Morgunblaðið - 19.11.1994, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eyfirskir kartöflubændur vilja leggja landssamband sitt niður
,, Land ssambandið
er í raun ekki til“
„ÞAÐ er á hreinu að landssam-
bandið er að sinna sínum síðustu
störfum, það hefði átt að vera
búið að leggja það niður fyrir
löngu. Flest aðilarfélögin hafa
ekki greitt lögbundin gjöld til sam-
bandsins í mörg ár, svo hafa félög
sagt sig frá því og í einu félagi
er aðeins einn félagi, en lög sam-
bandsins gera ekki ráð fyrir færri
en tíu félögum í hverju félagi. Því
er nánast hægt að segja að lands-
sambandið sé í rauninni ekki til,“
sagði Jónas Baldursson, formaður
Félags kartöflubænda við Eyja-
fjörð, á fundi félagins í fyrrakvöld
þar sem staða mála var rætt.
Óánægja
Flestir fundarmanna tóku í
sama streng og formaðurinn, al-
menn óánægja með landssam-
bandið kom greinilega fram á
fundinum. Helgi Örlygsson, bóndi
á Þórisstöðum, fulltrúi félagins á
aðalfundi sambandsins á dögun-
Eyfirðingar einir
hafa greitt til sam-
bandsins frá 1990
um, sagði að Félag kartöflubænda
við Eyjafjörð væri eina félagið inn-
an sambandsins sem greitt hefði
gjöld til félagins frá árinu 1990.
Það væri til marks um að sam-
bandið væri að líða undir lok.
Órói
Ákveðið var á aðalfundi sam-
bandsins að skipa þriggja manna
nefnd til að fara í saumana á
málefnum Landssambands kart-
öflubænda og eiga Norðlendingar
einn nefndarmanna. Sterklega
kom fram á fundi eyfiskra kart-
öflubænda að leggja bæri lands-
sambandið niður í núverandi
mynd, málum þeirra yrði ekki síð-
ur betur komið fyrir innan heildar-
samtaka landbúnaðarins. Kom
fram í máli eins fundarmanna að
hann teldi sambandið ekki hafa
unnið að framgagni hagsmuna-
mála kartöfluframleiðenda, vilji
meirihluta framleiðenda hefði í
raun verið hundsaður.
Óeining
Ólafur Vagnsson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
sagði á fundinum frá gangi mála
varðandi stofnrækt útsæðis og
taldi að óeining meðal kartöflu-
bænda gæti ógnað því að góður
árangur næðist.
Mikill órói er á kartöflumarkaði
vegna góðrar uppskeru á liðnu
hausti og eru bændur uggandi um
að þeir fái ekki nægilega hátt
verð fyrir framleiðslu þess árs.
Fram kom í máli formannsins á
fundinum, að ekki væri vitað ná-
kvæmlega hversu mikil uppskera
væri þannig að ef til vill væri um
óþarfa hræðslu að ræða.
MIKLU magni af ónýtu parket-und-
irlagi var fargað á sorphaugum
Akureyringa í Glerárdal í vikunni,
en hugmyndir um að flytja efnið
til endurvinnslu í Úrvinnslunni hf.
náðu ekki fram að ganga, þar sem
reglur kveða á um að ekki megi
nýta ótollafgreiddar vörur. Um-
hverfissinnar telja reglugerðarstífni
einum of mikla.
Byggingavörudeild ’ KEA flutti
inn parket-undirlagið í tveimur
gámum, alls 82 rúllur, sem hver
er tæplega 290 fermetrar að stærð.
