Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 30
30 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994
IVIIIMIMIIXIGAR
MORGUNBLAÐIÐ
-I- Ingvi Rafn Al-
' bertsson fædd-
ist á Eskifirði 13.
ágúst 1939. Hann
lést á Landspít-
alanum 9. nóvem-
ber sl. Foreldrar
hans voru Hrefna
Björgvinsdóttir og
Albert Aalen.
Hann ólst upp hjá
móðurforeldrum
sínum, Sigurveigu
Maríu Kristjáns-
dóttur og Einari
Björgvin Guð-
mundssyni. Bræð-
ur Ingva Rafns eru: Sverrir,
búsettur í Grindavik, Harald-
ur, búsettur í Garðabæ, Guð-
mundur, Viktor og Stefán Ing-
var, búsettir á Eskifirði.
Ingvi Rafn kvæntist Maríu
Hjálmarsdóttur 25. desember
1961, þau bjuggu allan sinn
búskap á Eskifirði. Börn
þeirra eru: 1) Hjálmar, f. 3.11.
1959, kvæntur Elínborgu Þor-
valdsdóttur og eiga þau tvær
dætur, Maríu og Birtu Krist-
ínu. Þau eru búsett á Eski-
firði. 2) Sigurveig, f. 14.4.
1962. Böm hennar em Mist
og Veigar. Hún er búsett í
Reykjavík. 3) Björgvin, f. 12.1.
1964, kvæntur Aðalheiði
Kristjánsdóttur. Þau eiga tvö
börn, Alfheiði og Ingva Rafn.
ELSKU pabbi minn.
Þetta bréf ætlaði ég að skrifa
~ þér þegar ég vissi að þú værir
orðinn veikur og hefðir verið flutt-
ur á sjúkrahúsið á Norðfírði. Mér
fannst þá, að ef ég skrifaði þér
hefði þér fundist það vera kveðju-
bréf frá mér. í þessu óskrifaða
bréfí mínu langaði mig svo mikið
til að endurtaka enn og aftur og
lýsa með orðum væntumþykju
minni og þakklæti fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og börnin
mín. Upp í hugann koma öll samt-
ölin og samverustundir okkar,
bæði á Eskifirði og í Reykjavík.
Ailtaf vissi ég að þú stæðir með
mér og bærir hag minn fyrir bijósti
þó að oft værum við ekki sam-
,mála. Ég er svo þakklát fyrir það,
elsku pabbi minn, að hafa fengið
að kynnast þér, ekki bara sem
föður, heldur líka sem vini.
Ég man hvað þú varst á móti
því að ráða mig sem kokk á síldar-
í blóiiiiisliivyliii^iini
\ió öll lii'Kilu'i'i
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090
Þau eru búsett í
Reykjavík. 4)
Brynjar Rafn, f.
27.11. 1969. Hann
er í sambúð með
Þórunni Hrefnu
Siguijónsdóttur
og eiga þau einn
son, Oskar Frey.
Þau eru búsett í
Reykjavík.
Ingvi Rafn hóf
sjómannsferil sinn
á Amarfellinu 16
ára gamall. Hann
lauk prófi úr Stýri-
mannaskólanum
árið 1962 og varð skipstjóri á
Hólmanesinu frá Eskifirði 24
ára gamall. Hann var skip-
sljóri samfleytt í 20 ár á eftir-
töldum skipum: Hólmanesi,
Hafdísi, Sveini Sveinbjöras-
syni, Áma Sigurði, Þorsteini,
Andvara, Ársæli Sigurðssyni,
Þórshamri, Seley og Sæ-
björgu. Frá árinu 1984 var
hann veiðieftirlitsmaður að
aðalstarfi, en stundaði síld-
veiðar á haustin á Guðmundi
Kristni ásamt fleiri bátum.
