Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Aukin bjartsýni í tilraunum með lúðueldi hjá Fiskeldi Eyjafjarðar ýta undir frekari umsvif
Hlutafé verði
aukið um
130 milljónir
HLUTHAFAFUNDUR í Fiskeldi Eyjafjarðar hf., sem gert hefur til-
raunir með lúðueldi, samþykkti á fímmtudag heimild til stjómar fé-
lagsins að auka hlutafé um 130 milljónir króna. Hlutafé er núna 105
milljónir og verður því eftir aukninguna alls 235 milljónir. Hluthöf-
um, sem eru um 60 talsins, verður boðinn forkaupsréttur en jafn-
framt er gert ráð fyrir að nýir hluthafar bætist í hópinn.
„Ástæðan fyrir hlutafjáraukning-
unni er sú, að árangurinn hjá okkur
fer sífellt batnandi," sagði Ólafur
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Fiskeldis Eyjafjarðar. „Þó að við
séum enn að glíma við ákveðin
vandamál teljum við að lausn þeirra
sé nú í sjónmáli.
Við höfum unnið að mjög góðu
verkefni með Lýsi hf. og Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands sem
hefur skilað miklu betra fóðri en
völ er á erlendis. Tilraunir með notk-
un á þessu fóðri munu hefjast strax
eftir áramót. Síðast en ekki síst
hefur okkur tekist að flytja og færa
hrygninguna til á físki í eldisstöð-
inni á Dalvík, en það verkefni hefur
verið unnið í samvinnu Hafrann-
sóknastofnunina í Bergen og Há-
skólann í Gautaborg. Þetta verkefni
hófst fyrir þremur árum og er að
skila þeim árangri að hluti fisksins
er byrjaður að hrygna u.þ.b. fjórum
mánuðum fyrir venjulegan hrygn-
ingartíma. Síðan reiknum við með
að annar hópur físka byiji að hrygna
í byrjun mars og þriðji hópurin í
byijun júlí. Með þessu lengjum við
tímann sem hægt er að vinna að
tilraunum.
Þessi árangur hefur orðið til þess
að við teljum núna tímabært að hefja
tilraunaeldi í Þorlákshöfn á þeim
fískum sem við eigum. Þar er stór
fiskeldisstöð, ísþór, sem staðið hefur
ónotuð frá árinu 1992. Hún hentar
okkur ágætlega méð ákveðnum
breytingum og þar munum við byija
að fíkra'okkur áfram með matfísk-
eldi á lúðu. Við eigum ýmislegt eftir
ólært á því sviði þótt rannsóknir í
tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar
í Grindavik lofi mjög góðu.“
Hefja matfiskeldi í
Þorlákshöfn í janúar
Isþórs-stöðin í Þorlákshöfn er í
eigu Framkvæmdasjóðs sem yfírtók
hana við gjaldþrot fyrirtækisins.
LÚÐURNAR í fiskeldisstöðinni eru orðnar gæfar og mannelskar, og eta úr lófa umsjónarmanna.
Ólafur segir að sjóðurinn hafi lýst
sig reiðubúinn að selja stöðina og
sé nú stefnt að því að hefja þar eldi
í janúar. Þetta feli í sér um 50 millj-
óna fjárfestingu fyrir fyrirtækið- í
endurbótum á stöðinni „Það er mik-
ill áhugi fyrir því meðal núverandi
hluthafa á að halda verkefninu
áfram og ég reikna með því að
hlutafjárútboðið fari fram strax í
næstu viku.“
Fiskeldi Eyjaíjarðar framleiddi
10-15 þúsund myndbreytt lúðuseiði
nú í haust og gert er ráð fyrir að
tæplega 10 þúsund seiði muni kom-
ast á legg. Þessir fískar verða flutt-
ir til Þorlákshafnar um leið og end-
urbótum verður lokið ásamt nokkur
þúsund lúðum sem verið hafa í til-
raunaeldi hjá Hafrannsóknastofnun
í Grindavík. Er hluti þeirra físka
farinn að nálgast sláturþyngd sem
er 5 kíló. Þeim físki var klakið út
árið 1991 en um þijú ár tekur að
jafnaði að ala fískinn í sláturstærð.
Fersk lúða er mjög eftirsótt á er-
lendum mörkuðum og seld á háu
verði.
Ólafur kvaðst þó vilja árétta á
að lúðueldið væri ennþá á tilrauna-
stigi og ekki einsýnt um árangur.
„Við eigum ennþá eftir að sýna
endanlega að hægt sé að reka lúðu-
eldi með hagnaði og þess vegna
leggjum við áherslu á að fyrirtækið
verði fjármagnað með hlutafé og
rannsóknarstyrkjum á næstu árum.
Sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfír
áhuga á að þessu verkefni verði
haldið áfram og við höfum fengið
góða styrki gegnum ráðuneytið,
Rannsóknarráð og nokkra erlenda
aðila.“
Stærstu hluthafar í Fiskeldi Eyja-
fjarðar eru Byggðastofnun, Útgerð-
arfélag Akureyringa, Hafrann-
sóknastofnun, Akureyrarbær, Arn-
ameshreppur, Umbúðamiðstöðin
hf., Samheiji hf., Kaupfélag Eyfírð-
inga, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
hf. og DNG hf.
Emerald European Airways
Lífeyrissjóður bænda
stærsti íslenski hluthafinn
Hrávara
Uppsveiflan er
í málmunum
London. Reuter.
EFTIRSPURN eftir málmum var mikil í vikunni og verð þeirra hækk-
aði einu sinni enn. Verð á annarri hrávöru hækkaði ekki eins mikið
og kaffi er á undanhaldi, því að dregið hefur úr ugg_ um að framboð
muni minnka vegna óhagstæðra skilyrða í Brasilíu. Áhugi á iðnaðar-
málmum hefur verið mikill í ár, enda er talið að hann muni hækka
í verði vegna efnahagsbatans á Vesturlöndum á næstu árum. Um
5-6% hækkun á verði kopars og áls í vikunni ber vott um.það.
LÍFEYRISSJÓÐUR bænda er
stærsti hluthafinn í eignarhaldsfé-
laginu Aktiva hf. sem tók þátt í
stofnun flugfélagsins Emerald
European Airways í Belfast á Norð-
ur-írlandi fyrir skemmstu.
Hlutafé Aktiva er alls um 22
milljónir króna en þar af er lífeyris-
sjóðurinn með tæplega helmings
hlut. Aðrir hluthafar eru fólksflutn-
ingafyrirtækið Allra handa, Sverrir
Þorsteinsson, Jens Ingólfsson,
Stefán Ásgrímsson, Kristinn Sig:
tryggsson og Jón Jakobsson.
Benedikt Jónsson, framkvæmda-
HAGVOXTUR í Bretlandi miðað við
heilt ár jókst um 4.2% á þriðja árs-
fjórðungi og hefur ekki aukizt eins
ört síðan í árslok 1988, áður en sam-
drátturinn hófst.
Fyrri áætlun um að verg land-
framleiðsla hafi aukizt um 0.7% á
þriðja ársfjórðungi hefur verið end-
urskoðuð og nú er áætlað að aukn-
ingin hafi verið 0.9%.
Áætlun um landframleiðslu á 2.
ársfjórðungi var einnig meiri en tal-
ið var í fyrstu og það bendir til að
efnahagsbati í Bretlandi í ár fari
fram úr björtustu vonum. „Tölurnar
eru enn ein bending um aukinn vöxt
í tengslum við útflutning og að verð-
bólgu verði haldið í skefjum" að
sögn brezka fjármálaráðuneytisins.
stjóri Lífeyrissjóðs bænda, sagði í
samtali við Morgunblaðið að um-
ræða um hlutafjárkaup sjóðsins í
Emerald European Airways hefði
hafist sl. vor. í framhaldi af því
hefði verið ákveðið að stofna sér-
stakt eignarhaldsfélag til að gæta
hagsmuna íslensku hluthafanna.
Aðspurður um hvaða rök væru
fyrir fjárfestingu Lífeyrissjóðs
bænda í Emerald sagði Benedikt
að forráðamenn sjóðsins hefðu trú
á því að hér væri um að ræða arð-
saman rekstur. „Það eru ekki lak-
ari horfur í þessari starfsemi en í
Endurskoðunin á áætluðum vexti
á þriðja ársfjórðungi kemur ekki á
óvart vegna frétta um aukna iðnað-
arframleiðslu í september, en stað-
festingin hefur orðið til þess að
nokkrir hagfræðingar hafa endur-
skoðað áætlanir sínar um verga
þjóðarframleiðslu 1994.
Hærri vextir?
Jafnvel þótt vöxturinn verði minni
á síðasta ársfjórðungi vegna dræm-
ari eftirspurnar neytenda gæti heild-
arvöxturinn hæglega orðið 3.8% eða
meiri að dómi Andrews Milligans,
yfirhagfræðings New Japan Secu-
rities í London. Vöxturinn hefur yfir-
leitt verið um 2.25% í Bretlandi á
síðustu áratugum.
íslenskum fyrirtækjum almennt. í
öðru lagi , má benda á það að
bændasamtökin reka Ferðaþjón-
ustu bænda sem hefur sífellt aukið
sín umsvif á undanförnum árum.
