Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 29
útgerð og fískverkun i Ólafsvík.
Ég átti því láni að fagna að njóta
vináttu og eiga gott samstarf við
Víglund í þrjá áratugi. Hann var
tillögugóður og heill í samstarfi.
1989-1982 voru hafnarmálin fyrir-
ferðarmest í sveitarfélaginu enda
um lífshagsmunamál að tefla. Þessi
mikla hafnargerð í Ólafsvík varð
að veruleika með samstilltu átaki
— þar var hlutur Víglundar Jóns-
sonar stór.
Árið 1978 gerðu Portúgalar þá
kröfu til íslands við gerð viðskipta-
samninga um saltfisksölu, að ís-
lendingar keyptu meira af vörum
en áður frá Portúgal. Ríkisstjórnin
ákvað að smíðaðir yrðu tveir skut-
togarar í Portúgal, um 500 lestir
hvor.
Víglundur sat í stjórn SÍF og
sótti strax um að Ólafsvík, sem
einn stærsti saltfiskútflytjandi til
Portúgals, fengi annað skipið.
Ásóknin í þessi'skip var gífurleg.
Þáverandi sjávarútvegsráðherra
gerði ráð fyrir að Reykjavík og
Hafnarfjörður fengju þessi skip.
Það var spennandi að koma að
þessu máli með Víglundi. Hann
flutti mál sitt heima í hreppsnefnd.
Við sem sátum í hreppsnefnd á
þessum tímamótum ákváðum að
fylgja málinu eftir með yíglundi.
Stofnað var hlutafélagið Útver hf.
með Ólafsvíkurhreppi, fiskverkend-
um í Ólafsvík og Neshreppi utan
Ennis. Formaður stjómar var Víg-
lundur. Málið var lagt fyrir ríkis-
stjórn og mikil vinna lögð í málið.
Ríkisstjórnin samþykkti að annað
skipið færi til Ólafsvíkur — þetta
var stórmál á þessum tíma. Ég
nefni þetta hér til að minnast fram-
göngu Víglundar í þessu máli, yfir-
veguð framganga hans og rök-
stuðningur hafði áhrif.
Mér er minnisstæð gleði Víg-
lundar er þetta glæsilega skip, Már
SH 127, kom til Ólafsvíkur vorið
1980.
Víglundur vildi sjá auknar fram-
farir í byggðarlagi sínu, hann lagði
metnað sinn og atorku í það tak-
mark meðan kraftar entust.
Víglundur var mikill gæfumaður
í einkalífi. Heimili þeirra Kristjönu
Tómasdóttur, Lindarholti 7 í Ólafs-
vík, bar vitni um myndarskap og
sérstsaka snyrtimennsku þeirra
beggja. Þau eignuðust_ þijú börn
sem öll eiga heima í Ólafsvík og
hafa tekið virkan þátt í atvinnu-
rekstri föður síns. Kristjana og
Víglundur lögðu metnað sinn í að
halda fjölskyldunni allri í nálægð
við sig. Kristjana lést í júní 1986.
Ég og fjölskylda mín flytjum
sérstakar þakkir fyrir samstarf,
vináttu og hollráð Víglundar Jóns-
sonar. Við flytjum börnum hans
og ástvinum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa þeim minninguna.
Alexander Stefánssón.
Þegar Víglundur Jónsson skip-
stjóri flutti hingað til Ólafsvíkur
með bát sinn Fram, 17 rúmlestir,
frá Hafnarfirði tók hann sér stöðu
í hópi kjarkmikilla einstaklinga er
um þær mundir hófu héðan sjósókn
á þilfarsbátum líkrar stærðar og
minni við kröpp og aðþrengd hafn-
arskilyrði.
Útgerðarvettvangurinn var línu-
veiðar yfir vetrarmánuðina og
dragnótaveiðar yfir sumarmánuð-
ina. Hraðfrystihús hafði tekið til
starfa það ár hér í Ólafsvík sem
ýtti mjög undir þá bylgju til útgerð-
ar sem hér átti sér stað, þrátt fyr-
ir að hafnaraðstaða væri jafn bá-
borin og raun bar vitni þar sem
allir bátar voru á þurru um fjörur
og sæta varð sjávarföllum við róðra
og landtöku.
Hraðfrystihúsavæðingin var þá
í fullum gangi víða um landið og
útaf Ólafsvíkinni voru gjöful skar-
kolamið, afurðaverð kolans var
mjög gott í Bretlandi og verð hans
upp úr bát var allt að fímmfalt
miðað við þorskverð þeirra tíma.
