Morgunblaðið - 19.11.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 27
SVEINN GUÐMUNDSSON
-I- Sveinn Stefán
* Guðmundsson
fæddist á Hrafna-
björgum í Jökuls-
árhlíð 5. septem-
ber 1941. Hann lést
12. nóvember síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Val-
borg Stefánsdóttir,
f. 1914, d. 1991, og
Guðmundur
Björnsson, f. 1913,
d. 1992, búendur á
Hrafnabjörgum.
Bræður Sveins eru
Eyþór, f. 1944, og
Jónas, f. 1946. Hinn 27. 12.
1964 kvæntist Sveinn Sæunni
Önnu Stefánsdóttur frá Artúni
í Hjaltastaðaþinghá, f. 26. 5.
1945. Börn þeirra eru: Malen,
f. 1963, Valborg f. 1966, Veig-
ur, f. 1973, og Stefán Bogi, f.
1980. Sveinn var við nám í
Alþýðuskólanum á Eiðum og
Samvinnuskólanum. Hann var
skrifstofumaður hjá Skipaút-
gerð ríkisins í eitt ár, en var
eftir það á Austurlandi. Hann
starfaði á skrifstofu Kf. Hér-
aðsbúa, var fulltrúi í útibúi
Búnaðarbanka íslands á Egils-
stöðum og kennari
og eitt ár skóla-
sljóri barnaskólans
á Eiðum. Sveinn
hóf byggingu ný-
býlisins Sellands í
Hlíðarhreppi 1965
og bjó þar 1970-
1984, en varð þá
sveitarstjóri á
Vopnafirði og
gegndi því starfi til
1990. Eftir það var
hann starfsmaður
Malarvinnslunnar
hf. á Egilsstöðum
til dauðadags.
Sveinn var í stjórn UIA og um
árabil í stjóm og formaður
Kjördæmissambands Fram-
sóknarmanna. Hann var odd-
viti Hlíðarhrepps 1970-1984.
Hann var formaður skóla-
nefndar Brúarásskóla í nokk-
ur ár og í sljómum Búnaðar-
sambands Austurlands og
Ræktunarsambands Austur-
lands. Einnig sat hann í stjórn
Kf. Héraðsbúa. Síðustu ár var
hann formaður knattspyrnu-
deildar Hattar á Egilsstöðum.
Útför Sveins verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag.
í OKKAR stóra landi þar sem
náttúran heillar er ekki óalgengt
að við heyrum í útvarpinu að
maður sé týndur og leit sé hafín.
Við hrökkvum öll við og þá sér-
staklega í litlum byggðarlögum,
þar sem nálægðin er mikil og flest-
ir þekkjast. Þannig fór fyrir mörg-
um sl. laugardagskvöld þegar
byijað var að leita að Sveini Guð-
mundssyni. En menn halda í von-
ina og þá er gott að vita af því
að hundruð manna um allt land
eru í viðbragðsstöðu til að bregð-
ast við slíkum aðstæðum. Ekkert
land getur státað af öðrum eins
Qölda sjálfboðaliða sem eru tilbún-
ir til að leggja sig fram við hvaða
skilyrði sem er. I þetta skipti bár-
ust sorgartíðindi og eins og oft
áður gerðist hið óvænta að maður
á besta aldri fannst látinn.
Það er orðið langt síðan ég
kynntist Sveini. Hann vakti fyrst
athygli mína þegar hann vann hjá
Búnaðarbanka Islands á Egils-
stöðum og byijaði að byggja upp
nýbýli í Jökulsárhlíð í landi for-
eldra sinna, sem bjuggu á Hrafna-
björgum. Nýbýlið Selland blasti
við frá veginum í Heiðarendanum
og stóð þar sem ljóslifandi dæmi
ungs bjartsýns manns sem hafði
trú á íslenskum landbúnaði. Þarna
byggði hann upp myndarlegt
heimili ásamt fjölskyidu sinni og
vegnaði þar vel. Sveinn var einn
af þessum mönnum sem allir sótt-
ust eftir til félagsstarfa og hann
var boðinn og búinn til að taka
þátt í sameiginlegum viðfangsefn-
um samfélagsins. Hann gegndi
fjölda trúnaðarstarfa innan land-
búnaðarins. Hann stundaði
kennslu og tók virkan þátt í störf-
um Framsóknarflokksins. Hann
sat í miðstjórn og var á framboðs-
lista flokksins til alþingiskosninga
og lagði sig mjög fram í kosninga-
baráttunni. Hann hafði yfir-
gripsmikla þekkingu á landbúnað-
armálum og það var engin hálf-
velgja í máli hans þegar hann lýsti
skoðunum sínum.
