Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 19
FRÉTTIR: EVRÓPA
Ríkiseinokun á
símakerfum af-
lögð 1998 í ESB
Einkarekin símakerfi verða að ná til
alls landsins, segir samgönguráðherra
Brussel. Reuter.
SAMGÖNGU- og fjarskiptaráðherr-
ar Evrópusambandsins ákváðu á
fimmtudagskvöld að afnema einka-
rétt ríkissímafyrirtækja í aðildarríkj-
unum á uppbyggingu og rekstri
grunnfjarskiptakerfís hinn 1. janúar
1998. Portúgal, írland, Spánn og
Grikkland fá fimm ára aðlögunar-
tíma og hið smáa símakerfi Lúxem-
borgara tveggja ára aðlögunartíma
í viðbót.
Ráðherraráðið samþykkti hins
vegar ekki tillögur framkvæmda-
stjómar ESB um að strax á næsta
ári verði t.d. kapalsjónvarpsstöðvum
leyft að dreifa tölvuupplýsingum um
dreifikerfi sín. Frakkland, Bretland
og Holland fóm fram á að fram-
kvæmdastjórnin legði fram nýjar til-
lögur, sem miðuðu að því að ná sama
markmiði. Undir það tóku áheyrnar-
fulltrúar Svíþjóðar og Finnlands, sem
munu ganga í Evrópusambandið um
áramót.
ESB hafði þegar samþykkt að
gefa rekstur gmnnsímaþjónustu
fijálsan 1. janúar 1998, en ekki hafði
verið hróflað við einkarétti ríkisfyrir-
tækja á uppbyggingu og rekstri sjálfs
símakerfísins fyrr en nú, og því hafa
einkarekin fjarskiptafyrirtæki þurft
að leigja símalínur, tengi og rofa af
ríkinu.
Ráðherramir samþykktu að settar
yrðu reglur um leyfisveitingar, sam-
tengingu símkerfa og „altæka þjón-
ustu“, sem þýðir að tryggt verði að
öllum símnotendum standi til boða
símþjónusta á sanngjömu verði.
Sérfræðingar í atvinnu- og efna-
hagsmálum hafa varað við því að
hömlur á fjarskiptaþjónustu í Evrópu
muni skaða samkeppnishæfni álf-
unnar.
Óheft samkeppni þýddi
hærri kostnað neytenda
Hinar nýju reglur Evrópusam-
bandsins gætu orðið hluti samnings-
ins um Evrópskt efnahagssvæði, en
í honum er einkaréttur ríkissímafyr-
irtækja á rekstri og uppsetningu
grunnnetsins viðurkenndur. Halldór
Blöndal, samgönguráðherra^ var
spurður hvort hann teldi að Islend-
ingar ættu að samþykkja slíkt og
fylgja þar með í fótspor ESB-ríkj-
anna. Ráðherrann sagðist leggja
áherzlu á að breyting Pósts og síma
í sjálfstætt hlutafélag væri forsenda
þess að hægt væri að opna fyrir
samkeppni á takmörkuðum sviðum.
Landið væri hins vegar stórt, en
markaðurinn lítill. „Það má því færa
rök fyrir því að óheft samkeppni hér
innanlands hlyti einungis að hafa í
för með sér hærri tilkostnað fyrir
neytendur," sagði Halldór.
Aðspurður hvort íslendingar
myndu þá leggjast gegn því að kveð-
ið yrði á um fijálsan rekstur síma-
kerfis í EES-samningnum, minnti
Halldór á að í samningnum væri
staðið á annan hátt að uppbyggingu
atvinnulífs og kröfum um samkeppni
á strjálbýlum svæðum en þéttbýlum.
„Spumingin er hvort verið er að tala
um landið í heild, eða hvort gefa á
fyrirtækjum færi á að keppa á ein-
hveiju takmörkuðu svæði, til dæmis
upp og niður Laugaveginn," sagði
ráðherra. „Við getum ekki fallizt á
annað en að verði opnað fyrir sam-
keppni, muni fjarskiptanetið ná til
landsins alls, eftir einhverri skilgrein-
ingu. Sú er hugsunin á bak við Póst
og síma.“
Reuter
PERTTI Paasio, formaður utanríkismálanefndar finnska þings-
ins, og Pertti Salolainen, ráðherra utanríkisviðskipta, fagna
þeirri ákvörðun finnska þingsins að samþykkja ESB-aðild.
Finnska þmgið sam-
þykkir aðildarsamning
FINNSKA þingið samþykkti í gær
aðildarsamninginn við Evrópu-
sambandið með 152 atkvæðum
gegn 45.
Tvö hundruð þingmenn sitja á
finnska þinginu. Einn þingmaður
var fjarverandi, einn sat hjá og
forseti þingsins gi’eiðir ekki at-
kvæði. „Þetta góð, rétt og söguleg
ákvörðun," sagði Esko Aho for-
sætisráðherra eftir atkvæða-
greiðsluna. Hann sagði niðurstöð-
una vera í samræmi við það sem
hann hafði búist við.
Þann 16. október sl. samþykktu
Finnar aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu með 56,9% atkvæða gegn
43,1%.
•RÍKISSTJÓRN Danmerkur lýsti
því yfir í gær að hún myndi reyna
að hnekkja þeirri ákvörðun fram-
kvæmdastjórnarinnar að leyfa
stórfelldan ríkisstuðning við
franska flugfélagið Air France.
„Það er algjörlega ósásættanlegt
að leyfa margra milljarða aðstoð
af þessu tagi,“ sagði Jan Troej-
borg samgönguráðherra. SAS-
flugfélagið, sem danska ríkið á
hlut í, hefur ásamt nokkrum öðr-
um evrópskum flugfélögum
ákveðið að kæra ákvörðun fram-
kvæmdastjórnarinnar til Evrópu-
dómstólsins.
•DRIES van Agt, sérlegur fulltrúi
ESB í Bandaríkjunum, hvatti á
ráðstefnunni Global Panel 1994 í
Maastricht til þess að Bandaríkin
og ESB gerðu með sér nýjan víð-
tækan fríverslunarsamning. Taldi
hann það nauðsynlegt til að tengja
álfurnar nánari böndum eftir að
engin ógn stafaði lengur af Sovét-
ríkjunum.
fyrsti vinningur á laugardag!
Landsleikurinn okkar!