Um þessar mundir var síðari heims-
styijöldin að skella á og ýtti það
einnig undir vaxandi eftirspurn eft-
ir fiskafurðum til Bretlands. Þannig fyrir smiði togarans Más og með
voru aðstæður í Ólafsvík þegar aðilum í Ólafsvík og á Hellissandi
Víglundur flutti hingað með bát var stofnað um smíðina og rekstur-
sinn Fram, er síðar hlaut nafnið inn hlutafélagið Útver. Togarinn
Snæfell SH 197, en sá bátur var Már hefur nú verið í rekstri frá
lengi farsælt fley og síðast í eigu árinu 1980, en nú í eigu Snæfells-
Guðlaugs Guðmundssonar skip- bæjar.
stjóra. Á athafnaárum Víglundar upp
Á Amarstapa, þar sem foreldrar úr 1950 tók hann verulegan þátt
hans bjuggu lengst af og Víglundur í sveitarstjórnar- og öðrum félags-
og systkini hans átta voru alin málum hér, sat í sveitarstjórn,
upp, hlaut hann sinn undirbúning hafnarnefnd og hafði veruleg áhrif
og reynsluskólagöngu sem verð- á gang hafnarmálanna. Einnig var
andi sjómaður og skipstjómarmað- hann í fararbroddi í umbótamálum
ur. Bræðumir og faðir þeirra (Jón er vörðuðu aðbúnaðarmál aðkomu-
á Stapa), sem var nú aldeilis eng- sjómanna og verkafólks í hús-
inn' aukvisi til neinna hluta, gerðu næðismálum er fólk dvaldi hér við
út opinn 4 t. bát, Óðin, og þurfti vinnu og við sjóstörf. Af þessari
mikinn kjark og áræði til sjósóknar gróflegu upptalningu má i hnot-
frá Arnarstapa, þar sem lendingar- skurn sjá athafnaferil þessa mæta
skilyrði voru í þá tíð mjög knöpp manns á þeim tíma sem honum
og hafáttir brimasamar. Eitt af entist heilsa til starfa.
skilyrðum veiða með línu á þessum í október 1979 var Víglundur
tíma var beituöflun en skelbeitu, sæmdur riddarakrossi hinnar ísl.
sem oft var notuð þurftu Stapa- Fálkaorðu fyrir störf að sjávarút-
menn að sækja langa leið, eða allt vegsmálum. Á 300 ára verslunaraf-
suður í Akurós á Mýrum. Var þetta mæli Ólafsvíkur var hann á há-
löng leið og farmurinn hættulegur tíðarfundi bæjarstjómar í mars
ef ágjöf var á opinn bátinn. 1987, gerður að fyrsta heiðurs-
Á tímabili var Víglundur í áhöfn borgara Ólafsvíkur. Voru þessar
Bjöms Hanssonar er var þekktur heiðursútnefningar að allra dómi
aflamaður á tímum gufulínuveiðar- mjög verðskuldaðar.
anna, einnig var hann um tíma við Hinn 14. mars 1942 gengu þau
línuveiðar með Norðmönnum hér í hjónaband Kristjana Tómasdóttir
við land. Hann stundaði nám við ættuð úr Fróðárhreppi og Víglund-
Stýrimannaskólann árið 1933 og ur. Kristjana var hin mætasta kona
tók þaðan skipstjómarpróf. og hjónaband þeirra afar farsælt,
Víglundur vakti hér strax at- enda Víglundur mjög rækinn og
hygli heimamanna fyrir þau ein- hlýr fjölskyldufaðir. Böm þeirra eru
kenni er ávallt fylgdu honum. Hann Úlfar, vörubílstjóri, kvæntur Guð-
var ekki margmáll, frekar fáskipt- rúnu Karlsdóttur, Guðrún, gift
inn, fór sínar eigin leiðir í sjósókn Pétri Jóhannssyni skipstjóra, og
þar sem sjálfstæði, festa og fylgni Ragnheiður. Heimili þeirra Úlfars
voru mjög einkennandi. Hann varð og Guðrúnar og fjölskyldna þeirra
því fljótlega allrar athygli verður standa hið næsta foreldraheimilinu,
og ég sem unglingur heyrði menn en Ragnheiður býr þar.
tala um hann sem einn af Stapa- Svo vill til að ég sem þessar lín-
bræðrunum og mér skildist einnig ur rita og fjölskylda mín hafa verið
að þegar talað var um Stapabræð- hinir næstu nágrannar þessarar
ur, að þar var verið að tala upp til góðu fjölskyldu sl. 35 ár og hefur
manna. ávallt ríkt góð vinátta milli fjöl-
Ferill Víglundar í Ólafsvík hefur skyldnanna og oftast daglegt sam-
nú varað í 55 ár, þar af var hann band á milli heimilanna.