Ingvi Rafn var í stjóra Fé-
lags hjartasjúklinga á Austur-
landi frá stofnun félagsins 29.
september 1990 og formaður
frá 1992. Útför hans verður
gerð frá Eskifjarðarkirkju í
dag.
vertíð á Guðmund Kristin SU
haustið 1986. Þú, skipstjórinn,
hafðir ekki mikla trú á mér, græn-
metisætunni, að elda kjötmeti ofan
í heila skipshöfn, þú helst líka að
ég yrði óvinnufær sökum sjóveiki.
Auðvitað fann ég fýrir sjóveiki en
til þess að bregðast þér ekki var
ég ákveðin í því að standa upprétt
yfír pottunum. Mikið var ég glöð,
elsku pabbi minn, þegar þú sagðir
að ég væri besti kokkurinn sem
þú hefðir haft, vitandi það að
matsveinar þínir voru margir
hveijir mjög góðir.
Þegar við Hjalli bróðir vorum
með þér úti í Norðursjó, eins og
hveijir aðrir krakkabjálfar, ég 11
ára og hann 14 ára, kom þolin-
mæði þín berlega í ljós; alltaf hafð-
ir þú tíma til að sinna okkur þrátt
fyrir miklar annir á síldveiðunum.
Það voru tímamót í okkar sam-
skiptum þegar ég fylgdi þér út í
hjartaaðgerðina fyrir nákvæmlega
11 árum. Þá mynduðust á milli
okkar enn nánari tengsl en áður
höfðu verið. í þessari ferð reyndir
þú að segja mér frá því hve veikur
þú værir orðinn og hve áhættan
af uppskurðinum væri mikil, en
kannski hef ég ekki skilið það
nógu vel. Við fjölskyldan erum
fyrst núna að gera okkur grein
fyrir því hve hjartað í þér var orð-
ið veikt strax þarna fyrir ellefu
árum. Allan þennan tíma vildir þú
hlífa okkur við því hve veikur þú
varst. Mér fínnst það sárt að þú
skyldir bera þessa vitneskju al-
einn. En eflaust vildir þú hafa það
þannig. Læknarnir hafa einnig
sagt okkur að það sé ótrúlegt hve
lengi þú hélst starfsorku þrátt
fyrir veikindin.
Þér voru samverustundirnar við
okkur íjölskylduna afskaplega
dýrmætar. Alltaf varstu tilbúinn
að hitta mig og börnin á miðri
leið ef mér datt í hug að skreppa
í smá sumarauka til Akureyrar eða
eitthvað út á land.
Það er svo gott að eiga þá minn-
ingu um þig, elsku pabbi minn,
að þú áttir gott líf, þó auðvitað
hafí skipst á skin og skúrir eins
og hjá öllum öðrum. Það er líka
dýrmæt minning að vita til þess
hve ykkur mömmu þótti vænt
hvoru um annað og hvað þið áttuð
oft skemmtilegar og góðar stundir
saman.
Stuðningurinn sem þú og
mamma sýnduð mér þegar Mist
fæddist var mér ómetanlegur,
enda varstu dóttur minni miklu
meira en bara afí. Þú varst frábær
dagmamma, meðan Mist var lítil
og þegar við mæðgur fluttum til
Reykjavíkur varst það þú sem
vandir hana á leikskólann. Þegar
við komum í heimsókn á spítalann
nokkrum klukkutímum fyrir and-
lát þitt, sá ég alla þessa elsku á
milli ykkar þar sem hún, sex ára
gömul, sat hjá þér og hélt í hönd
þína allan tímann. Einnig varst
þú einn af þeim fáu sem ávallt
fengu koss og blítt bros frá Veig-
ari syni mínum, sem er núna að-
eins eins og hálfs árs, og missir
mikils að geta ekki kynnst þér.
Mér fínnst ég vera rík að hafa
átt pabba eins og þig. Þú lifðir
stutt, en þú notaðir tímann vel.
Þú kvaddir þennan heim með sömu
reisn og þú barst veikindi þín. Með
þessum orðum kveð ég þig, elsku
pabbi minn, rík að fallegum og
góðum minningum.
