Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Byltur meðal aldraðra
Bryndís Fanný Ósk
Guðmundsdóttir Axelsdóttir
UM ÞAÐ BIL þtjá-
tíu af hundraði ein-
staklinga 65 ára og
eldri detta á ári
hverju. Miðað við það
má gera ráð fyrir að
um 8.720 íslendingar
í þessum aldurshóp
hafi dottið árið 1993.
Hvers vegna dettur
fólk á þessum aldri?
Sjaldnast er orsökin
ein, heldur sambland
margra undirliggj-
andi þátta. Stundum
ætlar eldra fólk sér
um of. Oft verður fall-
ið til þess að áður
óþekktur sjúkdómur
greinist.
Orsakir má greina í innri og
ytri þætti:
Innri orsakaþættir
- Frá hjarta- og æðakerfi: t.d.
getur lækkaður blóðþrýstingur við
stöðubreytingar valdið aðsvifi.
- Frá stoðkerfi: Með hækkandi
aldri verða breytingar í vöðva-
byggingu og vöðvastarfssemi lík-
amans, þannig að vöðvarúmmál
minnkar. Við það minnkar vöðva-
styrkur. Ýmsar rannsóknir benda
til þess að aldraðir sem detta hafi
mun lakari vöðvastyrk en þeir sem
ekki hafa dottið. Bein tengsl eru
á milli jafnvægis hjá einstaklingi
og vöðvastyrk, þó svo að aðrir
þættir hafi einnig áhrif á jafn-
vægi. Skert hreyfing í liðum neðri
útlima t.d. ökkla, eykur hættu á
falli.
- Frá taugavöðvakerfi: Vilja-
stýrðar hreyfingar og viðbrögð
verða hægari með aldrinum. Það
eykur hættuna á byltu. Parkinson
sjúkdómurinn er t.d. þekktur sjúk-
dómur frá taugavöðvakerfi.
- Skyntruflanir: Sjón, jafn-
vægis- og stöðuskyn eru nauðsyn-
legar forsendur stöðugleika.
Skerðist tvö af þessum skynfær-
um, eykst verulega hættan á falli.
- Skert dómgreind: Heilabilun,
þar sem Alzheimer-sjúkdómur er
ein helsta orsökin, leiðir iðulega
til skertrar dómgreindar. Sumir
áhættuþættir eru tengdir sjúk-
dómnum sjálfum, svo sem ráp,
truflun á göngumynstri og jafn-
vægi, en aðrir tengjast öðrum
sjúkdómum og aldurstengdum
breytingum.
Þeir sjúkdómar og sú fötlun sem
hefur áhrif á bein, vöðva og liði
hafa áhrif á stöðugleika og geta
því aukið líkur á byltum.
Fall má oft rekja til skerts jafn-
vægis og truflaðs göngulags.
Vandamál frá fótum, svo sem
líkþom og skakkar tær, eru einnig
vanmetnar orsakir.
Ytri orsakaþættir:
- Lyf: Ýmsar rannsóknir sýna
að bein tengsl eru milli fjölda lyfja
sem einstaklingurinn tekur og fall-
hættu. Marktæk tengsl eru talin
vera á milli dettni og neyslu svefn-
og róandi lyfja.
- Umhverfi: Framandi um-
hverfi eykur hættuna á að detta.
Byltur eru mikið vanda-
mál meðal aldraðra,
segja Bryndís F. Guð-
mundsdóttir og Osk
Axelsdóttir, vegna tíðni
þeirra og afleiðinga.
Aðlögunarhæfni minnkar með
aldri vegna undirliggjandi sjúk-
dóma og breytinga á andlegri líð-
an. Mörgum rannsóknum ber sam-
an um að þröngir gangar, slitin
teppi', mottur, léleg lýsing og lang-
ar leiðslur á gólfi geti valdið bylt-
um, svo að dæmi séu tekin. Einn-
ig eru lélegir skór varasamir.
- Áfengisneysla: Óhófleg
áfengisneysla getur leitt til lélegr-
ar samhæfingar og dregið úr eðli-
legum stöðuviðbrögðum.
