Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.11.1994, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVENNALISTII VANDA ÞAÐ ER ljóst að Kvennalistinn á við töluverðan vanda að stríða. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi flokksins mun minna á höfuðborgarsvæðinu en það hefur verið og á landsbyggðinni nánast ekkert. í meginatriðum má skipta vanda Kvennalistans í tvennt. Annars vegar á hann við svipaðan vanda að etja og aðrir íslenskir stjórnmálaflokkar. Hópar með ólíka hagsmuni, hvort sem er vegna búsetu eða annars, ná ekki saman um stefnu- mótun í mikilvægum málaflokkum á borð við landbúnaðar- mál, sjávarútvegsmál og utanríkismál. Hins vegar þarf Kvennalistinn nú að takast á við áþekkan vanda og þeir evrópsku stjórnmálaflokkar, sem stofnaðir hafa verið til höfuðs ríkjandi flokka- og gildakerfi, s.s. flokk- ur þýskra græningja. Líkt og Kvennalistinn voru þessir flokkar stofnaðir í kring- um ákveðin afmörkuð stefnumið, sem stórir hópar kjósenda töldu hina hefðbundnu flokka vanrækja. í Þýskalandi og fleiri ríkjum voru það umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni. Hér á landi var það staða kvenna í stjórnmálum og það hversu erfitt uppdráttar konur áttu innan hinna hefðbundnu stjórn- málaflokka, sem varð til þess að nýtt stjórnmálaafl var mynd- að. Stjórnmálaafl sem hafði það yfirlýsta markmið að vera „grasrótarafl" en ekki „hefðbundinn“ stjórnmálaflokkur. Rétt eins og þýskir græningjar urðu að gera á síðari hluta níunda áratugarins verða kvennalistakonur nú að gera upp hug sinn varðandi framtíðareðli flokks síns. Á flokkurinn að fylgja raunsæisstefnu, aðlaga sig leikreglum annarra stjórn- málaflokka og taka upp samstarf við þá? Eða á að fylgja bókstafstrúarstefnu þar sem vissulega er ekki vikið í einu né neinu frá hreinræktaðri hugmyndafræðinni en bein áhrif og völd t.d. í formi stjórnarsamstarfs eru að sama skapi úti- lokuð? Það má færa sterk rök fyrir því að Kvennalistinn hafi á sínum tíma orðið þess valdandi að aðrir flokkar iitu í eigin barm og reyndu að rétta hlut kvenna. Auðvitað er mikið starf óunnið í þeim efnum og ætti það raunar að vera flokkunum alvarlegt umhugsunarefni hversu hægt miðar. Að sama skapi má aftur á móti spyija hvort Kvennalistinn muni áfram gegna forystuhlutverki í þeirri baráttu sem konur eiga fyrir höndum á stjórnmálasviðinu eða hvort hann sé hreinlega farinn að þvælast fyrir réttindabaráttu kvenna. Kvennalistinn hefur í gegnum árin fylgt tiltölulega þröngri pólitískri stefnu og oftar en ekki verið á móti merkurn fram- faramálum á borð við samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Flokkurinn hefur tii þessa heldur ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir ríkisstjórnarsamstarfi. Kvennabaráttan í þessu formi á sín takmörk. Rétt eins og með umhverfismál er ekki ávallt hægt að móta afstöðu til mála út frá sjónarmiðum „kvenfrelsis". Oftar en ekki fara hagsmunir og sjónarmið karla og kvenna saman. Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að skipta þjóðinni upp í stjórn- mála- og hagsmunafylkingar eftir kynferði. Til lengri tíma litið hljóta hagsmunir kvenna að felast í því að starfa sam- hliða körlum í „hefðbundnum“ stjórnmálaflokkum og hafa áhrif á stefnu þeirra og störf. Varla er hagsmunum kvenna best borgið með því að vera í eilífu stjórnarandstöðuhlutverki. VELHEPPNUÐ EINKAVÆÐING SALA á helmingi hlutabréfa ríkisins í Lyfjaverslun Islands gekk vonum framar. Á fimmtudag voru einstaklingum og lögaðilum boðin til