Það hefur alltaf verið góður
samgangur á milli fólks í Jökulsár-
hlíð og Vopnafjarðar, þótt sam-
göngurnar hafi ekki ávallt verið
upp á það besta. Vopnfirðingar
sóttust eftir Sveini til að gegna
sveitarstjórastarfí þar og þá
kynntist ég Sveini best. Hann var
afskaplega þægilegur samstarfs-
maður, skapgóður og glettinn og
setti mál sitt fram með skýrum
hætti. Það gat líka verið þungt í
honum ef honum fannst ekki
ganga nægilega vel og lítill skiln-
ingur vera fyrir hendi, þá fékk
maður að heyra álit hans umbúða-
laust og af mikilli hreinskilni.
Undir bjó góður hugur og um-
hyggja fyrir þeim sem hann var
að starfa fyrir.
Ég vil fyrir hönd Framsóknar-
flokksins þakka Sveini öll störfin
og góðu stundirnar. Við höfum
misst góðan dreng sem við sökn-
um. Söknuður ástvinanna er sá-
rastur og ég votta eiginkonu hans,
börnum og öðrum vandamönnum
mína dýpstu samúð og veit að
góður Guð mun styrkja þau í harmi
sínum.
Halldór Asgrímsson.
Um haustið 1959 kom þijátíu
og tveggja manna hópur í fyrsta
bekk Samvinnuskólans á Bifröst.
Fæst af þessu fólki hafði hist fyrr
en einhvern veginn átti það svo
vel saman að eftir tveggja vetra
samvist höfðu bundist vináttubönd
sem halda.
í þannig hóp eru menn með
margar skoðanir og mörg áhuga-
mál og reynir á skilning og um-
burðarlyndi gagnvart náunganum
eins og verða vill í heimavist. í
þessum hópi var piltur austan af
Fljótsdalshéraði sem fljótlega
sýndi að í honum bjuggu ýmsir
hæfíleikar, hann var góður náms-
maður, mikill íþróttamaður, eink-
um þó í knattspyrnu, og söngvinn
vel. Jafnan tilbúinn að taka þátt
í hveiju sem var í félagslífi skól-
ans, lá þó hvergi á skoðunum sín-
um en hlustaði á rök annarra og
virti.
Hann var barn náttúrunnar og
dró aldrei dul á, að landbúnaður
var draumur hans, enda reisti
hann ásamt konu sinni nokkru síð-
ar nýbýlið Selland á bökkum Jök-
ulsár í heimabyggð sinni Jökulsár-
hlíð, þar sem þau bjuggu um
margra ára skeið uns önnur störf
kölluðu, því félagsmálaáhugi var
ríkur þáttur í gerð hans og hann
oft til forystu fenginn.
Undanfarin ár höfum við bekkj-
arfélagar farið í helgarferð
snemmsumars og átt góðar stund-
ir. Þar lét Sveinn Guðmundsson
sig aldrei vanta og var sem jafnan
hrókur alls fagnaðar. Að í dag sé
hann kvaddur hinstu kveðju er
sárara en orð ná yfir. En við get-
um yljað okkur við síðustu sam-
fundi þegar við í sumar fórum um
hans heimaslóðir og hann naut
þess að leiðbeina okkur um Fljóts-
dalshérað og Vopnafjörð þar sem
ævistarf hans lá. Hann þekkti
hveija þúfu og kunni skil á mönn-
um og málefnum sem urðu ljóslif-
andi í frásögn hans.
Minningin yljar og Sveinn féll
í faðmi íslenskrar náttúru þar sem
útsýnið er best yfír Jökulsárhlíðina
og góðbúið Selland. Þau ævilok
hafa verið honum að skapi þótt
alltof snemma kæmu.
Með söknuði kveðjum við góðan
vin og félaga. Eiginkonu og börn-
um vottum við dýpstu samúð.
Bekkjarfélagar á Bifröst
1959-1961.
Þegar við Sveinn kvöddumst í
sumar hafði ég á orði að ég væri
hættur að heimsækja hann, hafði
þá komið að húsi hans þrem sinn-
um og aldrei var neinn heima,
hann hlyti að skjótast út bakdyra-
megin þegar hann sæi til mín.
Hann hló sínum dillandi hlátri og
sagði að ég skyldi reyna aftur
næsta sumar. Það næsta sumar
kemur ekki.