Afleiðingar þess að detta eru
margvíslegar. Um fimm af hund-
raði einstaklinga brotna og þótt
brot geti átt sér stað hvar sem er
í líkamanum, þá eru upphand-
leggs- og framhandleggsbrot,
mjaðmagrindar- og mjaðmabrot
álitin aldurstengd og verða vegna
sameiginlegra áhrifa beinþynning-
ar og byltu. Vegna beinþynningar
brotna konur oftar en karlmenn.
Um það bil 250 einstaklingar
hljóta lærleggsbrot árlega. Áætl-
aður beinn kostnaður við hvert
brot er 200-250.000 krónur.
Þannig er kostnaður á ári áætlað-
ur um 65 miljónir króna vegna
þessara brota.
Að brotum undanskildum þurfa
um tíu af hundraði einstaklinga á
læknismeðferð að halda, vegna
alvarlegra mjúkvefjaáverka. Um
áttatíu og fímm af hundraði þeirra
sem detta, skaðast ekki alvarlega
líkamlega en hjá fjórðungi veldur
byltan ótta við að detta aftur.
Þegar einstaklingur hefur einu
sinni dottið dregur hann oft úr
virkni umfram getu, vegna óör-
yggis. Talið er að um helmingur
aldraðra einstaklinga sem hafa
dottið, detti aftur.
Byltur eru mikið vandamál með-
al aldraðra vegna tíðni þeirra og
vegna líkamlegra, andlegra og fé-
lagslegra afleiðinga, sem þær hafa
í för með sér. Þekking á undirliggj-
andi orsökum fyrir byltum, er for-
senda þess að hægt sé að beita
árangursríkum fyrirbyggjandi að-
gerðum.
Höfundar eru sjúkraþjálfar &
Hrafnistu DAS í Hafnarfirði.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
771. þáttur
Enn til vamar tveimur
smáorðum:
Sem stundum fyrr skal vitn-
að í Grím (Þorgrímsson)
Thomsen:
Náköld er Hemra, því Niflheimi frá
nöpur sprettur á.
En kaldara und rifjum
er konungsmönnum hjá.
Kalinn á hjarta þaðan slapp eg.
Grímur jók_þessu erindi við
kvæði sitt Á Glæsivöllum.
Fékk hann mönnum með því í
hendur lykil að öllu kvæðinu.
Var þá auðveldara að opna dyr
skilningsins, en útskýring á því
er ekki meginefni máls míns
nú. Ég er að minna á aðalteng-
inguna en. Hún er eitthvert
dýrmætasta orð máls okkar,
„gáfaðasta orð tungunnar“,
eins og Sigurður skólameistari
orðaði það á djarflegu líkinga-
máli sínu. Fáum mun gleymast
hvemig hann skýrði kvæðið Á
Glæsivöllum, þar sem öll er-
indin hverfast um þetta gáfaða
„smáorð“ en. Aðaltengingin en
hefur í þeim flokki samteng-
inga fengið sérstakt nafn:
gagnstæðistenging. Ekki er
það tilviljun. Sitt hvorum megin
við hana er tíðum eitthvað sem
stendur hvað gegn öðru. Gáfað-
ir menn, sem geta séð mál eða
hlut frá fleiri en einni hlið, nota
hana oft. Því er hún á líkinga-
máli Sigurðar Guðmundssonar,
með hæfilegum skáldlegum
ýkjum, „gáfaðasta orð tung-
unnar“. Lesið þið nú kvæðið Á
Glæsivöllum, og fyrir ykkur
mun uppljúkast, eins og skel
sem opnuð er um samskeyti
sín, hvert og eitt erindi, hverf-
andist um aðaltenginguna en.
Er þá tíðast öðrum megin það
sem sýnist, hins vegar það sem
er.
„Esse quam videri bonus
malebat", sagði Marcus Tullius
Cicero um Cato gamla. Það er
svo að skilja: Hann vildi heldur
vera góður en sýnast það. í
þessari þýðingu er komið að
annarri tengingu en, og verður
brátt reynt að skjóta skildi fyr-
ir hana.
