Morgunblaðið - 19.11.1994, Page 8
8 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Húrra, húrra, ég er bara eins og þið . . .
íslendingar ekki með í Evrópsku atvinnumiðluninni
Þátttaka tefst vegna
stofnkostnaðar
ÍSLENDINGAR taka ekki þátt í Evrópsku atvinnumiðluninni
(Eures), sem tók til starfa s.l. fimmtudag í Evrópusambandsríkjun-
um og öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, nema
á íslandi. Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólks og uppsetningar
kerfisins er meginástæða þess að íslendingar tengjast starfí
Eures ekki frá upphafi, að sögn Gunnars Sigurðssonar hjá vinnu-
málaskrifstofu Félagsmálaráðuneytisins. Hann segir að stefnt sé
að þátttöku á næsta ári.
Eures er sett á fót með tilliti til
þess að með EES-samningnum
hefur orðið til sameiginlegur
vinnumarkaður 17 Evrópuríkja.
Vinnumiðlunin byggist á sam-
tengdu tölvuneti, þar sem er að
finna upplýsingar um atvinnutilboð
og búsetu- og vinnuskilyrði í hveiju
landi, til dæmis húsnæði, kjara-
samninga, skattamál og velferðar,-
þjónustu. Þannig auðveldar kerfið
fólki að leita sér að vinnu utan
heimalandsins.
Þjálfun starfsfólks nauðsynleg
Að sögn Gunnars Sigurðssonar
er nauðsynlegt að þjálfa svokallað-
an Evró-ráðgjafa til þess að sjá
um þjónustu Eures hér á landi, auk
tæknimanns og tæknistjóra. Hann
segir að upplýsingastreymi um
þjálfun og kostnað við hana hafí
verið fremur tregt. Auk þess hafí
fyrirkomulag þeirra námskeiða,
sem stóðu til boða á þessu ári,
ekki verið hentugt.
Gunnar segir að námskeiðs-
kostnaður við þjálfun ráðgjafa sé
um ein milljón króna og við hann
bætist ferða- og gistikostnaður.
Það hafí spilað inn í að kerfið sé
ekki fullþróað, og talið hafi verið
koma til greina að senda mann í
þjálfun þegar það væri lengra á
veg komið.
Hann segir að tölvutengingin
við Eures sem slík sé ekki vanda-
mál, en verið sé að koma upp inn-
lendu tölvukerfi, sem eigi að ann-
ast vinnumiðlun milli landshluta
og sveitarfélaga. „Það var spurn-
ing að nokkru leyti um forgang,
að koma innlenda kerfinu í gagnið.
Við myndum þurfa að binda mann
yfír Eures-kerfínu allt árið,“ segir
Gunnar. „Þar sem aðeins var um
eitt námskeið á árinu að ræða og
ekki lágu fyrir fjárheimildir til
vinnumálaskrifstofunnar til að
mæta kostnaðinum á þessu ári, var
ákveðið að fresta málinu."
Gunnar segir að gert hafi verið
ráð fyrir einhveijum kostnaði af
Eures í fjárveitingu til vinnumála-
skrifstofunnar, en endanlegar tölur
hafi fyrst skýrzt nú á árinu. Stofn-
kostnaður við þjálfun og ferðir sé
nokkrar milljónir króna, en líklegur
rekstrarkostnaður um hálf milljón
á ári.
Berum kostnað nú þegar
íslendingar bera nú þegar með
óbeinum hætti nokkum kostnað
af Eures, þar sem vinnumiðlunin
er fjármögnuð að hluta til með
framlagi frá EFTA.
Að sögn Gunnars eru komin
1.159 atvinnutilboð frá atvinnu-
rekendum, sem sækjast eftir
vinnuafli frá öðrum EES-löndum,
inn á Eures-kerfið. Hann segir
tilboðin einkum frá Hollandi,
Austurríki ogÞýzkalandi. Um 350
Evró-ráðgjafar starfi nú á vegum
Eures, og sé starf þeirra í fyrstu
ekki sízt fólgið í því að vekja at-
hygli vinnuveitenda á kerfinu.
Húsbréfaafgreiðsla í jafnvægi
ÞRIGGJA vikna bið er núna eftir
afgreiðslu húsbréfa hjá húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar, en hús-
byggjendur og húskaupendur
þurftu að bíða í yfír tvo mánuði
eftir húsbréfum í haust þegar bið
varð á að nýr húsbréfaflokkur væri
gefínn út. Sigurður Geirsson, for-
stöðumaður húsbréfadeildar, segir
að kerfíð sé búið að ná jafnvægi.
