, en það er engum blöðum um að fletta að það urðu þáttaskil þegar Friðrik Ólafsson kom fram á sjónarsviðið," segir Guðmund- ur. „Fríðrik var skáksnillingur, en starfaði við allt aðrar að- stæður en nú ríkja. Hann keppti við marga sterkustu skákmenn Heimsmeistaraeinvígið 1972 Önnur þáttaskil í íslenskri skák- þegar þeir Fischer og háðu heimsmeistara- einvígi í Reykjavík 1972. Mótið virkaði mjög hvetj- andi á skákáhuga hér á landi. Ungt fólk hóf að tefla og stundum er talað um stór- meistarana fjóra, þá Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson, sem afrakstur af heimsmeistaraein- víginu 1972. Þessi áhugaalda tók við af þeirri sem snilli Friðriks Ól- afssonar hafði vakið. Enn ein áhugabylgjan reis þeg- ar Jóhann Hjartarson sigraði Vikt- or Kortsnoj í áskorendaeinvígi 1989 og tefldi síðan einvígi við Karpov. Jóhann hefur undanfarin ár teflt í þremur millisvæðamótum heims- meistarakeppninnar í röð. Mikilvægt æskulýðsstarf Taflfélag Reykjavíkur (TR) var stofnað árið 1900 og Skáksamband íslands (SI) 1925. Guðmundur G. Þórar- insson segir að starf þessara félaga hafi verið feiknarlega öflugt allt frá stofnun. Víða um land eru einnig öflug taflfélög sem hafa starfað eftir megni um árabil. „Þarna hefur verið unnið mikið sjálfboðaliðastarf, oft skákmanna, til dæmis þegar Karl Þorsteins vann tvö óopinber mót þar sem sterkustu skákmenn heims í viðkomandi aldursflokkum öttu kappi. . „Það er ekki ófijó jörð sem ber ávöxt af þessu tagi,“ segir Guð- mundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands, þegar glæsilegan árangur íslenskra skák- manna ber á góma. Skýringuna á góðu gengi ungra skákmanna und- anfarin ár telur hann meðal annars vera að finna í mikilli skákiðkun hér á landi um langt árabil. Ekki eru til afgerandi heimildir um hvenær íslendingar settust fýrst að tafli en skákáhugi síðari tíma heimsins, vann mikið af mótum og vakti mikla athygli innan alþjóðlega skákheimsins. Honum tókst að verða stórmeistari, þrátt fyrir ein- angrun landsins. Hann þurfti jafn- vel að snapa far með togurum til að komast á skákmót. Friðrik varð einn af sterkustu skákmönnum ver- aldar og það er feiknarlegt afrek.“ Guðmundur rifjar upp einvígi Frið- riks við Larsen um Norðurlanda- meistaratitilinn. „Öll þjóðin tók þátt í sigrum Friðriks. Ég hef stundum haldið því fram að þeir sem á eftir koma standi á herðunum á Friðrik Ólafssyni." Þess má geta að á næsta ári verður Skáksamband íslands 70 ára og Friðrik Ólafsson 60 ára. Af þessum tilefnum stefnir Skáksam- bandið að því að halda sérstakt afmælismót Friðrik til heiðurs. Morgunblaðið/Sverrir ÁHUGASAMIR skáknemar fylgjast með lelðbelningum Helga Áss Grétarssonar í fyrstu kennslu- stund hans í 1. flokki úrvalsdeildar Skákskóla íslands. Frá vinstri: Anna Þorgrímsdóttir, Sig- urður Páll Steindórsson, Hjörtur Daðason, Janus Ragnarsson og Gunnar Helgason. | w „ mm' 0 - aJaJ í i m' Otá Jm ■ Jy4 § FORSETI Skáksambands íslands Guðmundur G. Þórarinsson ávarpaði Helga Áss Grétarsson í fagnaði sem haldinn var honum til heiðurs eftir komuna frá Brasilíu. Morgunblaðið/Sverrir ÓLAFUR H. Ólafsson formaður TR er llðsstjórl unglingasveitar TR í 2. deild deildarkeppni Skáksambands íslands. Ólafur segir að þessi vaska sveit hafi yfirburðastöðu, enda valinn maður í hverju rúml. F.v.: Björn Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Ólafur