Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 31

Morgunblaðið - 19.11.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 31 1979 til loðnuveiða. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að þar var einstakur maður á ferð. Ingvi var ávallt léttur í lund og hafði einstakt lag á að segja góðar sög- ur. Hann var flinkur skipstjóri, hafði byijað ungur og alltaf geng- ið vel. Ingvi náði góðum árangri í starfi hvort sem um var að ræða skipstjórn eða veiðieftirlit og raun- ar held ég að það hefði verið sama hvað hann hefði tekið sér fyrir hendur, hann hefði alls staðar náð góðum árangri. Ingvi starfaði með hléum hjá Festi hf. og var á síðastliðnu sumri með Þórshamar á loðnu. Ingvi var gæfumaður. Þau hjón- in María Hjálmarsdóttir og hann áttu fallegt heimili á Eskifirði sem bæði gott og gaman var að heim- sækja. Þar ríkti ávallt mikil glað- værð og voru hjónin Ingvi og Maja samtaka um að taka vel á móti fólki sem þangað kom. Ekki var síður gaman að fá þau í heim- sókn, ávallt hress og kát. Við sem eftir stöndum erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ljófa dreng. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við Maríu og börnunum. Elsa og Sigmar, Grindavík. Ingvi Rafn Albertsson skipstjóri lést 10. nóvember sl. á sjúkrahúsi í Reykjavík 55 ára að aldri. Ingvi fæddist á Eskifirði 13. ágúst 1939. Foreldrar hans voru Hrefna Björg- vinsdóttir og Albert Aalen, en hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, þeim heiðurshjónum Björg- vini Guðmundssyni og Sigurveigu Kristjánsdóttur. Ingvi Rafn fór til sjós 15 ára á Arnarfellið og starfaði þar sem sjómaður til 18 ára aldurs. Þá lá leið hans í Stýrimannaskólann. Hann var fyrsti stýrimaður á Birki frá Eskifirði hjá hinum kunna afla- manni, Sigurði Magnússyni. Ingvi Rafn var orðlagður aflamaður og var landskunnur síldveiðiskip- stjóri. Hann var skipstjóri á kunn- um aflaskipum, t.d. Hólmanesi, Birki, Seley og hin síðari ár var hann með Þórshamar. Ég kynntist Ingva Rafni eftir að ég fluttist frá Austurlandi. Hann veiktist fyrir ellefu árum af hjartasjúkdómi og fór í kransæða- aðgerð til London árið 1983 eða aðeins 44 ára, en náði góðri heilsu aftur. Árið 1990 var hann einn af stofnendum Félags hjartasjúkl- inga á Austurlandi og í fyrstu stjórn félagsins. Hann varð for- maður félagsins árið 1992 og stór- efldist félagið undir hans forystu. Stjórn félagsins ætlaði að koma upp endurhæfingu á Austurlandi fyrir hjartasjúklinga á næsta ári og hafði Ingvi Rafn unnið gott undirbúningsstarf. Hann hafði mætt á tveimur þingum hjá Lands- samtökum hjartasjúklinga og hafði margt gott til málanna að leggja og vakti verðskuldaða at- hygli fyrir góðar tillögur og hnitt- in tilsvör. Hann mætti einnig á tveimur þingum SIBS og var jafn- an hrókur alls fagnaðar á manna- mótum. Þá fór Ingvi Rafn ekki dult með áhuga sinn á málefnum Austurlands og hafði mikinn og heilbrigðan metnað fyrir byggðar- lag sitt og íbúa þess. Ingvi Rafn átti farsælt fjöl- skyldulíf. Hann giftist Maríu Hjálmardóttur árið 1960 og áttu þau fjögur börn. Þegar við kveðj- um góðan vin er mér efst í huga þakklæti fyrir hans frábæru störf að margvíslegum hágsmunamál- um hjartasjúklinga og er mikill skaði að missa hann einmitt þegar mikils mátti vænta af farsælum störfum hans. Ég vil senda eigin- konu, fjölskyldu og vinum samúð- arkveðjur, en minningin um góðan dreng vinnur harmi gegn. Blessuð sé minning Ingva Rafs Albertsson- ar. Sigurður Helgason, form. Landssambands hj artasj ú k linga. GUNNAR BJÖRGVINSSON + Gunnar Björg- vinsson fæddist á Hlíðarenda í Breiðdal 8. apríl 1916. Hann lést á Landspítalanum 16. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydala- kirkju 29. október. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Erlendsdóttir og Björgvin Jónasson, sem bjuggu á Hlíð- arenda. Þeim hjón- um varð tíu barna auðið og náðu átta þeirra full- orðinsaldri. Gunnar stundaði alla almenna vinnu til sjós og lands á sínum yngri árum, m.a. við brúarsmíð, hafnargerð og jarðvinnslu, en lærði síðan meðferð vinnuvéla og var lengi verkstjóri bjá íslenskum aðal- verktökum, þar sem hann lauk sinni starfsævi. ÞEGAR aldurhniginn maður sjúkur og þreyttur kveður þennan heim er slíkt ekki tilefni sorgar. Eftir þrautir erfíðrar sjúkdómslegu, kemur dauð- inn frekar sem kærkomin lausn. Þó okkur finnist ef til vill að það sé ekki á réttu augnabliki sem stundaglas jarðlífsins rennur út. Slík verða þó endalok okkar, fyrr eða síð- ar. „Um daginn eða stundina gefst svo fáum val,“ segir í þekktu ljóði. Allt frá fæðingu er vissan um enda- lokin fyrir hendi sem staðreynd sem enginn fær umflúið. Því vil ég nú þegar Gunnar frændi minn hefur lokið vegferð sinni meðal okkar, minnast hans í ljósi þeirra góðu sam- skipta sem við áttum um langan ald- ur. Hann hét Gunnar Björgvinsson og 14. ágúst sama ár og hann fæðist hlýtur hann skírn samkvæmt prest- þjónustubók Eydalaprestakalls, en svo hét fæðingarsókn hans til skamms tíma. Þar óx hann úr grasi. Lífsskilyrði æskuáranna meitluðu þá reynslu inn í hugann, að nýtni, dugn- aður, nægjusemi ásamt samvisku- semi og þrautseigju væru þær dyggð- ir sem best væru fallnar til farsæls veganestis á lífsbrautinni. Vægðarlaus lífsbarátta æskuár- anna var harður skóli sem mótaði viðhorfín til tilveru fullorðinsáranna síðar. Hlutskipti bræðranna allra nema Gunnars, varð búskapur í sveit, svo og systranna tveggja, Rósu sem reisti bú á Sunnuholti við Seyðisfjörð ásamt manni sínum Sigurði. Hún er nú látin. Jóhanna Petra móðir mín bjó um skeið á Gilsá í Breiðdal ásamt Páli föður mínum. Þau slitu samvist- um. Þá fluttumst við, hún og fjórir ungir bræður, að Hlíðarenda til Sig- urbjargar ömmu. Þar voru þá fyrir Gísli Friðjón, kvæntur Sigurbjörgu frá Veturhúsum, Herbjörn, Gunnar og Erlendur bræður móður okkar. Ragnar bróðir þeirra bjó lengst af í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð ásamt Elínu konu sinni frá Dísastaðaseli. Hann er nú látinn. Einn bróðirinn, Guðlaugur, ólst upp á Gilsárstekk í Breiðdal hjá Guðlaugu og Guð- mundi. Hann fann sér lífsförunaut, Laufeyju, stúlku úr Borgarfirði eystra. Þangað flutti hann og býr þar enn. Herbjöm var um árabil bóndi á Hlíðarenda. Hann er nú bú- settur á Breiðdalsvík. Erlendur býr í Fellsási ásamt konu sinni Frið- björgu, sem er frá Færeyjum. Petra móðir mín flutti með Erlendi í Fells- ás frá Hlíðarenda sem bústýra og lifir þar nú í hárri elli. Gunnar frændi, eins og við bræð- urnir systursynir hans kölluðum hann, hlaut það hlutskipti að stunda alla almenna vinnu þess tíma til sjós og lands á yngri árum. Hann vann meðal annars við brúarsmíð, hafnar- gerð, vegabætur og jarðvinnslu. Öll ný tækni heillaði hann, og þegar fyrstu jarðýturnar komu lærði hann notkun slíkra véla. í hans uppvexti byrjuðu börn strax „að létta undir“ á heimilum svo fljótt sem þroskinn leyfði, annað þekktist ekki. Öllum var talið hollast að læra sem fyrst til verka. Fólk varð fyrr sjálfbjarga og slíkt var nauðsyn. Allir urðu að leggja sitt af mörkum til að heimilið kæmist af og fjölskyldan leyst- ist ekki upp. Sjórinn og fiskurinn heilluðu Gunnar ungan þó ekki yrði sjömennsk- an ævistarfið, en til hinstu stundar var áhuginn bundinn afla- brögðum og athöfnum okkar á hafinu. Hann var á vertíðum fyrrum. Þegar hann kom heim í vert- íðarlokin var hann óþreytandi að segja okkur litlu frændunum frá líf- inu í verstöðinni og á sjónum. Við vorum þakklátir áheyrendur og spurningum okkar var svarað að bragði. Hann talaði til okkar eins og full- orðinna manna. Hann var sérlega bamgóður en átti ekki börn sjálfur. Börn skynja slíkt best og