Sigurveig.
Elskulegur afí minn, Ingvi
Rafn, er dáinn, hrifinn burt frá
okkur alltof snemma. Hann sem
var svo bjartsýnn og sagði að um
leið og honum batnaði ætlaði hann
að fara með ömmu út í lönd. Með
þessu kvaddi ég afa og óskaði
honum góðrar ferðar suður á
sjúkrahúsið, en afí kom ekki aftur.
Minningamar sem ég á um afa
eru hvað hann var alltaf góður,
alltaf sýndi hann mikinn áhuga á
því sem ég var að gera, sérstak-
lega í íþróttaiðkunum mínum. Ef
hann var að heiman eða úti á sjó
þegar ég var að keppa í fijálsum
þá þurfti hann að vita upp á senti-
metra hvað ég kastaði í kúlunni
eða spjótinu.
Við Birta systir mín eigum eftir
að finna fyrir sárum söknuði að
afí skuli ekki vera hjá okkur leng-
ur. Nú kemur afí ekki lengur við
hjá okkur í hjóltúrum sínum eða
á göngu með ömmu og biður um
kaldan vatnssopa að drekka, ekki
kemur afi á aðfangadag með
pakkana til okkar og ekki verður
það Ingvi afí sem geymir flugelda
handa okkur til að skjóta upp á
gamlárskvöld þegar við komum
við í Bleiksárhlíð.
í þögulli sorg en með þakklátu hjarta
þökkum við sámfylgd svo góða og bjarta.
Far þú nú vinur í ró.
Þín lengsta og síðasta sigling er hafin
söknuði og bænum frá ástvinum vafinn.
Guð veiti þér himneska fró.
(ebþ)
Elsku amma, Guð styrki þig í
þessari miklu sorg, við eigum eftir
að sakna þess að afi komi ekki
lengur með þér í heimsókn til okk-
ar, einnig biðjum við Guð að
styrkja pabba okkar Hjálmar,
Veigu, Bögga og Binna.
Þínar María og Birta Kristín.
Örfá minningarorð
frá skipshöfninni
Hann hvessir oft með skjótum
hætti og á sama hátt bar lát Ingva
Rafns að. Með allt of skjótum
hætti.
Ingvi Rafn var tengdur skipi
okkar. Leysti þar af sem skip-
stjóri, bæði fyrir mörgum árum
og sömuleiðis nú upp á síðkastið.
Virtum við hann bæði sem vin og
foringja. Auk þess að vera fiskinn
var hann góður félagi. Hrókur alls
fagnaðar þegar svo bar undir,
þolgóður og kappsfullur þegar það
átti við, góður sjómaður í þess
orðs fyllstu merkingu. Óþarfí að
hafa of mörg orð um Ingva Rafn.
Við vitum að hann var lengi far-
sæll skipstjóri og aflamaður. Einn-
ig var hann búinnn að vera manna
lengst við Veiðieftirlitið.
I okkar huga var hann fyrst og
fremst félagi. Félagi sem fór allt
of fljótt, svo fljótt að eftir stendur
ófyllt skarð.
Við vottum eiginkonunni, Mar-
íu, svo og uppkomnum börnum
þeirra og öðrum ættingjum og
venslafólki okkar innilegustu sam-
úð.
Minning Ingva mun lifa.
Ó, vefjið hann í ástúð, ljós og yl.
Þvi allt, sem best og fegurst verður til
hann veitti þeim, sem voru í umsjá hans,
með viljaþreki sínu.
Ó, lát’ann fínna, að hann sé kominn heim,
vor Herra, í ríki þínu.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Skipshöfnin mb.
Þórshamri GK-75.
