Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
BOSNÍSKIR stjóriiarhermenn miða flugskeytabyssu á óvinastöðvar i grennd við bæinn Teslic í Bosn-
íu. Sljórnarherinn átti þar undir högg að sækja í bardögum við serbneskar hersveitir.
Loftárásir Serbaá
griðasvæðið í Bihac
Sar^jevo. Reuter.
Sveitarstjórna-
kosningar á Itaiíu
Flokki
Berlus-
conis spáð
ósigri
Róm. Reuter.
KOSIÐ verður til sveitarstjórna víða
á Ítalíu á morgun, sunnudag, og er
Forza Itaiia, flokki Silvios Berlusc-
onis forsætisráðherra, spáð miklu
fylgistapi, aðeins 23% segjast nú
styðja hann. Stjórnarflokkamir þrír
deila hart um niðurskurð á eftirlau-
nagreiðslum og á fimmtudag greiddi
Norðursambandið atkvæði með
breytingatillögu stjórnarandstöð-
unnar sem mildar nokkuð aðgerðir
stjórnarinnar er vill minnka fjárlaga-
halla.
Verkalýðsleiðtogar hafa boðað til
átta stunda allsheijarverkfalls 2.
desember til að mótmæla niður-
skurðinum en segja nú koma til
greina að aflýsa því ef stjórnvöld
komi meira til móts við kröfur þeirra.
Geitur og fasistasvín
Berlusconi hleypti illu blóði í Norð-
ursambandið á mánudag er hann
gerði hluta fjárlagatillagnanna að
spurningu um traust á stjórnina til
að þvinga fram stuðning Norður-
sambandsins sem vill fara hægar í
sakimar í niðurskurði.
Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðfylk-
ingarinnar hefur deilt hart á leiðtoga
Norðursambandsins, sagt að þeir
höguðu sér eins og „geitur“. Ekki
stóð á svari hjá Luigi Rossi, tals-
manni þingflokks Norðursambánds-
ins. „Sé þetta svo svara ég þeim sem
þingmaður sambandsins og segi að
þeir séu fasistasvín".
70% kjósenda
óánægðir
Stefnt er að því að neðri deild
þingsins afgreiði fjárlagatillögumar
um helgina og því brýnt að ná um
þær samkomulagi. Kannanir sýna
dvínandi stuðning við ríkisstjómina,
70% kjósenda lýsa óánægju með
hana og aðeins 40% vilja að hún
sitji út kjörtímabilið.
f RSKA kvennahreyfingin var í
I sókn í byijun áratugarins en
virðist nú eiga í vök að veijast.
Þegar Frances Fitzgerald, ein af
atkvæðamestu konunum í kvenna-
hreyfíngunni á Írlandi, var kjörin á
þing fyrir tveimur árum virtist hreyf-
ingin vera að sækja í sig veðrið í
íhaldssömu þjóðfélagi þar sem kven-
réttindabaráttan hefur gengið hæg-
ar en annars staðar í Vestur-Evrópu.
Fitzgerald, sem er 44 ára félags-
ráðgjafi, hafði gegnt formennsku í
jafnréttisráði írlands og margir töldu
hana líklega til að verða fyrsta írska
konan til að gegna embætti forsætis-
ráðherra.
Mikill kraftur hafði færst í
kvennahreyfinguna þegar Mary
Robinson var kjörin forseti írlands
árið 1990, -en hún er fyrsta konan
sem hefur gegnt því embætti.
Tveimur árum síðar fagnaði kvenna-
hreyfingin því að 20 konur náðu
kjöri til þingsins, sem hefur 166
þingsæti, og fjölgaði um sjö.
Ymis mál virtust kalla á umræðu
og breytingar. Líklegt þótti að nán-
ast aigjört bann við fóstureyðingum
yrði afnumið og hjónaskilnaðir yrðu
heimilaðir. Barátta kvenna fyrir
jafnrétti á vinnumarkaðnum og
auknu framlagi ríkisins til barna-
gæslu virtist hafa borið árangur.