kaups hlutabréf að nafnvirði 150 millj- ónir króna á genginu 1,34. Ásóknin í þau var vægast sagt mikil og seldust bréfin upp á fyrsta degi þó að áformað hafi verið að selja þau fram að áramótum. Þetta er einhver sú best heppnaða sala á hlut ríkisins í atvinnufyrirtæki sem átt hefur sér stað. Ein helsta skýring þess er vafalítið þau kjör, sem í boði voru, en ef keypt voru hlutabréf umfram ákveðna upphæð mátti greiða 80% kaup- verðs með vaxtalausu skuldabréfi til tveggja ára. Að auki freistar eflaust sá skattaafsláttur sem einstaklingum er fjár- festa í hlutabréfum býðst. Hinir nýju hluthafar í Lyfjaverslun íslands skipta hundruð- um ög í hópi þeirra eru eflaust margir, sem nú fjárfestu í hlutabréfum í fyrsta skipti. Það er fagnaðarefni hversu vel hefur tekist með þessa einkavæðingu og hlýtur það, hvernig að henni var staðið, að verða tekið til hliðsjónar næst þegar ríkisfyrirtæki verður selt almenningi. DÓMUR í HÁGANGSMÁLINU Norðmenn ósáttir við niðurstöðuna Dómur í Hágangsmálinu hefur vakið mikla athygli í Noregi. Þess er nú beðið hvort norsk stjómvöld fara fram á sjópróf yfír skipherra strandgæsluskipsins Senju, en Siglingamála- stofnun ríkisins hefur skilað Norðmönnum umsögn sinni um þann atburð, þegar Senju var siglt nærri íslenskum togumm í sumar. NORSK glópska" er fyrir- sögn á forsíðu dagblaðsins Nordlys í Tromsö í gær, eftir úrskurð héraðsdóms þar í Hágangsmálinu. Jörgen Kosmo, varnarmálaráðherra Noregs, segir að hann sé ósáttur við dóminn, sem kemst að þeirri niðurstöðu að togvíra- klippingar norsku strandgæslunnar hafí ekki átt sér stoð í lögum. Kosmo segir að aðstæður séu breyttar, því eftir að Hágangsmálið hafi komið upp hafi verið sett löggjöf, sem heimili norskum skipum að færa skip til hafn- ar, séu þau staðin að meintum ólög- legum veiðum á verndarsvæðinu við Svalbarða. Jójias Haraldsson, lög- fræðingur LÍÚ, segir að eftir sem áður sé enga heimild að finna fyrir strandgæsluna að klippa á togvíra. Hann segir að ef málinu verði áfrýjað og niðurstaða Hæstaréttar verði hin sama, þá verði hugað að skaðabóta- máli vegna skemmda á veiðarfærum og tafa frá veiðum. Þá eru Norðmenn nú að velta fyrir sér öðrum fleti deil- unnar um rétt til fískveiða á svæð- inu, því Siglingamálastofnun ríkisins hefur sent norsku siglingamálastofn- uninni umsögn sína um atburði á Svalbarðasvæðinu í sumar, þegar strandgæsluskipið Senja sigldi nærri nokkrum íslenskum skipum. Siglinga- málastofnunin telur skipstjóra Senju hafa brotið alþjóðlegar siglingareglur. Norsk stjómvöld hafa ekki tekið af- stöðu til þess hvort höfðað verður mál á hendur skipherranum vegna þessara ásakana. Misstu mikilvægasta vopnið Norskir fjölmiðlar fjölluðu í gær mest um þá niðurstöðu héraðsdóms- ins, að norska strandgæslan hafí ekki haft heimild til að klippa togvíra skipa, sem voru á veiðum á verndar- svæðinu. Alls hefur strandgæslan klippt veiðarfæri frá sjö skipum, flest- um íslenskum. „Strandgæslan braut lög“ er fyrirsögn á frásögn af dómn- um í Dagbladet. Þar segir, að lög- regla hafsins hafi nú misst mikilvæg- asta vopn sitt gegn ólöglegum veið- um. Þrátt fyrir að íslendingar hafí ekki unnið fullan sigur í réttarsalnum, því Anton Ingvason stýrimaður hafi verið dæmdur til 30 daga fangelsis- vistar, þá hafi sjómenn og útgerðar- menn á íslandi fagnað dómnum. Blað- ið hefur hins vegar eftir ráðuneytis- stjóranum í vamarmálaráðuneytinu, Sigve Brekke, að hann hafi haldið að Norðmenn hefðu „allt sitt á þurru“ í málinu gegn íslendingum. Að öðru leyti er