Kveðja frá veiðieftir-
litsmönnum
í dag verður borinn til hinstu
hvflu, vinur okkar og starfsfélagi,
Ingvi Rafn Albertsson, sem lést
fyrir aldur fram. Þótt allir vissu
að Ingvi Rafn gengi ekki heill til
skógar áttum við ekki von á að
kallið kæmi svo snögglega.
Ingvi Rafn átti alltaf heima á
Eskifírði og var hagur Austfjarða
honum ofarlega í huga. Eins og
tíðkaðist um unga menn á æskuár-
um hans átti sjórinn hug hans all-
an og þegar aldur og kraftar
leyfðu lágu leiðir hans þangað og
urðu störf hans alla tíð tengd sjón-
um.
Ingvi lauk prófi frá Stýrimanna-
skolanum árið 1962. Það segir sína
sögu um hve framúrskarandi sjó-
maður Ingvi Rafn var, að honum
var ungum, aðeins 24 ára gömlum,
falin skipstjóm á Hólmanesinu frá
Eskifírði og var alla tíð meðal
eftirsóttustu og virtustu nótaskip-
stjóra landsins. Lengst var hann
skipstjóri á Seley sem hann var
einn af eigendum að. Hann var
jafnan vinsæll af undirmönnum
sínum og reyndist farsæll maður,
athugull og hygginn í starfi.
Eftirtektarvert var hve Ingvi
Rafn hafði með langri reynslu
sinni öðlast þekkingu á hegðun
síldarinnar, þeirrar kenjóttu
skepnu. Þar stóðu honum fáir á
sporði. Hann áttaði sig á, betur
en flestir hvar veiðihorfur væru
bestar, vegna þekkingar sinnar á
þeim margvíslegu skilyrðum sem
hafíð og náttúruöflin þyrftu að
bjóða upp á svo síldin hlypi saman
til að verða veiðanleg. Eftir að
hann hóf störf hjá veiðieftirliti
fékk hann oft frí á haustin til að
fara til síldveiða og veiddi þá jafn-
an tvo til þijá kvóta meðan aðrir
veiddu einn.
Árið 1984 réðst Ingvi Rafn til
veiðieftirlitsstarfa á vegum sjávar-
útvegsráðuneytisins, en þau störf
heyra nú undir Fiskistofu, en þá
jukust störf veiðieftirlitsmanna að
umfangi til sjós og lands vegna
nýrra laga um stjóm fiskveiða.
Störf Ingva Rafns að veiðieftirliti
vora mest bundin við Austfirði og
eru þær orðnar margar ferðirnar
sem hann fór með austfirskum
togurum í þeim tilgangi að koma
í veg fyrir of miklar veiðar á smá-
fiski og margar era orðnar heim-
sóknirnar í þau sjávarpláss þar
sem fiski er landað sem hann fór
til að sjá um að lögum og reglum
sem fiskveiðum tengjast væri
framfylgt. Ævilöng reynsla tengd
veiðum og sú þekking, sem sá einn
öðlast sem alið hefur aldur sinn í
sjávarplássi, þar sem allt snýst um
fisk kom Ingva Rafni að góðum
notum. Hann fór aldrei með of-
forsi eða óðagoti að mönnum, hon-
um var sérstaklega lagið að koma
málum í horf með því að tala
menn til með lempni og útskýring-
um. Hann var réttsýnn en fastur
fyrir og einarður ef þess þurfti við.
Ingvi Rafn var greindur maður
og víðsýnn og hafði skoðanir á
flestum þjóðfélags- og dægurmál-
um og kunni á þeim góð skil, létt-
ur í máli og hressilegur í tali,
gamansamur og oft gáskafullur.
Hann kunni vel við sig í hópi góðra
vina, og þótti gaman að hafa létt
INGVIRAFN
ALBERTSSON
í kringum sig og kunni vel að
meta góðan söng.
Veiðieftirlitsmenn minnast með
hlýhug þeirra stunda er þeir á
ferðum sínum um Austfirði nutu
gestrisni þeirra hjóna, Maríu og
Ingva, því þau vora höfðingjar
heim að sækja og þar var oft skraf-
að og sagðar sögur því umræðu-
efni skorti ekki þar sem Ingvi
Rafn var.