En um gagnstæðistenging-
una en var ekki fullrætt. Hún
á sér ekki augljósar skyldleika-
hliðstæður í samstofna málum,
en auðvitað merkingarlegar
hliðstæður (dönsku men, sbr.
ísl. meðan, lat. sed, þýsku
aber, ensku while). Út frá
enskunni, vankunnáttu í henni,
hefst svo undanhaldið hérlend-
is. While í ensku er ekki aðeins
aðaltenging, heldur einnig tíð-
artenging = á meðan, þegar.
„A Iittle learning is a danger-
ous thing.“ Því miður er svo
að sjá, að ýmsir íslendingar,
sem þýða fréttir úr ensku, viti
ekki að while er ekki síður
aðaltenging en tíðartenging.
Og þá hefst stakkasund vitleys-
unnar: „The Conservative party
won sixteen seats, while the
Liberal party won twenty.“
Algeng álappaleg þýðing er
*íhaldsflokkurinn vann sextán
sæti, á meðan Fijálslyndi
flokkurinn vann tuttugu. Engu
skiptir í þýðingu sem þessari
hvor vann og hvor tapaði. En
rétt þýðing væri: íhaldsflokkur-
inn fékk sextán sæti, en Frjáls-
lyndi flokkurinn (fékk) tutt-
ugu. Síðan mætti segja frá
því, hvemig höfðu orðið vinn-
ingar og töp. Útfrá fyrrgreindri
vankunnáttu í ensku kemur svo
endalaus röð „á meðan“ í stað-
inn fyrir en, þótt ekki sé um
þýðingu að ræða: *Fram-
kvæmdastjórinn hafði 200 þús-
und á mánuði, á meðan skrif-
stofustúlkan hafði 50 þúsund.
Án þess að gera sér ljóst, vegna
fákunnáttu og metnaðarleysis,
eru menn komnir vel á veg með
að útrýma „gáfaðasta orði
tungunnar". í guðanna bæn-
um, snúið þið af villu vegarins.
Það er enn ekki of seint.
★
Og þá kemur að hinni teng-
ingunni en, samanburðarteng-
ingunni, sbr. orð Ciceros. Hún
á sér augljósar skyldleika- og
merkingarhliðstæður í frænd-
málum okkar (dönsku end,
ensku than). En hún er samt
í hættu, og enn kemur enskan
til sögunnar. Þar í máli þykir
stundum fínna að skrifa
„compared to“ heldur en than.
Óg Islendingar þýða eins og
gaukar æ ofan í æ: *Þetta er
meira „miðað við (samanborið
við)“ í fyrra (síðastliðið ár)
o.s.frv. Venjulegt íslenskt, lát-
laust og beinskeytt mannamál
er hins vegar: Þetta er meira
en í fyrra. Hvernig þætti ykk-
ur, ef haldið yrði áfram á ensku
brautinni og sagt: *Hann er
eldri miðað við mig, í staðinn
fyrir: Hann er eldri en ég. Á
skal að ósi stemma, sagði Þór.
★
Hlymrekur handan kvað:
Álfhildi frú, Aratungu
oft var búvara á tungu
hún söng líka af kæti
og sýndi af sér læti
yfir sigri Kúmaratungu.
★
Manni hafði fyrirfram verið
neitað um að flytja samsætis-
ræðu, enda þegar komnir yfir
tuttugu á mælendaskrá. Hann
stóð upp eigi að síður og sagði
svo: „Fyrst ég hef verið beðinn
að mæla hér nokkur vel valin
orð, þá vil ég taka mér í mun
orð hins vitra manns, þau er
mælti á alþingi forðum, Jón
Arason sá er drekkt var í Goða-
fossi: „Hveiju reiddust goðin,
þegar hér brann undir oss?““
Er skattaparadís
hjá heljum hafsins?
ALMENNT er nú
uppi sú skoðun að allir
eigi að sitja við sama
borð í skattamálum. Og
virðist viðhorf stjórn-
málamanna vera á einn
veg, að afnema beri
sérstakan sjómannaaf-
slátt. Mun þá jafnt á
komið með landsmönn-
um öllum.