Sjór komist í annan gáminn og
þannig eyðilagðist 31 rúlla af undir-
laginu sem er úr mjúku plasti. I
stað þess að urða þetta efni, sem
var mikið að umfangi og lengi að
eyðast, komu fram hugmyndir um
Jólakonfekt
ÞEIR eru til sem farnir eru að
huga að undirbúningi jólanna og
eitt af því sem sumir taka sér fyr-
ir hendur áður en hátíðin gengur
í garð er konfektgerð. Friðrik
Karlsson, matreiðslumaður, hefur
staðið fyrir námskeiðum í konf-
ektgerð. Töluvert er síðan það
fyrsta af mörgum var haldið en
upppantað er á þau öll. „Ég legg
áherslu á hafa þetta ekki flókið,
þetta er heimiliskonfekt sem auð-
velt er ad gera og gott að nálgast
hráefnið," sagði Friðrik.
að flytja það til Úrvinnslunnar hf.
sem nýtir plast og pappír og fram-
leiðir brettakubba.
Reglur í gildi
Sigurður Pálsson, yfirmaður toll-
gæslunnar á Akureyri, sagði, að
samkvæmt reglum yrði að tollaf-
greiða og greiða virðisaukaskatt og
önnur lögboðin gjöld af þeim vam-
ingi sem ætti að nýta. „Við hefðum
ekki mátt fara með þetta efni í
endurvinnsluna ótollafgreitt því þá
væri verið að nýta vaminginn. Hann
var af tryggingarfélagi dæmdur
ónýtur og slíkum varningi verður
að farga og um það gilda strangar
reglur, jarðýta keyrir yfir hann og
tætir áður en urðað er,“ sagði Sig-
urður.
Messur
AKUREYRARPRESTAKALL:
Helgistund verður á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu kl. 10. á morgun.
Hugleiðing: Sigurur Arnarson
cand. theol. Sunnudagaskóli í Ak-
ureyrarkirkju kl. 11. Hátíðarmessa
kl. 14.00. Afmælis kirkjunnar
minnst. Blásarar úr Tónlistarskól-
anum á Akureyri leika. Kór Akur-
eyrarkirkju syngur. Kvenfélag Ak-
ureyrarkirkju verður með basar og
kaffisölu í Safnaðarheimilinu eftir
messu til styrktar orgelsjóði kirkj-
unnar. Aðalfundur Listvinafélags
Akureyrarkirkju verður í Kapellunni
kl. 16.00. Æskulýðsfélagið heldur
fund í Kapellunni kl. 17. Biblíulest-
ur verður mánudagskvöldið 21.
nóvember kl. 20.30. í Safnaðar-
heimilinu.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í kirkjunni kl. 11.00 í
dag. Barnasamkoma kl. 11.00 á
morgun. Guðsþjónusta kl. 14.00
Basar kvenfélagsins í fordyri kirkj-
unnar að guðsþjónustu lokinni.
Fundur æskuýðsfélagsins kl.
18.00. Kyrrðarstund í hádeginu á
miðvikudag kl. 12-13, m.a. orgel-
leikur, helgistund og fyrirbænir,
léttur málsverður að stundinni lok-
inni.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn-
aðarfundur kl. 14.00 í dag og sam-
koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30
í kvöld. Safnaðarsamkoma kl. 1100
á morgun, og vakningarsamkoma
kl. 15.30. Biblíulestur næsta mið-
vikudag kl. 20.00. Kristileg krakka-
samtök kl. 17.15 næsta föstudag
og bænasamkoma kl. 20.30.
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf
fyrir einn af viðskiptavinum okkar:
Starf fulltrúa
Um er að ræða fjármálaumsjón og ýmis önnur störf á skrif-
stofu. Viðkomandi þarf að hafa viðskiptapróf eða aðra sam-
bærilega menntun. í starfinu felst m.a. ábygrð á innheimtu,
færslur í bókhald og skrifstofuumsjón. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf í upphafi ársins 1995.
Starf flokksstjóra
Um er að ræða flokksstjórastarf í vöruafgreiðslu, sem felur í
sér verkefnastjórnun ásamt mannaforráðum. Vinnutími getur
verið lengur þegar verkefni krefjast þess. Þarf að geta hafið
störf sem allra fyrst.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni, þar sem
umsóknareyðubiöð liggja frammi.
RÁÐNINGAR
Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600
Plastið mátti ekki fara í endurvinnsiu
Allt á haugana