Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGÍ YSINGAR Sölustarf Óskum eftir góðu sölufólki fyrir GULU BÓKINA 1995. Gerum kröfu um ástundun og nákvæmni. Um er að ræða bæði síma- og farandsölu. Miklir tekjumöguleikar. Verðum á skrifstofunni í dag, sunnudag, milli kl. 11 og 14.30, annars upplýsingar á mánudag í síma 689938. Meðmæla óskað. Lífog saga hf., Suðurlandsbraut 20. Ráðgjafar- og verkefnisstjórnun Netverk hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði tölvu- fjarskipta. Sérstök áhersla er lögð á ráðgjöf og þjónustu á sviði pappírslausra viðskipta (EDI) og hafa helstu viðskiptavinir Netverks hf. verið stærri fyrirtæki og stofnanir hérlend- is og erlendis. Vegna aukinna umsvifa óskar fyrirtækið eftir manni til starfa við ráðgjöf og verkefnastjórnun. Viðkomandi þarf að vera rekstrarfræðingur eða hafa sambærilega menntun, hafa þekk- ingu á tölvufjarskiptum og vera fær um að vinna sjálfstætt. Skriflegar umsóknir sendist til Netverks, Mímisvegi 6, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Arnarhváli, Reykjavík Framkvæmdastjóri Litla-Hrauns Laus er til umsóknar staða framkvæmda- stjóra fangelsisins á Litla-Hrauni. Leitað er að einstaklingi með reynslu á sviði stjórnunar, sem á gott með mannleg sam- skipti og býr yfir frumkvæði og forystuhæfi- leikum. Nýja fangelsið á Litla-Hrauni markartímamót í fangavistun hérlendis. Allur aðbúnaður og öryggi er í samræmi við kröfur, sem gerðar eru til nútímafangelsa. Fyrirkomulagi í fanga- vörslu og stjórnun fangelsisins verður breytt verulega og framkvæmdastjórinn fær það hlutskipti aðfylgja þessum breytingum eftir. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir þá, sem vilja veita reynslu sinni og þekkingu í frumherjastarf á sviði fangelsismála hér- lendis. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað í dóms- og kirkju- málaráðuneytið fyrir 10. nóvember nk. Fjármálastjóri Fangelsismála- stofnunar ríkisins Fangelsismálastofnun ríkisins mun taka yfir öll fjármál fangelsiskerfisins hinn 1. janúar 1995. í tengslum við þá breytingu leitar stofnunin að fjármálastjóra í hálft starf. Við- komandi skal hafa viðskipta- eða hagfræði- próf. Fjármálastjóri hefur með höndum áætl- anagerð og eftirlit. Hann þarf að geta starfað sjálfstætt og í samvinnu við aðra starfsmenn stofnunarinnar með það fyrir augum, að gera reksturfangelsiskerfisins eins skilvirkan og traustan og kostur er. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. október 1994. Lögfræðistarf Lögfræðingur með góða reynslu óskar eftir starfi. Margt kemur til greina. Góð meðmæli. Áhugasamir leggi nafn sitt og síma inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 1. nóvember, merktan: „Lög - 16011". einkaklúbbwrinn stofnaður 1992 Áhugavert starf Óskum eftir duglegu sölufólki í símasölu á kvöldin. Okkur vantar einnig umboðsmenn fyrir starfsemi okkar úti á landi. Upplýsingar í síma 22020 frá kl. 14.00-21.00 á mánudag. einkoklúbburinn er veitingo- og skemmtiklúbbur fyrir ungt fólk ó öllum aldri Ritari Hótel Saga óskar eftir að ráða ritara. Leitað er að jákvæðum og duglegum ein- staklingi með haldgóða starfsreynslu, sem tilbúinn er að takast á við margvísleg verk- efni. Góð kunnátta á tölvur, sérstaklega Word og Excel forritin, og góð enskukunnátta eru skilyrði. