Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Arni Sigfússon, fyrrverandi formaður Sjúkrastofnana í Reykjavík
Spamaður var markmið-
ið með breyttum kjörum
Morgunblaðið/Kristinn
Sjúkraliðar lokuðu
hliðinu á Tunguhálsi
Minni yfirvinna
gerði meira en vega
upp launahækkun
ÁRNI Sigfússon, fyrrverandi for-
maður stjórnar Sjúkrastofnana í
Reykjavík, segir að markmiðið
með breytingum á kjðrum hjúkr-
unarfræðinga á Borgarspítala
árið 1992 hafi 'verið sparnaður
og það hafi gengið eftir. Þess
hafi verið freistað að fá hjúkrun-
arfræðinga í hlutastöðum í fullt
starf og ná niður kostnaði af yfir-
vinnu með því móti og niðurskurð-
ur yfirvinnu hafi gert meira en
vega upp kostnað vegna launa-
hækkunarinnar.
Árni sagði að mjög mikið hefði
verið um að hjúkrunarfræðingar
hefðu verið í hlutastörfum á Borg-
arspítalanum og vegna þess mikla
álags sem var á spítalanum hefði
þurft að vinna mikla yfirvinnu.
Það hefði verið einfalt reiknings-
dæmi að með því að umbuna þeim
sérstaklega sem færu í fullt starf
væri hægt að ná niður rekstrar-
kostaaði og það hafi orðið raunin.
Árni sagðist ekki muna hvort
það hefði verið tekin formleg af-
staða til þessa máls í stjórn spítal-
ans, en tillögur framkvæmda-
stjómar í þessum efnum hefðu
hljómað mjög skynsamlega og
þetta hefði verið skynsamleg
ákvörðun. Þetta kæmi kjarasamn-
ingum hjúkrunarfræðinga ekkert
við, þótt reyndar hafí komið fram
ábending frá Landsspítalanum á
þessum tíma um að þeir gætu
ekki farið þessa leið, þar sem þar
væru flestir hjúkrunarfræðingar í
heilum stöðugildum. Það hefði
hins vegar verið ótækt fyrir Borg-
arspítalann að taka á sig aukið
umfang á þessum tíma vegna yfir-
töku bráðavakta frá Landakoti og
greiða hjúkrunarfræðingum stór-
í verkfallsvörslu
Verkfallsverðir Sjúkraliðafé-
lags íslands skoðuðu í gær í
bíla sem ætluðu að hjúkrunar-
lager Ríkisspítala við Tungu-
háls áður en þeir hleyptu þeim
I gegn um hliðið.
an hluta launa sinna vegna yfir-
vinnu af því þeir væru í hlutastarfi.
Verður að sinna
ákveðinni þjónustu
Aðspurður hvort ekki hefði ver-
ið hægt að ná sama árangri með
öðrum hætti, eins og til dæmis að
gera það að skilyrði fyrir ráðningu
að ráðið væri í fullt starf, sagði
Árni að um sjúkrastofnun væri að
ræða sem yrði að sinna ákveðinni
þjónustu. Hjúkrunarfræðingar
hefðu svo sem ekkert verið of vel
settir með sín laun og því hafi
matið verið það að með því að
hvetja til þess að fólk væri í heilum
stöðugildum væri svigrúm til að
umbuna hjúkrunarfræðingum með
þessum hætti, þannig að spítalinn
hagnaðist á niðurstöðunni og það
hefði orðið raunin.
SJÚKRALIÐAR lokuðu í gær hliðinu
við hjúkrunarlager Ríkisspítalanna á
Tunguhálsi og komu þannig í veg
fyrir að vörur væru afgreiddar af
lagernum. Sjúkraliðar hleyptu eng-
um bílum í gegn um hliðið fyrr en
þeir voru búnir að skoða í bílana.
Þetta eru hörðustu aðgerðir sem
sjúkraliðar hafa gripið til síðan verk-
fall_ hófst fyrir rúmri viku.
Ágreiningur er milli Sjúkraliðafé-
lagsins og stjórnenda Ríkisspítalanna
um hvort sjúkraliðinn, sem starfar á
hjúkrunarlagernum, á að starfa í
verkfallinu. Sjúkraliðinn hefur orðið
fyrir miklum þrýstingi bæði frá fé-
laginu og vinnuveitanda af þessum
sökum. Eftir að hafa fengið bréf frá
vinnuveitanda sínum mætti hann til
starfa í fyrradag og starfaði í nokkr-
ar klukkustundir. Erfitt er að fá skýr
svör frá Ríkisspítölunum um hvort
vörur hafa verið afgreiddar af hjúkr-
unarlagernum síðan verkfallið hófst,
en Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélagsins, segir að
engar hjúkrunarvörur hafi verið af-
greiddar síðan verkfall hófst.
