Morgunblaðið - 19.11.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 11
FRÉTTIR
Sigurður Líndal lagaprófessor á fundi frj álslyndra j afnaðarmanna um Atlanta-málið
Sviptir vinnu með
mannréttindabroti
Sigurður Hreinn Halldór
Líndal Loftsson Grönvold
SIGURÐUR Líndal prófessor
reifaði í upphafi almenn
atriði um stéttarfélög og
rétt manna til vinnu. Hann
vék því næst að Atlanta-málinu
svokallaða og tók fram að ef rétt
væri, eins og honum hefði skilist,
að enginn kjarasamingur væri i
gildi milli Atlanta og FÍA, FFF
væri löglegt stéttarfélag, Atlanta
hefði gert löglegan kjarasamning
við félagið og engir FIA-flugmenn
væru starfandi hjá Atlanta, væri
aðeins um „theorískt" eða fræðilegt
verkfall að ræða. Á sama hátt væri
vart séð að hægt væri að boða til
samúðarverkfalls til stuðnings
verkfallsmönnum þar sem enginn
væri í verkfalli.
Sigurður sagði að FÍ A hefði eng-
an rétt til að ryðja löglegu stéttarfé-
lagi til hiiðar og þröngva sínum
samningum upp á aðra. „Ég sé
ekki betur, ef brotið er á mannrétt-
indum með að neyða menn í félög,
að það hljóti að vera mannréttinda-
brot, og ekki betra, að taka sér
vald fyrir menn sem eru viður-
kenndir fyrir utan og ætla að
þröngva sér með verkfallsaðgerðum
til að semja. Mannréttindabrotið er
notað til að fremja annað, þ.e. að
svipta menn vinnu,“ sagði Sigurður
og hann lauk máli sínu með því að
skora á verkalýðshreyfinguna að
leggjast undir feld og endurskoða
grundvallarviðhorf sín.
Áhrif Atlanta á stofnun FFF
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
Alþýðusambandsins, reifaði meðal
annars aðdraganda stofnunar FFF
og sagði að á sama tíma og Atl-
anta hefði staðið í kjaraviðræðum
við FÍA hjá ríkissáttasemjara hefði
fyrirtækið haft bein áhrif á starfs-
mennina í þeim tilgangi að þeir
Andstæð sjónarmið í
Atlanta-málinu svokall-
aða mættust á fjöl-
mennum fundi Félags
frj álslyndra j afnaðar-
manna á fimmtudags- _
---------------7-----
kvöld. Anna G. Olafs-
dóttir dregur hér fram
atriði í máli þriggja
frummælenda.
sniðgengju stéttarfélag sitt og
semdu beint við fyrirtækið. Máli
sínu til stuðnings vitnaði Halldór í
telex Hafþórs Hafsteinssonar, flug-
rekstrarstjóra, til starfsstöðva fyrir-
tækisins eftir fyrsta fundinn með
FÍA hjá ríkissáttasemjara 30.
ágúst. Þar segir meðal annars:
„Nú ber svo við að Arngrímur
Jóhannsson ákvað að koma til móts
við þessar óskir flugmanna um
launasamning við flugfélagið Atl-
anta. Samningur félagsins og flug-
manna grundvallast á þeim samn-
ingi sem að lagður hefur verið fram
af flugmönnum í gegnum FÍA ..."
Síðar segir: „Því er lagt til að þessi
mál séu betur komin á þann hátt
að flugfélagið semji beint við flug-
menn um kaup og kjör á þessum
nótum og að sett verði á laggirnar
samninganefnd flugmanna og fé-
lagsins til þess að ræða þessi mál
og önnur mál með reglulegu milli-
bili til þess að bæta upplýsinga-
flæði og samskipti á milli félagsins
og flugmanna."
Með skilaboðunum var flug-
mönnunum, að sögn Halldórs, fylli-
lega gefið í skyn að kröfugerð stétt-
arfélagsins komi í veg fyrir samn-
inga og verði ekki brugðist skjótt
við taki við vinnustöðvun. Flug-
rekstrarstjórinn benti síðan á lausn-
ina, 3ja manna samninganefnd
flugmanna óháð stéttarfélaginu.
Halldór telur í niðurlagi upp
hvaða lærdóm sé hægt að draga
af Atlantamálinu. „Það er vegið að
kjörum og réttindum launafólks
með grófari og ófyrirleitnari hætti
en oft áður. Þar eru fremstir í flokki
frjálshyggjupostular ýmsir sem
ekkert virðist heilagt í baráttunni
gegn skipulagðri hreyfingu launa-
fólks sem hvílir á jafnaðarstefn-
unni,“ segir hann og telur upp að
í deilunni birtist þetta meðal annars
í því að neitað sé að gera kjara-
samninga, stunduð sé gervi-verk-
taka, gerð tilraun til að sundra sam-
tökum launafólks og sá óeiningu
meðal vinnufélaga og gera tilraun
til atvinnukúgunar.