ráðuneytisstjórinn ekki reiðu- búinn tii að tjá sig um niðurstöður dómsins; segist þurfa að lesa hann vel og vandlega fyrst, enda sé málið hápólitískt. Tromsö-blaðið Nordlys, sem talar um „norska glópsku" á forsíðu í gær, segir í fyrirsögn inni í blaðinu að Is- lendingar hafí verið sýknaðir af ákæm um veiðiþjófnað, en sakfelldir fyrir að skjóta að strandgæslunni. í frétt blaðsins segir að í dóminum komi fram miklar efasemdir um að í norskum lögum hafí verið að fínna ákvæði sem bönnuðu veiðar Hágangs II. Héraðsdómur hafí velt því fyrir sér að eigin frumkvæði hvort sú laga- grein, sem skipstjórinn og útgerðin hafí verið ákærð fyrir brot á, hafi átt við í þessu tilfelli. Þar vísar blaðið til þess, að ákæran byggðist á því að framið hefði verið brot gegn reglu- gerð um verndarsvæðið. Hins vegar hefði skipstjóri Hágangs II hugsan- lega lagt stein í götu rannsóknar á framferði Antons Ingvasonar með því að neita að hleypa strandgæslunni um borð og kynni að hafa gerst sek- ur um hegningarlagabrot. Fyrir þetta hugsanlega brot hefði Eiríkur Sig- urðsson skipstjóri ekki verið ákærður. Nordlys hefur eftir Brynjar Ostgárd, veijanda útgerðarinnar, að það sé ánægjulegt að rétturinn skyldi hafa kjark til að dæma á þennan hátt. Aðspurður neitar hann að tjá sig um hugsanleg skaðabótamál vegna togv- íraklippinga strandgæslunnar. Fiskað í gruggugu vatni Leiðari stærsta dagblaðsins í Nor- egi, Aftenposten, í dag, laugardag, fjallar um dóminn. Þar segir, að nið- urstaðan sýni greinilega, að norsk stjómvöld hafi, lagalega séð, verið að físka í gruggugu vatni. Það sé ekki gott fyrir Noreg þegar dómstóll finni rök til að halda því fram að strandgæslan, sem hafi haft sam- þykki varnarmálaráðherrans fyrir aðgerðum sínum, hafí brotið gegn norskum lögum með tilraunum til að klippa togvírana. Blaðið lætur í ljós þá von, að reglugerð um veiðar á Svalbarðasvæðinu veiti sterkari laga- legri grundvöll í framtíðinni, eftir þær bréytingar sem gerðar voru á henni í sumar. í leiðaranum er enn fremur bent á, að héraðsdómurinn hafi dæmt málið eingöngu á grundvelli norsks landsréttar, en ekki tekið afstöðu til þess þjóðréttarlega vafa, sem físk- veiðideilurnar á Svalbarðasvæðinu veki upp. Ný deiluefni íslands og Noregs á þessu svæði muni kalla á alþjóðlegan úrskurð, sem svari því hver réttur Noregs til yfírráða á svæð- inu sé. Blaðið segir hins vegar að ekki sé hægt að ganga að því sem vísu á hvern veg slíkur úrskurður félli. Ósáttur við dóminn Jörgen Kosmo, varnarmálaráð- herra, segir í samtali við NRK-Dags- nytt í gær að hann sé ósáttur við niðurstöðu héraðsdóms. Hann kveðst þó telja að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á aðgerðir strandgæslunn- ar í framtíðinni. Kosmo segir, að stjórnvöld verði að fara nákvæmlega yfir dóminn áður en dregnar verði ályktanir um afleiðingar hans. Hann bendir hins vegar á, að breytingar voru gerðar á reglugerðinni um vemdarsvæðið eftir að Hágangsmálið kom upp í sumar, svo réttarstaða Norðmanna sé nú allt önnur. 1:0 í hálfleik Jónas Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir aðspurður um afstöðu íslenskra útvegsmanna, að dómurinn sé móralskur sigur, en málinu verði án efa áfrýjað. „Núna er hálfleikur, en staðan er 1:0 Islendingum í vil,“ segir hann. „Endanlegrar niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir ein- hveija mánuði. Ef hún verður sam- hljóða þessari má búast við að íslensk- ir útgerðarmenn hugi að skaðabóta- málum á hendur norskum stjórnvöld- um, vegna ólögmætra togvíraklipp- inga strandgæslunnar. Tjón íslensku útgerðanna var minna en ella þar sem þeim skipum, sem misstu veiðarfæri, tókst að slæða þau upp aftur. Vírar voru þó skemmdir og svo er um óbeint tjón að ræða, því skipin voru flæmd frá veiðum. Við höfum þegar undir- búið slíka málsókn vegna þess að trollið var klippt aftan úr Blika frá Dalvík, en það mál bíður endanlegrar niðurstöðu í Hágangsmálinu.