Þegar verkfallsverðir mættu á
Tunguhálsinn í gærmorgun var verið
að undirbúa afgreiðslu hjúkrun-
arvara. Til snarpra orðaskipta kom
milli sjúkraliða og stjórnenda á
hjúkrunarlagernum. Sjúkraliðar
gripu til þess ráðs að loka hliðinu
og hieyptu engum bíl í gegn nema
að hafa leitað í honum áður.
„Það er ekkert því til fyrirstöðu
að veitt verði undanþága á af-
greiðslu hjúkrunarvara sem teljast
mjög nauðsynlegar ef Ríkisspítalarn-
ir bijóta odd af oflæti sínu og sækja
um undanþágu," sagði Kristín.
Enginn árangur varð á samninga-
fundi Sjúkraliðafélagsins og samn-
inganefndar ríkisins í gær. Annar
fundur hefur verið boðaður í dag.
A
Sala hlutabréfa í Lyfjaverslun Islands hf. rædd á Alþingi
Sölu á hlut rík-
isins sem eftir
er verður flýtt
Á Alþingi í gær beindi
Svavar Gestsson nokkr-
um spumingum til Frið-
riks Sophussonar vegna
sölu hlutabréfanna í
Lyfjaverslun íslands hf.
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að
beina því tii þingflokka stjórnarinnar
að flýta sölu síðari heimings hluta-
bréfa í Lyfjaverslun íslands hf. og
verður frumvarp væntanlega lagt
fram á Alþingi í næstu viku svo
hægt sé að ljúka sölu bréfanna sem
allra fyrst. Þetta kom fram í máli
Friðriks Sophussonar fjármáiaráð-
herra í utandagskrárumræðu á Ai-
þingi í gær. Hann sagðist telja þau
vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið
við sölu fyrri helmings hlutabréfanna
vera til fyrirmyndar, bæði af hálfu
einkavæðinganefndar og fyrirtækj-
anna sem um sölu bréfanna sáu.
Svavar Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, málshefjandi utandagskrárum-
ræðunnar, óskaði svara fjármálaráð-
herra um hvaða heimild hann hefði
til þeirra lánveitinga til einstaklinga
sem um ,væri að ræða varðandi sölu
hlutabréfa í Lyfjaverslun Islands hf.
og að ákveða þau kjör sem væru á
lánunum. Hann vildi fá svar við því
hvort rétt væri að selja ætti hinn
helming hlutabréfanna eftir áramót
og hvort næst ætti að selja Búnaðar-
bankann með þessum hætti. Þá ósk-
aði hann eftir að fá að vita hvað
fengist í raun og veru fyrir hiutabréf-
in að teknu tilliti til skattaafsláttar,
verðtryggingar- og vaxtalausra lána
og jafnframt að teknu tilliti til þess
að nýlega væri búið að leggja 300
milljónir króna í að iagfæra húsa-
kynni Lyfjaverslunar ríkisins.
Engar sérstakar reglur
eða lagafyrirmæli
í máli Friðriks Sophussonar kom
fram að ekki væru í gildi neinar sér-
stakar reglur eða lagafyrirmæli um
greiðslukjör vegna sölu á eignum
ríkisins og almennt hefði verið miðað
við þau kjör sem tíðkast á þeim
markaði sem eignimar hafa verið.
Dæmi um sambærileg greiðslukjör
við sölu ríkisins á hlutabréfum væru
þau að kaupendur SR-mjöls hf.
greiða söluverðið á 19 mánuðum og
útgefin hefðu verið vaxtalaus skulda-
bréf, starfsmenn Jarðborana hf.
hefðu fengið sömu greiðslukjör við
sín kaup og starfsmönnum Lyfja-
versiunarinnar býðst og í þríðja lagi
hefðu greiðslukjör við sölu hlutabréfa
ríkisins í Flugleiðum 1985 verið þau,
að 77% kaupverðsins voru greidd
með skuldabréfí til átta ára vaxta-
laust.