virkur athafnamaður í um það bil Um og upp úr miðjum níunda
45 ár, stórhuga athafnamaður og áratugnum fór heilsa Víglundar að
gjaman sem slíkur í fararbroddi. dala og árið 1986 lést Kristjana
Hann skilur eftir sig stór og merk eiginkona hans eftir erfið veikindi.
spor í sögu byggðarlagsins með Síðustu árin hefur Víglundur dvalið
athöfnum sínum, kjarki og fylgni. langtímum saman á Sjúkrahúsinu
Nú þegar hann kveður er hann í Stykkishólmi vegna veikinda
jafnframt sá síðasti sem í fylk- sinna og þar lést hann að morgni
ingarbijósti hóf útgerðar- og 9. nóvember sl. Útför hans verður
framfarasóknina árið 1939 sem síð- gerð frá Ólafsvíkurkirkju nk. laug-
ar breytti Ólafsvík í einn af fremstu ardag.
sjávarútvegsbæjum landsins. Ég átti því láni að fagna að vera
Víglundur hætti skipstjómar- í skipshöfn Víglundar um árabil,
störfum og sjósókn árið 1953, en eða þar til hann hætti á sjónum.
fyrir árið 1930 hafði hann byggt Ég kynntist honum. því vel sem
fyrsta áfanga Fiskvinnslustöðvar- sjómanni og skipstjómarmanni. Á
innar Hróa hf. og frá árinu 1953 þeim árum voru ekki skráðir stýri-
hefur hann veitt Hróa hf. og út- menn á bátunum. Samstarf milli
gerðarrekstri sínum fomstu eða skipstjóra og vélstjóra varð því að
fram á níunda áratuginn. Á þeim vera traust og gott og tel ég að
tima komst saltfiskframleiðsla svo hafi verið okkar í milli, enda
Hróa hf. í fremstu röð slíkra fyrir- grandvöllur að góðri vináttu síðan.
tækja á landinu. Eins og áður segir voru einkenni
Á því tímabili eignaðist hann hans sjálfstæði og festa. Á sjónum
ekki færri en níu fiskiskip. Þijú var hann ekki margmáll, en hafði
þeirra vora byggð erlendis og eitt traust áhafnar, enda gætinn vel
innanlands. Þess utan átti hann og og varkár ef hætta var á ferðum.
gerði út í félagi við aðra fleiri fiski- Hann var maður háttvís í fram-
skip. Segja má einnig að af hans komu við alla er hann átti sam-
útgerðarrekstri komu margir mjög skipti við. Þau einkenni er ég hef
hæfir sjómenn og þekktir afla- gert hér að umræðuefni fylgdu
menn, er síðar hösluðu sér völl á honum gegnum lífið á umsvifamik-
eigin spýtur. ' illi ævi. Hann tók ákvarðanir án
Þegar farið var að hamla við mikilla ræðuhalda og kom þeim í
frekari skuttogarasmíði á áttunda höfn af festu og fylgni.
áratugnum, heimiluðu stjómvöld Við Ólafsvíkingar kveðjum þenn-
þremur helstu saltfiskframleiðend- an mæta athafnamann með þökk
um landsins byggingu þriggja og virðingu.
nýrra skuttogara. Víglundur var Elinbergur Sveinsson.
einn af þeim þrem. Hann beitti sér
+
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og jarðarför
KRISTÍNAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Núpum,
Aðaldal.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Húsa-
vikur, 3. hæð.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Karlsson,
Guðfinna Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson
og fjölskyldur.
HULDA V.
PÁLSDÓTTIR
+ Hulda Vatns-
dal Pálsdóttir
var fædd á Akur-
eyri 24. september
1909. Hún lést á
Borgarspítalanum
11. nóvember síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Fanneyjar Jóseps-
dóttur og Páls
Vatnsdal. Var hún
eitt af sex systkin-
um sem komust til
fullorðinsára, þijú
dóu ung. Hulda
giftist Karli Ó.
Jónssyni útgerðarmanni, sem
nú er látinn. Þau eignuðust
fjögur börn: Jensínu Fanneyju,
sem er látin, Jón Trausta, Orn
og Huldu Eygló. Eru afltom-
endur þeirra hjóna orðnir þrjá-
tíu. Fyrstu árin bjuggu þau í
Klöpp í Sandgerði, síðan í
Reykjavík, einnig nokkur ár á
Vopnafirði. Seinustu árin
dvaldi Hulda á Hrafnistu í
Reykjavík. Útför hennar fór
fram frá Langholtskirkju 17.
nóvember.
NÚ ÞEGAR ég hef fylgt tengda-
móður minni Huldu hinsta spölinn
leitar hugurinn til baka. Ég finn
að ég dáist að henni, fyrst og fremst
fyrir hennar óbilandi kraft og dugn-
að, það var ekkert verkefni svo stórt
að ekki væri hægt að takast á við
það.