Sigurður sagði að vel hefði
gengið að afgreiða húsbréf eftir
að Alþingi veitti heimild til að gefa
út nýjan húsbréfaflokk. Búið væri
að vinna upp þann biðlista sem
myndaðist í haust. Hann sagði að
gera mætti ráð fyrir að biðlistinn
styttist enn því að eftirspurn eftir
húsbréfum væri ekki mikil þessa
dagana og því gæti starfsfólk af-
greitt fleiri umsóknir en bærust.
Sigurður sagði að flest benti til
að sá húsbréfaflokkur sem gefínn
var út í haust kæmi til með að
duga fram að áramótum. Ekkert
benti því til að frekari tafír yrðu
á afgreiðslu húsbréfa á þessu ári.
Nýjar reglur um greiðslumat
tóku gildi 15. nóvember, en þær
þrengja matið nokkuð frá því sem
áður var. Sigurður sagði að ekki
væri komið í ljós enn hvaða áhrif
þessar nýju reglur kæmu til með
að hafa, en hann sagðist gera ráð
fyrir að reglurnar leiði til þess að
eftirspurn eftir húsbréfum minnki.
Stjórnsýsla á Islandi
Fyrirgreiðsla ein
tegnnd spillingar
Gunnar H. Kristinsson
GUNNAR Helgi
Kristinsson, dósent
í stjórnmálafræði,
hefur gefið út bókina
„Embættismenn og
stjómmálamenn: Skipu-
lag og vinnubrögð í ís-
lenzkri stjórnsýslu.“ Bók-
in er afrakstur tveggja
ára rannsókna.
— Hverjar eru megin-
niðurstöður þínar í bók-
inni?
„Starfshættir í stjóm-
málum og stjómsýslu á
íslandi eru ekki eins vand-
aðir og æskilegt væri. Það
skortir á reglufestu í
mörgum hlutum. Skipu-
lag er víða- í miklum
ólestri, bæði milli stofn-
ana hvað varðar uppbygg-
ingu framkvæmdavalds-
ins og innan stofnana hins
opinbera.
Stjórnsýslan býr við ófullnægj-
andi umhverfi. Annars vegar býr
hún við mjög ómarkviss pólitísk
afskipti, þar sem Alþingi og ein-
stakir stjórnmálamenn hafa meiri
en ókerfísbundnari afskipti af
stjórnsýslumálum en í nágranna-
löndum okkar. Hins vegar býr hún
við ófullnægjandi aðhald. Hér er
ekki upplýsingaskylda stjórnvalda,
eftirlit þingsins virkar ekki með
fullnægjandi hætti og hér era ekki
stjórnsýsludómstólar. Þetta allt
gerir það að verkum að til dæmis
ábyrgð og kerfisbundin stefnumót-
un verður dálítið utangarðs í
stjórnsýslu á íslandi."
— I bókinni er talsvert fjallað
um það hvemig íslenzk stjórnmál
hafa um langt skeið einkennzt af
svokallaðri fyrirgreiðslupólitík.
Mörgum fínnst hún vera eðlilegur
partur af stjórnmálum í litlu landi.
Eru þetta eðlileg vinnubrögð?
„Þegar ég var að skrifa bókina
leitaði ég að heimildum um spill-
ingu og umræðum um hana í
mörgum löndum. Það, sem við
köllum fyrirgreiðslupólitík á /s-
landi, er þekkt fyrirbæri víðar, til
dæmis í Bandaríkjunum og á Ital-
íu. Hún er kannski ekki alvarleg-
asta tegundin af spillingu — það
má finna alvarlegri tegundir, sem
tengjast til dæmis glæpastarfsemi.
En hún er engu að síður spilling
og varla vafí á að hún er af hinu
vonda. Það, að menn líti á hana
sem eðlilegan hlut, lýsir því að hér
ríkir ekki skilningur á að stjóm-
sýsla er mjög mikilvægt svið og
henni ber að sinna á kerfísbundinn
hátt, en ekki með geðþóttaákvörð-
unum, til þess að mismuna ekki
borgurunum."