Hann sagði að þegar verðmat
hlutabréfa Lyfjaverslunar íslands
var unnið hafi legið fyrir ákvörðun
um þau greiðslukjör sem almenningi
voru boðin og þau því höfð til hlið-
sjónar við mat bréfanna og á sölu-
horfum. 300 milljóna kr. endurbætur
á húsnæði Lyfjaverslunarinnar hefðu
komið til vegna lána sem fyrirtækið
hefði sjálft tekið og skuldaði ennþá
að mestum hluta, og félli það að sjálf-
sögðu inn í reikninga á gengi og
verðmæti bréfanna.
Tvö verðbréfafyrirtæki
komu að málinu
„Þegar spurt er hvers virði bréfin
séu og tekið tillit til greiðslukjaranna
og þeirra fríðinda sem fást vegna
skattalaga er því að svara að allt
þetta lá fyrir þegar gengi bréfanna
yar ákveðið. Það var Handsal hf. sem
fór yfir mat Kaupþings, þannig að
tvö verðbréfafyrirtæki komu að mál-
inu,“ sagði Friðrik. Hann sagði að
ekkert öðruvísi hefði verið farið með
hlutabréf í Lyfjaverslun íslands held-
ur en í öðrum fyrirtækjum á mark-
aðnum og um samskonar skattfríð-
indi kaupenda væri að ræða.
Hvað Búnaðarbankann varðar
sagði Friðrik, að viðskiptaráðherra
áformaði að koma fram með frum-
varp sem gerir ráð fyrir að bankanum
verði breytt í hlutafélag, en engin
ákvörðun hefði verið tekin um sölu
bankans.
Yigdís fær
Sókrates-
arverðlaun
frá Svíum
SAMTÖK þeirra er starfa að
fullorðinsmenntun í Svíþjóð,
studieförbundet Vuxenskolan,
hafa ákveðið að veita forseta
íslands, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur,
Sókratesar-
verðlaun
samtakanna
fyrir 1994.
Sókrates-
arverðlaunin
hafa verið
afhent ann-
að hvert ár
frá árinu
1967 til ein-
hvers, sem
talin er hafa lagt sitt af mörk-
um_ til almenningsmenntunar.
Ákvörðunin var tekin á að-
alfundi Vuxenskolan í borginni
Örebro, síðdegis á föstudag.
í niðurstöðu dómnefndar-
innar segir að ákveðið hafi
verið að veita Vigdísi Finn-
bogadóttur verðlaunin vegna
framlags hennar til að „vernda
á árangursríkan hátt tungu
og menningu smáþjóðar".
Meðal verðlaunahafa und-
anfarinna ára má nefna Peter
Nobel, Johan Galtung, Carl-
Göran Ekerwald, Erica Simon
og Ingrid Segerstedt-Wiberg.
Sjúkraliðar vilja að
borgin beiti sér
Getur sýnt
frumkvæði
eins og Árni
KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélagsins,
segist líta svo á að stjórnendur
Reykj avíkurborgar geti haft
sama frumkvæði að launa-
hækkunum til sjúkraliða og
stjóm Borgarspítalans, undir
forystu Arna Sigfússonar,
hafði þegar laun hjúkrunar-
fræðinga á Borgarspítala voru
hækkuð.
Sjúkraliðar hafa skorað á
stjórnendur Reykjavíkur að
taka frumkvæði í samninga-
viðræðum við sjúkraliða. Ingi-
björg Sólrún Gísiadóttir, borg-
arstjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ríkið greiddi
laun sjúkraliða og því yrði rík-
ið að hafa frumkvæði að lausn
deilunnar.
„Upphafið að launaskriði
hjá öðrum heilbrigðisstéttum
var á Borgarspítalanum. Árni
Sigfússon beitti sér fyrir
launahækkunum til hjúkrun-
arfræðinga sem að kannski
hafa orðið til þess að staðan
er eins og hún er í dag. Ég
tel að núverandi meirihluti
ætti að geta haft svipað frum-
kvæði varðandi sjúkraliða,"
sagði Kristín.
Loðnubræðsl-
ur í gang
LÍKLEGT er að loðnuverk-
smiðjur á Norður- eða Austur-
landi hefji loðnubræðslu um
helgina, en um tíu loðnuskip
fengu góðan afla norðaustur
af Langanesi í fyrrakvöld.
Nokkur skip voru komin með
góðan slatta og er búist við að
þau haldi tii hafnar í dag. Al-
bert fékk 300 tonna kast í fyrri-
nótt og Grindvíkingur náði einu
200 tonna kasti. Öll fengu skip-
in eitthvað. Spáð er brælu á
miðunum.
Vigdís
Finnbogadóttir