Þessi fjárfesting styður bæði við
ferðaþjónustuna og skapar mögu-
leika vegna svokallaðra bænda-
ferða. Auk þess lá það fyrir við
stofnun fiugfélagsins að hluthöfum
yrði gefinn kostur á farseðlum á
niðursettu verði og gætu með sölu
farseðla minnkað áhættuna vegna
hlutafjárkaupanna."
Hagfræðingar telja að Englands-
banki muni nú líklega beita áhrifum
sínum til þess að Kenneth Clarke
fjármálaráðherra hækki forvexti,
sem eru nú 5-3/4%. Næsti fundur
hans og Eddies Georges bankastjóra
verður 7.desember.
Ýmsir telja að gripið verði til
vaxtahækkunar í desember að lokn-
um fjárlagaumræðum, en aðrir spá
1/2% hækkun í janúar. Undanfarna
tvo mánuði hefur aldrei verið eins
lítil verðbólga í Bretlandi: um 2%.
Brezka stjórnin hefur reynt að halda
verðbólgunni á bilinu 1-4%
Englandsbanki óttast hins vegar
höft á framleiðslugetu og hærra
verð framleiðenda.
Pálmaolía var eina hrávaran fyrir
utan málma sem spákaupmenn
sýndu áhuga í vikunni, enda bendir
allt til þess að framleiðendur mata-
rolíu og sápu verði að greiða hærra
verð þar sem dregið hefur úr birgð-
um á framleiðslusvæðum í Austur-
Asíu.
Staðan á hrávörumarkaði í vik-
unni var í aðalatriðum sem hér segir:
• KOPAR - Hækkaði aftur um
6.4% í vikunni í 2,861 dollara tonn-
ið. Verðið hefur hækkað um 77%
síðan það var í mestri lægð síðari
hluta árs í fyrra og hefur ekki verið
hærra í Ijögur ár. Traustasti
málmurinn, en þó brá mönnum seint
í vikunni þegar lagerinn jókst óvænt
um 7,700 tonn.
• ÁL - Birgðir halda áfram að
minnka og tilkynnt var í lok vikunn-
ar að þær hefðu dregizt saman um
50,000 tonn. Verðið hækkaði því í
1,972 dollara, sem er 6.4% hækkun
síðan í síðustu viku, hæsta verð í
fjögur ár og 90% hækkun síðan
1993.
• BLÝ og ZINK - Nutu að sumu
leyti góðs af hækkuninni á kopar
og áíi, en hækkuðu ekki eins mikið
í verði. Blýið komst í 700 dollara
og zinkið í yfir 1,200 dollara eins
og gert hafði verið ráð fyrir. Ganga
mun á birgðir, þar sem dregið hefur
úr námagrefti og eftirspurn hefur
aukizt.
• NIKKEL - Birgðir frá Rússlandi
berast seint til Evrópu vegna erfíðra
vetrarsamgangna. Það hefur átt
þátt í að treysta markaðinn og verð-
ið fór yfir 7,800 dollara tonnið og
hækkaði um 400 dollara í vikunni.
• GÓÐMÁLMAR - Fjárfestar
forðuðust gull og silfur vegna vaxta-
hækkunarinnar í Bandaríkjunum,
en þar sem hækkunin var talin stafa
af uppsveiflu hélzt áhugi á palladíni
og platíu.
• KAFFI - Framboð hefur aukizt
og verðið lækkaði enn um 177 doll-
ara tonnið í vikunni. Verið getur
að áhrif nýlegra frosta og þurrka í
Brasilíu bitni ekki é neytendum fyrr
en 1995.
• SYKUR - Verðið lækkaði fyrst,
en hækkaði aftur.
• KÓKÓ - Óbreytt verð meðan
beðið er upplýsinga um uppskeruna
á Fílabeinsströndinni, aðalfram-
leiðslulandinu.
• PÁLMAOLÍA - Talið er að upp-
skeran verði ekki nógu mikil til þess
að fullnægja eftirspurn. Flutninga-
erfiðleikar og tafír á sendingum frá
Austur-Asíu ýttu undir nýja hækk-
un á cif-verði upp á 60 dollara tonn-
ið og nú hefur það tvöfaldazt á einu
ári.
• HRÁOLÍA - Brent-verðið á
hráolíu lækkaði um 80 sent tunnan
í vikunni. Gætni á markaði vegna
fundar OPEC á Bali í næstu viku.
Ef til vill óbreytt framleiðsla fyrri
hluta árs 1995.
Efnahagsbati
Mesti uppgangur í
Bretlandi síðan 1988
London. Reuter.