Þetta sjónarmið get
ég ekki tekið undir, því
langt er frá því að sjó-
menn sitji við sama
borð og aðrir hér á landi
og þá ekki síst hvað
varðar öryggismál.
Ef gætt er að er sjó-
mannastéttin sú stétt manna hér-
lendis sem býr við hæstu vinnuslys-
atíðni og því miður langhæstu dánat-
íðni við skyldustörf. Árið 1991 voru
6.845 ársverk við sjósókn, af þeim
tilkynntu 522 um vinnuslys til
Tryggingastofnunar ríkisins eða
7,6%. Sama ár voru tilkynnt slys
522ja íþróttamanna og 57- slys
starfsmanna við opinbera stjórnsýslu
eða 0,85%. Alls voru tilkynnt 2.132
slys á landi á landinu öllu eða 1,5%.
Samkvæmt skýrslu frá Rannsókn-
arnefnd sjóslysa sem út kom árið
1993 frá tímabilinu 1.1. til 31.12.
1991. Var meðaldánatíðni sjómanna
á ári við skyldustörf (1982-1991)
11,7 menn eða 117 menn á besta
aldri yfír 10 ára tímabil. Hér má
bæta við að á árinu 1992 létust 17
sjómenn við skyldustörf en það er
átakanleg aukning frá árunum á
undan.
Sjómennirnir fá ekki sömu sjálf-
sögðu þjónustuna og fólk í landi eins
og t.d. sjúkraflutninga og Iæknis-
þjónustu á hafi úti.
Þegar varðskip fór loks í Smug-
una með Iækni innanborðs undruð-
ust menn hversu þörfín var mikil
eftir læknisþjónustu. En hvað var
að undrast? Smugan er jú stór vinnu-
staður og ekki síður mikilvægur fyr-
ir þjóðarbúið og samsvarandi arð-
bært fyrirtæki í landi.
Hvar eru björgunarþyrlur sem
ættu að vera staðsettar minnst á
hveijum landsfjóðungi til sjúkra-
flutninga á sjó og landi? Hvers vegna
hefur ekki verið rætt um hvað hefði
verið hægt að gera ef þyrlur hefðu
verið tiltækar til hjálpar mönnunum
sem fórust við Grinda-
vík um árið?
Mjög er það ámælis-
vert að stjórnvöld og
aðrir valdamenn skuli
ekki koma auga á þessa
vankanta.
Hvað eru sjómenn í
augum þínum?
Eru fískimiðin auð-
lind sem allir lands-
menn ættu að fá bita
af í formi auðlinda-
skatts? Hvers vegna að
taka eina atvinnugrein
út úr flóru atvinnulífs-
ins og sérskatta hana?
Væri þá ekki rétt að
láta hið sama yfir allar
ganga og að fólk al-
mennt greiði auðlindaskatt af notk-
un sinni á íslenskri náttúru, s.s.
hreinu vatni, sólarorku, sandi, lands-
lagi og hveiju eina sem ætla mætti
Hvers vegna að taka
eina atvinnugrein út úr
flóru atvinnulífsins,
spyr Ester Sveinbjarn-
ardóttir, og sérskatta
hana?
að fólk nýtti sér við framleiðslu vöru
sinnar eða þjónustu? Svo er hægt
að veðsetja þetta allt. Er þá ekki
eins hægt að skattleggja fjármagns-
tekjur eins og t.d. verðbréf svo ekki
sé minnst á hátekjuskatt?
Það hefur svo sannarlega ekki
staðið á fjármagnsaðilum að taka
veð í fískikvótum. Segja má að búið
sé að veðsetja að fullu hvern einasta
fisk í sjónum. Vissulega er þetta
viðhorf tímanna tákn en er þetta
ekki öfugþróun? Hvern á að lög-
sækja ef fískurinn hverfur úr sjón-
um?
Að lokum langar mig að spyija
eins og svo margir aðrir hver séu
tengslin milli sjómanna og þeirra
sem stjórna landinu.
Höfundur er iðnrekstrar-
fræðingur ogfyrrum sjómaður.
Ester
Sveinbjarnardóttir