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyr- ir28. október nk., merktar: „MBL- 15719“. Ráðningaþjónusta sjávarútvegsins Vinnslustjóri (F054) Traust útgerðarfyrirtæki leitar að vinnslu- stjóra á frystitogara. í boði er gott framtíðar- starf fyrir hæfan einstakling með próf frá Fisk- vinnsluskólanum, reynslu af verkstjórn, þekk- ingu á framleiðslu frystihúsa og góð tök á gæðamálum. Sé skipulagður, hafi forustu- hæfileika og eigi auðvelt að vinna með öðrum. Yfirvélstjóri - afleysingar (V052) Frystitogaraútgerð óskar eftir vélfræðingi (VF-1) til starfa nú þegar á skip félagsins sem 1. vélstjóri og yfirvélstjóri í afleysingum. Vélstjóri (V051) Öflugt framsækið útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki á Norðurlandi óskar að ráða vélstjóra (VS-1) til afleysinga á skipum félagsins. Skipstjórar - stýrimenn (S102) Okkur vantar vana skipstjórnarmenn til afleysinga sem skipstjóra og stýrimenn á frysti- og ísfisktogurum hjá traustum útgerð- arfyrirtækjum víðs vegar um landið. Framleiðslustjóri (F108) Fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni óskar að ráða fisktækni til starfa frá og með næstu áramótum til að stjórna framleiðslu og gæðamálum. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir merktar númeri viðkomandi starfs til skrifstofu okkar, þar sem nánari uppplýs- ingar um ofangreind störf, ásamt umsóknareyðublöðum fást. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. Egill Guðni Jónsson Ráöningarþjónusta og ráðgjöf Borgartúni 18 • 3. hæö • 105 Reykjavík • Slmi (91) - 61 66 61 EGJ Tækniteiknari Marel hf. vill ráða tækniteiknara til starfa við tæknideild fyrirtækisins. Krafist er þekkingar og reynslu í teikningu vélhluta og kunnáttu í notkun á AutoCad. Umsóknum skal skilað til Marel hf. Höfðabakka 9,112 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 31. október nk. Kerfis- og netstjórn Traust þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmann með UNIX stýrikerfi og netmál sem sérsvið. Starfið • Uppsetning og þróun. • Aðlögun við annan hug- og vélbúnað. • Skipulagning og vandamálagreining. • Eftirlit, rekstur o.fl. Hæfniskröfur • Tölvunar- eða verkfræðimenntun. • Sjálfstæði og frumkvæði. • Hæfileiki til að leysa flókin tæknileg viðfangsefni. • Lipurð í samskiptum. • Reynsla af UNIX stýrikerfi nauðsyn- leg ásamt haldgóðri þekkingu á net- stýrikerfum. í boði er áhugavert framtíðarstarf. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „UNIX'* fyrir 29. október nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 KÍSILIÐJAN VIÐ MÝVATN NÝTING NATTÚRUAUDLINDA I ÞÁGU ÞJÓÐAR © Framkvæmdastjóri Kfsiliðjan hf. f Mývatnssveit óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Kísiliðjan hf. starfrækir verksmiðju, sem framleiðir síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til útflutnings. Sala og markaðssetning á útflutn- ingsmörkuðum er í höndum Celite Corporation, stærsta framleið- anda á kísilgúr í heiminum. Starfsmannafjöldi er 45-50. Afkoma félagsins er góð og eiginfjárstaða er mjög traust. Aðaleigendur Kísil- iðjunnar hf. eru Ríkissjóöur (slands (51%) og bandaríska fyrirtækið Celite Corporation (48,56%). Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt og er aðallega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð og framkvæmd markmiða vegna náma- vinnslu og framleiðslu, ásamt stjórnun, fram- kvæmd og ábyrgð á daglegum rekstri félags- ins. Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd féiagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Búseta í Reykjahlíð er skilyrði. Félagið leitar eftir aðila með haldgóða reynslu í fyrirtækjastjórnun, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi stjórnunarstarf. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun er æskileg. Góð enskukunnátta er skilyrði. Skriflegum umsóknum um starf framkvæmda- stjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal skila á íslensku og ensku og merkja stjórn félagsins og berast Kísiliðjunni hf., 660 Reykjahlíð, fyrir laugardaginn 12. nóvember 1994. Nánari upplýsingar um starfið veita: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri, sími 96-44190 og Pétur Torfason, stjórnarfor- maður, sími 96-22543. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.