— Nú hefur það nýlega gerzt í
fyrsta sinn að ráðherra segi af sér
vegna embættisfærslu sinnar. Var
þetta eðlileg ákvörðun, miðað við
það, sem þú hefur
skoðað í öðrum löndum,
og hefði kannski áður
verið ástæða til að ráð-
herrar segðu a f sér ?
„Ef þetta mál hefði
til dæmis komið upp í Danmörku
er enginn vafí á að ráðherrann
hefði sagt af sér miklu fyrr, eink-
um til þess að baka ekki flokki
sínum og ríkisstjórn þau óþæg-
indi, sem leiða af því að sett séu
alvarleg spumingarmerki við emb-
ættisfærslu hans. í nágrannalönd-
um okkar eru miklu ríkari hefðir
fyrir því að ráðherra segi af sér,
jafnvel þótt aðeins vakni alvarleg-
ar efasemdir og ekkert hafi sann-
azt á þá. Hins vegar er gott að
hann sagði af sér, því að það skap-
ar fordæmi. Menn munu í framtíð-
inni bera sig saman við þetta
mál. Það er enginn vafi á að áður
hefði verið ástæða til að ráðherrar
segðu af sér. Mál Guðmundar
Áma Stefánssonar hefur vakið
►GUNNAR Helgi Kristinsson
fæddist í Reykjavík 19. marz
1958. Hann lauk stúdentsprófi
frá MS 1978 og BA-prófi í stjórn-
málafræði frá Háskóla íslands
1981. Árið 1982 lauk hann MSc-
prófi í stjórnmálafræði frá Lond-
on Schooi of Economics and
Political Science og doktorsprófi
frá University of Essex 1989.
Hann hóf kennslu við HÍ 1986
og gegnir nú stöðu dúsents í
stjórnmálafræði. Gunnar er
kvæntur Maríu Jónsdóttur og á
einn f ósturson og tvær dætur.
mikla athygli, en ég hef enga trú
á að embættisfærsla hans sé eins-
dæmi í íslenzkri stjórnmálasögu.“
— Hvaða tillögur til úrbóta set-
ur þú fram í bókinni?
„Ég hef ekki trú á töfralausn-
um. Vandi stjórnsýslunnar er
margslunginn og leiðir af því að
menn hafa ekki sinnt henni í ár-
anna rás, þannig að vandamálin
hafa hlaðizt upp. Ég velti því hins
vegar fyrir mér, að bæta mætti
starfshætti bæði Alþingis og
stjómmálaflokkanna þannig að
þessir aðilar fengjust meira við
almenna stefnumótun, en væra
minna í beinum afskiptum af
stjómsýslu. Það væri gagnlegt að
setja skýrari reglur um stjórnsýsl-
una og þar hafa stjómsýslulögin
verið mikil bót. Fara mætti lengra
á þessari braut, en ég er ekki viss
um að Alþingi ætti ævinlega að
setja þær reglur. Hugsanlega væri
gagnlegast að hér væri settur upp
stjómsýsludómstóll, sem með for-
dæmisgildi úrskurða sinna sinnti
almennri reglusetningu.
Einkavæðing er ein leið. Ríkis-
valdið hér á landi hefur verið að
sýsla ýmislegt, sem er ekki hlut-
verk þess að fást við. Það minnkar
þiýstinginn á umbætur ef menn
draga saman ríkisbákn-
ið, en einkavæðing
kemur þó aldrei í stað-
inn fyrir umbætur. Op-
inber stjómsýsla verður
alltaf að sinna ákveðn-
um verkefnum.
Meginmálið í bókinni er ef til
vill það, að menn þurfi að huga
að skipulagi stjómsýslunnar sjálfr-
ar. Við erum með alltof margar
og litlar einingar, til dæmis fárán-
lega veik sveitarfélög og of marg-
ar og smáar ríkisstofnanir.
Það, sem sennilega vantar á
íslandi, er sá hugsunarháttur að
stjómsýsla sé mikilvæg, að hún
þurfi ákveðið svigrúm og búa þurfí
henni stöðugt umhverfi. Það er
arfur frá seinustu öld, þegar fram-
kvæmdavaldið var danskt, að á
íslandi er ijandskapur út í embætt-
ismennsku og menn hafa lítinn
skilning á að stjórnsýslan fram-
kvæmir mjög mikilvæga hluti, sem
verður að gera vel.“
Stjórnsýslu-
dómstóll
gagnlegur