Við hittumst fyrst á Samvinnu-
skólanum á Bifröst haustið 1959,
þá var þar búið í vistum sem lokað
var yfír nóttina sem siður var í
þann tíð til að koma í veg fyrir
óæskilega kynblöndun. Það voru
átta félagar sem komu þá í skól-
ann sem voru á sér vist innan við
kvennagang á neðstu hæð, auðvit-
að lokað með lélegu skilrúmi.
Þama í kjallaranum varð mikill
o g náinn félagsskapur, piltar
stofnuðu eigið félag sem m.a. gaf
út blað, hélt kvöldvöku og höfðu
sitt eigið barmmerki sem notað
var á hátíðlegum stundum. Fyrir
utan alla fundina sem haldnir voru
og skilmerkilega skráðir og alls
þess sem rætt var utan funda um
allt milli himins og jarðar. Þau
voru fá vandamálin sem ekki vom
tekin föstum tökum.
Síðan dreifðist hópurinn en
samt var eitthvað sem alltaf hefur
bundið þennan kjama saman, jafn-
vel frekar en við aðra bekkjarfé-
laga þótt góðir væru. Þegar ég
kom austur í Egilsstaði til starfa
varð mér því fyrst fyrir að hringja
í Svein sem var eini maðurinn sem
ég þekkti á öllu Héraði. Hann brá
við skjótt og kom í heimsókn og
sagði að hann skyldi taka mig
með á ball á Rauðalæk um næstu
helgi. Þangað fómm við á austan-
tjalds eðalvagni og varla var
Sveinn kominn innfyrir dyr fyrr
en hann sveif um gólfíð með fal-
legri stúlku. Einn af hans mörgu
hæfileikum var dansmennt ágæt
og konum fannst ekki verra að
hafa hann í nánd.
Svo fór Sveinn að venja komur
sínar á símstöðina sem í þann tíð
var stýrt af ungum stúlkum en
ekki af sálarlausum tölvum. Við
félagar hans gerðum okkur mat
úr því hvað hann þyrfti oft að
hringja, jafnvel utan símatíma, og
þau Sæunn fengu marga pilluna
frá okkur. Allt samt í góðu og
Sveinn kunni líka að svara fyrir sig.
Og árin liðu. Draumur þeirra
um eigið býli rættist þegar Sveinn
og Sæunn byggðu nýbýlið Selland
norður í Hlíð, skammt frá bernsku-
JONINA MARGRET BERGMANN
ÞÓRHALLSDÓTTIR
-J- Jónína Margrét
* Bergmann Þór-
hallsdóttir var fædd
í Reykjavík 25.
mars 1924. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Akranesi 9. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórhallur
Valdimar Einars-
son og Jóhanna
Magnúsdóttir Berg-
mann. Hún var
næstyngst sjö barna
þeiira hjóna. Þau
sem eftir lifa eru
Reynir, Sóley, Lydía og Hilmar.
Eftirlifandi maður hennar er
Þorvaldur Hjálm-
arsson bóndi á Háa-
felli í Hvítársíðu.
Tvær dætur áttu
þau: Eddu, f. 1957,
kennara við Bænda-
skólann á Hvann-
eyri, á tvö börn; og
Jóhönnu, f. 1961,
lýúkrunarfræðing
og húsfreyju, sem
býr á Háafelli og á
fjögur böm. Á Háa-
felli bjuggu Jónina
og Þoi*valdur með
bróður hans, Guð-
mundi Hjálmars-
syni. Utför Jóninu fer fram frá
Gilsbakkakirkju í dag.
VIÐ FRÁFALL góðra vina leitar
hugurinn til horfinna stunda: leift-
ur frá liðnum árum leita á hugann
og öðlast nýja merkingu í safni
minninganna. Spilakvöld á heimil-
um okkar beggja voru ætíð til-
hlökkunarefni, kínverskur kapall
var spilaður með tilheyrandi gleði
og kátínu, árangurinn ætíð skráð-
ur af styrkum höndum Þorvalds,
grín gert að gestrisni heimafólks
ef hallaði á gestina og að spila-
stund lokinni var sest að kaffí með
tilheyrandi meðlæti, og spjallað
um lífið og tilveruna. Myndarskap-
ur og rausn húsfreyjunnar á Háa-
felli var slíkur að ógleymanlegt
er. Ekki gleymdist unga fólkið;
lítill snáði er í heimsókn á spila-
kvöldi, horfir á Jónu og eftir
augnablik er góðgæti laumað í lít-
inn lófa.