Vinnulöggjöf veröi
endurskoðuð
Hreinn Loftsson, lögmaður Atl-
anta, minnti á að 300 manns hefðu
verið að störfum hjá fyrirtækinu
síðasta sumar. Af þeim hafi íslend-
ingar verið um 60%. Starfsemin
hafi samtals skilað rúmum 800
milljónum í þjóðarbúið á síðastliðnu
ári. Hann rakti í stuttu máli aðdrag-
anda deilunnar og fullyrti að hún
stæði nú í raun um forgangsrétt
og starfsaldurslista sem væri ná-
tengt mál.
„Einnig hafa FÍA-menn krafist
mun lengri uppsagnarfrests fyrir
félagsmenn sína en nýja stéttarfé-
lagið. Forráðamenn flugfélagsins
hafa ekki viljað gefa eftir gagnvart
kröfu FÍA um forgangsréttinn og
óttast mjög að það geti leitt til
þess að FÍA nái kverkataki á félag-
inu eins og raunin er varðandi Flug-
leiðir að margra mati. Hafa þeir
talið sér það óheimilt þar sem þá
sé verið að bijóta kjarasamninginn
við hið nýja stéttarfélag,“ sagði
Hreinn og dró að lokum fram tvö
aðalatriði málsins að hans dómi.
Annars vegar virtust menn í
verkalýðshreyfingunni þrúgaðir af
gömlum vana og rígbindu sig í
gamalt kerfi. Þar virtust menn ekki
sjá nauðsyn sveigjanleika gagnvart
nýrri starfsemi. Hins vegar þarfn-
aðist vinnulöggjöfin endurskoðunar
ef menn meintu eitthvað í raun og
veru með talinu um að laða erlend
fyrirtæki til landsins. Félagsdómur
sjálfur væri gott dæmi um þetta.
Morgunblaðið/Sverrir
VÉL Atlanta kom með farþega frá Dublin um miðnætti í fyrra-
kvöld, hálfum sólarhring fyrir hertar verkfallsaðgerðir FÍA.
Norræna flutningaverkamannasambandið
Yilyrði fyrir sam-
úðaraðgerðum
NORRÆNA flutningaverkamanna-
sambandið hefur gefið Félagi ís-
lenskra atvinnuflugmanna vilyrði
fyrir að veita því aðstoð komi til
verkfalls FÍA hjá Atlanta. Borgþór
S. Kjæmested, framkvæmdastjóri
Norræna flutningaverkamanna-
sambandsins, segir að samúðarað-
gerðir sambandsins gætu falist í
afgreiðslustöðvun á vélum Atlanta
á Norðurlöndum.
FÍA hefur sótt um aðild að Nor-
ræna flutningaverkamannasam- ’
bandinu og að sögn Borgþórs hefur
tilskilin umsögn íslensku aðildarfé-
laganna, Verkamannasambandsins
og Sjómannafélags Reykjavíkur
verið jákvæð í garð umsóknarinnar
og því aðeins formsatriði að veita
FIA aðild.
Borgþór sagði að talsmenn FIA
hefðu haft samband og nefnt að
þeir myndu hugsanlega leita eftir
aðstoð sambandsins ef til verkfalls
kæmi. Engin formleg beiðni þar að
lútandi hefði þó borist frá FIA, en
þeim verið tjáð að sambandið væri
jákvætt í málinu. Aðspurður í hvaða
formi sú aðstoð yrði ef til kæmi
sagði Borgþór að til algjörar af-
greiðslustöðvunar á flugvélum Atl-
anta gæti komið.
„Samstöðuaðgerðir af þessu tagi
eru hins vegar alltaf metnar eftir
aðstæðum, og einnig er þetta nokk-
uð breytilegt eftir löndum," sagði
hann.
Mismunandi fyrirvari
Borgþór sagðist hafa haft af því
fregnir að eitthvað hefði verið um
lendingar flugvéla Atlanta í Dan-
mörku og Noregi, og því kæmi
hugsanlega til samstöðuaðgerða í
báðum þessum löndum, en fyrirvara
aðgerða sagði hann hins vegar vera
mismunandi eftir löndum.
„í Noregi er 14 daga boðunartími
á samstöðuaðgerðir, í Danmörku 7
dagar, en í Svíþjóð og Finnlandi
hefur aðgerðum verið beitt fyrir-
varalaust. Þetta fer þannig fram
að vinnuveitendasambandinu á við-
komandi stað er tilkynnt að stuðn-
ingur sé við aðgerðirnar."
OPNUNARTILBOÐ
CQ qAA “
J/I/VV/" stgr.
I tilefni af opnun húsgagnaverslunar og
sýningarsalar Tréforms hf aS SmiÖjuvegi 6,
Kópavogi, bjóðum við hin geysivinsælu
AMSTERDAM SÓFASETT 3 + 2 ó fróbæru
tilboð sverði. Dríföu þig á staðinn og gerðu
góS kaup!
Sýning um helgino!
Op/ð laugordog og
sunnudog 11-16
Smiðjuvegur 6, Kópavogur. Sími 44544