“ Jónas segir að umdeild afskipti strandgæslunnar af íslenskum skip- um hafí öll verið fyrir reglugerðar- breytingu Norðmanna. „Þótt reglu- gerðinni hafi verið breytt veitir hún strandgæsiunni þó ekki, mér vitan- lega, neina heimild til togvíraklipp- inga.“ Skipherra Senju braut siglingalög Annar þáttur deilna íslendinga og Norðmanna lýtur að þeim atburði í júní sl., þegar strandgæsluskipið Senja sigldi svo nærri fímm íslenskum togurum, Má, Stakfelli, Hegranesi, Drangey og Rauðanúpi, að við árekstri lá. Eftir að skipin komu hing- að til lands voru haldin sjópróf, þar sem skipveijar lögðu fram mynd- bandsspólur og upptökur af talstöðv- arsamskiptum við skipherra Senju, máli sínu til stuðnings. Siglingamála- stofnun ríkisins hefur nú sent umsögn sína um málið, sem og myndbands- spólurnar og upptökurnar, til norsku siglingamálastofnunarinnar. Að sögn Benedikts Guðmundsson- ar, siglingamálastjóra, er þessi af- greiðsla málsins af hálfu Siglinga- málastofnunar í samræmi við alþjóð- legar reglur. „í umsögninni kemst Siglingamálastofnun að þeirri niður- stöðu, að skipherrann á Senju hafi brotið alþjóðlegar reglur. Einu af- skipti okkar af málinu er að senda þessa umsögn til Norðmanna, en það er norskra yfirvalda að ákveða hvað verður aðhafst í málinu." Norska dagblaðið Verdens Gang fjallar um umsögn Siglingamálastofn- unar ríkisins í heilsíðufrétt í gær. Þar segir, að norsk siglingamálayfirvöld séu ekki skyldug til að halda sjópróf vegna umsagnar Siglingamálastofn- unar ríkisins. Fyrir því séu tvær ástæður. Ekki hafi orðið árekstur vegna þessarar siglingar Senju og að auki sé skipið herskip. Hins vegar geti norsk hermálayfirvöld krafíst sjó- prófa, telji þau ástæðu til. í frétt Verdens Gang kemur fram, að norska siglingamálastofnunin hef- ur sent umsögnina til fulltrúa stofn- unarinnar í Tromsö, sem hefur Sval- barðasvæðið á sinni könnu. Fulltrú- inn, Karstein Jensen, neitar að tjá sig um málið. Hins vegar hefur blaðið eftir talsmanni hermálayfirvalda, Eik lanke, að hermálayfirvöld vilji að sannleikurinn í málinu komi í ljós, enda kæri þau sig ekki um að vera sökuð um aðgerðir, sem stofni lífí manna í hættu. Mikil óvissa ríkjandi í írskum stjómmálum HARRY Whelehan á skrifstofu sinni eftir að hafa verið skipaður forseti Hæstaréttar írlands. Whelehan gegndi embætti þessu í þrjá daga en hann sagði af sér á fimmtudagskvöld eftir að skipun hans hafði fellt ríkisstjórn írska lýðveldisins. Uppgjöf á Irlandi Hneykslismál hefur kostað Albert Reynolds, forsætisráðherra ír- lands, embættið. Asgeir Sverrísson rekur for- sögu málsins og greinir frá örvæntingarfullum tilraunum til að halda lífí í ríkisstjórninni. IRSK stjómmál hafa ævinlega þótt lúta eigin lögmálum en hinir reyndustu voru ekki búnir undir sápuóperu þá sem nú hefur getið af sér afsögn Alberts Reynolds forsætisráðherra. Hneykslið sem varð stjóminni að falli hefur til að bera allt það sem nauðsynlegt má teljast í slíku máli á Irlandi; það snert- ir kirkjuna, trúverðugleika stjórn- málamanna og valdablokkir innan flokka. Persónur og leikendur eru að sönnu misjafnlega litríkar og bak- tjaldamakkið