H. Ólafsson, Bragl Þorfinnsson, Torfi Leósson, Arnar Gunnarsson, Bergsteinn Einarsson. TAFLFÉLAG Reykjavíkur (TR) hefur vakið athygli fyrir öflugt starf meðal barna og unglinga. Að sögn Ólafs H. Ólafssonar formanns félagsins eru nú milli 500 og 600 félagar í TR, þar af er helmingurinn undir tvítugu. Ólafur hefur haft veg og vanda af æskulýðsstarfi taflfé- lagsins í meira en 20 ár. „Það er ekkert einfalt mál að ná árangri í skák, en æfingin skap- ar meistarann,“ segir Ólafur. „Við stuðlum að því að þeir bestu fái tækifæri til að tefla innan lands og utan. Þéim er leiðbeint um hvernig best sé að búa sig undir mót og byggja sig upp.“ Skólaskákmót Árlega eru haldin þijú íslands- mót í skólaskák, barnaskólamót fyrir nemendur að 12 ára aldri, grunnskólamót og framhalds- skólamót. Sú sveit sem vinnur öðlast rétt til þátttöku í Norður- landamóti. Ólafur hefur haft mikil afskipti af skólaskákmótum Norðurland- anna, en á hveiju ári eru haldin fjögur slík mót. Auk sveitakeppn- anna er í febrúar ár hvert einstakl- ingskeppni í 5 aldursflokkum og keppa 2 þeir bestu í hveijum flokki frá hveiju landanna. Undanfarin 14 ár hefur árlega verið teflt um 5 Norðurlandameistaratitla í ein- staklingskeppni I skólaskák. Af þessum 70 titlum hafa íslendingar T AFLFÉLAG REYKJAVÍKUR UppeMisstttð ungra skákmanna unnið 32 og voru allir vinningshaf- arnir úr TR. íslendingar hafa einn- ig staðið sig vet í norrænum sveita- keppnum. Frá 1973 hafa íslend- ingar sigrað í 15 skipti af um 20 í sveitakeppni framhaldsskóla, frá því grunnskólakeppnir hófust 1977 hafa íslendingar unnið 9 sinnum. Norrænar barnaskóla- sveitir öttu fyrst kappi 1990 og hafa íslendingar sigrað tvisvar. Keppnisreynslan mikilvæg Ólafur telur að leyndardómur- inn að baki velgengni íslenskra skákmanna felist meðal annars í því að þrátt fyrir ungan aldur hafi þeir talsverða reynslu af að þreyja alvöru kappskákir. „Maður lærir ekki skák af bókum og fyrir- lestrum, nema að takmörkuðu leyti. Æfíngin skiptir mestu, að tefla langar skákir við sér sterkari andstæðing. í Taflfélaginu eru ungir skákmenn settir strax í al- vöru skákmót þar sem tefldar eru langar skákir við fullorðna. Þeir læra að nýta tímann, sem er mjög mikilvægt. Menn taka litlum fram- förum í 5 og 10 mínútna skákum. í löngu skákunum næst einbeiting- in, sálfræðin og sjálfsaginn. Reynsla mín er sú að ef tveir etja kappi og annar hefur einbeitt sér að fræðunum, en hinn verið dug- legur að stunda mótin, þá vinnur mótamaðurinn alltaf.“ Félagsstarfið grundvöllurinn Ólafur telur að undanfarin tvö til þijú ár hafi aðeins dregið úr áhuga á skák hér á landi, einkum meðal þeirra sem komnir eru yfír 25 ára aldur. Ólafur álítur það helst ógna framtíð skákarinnar ef dofnar yfir starfsemi taflfélaganna. Góðan árangur í TR þakkar Ólafur ekki síst því að í Reykjavík eru svo margir sterkir skákmenn. Hann segir að skákhreyfingin sé úti í kuldanum hvað varðar fjár- magn. Margt sé í boði fyrir ungl- inga og fjármagnsskortur geri skákhreyfingunni erfíðara fyrir að keppa um athyglina við annað íþrótta- og tómstundastarf. „Við höfum haft mjög háan standard undanfarin 10-15 ár eins og árangur unglinganna erlendis sýn- ir. Ég er hræddur um að eitthvað gefi sig ef aðstaða okkar batnar ekki,“ sagði Ólafur. » I s s '3 € Vi 4 4 4 e 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.