Syrtir í álinn
Fitzgerald varð hins vegar undir
í valdabaráttu innan flokks hennar,
Fine Gael, og áhrif hennar hafa
minnkað. Ýmsar úrbætur sem
kvennahreyfingin hefur barist fyrir
TVÆR serbneskar flugvélar gerðu
loftárásir á griðasvæði múslima í
Bihacborg í Norðvestur-Bosníu í
gær þrátt fyrir að Sameinuðu þjóð-
imar hafí varað við, að slíkum árás-
um yrði svarað með aðgerðum
NATO-herflugvéla. SÞ hefur stað-
fest, að árásimar hafí átt sér stað
og telja, að napalm- og klasa-
sprengjur hafí verið notaðar en tals-
maður NATO, sem hefur eftirlit
með flugbanninu yfír Bosníu,
kvaðst ekki geta gert það að svo
stöddu.
Jan-Dirk Merveldt, talsmaður
SÞ, sagðist geta staðfest, að tvær
þotur af Orao-gerð hefðu flogið lágt
yfír Bihacborg og varpað sprengj-
um á hana en fjölmiðlar í Bosníu
segja, að þær hafí verið þijár. Fund-
á þingi hafa einnig verið hindraðar.
„Hreyfíngin stendur á krossgöt-
um að nýju,“ sagði Fitzgerald. „Bar-
áttan er komin á nýtt og erfiðara
stig.“
Fitzgerald rekur vanda kvenna-
hreyfingarinnar til þess að ýmis
baráttumál hennar, sem þóttu rót-
tæk í fyrstu, séu orðin að ríkjandi
Vísbendingar um
að notaðar hafi
verið napalm- og
klasasprengjur
ist hafa merki um napalm- og klasa-
sprengjur og fréttir eru um mikið
mannfall. Fyrr í mánuðinum gerðu
flugvélar frá yfirráðasvæði Serba í
Krajina í Krótaíu árásir á Bihac og
þykir líklegt, að árásimar í gær
hafí einnig verið gerðar þaðan.
Talsmaður NATO kvaðst ekki
geta staðfest, að árásirnar hefðu
verið gerðar. Engar upplýsingar
væm um, að flugvélamar hefðu
komið fram á ratsjárskjám
stefnu. „Við höfum fengið stjómina
til að fallast á grundvallarhugmynd-
ir okkar um jafnrétti, úrbætur,
kvóta, réttindi barna,“ sagði hún.
„Þegar boðskapurinn öðlast viður-
kenningu er erfiðara að dýpka
hann.“
Þótt fleiri konur séu skipaðar í
opinberar nefndir og stjómin hafí
AWACS-flugvéla, sem hafa eftirlit
á svæðinu.
Hvatt tii fimmveldafundar
Utanríkisráðherrar Rússlands,
Bretlands og Frakklands skomðu í
gær á Bandaríkjastjórn að styðja
tilraunir til að koma á friði í Bosn-
íu og hvöttu til fundar með fimm-
veldunum, sem stóðu að friðartillög-
unum.
Bandaríkjastjóm hefur lagt fyrir
þingið áætlanir um hvemig hætt
skuli vopnasölubanni á Bosníu og
stjómvöldum veitt hemaðaraðstoð
fyrir fimm milljarða dollara. Jafn-
framt er þó varað við „alvarlegum
afleiðingum" aðstoðar af þessu tagi
en áætlunin er lögð fram að kröfu
þingsins.
aukið framlög til barnagæslu hefur
kvennahreyfingunni ekki tekist að
knýja fram ýmsar úrbætur sem tald-
ar eru nauðsynlegar til að konur
geti ráðið eigin lífí.
Aðeins um 30% írskra kvenna
vinna utan heimilis, eða færri en í
nokkru öðru ríki Evrópusambands-
ins. Bamsfæðingum, sem em 2,5 á
hveija konu, hefur fækkað en þær
eru enn tíðari en í öðrum ESB-ríkj-
um.
Fóstureyðingum hafnað
Fitzgerald segir að kvennahreyf-
ingin á írlandi eigi nú í vök að veij-
ast vegna harðrar andstöðu sem
komið hafi fram í umræðunni um
fóstureyðingar.
