Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 23
AÐSENDAR GREINAR
Stj órnlagaþing
ÁRATUGUM saman
hefur heildarendur-
skoðun stjómarskrár-
innar vafist fyrir al-
þingismönnum.
Fimmta stjórnarskrár-
nefndin var skipuð
1978 og situr hún enn
að störfum. Sama gildir
um að hafna atkvæða-
vægi landsmanna, en
flestir eru sammála um
að þær breytingar sem
þar hafa verið gerðar
hafi misheppnast og því
marki brenndar að
margir þingmenn tóku
afstöðu til tillagna eftir
því hvort Iíklegt væri
að þær væru inn eða
útaf þingi.
Verkefni stjórnlagaþings
Mikilvægt er að höggva á þennan
hnút. Það er ekki lengur hægt að
búa við það, að löggjafarsamkoman
geti ekki tekið á mikilvægustu
grundvallarþáttum í stjórnskipan
landsins sem er endurskoðun stjórn-
arskrárinnar og að jafna atkvæða-
vægi landsmanna.
A Alþingi hef ég lagt til breyt-
ingu á stjómarskránni þess efnis,
að efnt skuli til sérstaks stjórnlaga-
þings sem skipað verði þjóðkjömum
fulltrúum sem kjörgengir verða
samkvæmt sérstökum kosningalög-
um og kosnir persónukjöri.
Stjómlagaþing hefur það verk-
efni að leggja fram breytingar á
kosningalögum og reglum með það
að markmiði að jafna atkvæðavægi
landsmanna. Jafnframt að endur-
skoða stjómarskrána í held, ekki
síst mannréttindaákvæði hennar, en
tillögur stjómarskrámefndar um
það efni hafa sætt gagnrýni og
mörgum þykja þær ekki nógu skýr-
ar eða markvissar.
Stjórnlagaþing á einnig að skoða
sérstaklega æskilegar breytingar á
stjómkerfmu, svo sem skýrari skil
milli framkvæmda- og löggjafar-
valds. Er þar átt við atriði eins og
hvort ráðherrar eigi jafnframt að
vera þingmenn og hvort afnema
skuli aukafjárveitingar. Jafnframt á
þingið að skoða hvort rétt sé að
breyta og setja skýrari ákvæði um
þingrofsréttinn, t.d. hvort tekin
verði upp sú skipan sem er í gildi
í Noregi, þar sem þingrofsheimild
er ekki fyrir hendi. Ennfremur er
rétt að huga að ákvæðum stjómar-
skrárinnar um setningu bráða-
birgðalaga í ljósi þess að nú situr
Alþingi allt árið.
Stjórnlagaþing á einnig að íjalla
um ákvæði stjórnarskrárinnar um
ráðherraábyrgð. Til umfjöllunar á
að taka þær skráðu og óskráðu regl-
ur sem í reynd ríkja um embætt-
isfærslur í opinberri stjórnsýslu,
einkum varðandi embættisveitingar
í æðstu störf og breytt fyrirkomulag
þess. Svo og fjalli þingið um hvort
rétt sé að setja reglur um ráðstöfun
opinberra ijármuna og þá hvort rétt
sé að draga úr stjórnmálalegum
afskiptum í sjóða- og bankakerfiriu.
Einnig verður þinginu falið að
athuga hvort rétt sé að setja heim-
ild í stjómarskrána um að auka rétt
fólksins til þjóðaratkvæðagreiðslu í
stærri málum. Að sjálfsögðu mun
stjórnlagaþingið, auk fyrrtaldra at-
riða, taka stjórnarskrána til endur-
skoðunar í heild.
Skipan stjórnlagaþings
Um skipan stjómlagaþings og
starfshætti þarf að setja sérstök
lög. í frumvarpi því sem ég hef lagt
fram á Alþingi er m.a. lagt til að
þingið verði skipað þjóðkjörnum
fulltrúum sem verði kjörgengir sam-
kvæmt lögum um kosningar til Al-
þingis, öðmm en alþingismönnum.
Með slíku þingi væri komið í veg
fyrir að alþingismenn fjölluðu um
mál sem vörðuðu þá sjálfa, t.d.
ákvæði stjórnarskrárinnar um kosn-
ingaskipan og ráðherraábyrgð.
Samkvæmt frumvarpinu skal efnt
til stjórnlagaþings eigi síðar en 1.
júni 1995, en þingið skal hafa lokið
störfum fýrir 15. sept-
ember 1995.
Stjórnlagaþing skal
skipað 41 kjörnum full-
trúa. Þeir skulu kosnir
persónukosningum, en
slíkt fyrirkomulag gef-
ur kjósendum tækifæri
til að velja menn á
þingið án tillits til
hvaða flokki eða sam-
tökum þeir tilheyra.
