Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 15 Milljarður einkatölva á tíu árum? Las Vegas. Reuter. FORSTJÓRI Intel, Andy Grove, spáir því að einn millj- arður nýrra einkatölva verði seldur á næstu tíu árum — sem samsvarar því að um það bil helminur mannkynsins eignist slík tæki. Grove er einn helzti páfi tölvuiðnaðarins og sagði þetta á fundi mneð nokkur þúsund tölvu- og hugbúnaðarsölum á vörusýningunni Comdex í Las Vegas. Nú eru nær 50 til 60 milljón- ir einkatölva keyptar á ári hvetju og þeim fer fjölgandi, en Grove kveðst hafa tekið til- lit til þess í útreikningi sínum. Hagnaður ABBeykst Ziirich. Reuter. TEKJUR rafmagnsverkfræði- fyrirtækisins ABB Asea Brown Boveri AG jukust um 21% fyrstu níu mánuði ársins og búizt er við að árstekjurnar verði meiri en 1993. Tekjurnar námu 874 millj- ónum dollara miðað við 722 milljónir á sama tíma 1993. Tekjumar allt árið 1993 námu 1,192 milljónum dollara. Bætt afkoma fyrirtækisins er talin stafa af því að það hefur endurskipulagt starfsemi sína og dregið úr kostnaði á undanförnum árum. Launa- kostnaður hélt áfram að lækka. Iljúsjín byijar ánýrrivél Moskvu. Reuter. IUÚSJÍN-flugvélaverksmiðj- urnar hefja smíði á nýrri II- 96M-breiðþotu í apríl á næsta ári og hún verður fyrsta rúss- neska flugvélin, sem verður búin bandarískum hreyflum og stjómtækjum að sögn tals- manns fyrirtækisins. Fulltrúar bandarísku fyrir- tækjanna Pratt & Whitney og Rockwell Collins eru væntan- legir til Voronezh-verksmiðj- unnar í Suður-Rússlandi. Þotan á að geta flogið frá Moskvu til New York án við- komu og vonað er að hægt verði að selja hana á heims- markaði. Fyrsta opinbera ferð- in er ráðgerð 31. desember á næsta ári. I1-96M getur flutt 318 far- þega á þremur farrýmum á allt að 11,500 km alþjóðaleið- um. Iljúsjín sagði í fyrra að 30 pantanir hefðu borizt í nýju vélina frá ýmsum löndum Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Afkoma VW batnar Bonn. Reuter. AFKOMA Volkswagen AG batnaði verulega fyrstu níu mánuði ársins og fyrirtækið býst við að koma slétt út á árinu í heild. Frá janúar til september minnkaði tap á rekstrinum í 73 milljónir marka úr 1.532 milljörðum á sama tíma 1993. Fyrirtækið skilaði nettó- hagnaði þriðja ársfjórðunginn í röð, 136 milljónum marka. Sala jókst um 4.8% í 58.8 milljarða marka fyrstu níu mánuðina og afhending nýrra bíla um 6.7% í 2.3 milljónir ein- inga. ___________________VIÐSKIPTI_____________________________________ Hugbúnaður hf. semur við danskan umboðsaðila Casio-afgreiðslutölva Selur afgreiðslu- kerfið erlendis NÝ afgreiðslutölva af gerðinni TEC. HUGBÚNAÐUR hf. hefur samið við umboðsaðila Casio í Danmörku um sölu á hugbúnaðarkerfí fyrir nýja gerð af afgreiðslutölvu sem japanska fyrirtækið ætlar að setja á markað um áramótin. Að sögn Páls Hjalta- sonar, framkvæmdastjóra Hugbún- aðar, hafa 37 búðir í Danmörku þeg- ar pantað hugbúnaðinn og samning- urinn opnar möguleika á að selja hann víða um heim. Hugbúnaðurinn Ebeneser er nú i um 70 verslunum á íslandi, en hann er tengdur afgreiðslutölvum og skilar upplýsingum til svokallaðra bakkerfa og bókhaldskerfa, þar sem verslan- akeðjur geta unnið úr upplýsingum frá mörgum búðum. Hugbúnaðurinn hefur verið aðlagaður bæði IBM- og TEC-tölvum og hefur verið seldur til Bretlands undir nafninu POSability, þar sem hann er nú í notkun í um 20 verslunum. Sveinn Áki Lúðvíksson, markaðs- stjóri Hugbúnaðar, sagði að Ebenes- er hugbúnaðurinn hefði verið valinn fram yfir danskan búnað af Super