Harðvítug deila blossaði upp um
fóstureyðingar árið 1992 þegar 14
ára stúlku, fómarlambi nauðgunar,
var meinað að fara til Bretlands til
að gangast undir fóstureyðingu, eins
og um 5.000 írskar konur hafa gert
á ári hverju. Hæstiréttur landsins
heimilaði henni þó að lokum að fara
til Bretlands.
Málið olli mikilli deilu meðal al-
mennings og þingið samþykkti frum-
varp sem slakaði á banninu við fóst-
ureyðingum. Kjósendur höfnuðu því
hins vegar í þjóðaratkvæði.
Þegar stjórnin komst til valda
fyrir tæpum tveimur ámm lofaði hún
þjóðaratkvæði um hjónaskilnaði,
sem hafa verið bannaðir, en því hef-
ur nú verið frestað.
Heimild: The International
Herald Tribune.
Afram
mótmæli
á A-Tímor
UM 400 Austur-Tímorbúar
flýðu inn í rómversk-kaþólska
kirkju eftir að sló í brýnu með
þeim og almenningi auk óeirða-
lögreglu er þeir stóðu fyrir
mótmælum. Flýðu mótmælend-
ur inn í kirkju á meðan þar
stóð yfir messa en yfírgáfu
hana skömmu síðar. Austur-
Tímorbúar hafa haldið uppi
mótmælum gegn stjórn Indó-
nesíu eftir að hún innlimaði
landið árið 1975.
Rússar senda
Eystrasalts-
ríkjum tóninn
RÚSSNESKA þingið tilkynnti
Eystrasaltsríkjunum það í gær
að ákvarðanir um hvort flytja
ætti á brott vopn og hermenn
frá Kalíníngrad, væru ein-
göngu á könnu Rússa. Sagði í
yfírlýsingu þingsins að það
þyrfti ekki á neinum ráðlegg-
ingum að halda varðandi þetta
mál. Kalíníngrad er á milli Lit-
háen og Póllands.
Stafnhlera
Estoniu náð
STAFNHLERA feijunnar Est-
oniu, sem sökk á Eystrasalti í
september sl., var lyft upp af
hafsbotni í gær. Var hlerinn
fluttur til hafnar í Finnlandi,
þar sem hann verður rannsak-
aður.
Nasreen
verðlaunuð
RITHÖFUNDURINN Taslima
Nasreen frá Bangladesh hlaut
í gær Shakarov-verðlaunin sem
Evrópuþingið veitir, fyrir bar-
áttu hennar fyrir tjáningar-
frelsi. Nasreen verða' afhent
verðlaunin, 1,2 milljónir, þann
18. desember í Strasbourg.
Unita undir-
ritar ekki
TALSMAÐUR Unita skærul-
iðahreyfíngarinnar í Angóla
sagði í gær að Unita myndi
ekki undirrita nýtt friðarsam-
komulag við stjórnvöld á morg-
un, sunnudag, eins og áætlað
var. Áfram er barist í landinu.
Eldflauga-
árás í
Kúrdistan
TÍU óbreyttir borgarar, þar á
meðal tvö börn, létu lífið þegar
eldflaugar lentu á heimilum
þeirra í átökum Kúrda og tyrk-
neskra hersveita í suðaustur-
Tyrklandi. Þá létust þrír félag-
ar í Verkamannaflokki Kúrdist-
an (PKK) og einn hermaður í
átökunum.
Ritsljóri
drepinn
RITSTJÓRI blaðs Úzbeka var
skotinn í höfuðið í Tadjikistan
í gær. Er hann 26. blaðamað-
urinn sem lætur lífið í „ógnar-
herferð" sem staðið hefur gegn
fjölmiðlamönnum í landinu frá
því í maí 1992.
Kvenréttindabaráttan hefur gengið hægar á írlandi en annars staðar í Evrópu
Kvennahreyf-
ingin í vanda
MIKILL kraftur færðist í kvennahreyfinguna þegar Mary Robin-
sori var kjörin forseti Irlands árið 1990.