Morgunblaðið - 19.11.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 19.11.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 21 Fundu erfðaefni risaeðlu Washington. Reuter. SCOTT Woodward, vísinda- manni við Brigham Young há- skólann i Utah i Bandarikjunum, hefur tekist að draga erfðaefni, DNA, úr 80 milljón ára gömlu risaeðlubeini. Woodward hefur tekist að leysa hluta erfðalykils risaeðl- unnar. Hann sagði í gær, að enginn þyrfti að óttast að nú gætu menn hafist handa við ein- ræktun risaeðla á borð við það sem kvikmyndahúsagestir þekktu úr myndinni Júragarðin- um. Gjörólíkt erfðaefni Skýrt er frá rannsókn Wood- wards í nýjasta hefti vísindarits- ins Science. Þar kemur fram að erfðaefni risaeðlunnar sé gjör- ólíkt og ekkert skylt erfðaefni neinna núlifandi dýra. Ekki er vitað hverrar tegundar risaeðl- an var. Beinin fundust í kola- námu í Utah-ríki en alls hafa fundist steingerðar leifar 14 eðlutegunda á þeim slóðum sem beinin, sem erfðaefnið var dreg- ið úr, fundust. Elsta erfðaefni sem unnið hefur verið úr steingerfingi til þessa er 135 milljóna ára. Var það úr ranabjöllu sem varðveist hafði í rafi. Reuter Kosningasigur í Nepal ALLT benti í gær til þess að kommúnistaflokkur Nepals myndi sigra í kosningum, sem fram fóru á þriðjudag. Hófu ráðamenn hans í gær viðræður við hóp sem klofið hefur sig úr nepalska kongressflokknum, um hugsanlega stjórnarmyndun. Kommúnist- ar vonast enn til þess að ná hreinum meirihluta en vilja ræða sljórnarmyndun, hljóti þeir ekki nægilegt fylgi. A myndinni er Mana Mohan Adhikari, formaður Kommúnistaflokksins. Afstaðan til ESB-aðildar í Noregi Könnunum ber ekki saman Fylgismenn aðild- ar 38,3% sam- kvæmt meðaltali þriggja kannana Ósló. Reutcr. FLESTAR skoðanakannanir á af- stöðu norskra kjósenda til aðildar að Evrópusambandinu, ESB, sýndu litlar breytingar í gær frá fímmtudeginum. Ef tekið er meðal- tal þriggja kannana í gær kemur í ljós að hlutfall stuðningsmanna er 38,3%, andstæðingar eru 47,3% og óákveðnir 14,3%. Fjórða könn- unin, sem Gallup annaðist, skar sig úr og sýndi umtalsverða breyt- ingu; þar voru 39,8% fylgjandi aðild en 42,9% á móti. Blaðið Aftenposten birtir könn- un í dag sem sýnir að 49% eru andvíg en 38% styðja aðild, óá- kveðnir eru 13%. Könnun sem MMI-stofnunin gerði í Noregi nokkrum dögum eftir samþykkt Svía 13. nóvember sýnir að æ fleiri kjósendur úr báð- um fylkingum gera ráð fyrir því að aðildin verði samþykkt í þjóð- aratkvæðinu 28. nóvember. I lok október töldu aðeins 20 af hundr- aði að aðild yrði samþykkt, 57 af hundraði sögðu að hún yrði felld. Nýja könnunin gefur til kynna að 35% geri ráð fyrir samþykkt, 42% reikni með höfnun. Hlutfall óá- kveðinna var svipað í báðum könn- unum. Könnun sem gerð var meðal nemenda í framhaldsskólum og birt var í fyrradag sýndi að þar höfðu andstæðingar aðildar 60,3% fylgi, stuðningsmenn 39,7%. Alls tóku 449 skólar um allt landið átt í könnuninni. Mörg stórfyrirtæki í norskum fiskiðnaði hyggjast flytja starfsem- ina til Svíþjóðar ef aðild að ESB verður felld. Ástæðan er sú að tollar verða lagðir á afurðir þeirra í Svíþjóð og Finnlandi þegar löndin tvö ganga í sambandið um áramót- in. Um 