á köflum öldungis óskiljanlegt en óvíða gæti persónulegur harmleikur haft slíkar afleiðingar í för með sér. Fullkomin óvissa einkennir nú stjórnmála- ástandið á írlandi og sumir óttast að farsi þessi geti skaðað viðleitni til að koma á varan- legjim friði á Norður-írlandi. Albert Reynolds lýsti yfir því í gær að stjórnmálakreppan á Irlandi myndi engin áhrif hafa á friðarviðleitnina á Norður-írlandi en ljóst er að eftir- manns hans bíður erfítt verkefni. Reynolds, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra á fimmtudag, gegn- ir því starfí nú til bráðabirgða en á bakvið tjöldin er hafín hörð barátta í flokki hans, Fianna Fail, um völdin. Líklegast þykir að núverandi fjár- málaráðherra írlands, Bertie Ahern, sem jafnan er nefndur „Anorak-mað- urinn“, taki við fiokksleiðtogastarf- inu. Þótt Ahern eigi upphefð sína að þakka Charles Haughey, fyrrum for- sætisráðherra, sem þótti setja ný viðmið á sviði valdagræðgi, baktjald- amakks og spillingar, er haft fyrir satt að prýðileg sátt muni skapast um hann. Björgunartilraunir Á írlandi segja sumir að sápuóp- eran sem leikin hefur verið í Dublin undanfarna daga sé sterkasta rök- semdin fyrir þeirri skoðun sambands- sinna á Norður-írlandi að sameining írlands komi aldrei til greina. Vikan hefur einkennst af endalausum vangaveltum um að boðað verði til kosninga, þrotlausum tilraunum til að bjarga samsteypustjórn Fianna Fail og Verkamannaflokksins og böl- sýnistali um áhrif þessa á friðarþró- unina á Norður-írlandi. Einungis knattspymuleikur írlands og Norður- Irlands gat fengið menn til að beina athygli sinni að því sem mikilvægara má telja í lífinu. írar eru miklir sagnamenn og litlu skiptir hvort frásögnin er sönn eður ei hafi hún eitthvert skemmtigildi. Þessi saga er á hinn bóginn sönn og þótt hún sé í ólíkindastíl verður ekki sagt að hún sé skemmtileg. Rót henn- ar liggur í mannlegum harmleik sem vísar til skuggahliða þessa strangka- þólska samfélags. Framsalskrafa hundsuð í júnímámnuði var prestur einn, Brendan Smyth, dæmdur í fjögurra ára fangelsi á Norður-Irlandi eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa misnotað börn kynferðis- lega. í októbermánuði var síðan frá því skýrt að hann hefði farið frjáls ferða sinna í írska lýðveidinu í heila sjö mánuði á meðan framsalskrafa lá óhreyfð á skrifborði saksóknara írlands, Harrys nokkurs Whelehan. í síðustu viku ákvað Albert Reynolds, af algjörlega óskiljanlegum ástæðum, að skipa Whelehan forseta Hæstaréttar Ir- lands. Verkamannaflokkurinn, sam- starfsflokkur Fianna Fail, mótmælti þessari ákvörðun og fór þar fremstur leiðtogi flokksins Dick Spring utan- ríkisráðherra. Stjórnmálakreppan reið siðan yfír er Spring gekk af ríkis- stjómarfundi ásamt samráðherrum sínum. Á þriðjudag ávarpaði Albert Reyn- olds þingheim, Dail, og freistaði þess að gefa skýringar á þeirri töf sem orðið hafði á framsali kynferðisaf- brotamannsins. Jafnframt bað hann Dick Spring afsökunar á að hafa ekki haft hann með í ráðum. Þetta dugði Verkamannaflokknum ekki. Er þing kom saman á miðvikudag til að ræða vantrauststillögu þá sem fyrir lá Um leið fór fram pólitísk aftaka ALBERT Reynolds, fráfarandi forsætisráðherra, ræðir við Maire Geoghegan-Quinn dómsmálaráðherra í samsteypustjórn Fianna Fail og irska Verkamannaflokksins. vegna skipanar Whelehans virtist svo sem samkomulag hefði náðst um að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Umræðu var frestað og þeir Reynolds og Spring lokuðu sig af í reykfylltu bakherbergi ásamt