One verslanakeðjunni í Danmörku, sem er með Casio-afgreiðslutölvuna til reynslu. Þó að reynslutími hennar væri ekki liðinn hefðu 37 búðir af 110 í keðjunni þegar pantað hugbún- aðinum og eigendur Super One hefðu lýst yfir ánægju sinni með jiann, þar á meðal því að hann tengdist auð- veldlega bakkerfi þeirra. Þá væru þeir einnig ánægðir með að Hugbún- aður á forrit fýrir fleiri gerðir versl- unarkerfa. Hinn danski umboðsaðili Casio, Papirsgárden, hefur boðist til að vera söluaðili fyrir verslunarkerfis- búnað Hugbúnaðar og kynnti hann söluaðilum Casio í Evrópu á fundi í London fyrir skömmu, en þar var hin nýja afgreiðslutölva Casio kynnt. Páll sagði að þegar í febrúar á næsta ári myndu vera fleiri afgreiðsl- utölvur með hugbúnað fyrirtækisins í notkun erlendis en á íslandi. Tengsl við stórar verslanakeðjur opnuðu síð- an möguleika á stórauknum viðskipt- um, en sem dæmi má nefna að eig- endur Super One-keðjunnar eiga 600 verslanir í Danmörku og slíkar keðj- ur sjá sér oft hag í að hafa sama kerfið í öllum sínum tölvum. Einnig hefur verið rætt um að Hugbúnaður seldi veitingahúsakerfi sitt til Morri- son-verslunarkeðjunnar í Bretlandi, sem er ein sú stærsta þar í landi og er með veitingasölu í hverri verslun. Auk Bretlands og Danmerkur er búnaður frá Hugbúnaði notaður til reynslu í Finnlandi og Tékklandi og rætt hefur verið um að setja hann upp í Þýskalandi. Hugbúnaður hf. mun á næsta ári hafa fjárfest um 100 milljónir í hönn- un á hugbúnaði fyrir verslunar- og veitingahúsakerfi, að sögn Páls. Hann sagði að um mitt næsta sumar myndi deildin sem hannaði þennan búnað byija að standa undir sér, en þá væri stærstur hluti undirbúnings- starfsins unninn, en salan erlendis héldi vonandi áfram að aukast. THkynning frá Einstakt tækifæri aðeins í nokkra daga! Vikuna 19. til 27. nóvember bjóðum við 20% afslátt af öllum fatnaði i versluninni. Ekkert er undanskilið! Frakkar, jakkaföt, stakir jakkar, skyrtur, ungbarnaföt, jólaföt á börnin, barnabuxur og peysur, dömupeysur, bolir, útigallar, úlpur, regnföt, sokkar, sokkabuxur, náttföt, nærföt, skór, stigvél o.m.fl. Afslátturinn er af skráðu verði og er veittur við kassann. Nokkur verðdæmi: Jakkaföt herra úr ullarblöndu, sem kosta milli 16 og 25 þúsund úti í bæ, Skráð verð hjá okkur 9.990, en kosta núna með afslætti aðeins kr. 7.992. Fallegir og hlýir vetrarullarfrakkar, skráð verð 9.992, nú kr. 7.994. Stakir jakkar, skráð verð 6.975, nú kr. 5.580. Herraskyrtur, skráð verð 1.363, nú kr. 1.090. Dömupeysur, skráð verð 2.350, nú kr. 1.880. Dömuvesti, skráð verð 1.412, nú kr. 1.130. Barna úlpur, skráð verð 1.494, nú kr. 1.195. Kjólar á telpur, skráð verð 1.195, nú kr. 956. Drengjaspariföt (buxur, vesti, skyrta), skráð verð 1.683, nú kr. 1.346. NáttKjólar, skráð verð 675, nú kr. 540. Herra nærbuxur, skráð verð 247, nú kr. 198. Nærfatasett barna, skráð verð 435, nú kr. 348. Bugatti samfellur, skráð verð 2.889, nú kr. 2.311. Jólasælgæti og leikföng i miklu urvali og á gjafverði! Verslun (f^ er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldrí. Allt verð sem gefiö er upp í þessari kynningu er staðgreiðsluverð. VJSA Birgðaverslun F&A, Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 873211, fax 873501. Við erum sunnan við Ölgerðarhús Egils og noröan viö Osta- og smjörsöluna. Athugið breyttan opnunartíma um helgar (vetraropnunártími) Laugardaga kl. 12 til 18. i Sunnudaga kl. 13 til 18. virka daga kl. 12 til 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.