10.000 manns starfa í fyrir- tækjunum. Fiskverð lækkað? NTB- fréttastofan segir að fram- kvæmdastjórn ESB leggi til að verð á þeim fiski sem sjómenn í sambandinu fá greitt úr sjóðum sambandsins fyrir þann afla sem ekki er boðinn upp verði lækkað um 3-6%. Fjallað verður um tillög- una á fundi sjávarútvegsráðherra ESB eftir helgina. Varnarmálaráðherra Rússlands sætir harðri gagnrýni Varar við hruni hersins vegna fjárskorts Moskvu. Reuter. NIÐURSKURÐUR á fjárveitingum og skortur á fé til launa- greiðslna ógna rússneska hernum, að sögn Pavels Gratsjovs varnar- málaráðherra á fundi neðri deildar þingsins, dúmunnar, í gær. Hart er deilt á Gratsjov, honum er kennt um spillingu og hnignun hersins og spá margir stjórnmálaskýrendur að hann verði senn að víkja en Gratsjov segist njóta trausts Borísar Jeltsíns forseta. Gratsjov sagði herinn fá aðeins helming þess fjár sem honum hefði verið heitið á árinu og margir gæfust upp, alls hefðu 2,600 ungir liðsforingjar gengið úr hernum. „Þurfum við her?“ Ráðherrann gagnrýndi fjárlaga- tillögur þar sem gert er ráð fyrir enn frekari niðurskurði og bað þingmenn að hafa öryggi ríkisins í huga. „Spyrjið ykkur sjálf - þurf- um við her? Sé svo er það synd að láta hann veslast upp af fé- leysi, hálf-svelta hann“. Hann sagði mikið skorta á að þjálfun væri nægilega sinnt, þetta ætti við um landher, flugher og flota og yrði ekki breyting á gætu varnir landsins hrunið. Gratsjov segist munu ríða af sér storm gagnrýni sem dynur á hon- um á þingi og úr röðum æðstu manna hersins. „Eg ætla ekki að gefast upp“, sagði hann á fundi með úrvalssveitum fallhlífaher- manna á fimmtudag. „Ég er sjálf- ur fallhlífahermaður og barðist auk þess í Afganistan í fimm ár.“ Varnarmálanefnd neðri deildar þingsins hvatti sama dag Jeltsín forseta til að láta sérstaka nefnd kanna mál Gratsjovs og formaður hennar ráðlagði honum að segja af sér strax en að öðrum kosti yrði hann að sæta yfirheyrslum þingsins í janúar. Ráðherrann er m.a. sakaður um að bera sök á fjármálaspillingu sem er útbreidd innan hersins. Fyrir skömmu var blaðamaður, sem kannaði spilling- una, myrtur í sprengjutilræði og sumir fjölmiðlar sökuðu Gratsjov sjálfan um að blandast í málið. Jeltsín ræðir við menntamenn Jeltsín forseti átti fund með hópi mennta- og mehningarmanna í gær og hvatti þá öll umbótaöfl til að sameinast á móti þeim sem berðust gegn „hvirfilbyl“ umskipt- anna til markaðsbúskapar. Nauð- synlegt hefði verið að hefjast strax handa við umbætur og þess vegna hefði ekki verið hægt að koma upp nauðsynlegu félagslegu öryggis- neti. Almenningur væri þreyttur og með ofnæmi fyrir stjórnmála- mönnum; þess vegna væri mikil- vægt að fá stuðning menntamanna við breytingarnar. :::;; mériwJaa,:::::: '■* * ■ ' k* - " ' * * ' * Li ‘J ** ‘rf.' * ■ V “ ‘ þnðjudag: og miðvtkuaag KBINGLiJNNI: :SIMl: 689995 __■___ ._■...■.. JL. .■._■.. _a ._■.._■.. ■ ■■■■ ■ * *_ __■... ■____■_____■____■____■_. *... L. .*_■___*__BL__■__*___■._ I--■__* .’.* ._*._* ._* ._* —*__*._*.. .-*.._*._*. *.*.. *.- .*._*.*.*. *.*. . *. *.*. .*. * * *. *.*.*.. ■ ■ . *. *.*..*.*.*. .*.*.*.*.*. * *. *. *. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.