Mín fyrstu kynni af henni voru
austur á Vopnafírði þegar hún og
Karl tengdafaðir minn komu til að
reka þar frystihús og söltunarstöð,
hún sá um mötuneytið jafnframt
því sem hún tók að sér saumaskap
fyrir fólk og var þá alveg sama
hvort það var spariflík fyrir þá eldri
eða tískuflík fyrir okkur yngri. Við
eigum öll mikla og fallega handa-
vinnu eftir hana.
Oft tókst hún á við erfið verkefni
með tengdapabba í baráttu hans
við Bakkus og alltaf stóð hún með
pálmann í höndunum eftir hvern
bardaga, tilbúin að byija upp á nýtt.
Við voram ung við Öm sonur
hennar þegar við eignuðumst okkar
fyrsta barn og hjá henni áttum við
öraggt skjól fyrstu árin, og það
veit ég að áttu fleiri ungmenni úr
hennar frændgarði.
69 ára að aldri gekkst hún undir
þá miklu aðgerð að taka þurfti af
henni annan fótinn við hné. Þá sá
ég hana beygðasta, en hún var
ekki búin að vera lengi á Reykja-
lundi þegar hún var farin að baka
handa þeim pönnukökur og sagði
svo best að drífa sig heim, hún
hefði ekkert meira þar að gera.
Fötlunin virtist ekki
há henni eftir það, hún
hélt til dæmis upp á
áttræðisafmælið sitt úti
í Glasgow þár sem hún
gekk piður úr gervifæt-
inum og límdi hann síð-
an saman með hefti-
plástri uppá hótelher-
bergi.
Síðustu árin dvaldi
hún á Hrafnistu í
Reykjavík, þar undi hún
hag sínum vel og féll
nánast aldrei verk úr
hendi.
Vil ég þakka starfs-
fólki þar góða umönnun Huldu. Tel
ég á engan hallað þó ég nefni sér-
staklega Valborgu Guðmundsdótt-
ur, sem lést fyrir mánuði. Þá missti
Hulda góðan vin og félaga.
Elsku Hulda mín. Við eram þakk-
lát fyrir að þú þurftir ekki að liggja
lengi í veikindum hér á jörð. Við
getum alltaf minnst þín sem hinnar
hraustu og glöðu. Ástarþakkir fyrir
allt og allt.
Þín tengdadóttir
Inga.
Með þessum orðum vil ég kveðja
hana ömmu mína. Hún las alltaf
minningargreinar og ég veit hún
hefði lesið þessa.
Amma var dugleg og sterk kona
og hvað sem á gekk kveinkaði hún
sér aldrei.
Fyrir nokkram áram byrjaði
heilsu ömmu að hraka, en alltaf
stóð hún upp úr veikindunum kát
og hress og þá var ekki að sjá á
henni að hún væri komin á níræðis-
aldur. Sannaðist það best þegar hún
fór í verslunarferð til Glasgow, þá
áttræð. Að lokum hafði þó maður-
inn með' ljáinn betur. \
Það er á stundu sem þessari að
minningarnar hrannast upp. Það
var aldrei lognmolla þar sem amma
fór. Hún var ákveðin, án þess þó
að vera með yfirgang og frekju, og
fór ekkert í grafgötur með það.
Eins og hjá öllum skiptust á skin
og skúrir í lífí hennar. Það sem kom
ömmu í gegnum alla hennar erfið-
leika var alveg ábyggilega létta
lundin, jákvæðnin og bjartsýnin
sem hún hafði að geyma.
Eftir að ég fluttist til Akureyrar
til að stunda þar mitt nám, fækk-
aði þeim stundum sem ég gat eytt
með ömmu. í staðinn fyrir að gráta
það, reyni ég að vera jákvæð eins
og amma var og þakka í staðinn
fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur kennt mér,
ég veit að það er gott veganesti út
í lífið.
Harpa Þorláksdóttir.
+
GUÐMUNDUR RAGNAR MAGNÚSSON,
sem andaðist 11. nóvember 1994, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu mánudaginn 21. nóvember kl. 10.30.
Systkinabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS BJARNASON
frá Teigagerði,
Reyðarfirði,
til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt 16. nóvember.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 24. nóvem-
ber kl. 13.30.
Anna María Tómasdóttir, Karl Sigurjónsson,
Ingibjörg Tómasdóttir, Haraldur Haraldsson,
Bjarni Tómasson,
Inga Tómasdóttir, Helge Lyckberg,
Sigfús Tómasson, '-Sigríður Sigursteinsdóttir,
Ásgeir Tómasson, Elín Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.