Ingvi Rafn kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur,
árið 1960 og hefur hún af alúð
og umhyggju stutt mann sinn í
blíðu og stríðu öll þessi ár, ekki
síst eftir að hann kenndi þess sjúk-
dóms sem varð honum að endingu
að aldurtila, með uppörvun og
bjartsýni. Þau eignuðust fjögur
börn.
Við veiðieftirlitsmenn og annað
starfsfólk Fiskistofu minnumst
Ingva Rafns með söknuði og trega
og þökkum honum samfylgdina,
sem skilur eftir minningar um
sómamann og góðan dreng. Við
biðjum því góðan guð að fylgja
honum um ókunnar slóðir eilífðar-
innar og styðja og styrkja Maríu,
börn þeirra og afkomendur í sorg
þeirra um ókomin ár.
Kveðja frá Félagi hjarta-
sjúklinga á Austurlandi
Laugardaginn 22. október sl.
var haldinn á Reyðarfirði stjórnar-
fundur í Félagi hjartasjúklinga á
Austurlandi. Og eitt er víst, að
ekkert okkar granaði að það yrðu
okkar síðustu samfundir við form-
anninn okkar, hann Ingva Rafn.
Hann, sem alltaf var allra manna
hressastur, óvílinn, hreinskilinn og
talaði tæpitungulaust um málefnin
hveiju sinni. Við vissum vel að
heilsa hans mætti vera betri, en í
ágúst hafði hann þó verið á sjón-
um, þar sem hans starfsvettvang-
ur var að mestu frá 15 ára aldri.
Eftir hjartaaðgerð í London haust-
ið 1983 gekk hann í nýstofnuð
Landssamtök hjartasjúklinga og
síðan Félag hjartasjúklinga á
Austurlandi, sem stofnað var 29.
september 1990. Þar var hann í
stjórn frá upphafi og formaður frá
1992. Fyrir hönd félagsins sat
hann öll landsþingin, einnig lands-
þíng SÍBS eftir að LHS varð aðili
að þeim samtökum. Á þingunum
og öllum okkar fundum var hann
ötull talsmaður jafnréttis til handa
sjúklingum óháð búsetu og var
þjónusta sérfræðinga og þjálf-
unarmálin þar jafnan efst á blaði.
Hann lagði miída áherslu á að fá
hæfa fyrirlesara á fundi okkur til
fróðleiks og uppörvunar. Hann
vissi líka vel, að ekkert gerist af
sjálfu sér og við þyrftum því sjálf
að leggja nokkuð af mörkum.
Svæði félagsins okkar er stórt og
við þekkjumst því fremur lítið. En
í starfi sínu síðustu ár ferðaðist
Ingvi mikið um Austurland og hitti
marga, m.a. okkar félaga og í
hans anda reynum við að þjappa
okkur saman og vinna að málefn-
um allra hjartasjúklinga.
Hann var gæfumaður í starfi
og einkalífi, giftur góðri og
traustri konu, Maríu Hjálmars-
dóttur, átti mannvænleg börn,
tengdabörn og barnabörn. Þeim
öllum ásamt móður hans, tengda-
móður og öðrum ástvinum vottum
við dýpstu samúð.
Góður vinur og félagi er geng-
inn og okkur fínnst hann hafí far-
ið alltof fljótt.
Við erum þakklát fyrir sam-
fylgdina. Guð blessi minningu
Ingva Rafns Albertssonar.
Kveðjustundin kemur oft alltof
fljótt og án þess að gera boð á
undan sér. Það gerði hún í þetta
sinn þegar hann Ingvi Rafn var
tekinn burt frá okkur.
Kunningsskapur okkar hófst
þegar Ingvi Rafn réð sig sem skip-
stjóra á Ársæl Sigurðsson sumarið