undirsátum sínum til að freista þess að komast að sam- komulagi. Klukkustund síðar var boð- að til þingfundar en þá vantaði ríkis- stjórnina! Tiu mínútum síðar birtust ráðherrarnir og kröfðust þess að þing- fundi yrði enn frestað. Dularfulla minnisblaðið Rökin fyrir þeirri frestun nægðu til þess að reyndustu þingmenn göptu af undrun. Sagt var að skjöl hefðu fundist um nóttina á skrifstofu ríkis- saksóknara sem gæfu til kynna að Reynolds hefði ekki farið með rétt mál er hann gerði þingheimi grein fyrir máli prestsins'kynsjúka. Eftir- maður Whelehan hefði fundið minnis- blað á skrifstofu sinni sem gæfí til kynna að Cahal Daly kardínáli og yfirmaður kaþólsku kir- kunnar á írlandi hefði vak- ið athygli ríkissaksóknara á máli þessu. Síðar kom í ljós að nöfn höfðu brengl- ast, þarna var ’ ekki um ........... - kardínálann að ræða heldur Edward Daly, fyrrum biskup í Derry. Þingmenn skildu hvorki upp né niður í máli þessu. Boðað var til þingfundar klukkan fjögur og þá iýsti Reynoids yfír því að eftir því sem hann kæmist næst væru engin plögg til sem bentu til afskipta eða vitneskju þessara kirkj- unnar manna. Einni og hálfri klukku- stundu síðar var loks tekið til við að ræða vantrauststillöguna. Þá sneri Albert Reynolds skyndilega við blað- inu og lýsti yfir því að það hefðu verið mistök að skipa Whelehan for- seta Hæstaréttar þar sem forsætis- ráðherranum hefði ekki verið sagt allt af létta um mál séra Smyths. Þannig freistaði Reynolds þess að fórna Whelehan til að bjarga sjálfum sér. Dick Spring taldi þessa skýringu ófullnægjandi og Verkamannaflokk- urinn felldi stjórnina. Um leið fór fram pólitísk aftaka; Reynolds átti engra Hagsmunirnir eru hinir sömu og áður annarra kosta völ en að segja af sér embætti forsætisráðherra. Áfall fyrir kirkjuna Mál þetta er enn eitt áfallið fyrir kaþólsku kirkjuna á írlandi. Líkt og hin bandaríska hefur hún átt í mikl- um vandræðum vegna ásakana um kynferðislega misnotkun kirkjunnar manna á börnum og ungmennum. Brendan Smyth situr nú á bakvið lás og slá á Norður-írlandi en hann var fundinn sekur um að hafa misnot- að fímm stúlkur og þijá drengi. At- hæfi þetta stundaði presturinn í 24 ár og þegar í ljós kom að hann hafði fengið að leika lausum hala í írska lýðveldinu vöknuðu grunsemdir um að kirkjunnar menn hefðu reynt að koma í veg fyrir framsal hans. Á miðvikudag var því lýst yfir í nafni kaþólsku kirkjunnar á írlandi að gripið hefði verið til ótilgreindra aðgerða til að koma í veg fyrir kyn- ferðislega misnotkun kirkjunnar manna á börnum. Skömmu áður hafði 68 ára gamall prestur, Liam Cosgrave, gefið upp öndina í sauna- klúbbi fyrir örvkynja í Du- blih. Tveir prestar voru á staðnum og gátu veitt hin- um örenda síðustu smurninguna en í ljós hefur komið að allt að 20 prest- ar voru í hópi fastra viðskiptavina, sem stunduðu Sódómu þessa. Sameining og kirkjuvald Fall írsku ríkisstjórnarinnar mun ekki verða til þess að spilla þeim árangri sem þegar hefur náðst í við- ræðum um frið á Norður-írlandi. Mál þetta kann hins vegar að verða til þess að draga athyglina að ástæðum þess að fjölmargir óbreyttir borgarar á Norður-írlandi geta ekki hugsað þá hugsun til enda að íriand verði sameinað. Fyrir utan hin efnahags- legu rök, sem eru þau að lífskjör eru almennt mun betri á Norður-Irlandi, bætast nú við áhyggjur af samfélags- legum ítökum kaþólsku kirkjunnar í írska Iýðveldinu, kirkjunnar sem sögð hefur vérið sú afurhaldssamasta vestan Teheran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.