Þau hjónin fóru oft í dagsferðir
á milli mjalta, nutu þess að auðga
tilveruna( skoðuðu landið og hvíldu
sig á amstri hversdagsins. Eitt
sinn fórum við saman í slíka ferð,
á vit hins óþekkta, línuveginn, sem
þá var nýlagður frá Kaldadal í
Haukadal. Margt var spjallað og
skoðað á leiðinni og slegið á létta
strengi. Ekki auðnaðist okkur heit
um fleiri ferðir með Háafellsfólk-
inu, Jónu, Þorvaldi og Guðmundi,
en minningar um góðar stundir
verða ekki frá okkur teknar.
Smám saman fór að bera á
heilsuleysi hjá Jónu, sem hún tók
af aðdáunarverðu æðruleysi. Það
var ekki hennar að kvarta, né
bera áhyggjur sínar á torg. Ung
barðist hún við berkla og sá vá-
gestur hefur ugglaust mótað við-
horf hennar til lífsins og alls sem
lifandi er. Hún var mikil ræktunar-
kona og þeir voru ófáir afleggjar-
arnir og blómapottarnir, sem ferð-
uðust suður yfír Hvítá á frumbýl-
isárum okkar á Arnheiðarstöðum.
Jóna var hlý og skilningsrík og
átti ótal ráðleggingar í handraðan-
um handa nýkominni húsfreyju
úr Hafnarfirði, ófá handtök og
uppskriftir eiga rætur að rekja til
hennar, sem skildi svo vel þá
breytingu sem verður á högum
fólks við að flytja frá borg í rót-
gróna sveit.
Jóna minnti á jurt, sem stóð
hnarreist og stolt, laufið bærðist
og bauð vindinum byrginn, þrátt
fyrir rysjótta tíð. Sumarið leið, en
tími haustlitanna kom og laufin
tóku að falla, eitt og eitt.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Jónu samfylgdina og vottum Þor-
valdi, dætrum og öðrum ættingj-
um samúð okkar.
Þórður og Þórunn,
Arnheiðarstöðum.
stöðvum hans. Þegar hann varð
sveitarstjóri á Vopnafirði ætluðu
þau að hverfa að því aftur að þeim
tíma liðnum en þá voru aðstæður
í landbúnaði ekki orðnar fýsilegar.
Nú er Sveinn horfínn á besta
aldri og hefði átt svo margt ógert.
En hann hefur líka átt fjölbreytta
ævi og lifað ríku lífí og fjögur
mannvænleg böm eiga framtíðina
fyrir sér. Minningin lifír um góðan
dreng og ekki skyggir á síðasta
samvera okkar bekkjarfélaganna
frá Bifröst þegar við í sumar fórum
í helgarferð um Héraðið og allt til
Vopnafjarðar undir ömggri leið-
sögn Sveins sem þar var öllum
hnútum kunnugur. Það vora góðir
sólardagar með sól í sinni og gleði
í hjarta.
Eg þakka Sveini Guðmundssyni
fyrir viðkynninguna. Við Sæunni
og bömin hafa orð lítið að segja
á þessari stundu en hugur minn
og samúð er hjá þeim.
Guðmundur R. Jóhannsson.
Þegar við skriðum upp í hjá
mömmu á sunnudagsmorguninn
sagði hún okkur að afí á Egilsstöð-
um væri dáinn. Við skiljum ekki
alveg hvað það þýðir. Mamma
segir að hann sé farinn til Guðs.
Hver á þá að gefa hestunum,
Þokka, Rauðsokka og hinum? Við
skiljum ekki að við sjáum afa ekki
aftur, þegar hann er búinn að
vera dáinn. Að hann kemur aldrei
aftur frá guði.
Okkur Iangar til að kveðja hann
og þakka góðu stundirnar. Á Eg-
ilsstöðum, í hesthúsinu, það var
uppáhaldið, þó að önnur okkar
hafí verið dálítið hrædd við hest-
ana. Ásta Brá ætlar að vera hesta-
kona, og eiga hesta eins og afi.
Að sitja og spjalla í ró og næði.
Stundum fór samt allt í bál og
brand, því Ylfa rís undir nafni;
henni fannst svo gaman að rífast
við afa, en afí þekkti litlu stjórnun-
arstelpuna sína og allt var í góðu.
En eitt vitum við, og það er,
að þótt afí sé farinn til himins,
þá verður hann alltaf hjá okkur
í minningunum og fylgir okkur
í gegnum lífið, líka ömmu, Stef-
áni Boga, Veig, Völlu, Stellu
Rún, mömmu og öllum sem
þekktu hann.
Ylfa og Ásta Brá
Hafsteinsdætur.
HAGKAUP
Mikið úrval
af peysum
á 1,995,-