Það er gerð krafa til
þess að frambjóðendur
hafi tilskilinn frjölda
meðmælenda, enda
mikilvægt að til þings-
ins veljist einstaklingar
er njóti góðs trausts
samborgara sinna. Slík
krafa er einnig í samræmi við lög
um kosningar til Alþingis, en þar
er kveðið á um tiltekinn fjölda með-
mælenda með hveijum framboðs-
lista.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar á
stjórnlagaþingi verði kjörnir í núver-
andi kjördæmum landsins. Við
skiptingu fulltrúa á kjördæmin hef-
ur verulega verið tekið mið af fjölda
íbúa í kjördæmum og þannig reynt
að jafna vægi atkvæða mun meira
en nú er. Þó er gert ráð fyrir að
hvert kjördæmi kjósi eigi færri en
þijá fulltrúa á þingið. í heild hefðu
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi
samtals 21 fulltrúa, en samanlagðir
fulltrúar annarra kjördæma yrðu
20.
Stjórnlagaþing verði
skipað þjóðkjömum full-
trúum samkvæmt til-
lögu Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Þeir mega
ekki vera alþingismenn.
í frumvarpinu er kveðið á um að
stjórnlagaþing starfí í einni mál-
stofu á Alþingi næsta sumar. Skal
það hafa lokið störfum 15. septem-
ber á næsta ári. Þá þegar færi fram
þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur
stjómlagaþings.
Bindandi þjóðar-
atkvæðagreiðsla
Lagt er til að tillögur stjómlaga-
þings verði bornar undir þjóðarat-
kvæði. Niðurstaða af þeirri at-
kvæðagreiðslu yrði bindandi. Nái
tillaga stjómlagaþingsins fram að
ganga í þjóðaratkvæðagreiðslu
verður hún lögð fyrir forseta Islands
til staðfestingar og tekur þá ný
stjórnarskrá gildi.
Eðlilegt er að stjórnlagaþing setji
ákvæði í hina nýju stjómarskrá um
að eftir að hún hefur verið staðfest
af forseta lýðveldisins skuli Alþingi
rofið og efnt til kosninga þegar
næsta haust samkvæmt þeirri kosn-
ingaskipan sem hin nýja stjómar-
skrá kveður á um.
Höfundur er óháður
aJþingismaður.
fieilsurúmin
LURA FLEX
Verð frá:
Kr. 29.000,-Br. 97 cm.
Kr. 48.450,- Br. 132 cm.
Kr. 50.845,- Br. 153 cm.
Kr. 78.696,- Br. 193 cm.
Dýna, botn og hjólagrind
Nýborg-#
Ármúla 23, sími 812470.
Jóhanna
Sigurðardóttir
VANTAR ÞIG
r
RRENimRM
FRÁBÆRU VERÐI?
Líttu þá inn í verslun okkar í Skaftahlíð 24 og kynntu þér
frábær tilboð tölvuprenturum - ekki bíða of lengi...
r>SlZM'fAsiJ-\ÐAQZ\Sl J
Star SJ-144
litaprentari
Star LC-100
litaprentari
Star 24-200 C
litaprentari
♦ Hraðvirkur, allt að 306 stafir/sek.
♦ Upplausn: 360 x 360 (pát)
♦ Nú prentar þú sjálf(ur) á bolinn þinn!
♦ Prentar á sérstaka merkistrimla
♦ Allar glærurnar þínar í lit!
♦ Einnig til fyrir Macintosh tölvur
♦ 9 nála litaprentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 180 stafir/sek
♦ Litaprentari fyrir heimilið,
skólann og í vinnuna
kr. 1 S.900
♦ 24 nála litaprentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 225 stafir/sek
♦ Hentugur í grafíska útprentun,
töflur og ritvinnslu
kr. 24.900
Star LC-20
nálaprentari
♦ 9 nála prentari
♦ 10 þumlunga vals
♦ 180 stafir/sek
♦ Hentugur í grafíska útprentun,
töflur og ritvinnslu
kr. 14.90
Star SJ 48
Bleksprauta
♦ Bleksprautuprentari - 64 spíssar
♦ 30 blaða arkamatari fylgir!
♦ Upplausn: 360x360 (pát)
♦ Gæðaprentari fyrir ritvinnslu,
töflureikna o.fl.
kr. 28.900
♦ "Ekta" laserprentari A4
♦ 1 MB minni, stækkanl. í 5 MB
♦ PCL-5, innbyggt stækkanlegt letur
♦ Upplausn: 600 x 300 (pát) m/ REP
♦ 4 blöð á mínútu -16 MHz RISC
♦ Hentugur sem hágæða ritvinnslu-
prentari, fyrir töflureikna o.fl.
Star Laser 4 III
Geislaprentari kr. 66.900
er opiN
NÝHEIUI / GÉPÉ