smáfólkið hændist að honum og sýndi honum traust og einlæga vináttu. Ekki var hans háttur að bera tilfinningar sínar á torg við þá eldri, en samvistir við einlæg börnin voru honum lífsfylling. Hann varð því einstakur í okkar augum. Hann sem hafði séð og gert svo margt sem okkur langaði til að leika eftir seinna, þegar þroski og geta leyfðu. Hann varð okkur fyrir- mynd og hann átti líka alltaf tíma handa okkur litlu frændum sínum. Aðstoðar hans var leitað til að framkvæma hluti sem I okkar augum voru stórmerkilegir. Þá oftast við smíði á einhverju sem okkur langaði í. Þar naut hann sín. Margir lítils- metnir hlutir fengu nýtt hlutverk, nýja þýðingu, nýtt gildi. Oftast voru það leikföng sem búin voru til, leik- föng sem í okkar augum slógu allt annað út. Aðkeypt leikföng voru ekki til á okkar heimili. En bogar, örvar, valslöngur og teygjubyssur í miklu úrvali, auk fugla úr ýsubeini og kvistum. Allt var þetta óviðjafnan- legt, og heimasmíðaðir taflmenn voru dýrgripir. Við bræður gleymum aldr- ei „línubyssunni" sem smíðuð var úr leyfum vatnsfötu og gúmmíslöngu og skaut smásteinum lengra og hærra en áður hafði sést. Og ekki má gleyma bátunum sem siglt var þrotlaust á lækjum og poll- um, svo og bílum og vinnutækjum. Undir hans leiðsögn varð til vatns- drifið spaðahjól í lækjarsprænu. Lík- legt er, að öll sú umfjöllun sem bát- ar skip og sjór fengu á okkar æsku- heimili, þar sem Gunnar frændi var okkar viskubrunnur, hafi orðið til þess að leið okkar bræðranna lá snemma úr sveit til sjávar. Þrír okk- ar urðu skipstjórnarmenn að ævi- starfi, en einn hlaut ungur legstað í hafinu. Starf sæfarans heillaði, svo ljóslif- andi ævintýr voru frásagnir Gunnars okkur ungum. Hann gaf okkur bæk- ur í jólagjöf, vildi að við læsum og fræddumst. Sjálfur hlaut hann minni skólagöngu en vilji stóð til. Á einstak- an hátt var Gunnari frænda veiðieðli í blóð borið. Hann var listaskytta og laginn með veiðistöng. Hann innrætti okkur virðingu fyr- ir bráðinni. „Hún á sinn rétt, það eiga allir rétt til lífsins, ekkert kvik- indi er svo aumt, að það eigi ekki þennan rétt.“ Að aflífa dýr snöggt og fumiaust, aldrei taka meira en þörf var fyrir. Hann fór aldrei til veiða með byssu á helgum degi, taldi lágmark að dýr- in ættu sinn frídag eins og mannfólk- ið. Rjúpnaveiði hans sýndi að þar fór afburðaskytta. Veiddi oft með litlum riffli sem tók eitt skot. Hann smíð- aði sjálfur miðin á vopnið. „Eitt skot, einn fugl,“ sagði hann. Þá voru oft færðar heim 50 til 70 tjúpur að kvöldi, og haustveiði vel á annað þúsund fugla þekktist. Við Gunnar skrifuðumst á fram eftir árum. Þannig fylgdumst við hvor með öðrum þó langt væri á milli. Árið 1953 hóf hann störf á vegum Hamilton á Keflavíkurflug- velli. í sendibréfum fæ ég strákur í sveit að fylgjast með stórfram- kvæmdum við flugbrautir og efnis- töku í Stapafelli. Stórvirkustu tækj- um landsins er beitt. Hann lýsir aðbúnaði, matföngum, svefnskálum, klæðaburði og um- gengni við þá útlendu „Kanana“. Svo hefur hann störf hjá íslenskum aðal- verktökum sem verkstjóri. Þar lauk hann sinni starfsævi. Sá tími var að hans sögn bestu æviárin. „Mér leið hvergi betur.“ Betri húsbændur og betri vinnufélag- ar voru ekki til að hans mati. Þetta var samhentur hópur góðra drengja, samtaka á vinnustað og eyddu frí- tíma saman. Voru eins og ein stór fjölskylda. Þegar frændi lá banaleguna heim- sóttu þessir góðu drengir vininn sinn á sjúkrabeðinn, og hann sagði okkur frá því að þeir hefðu komið, og þá glaðnaði yfir honum. Traust var vin- átta Gunnars við margan góðan dreng. Hann var vinsæll af því fólki sem hann kynntist. Sérstaklega vil ég nefna áratuga vinskap hans og aldavinar hans Þorsteins Hermanns- sonar. Hafí hann og allir aðrir ónafn- greindir vinir og vinkonur ævarandi þökk fyrir vináttu um langan aldur. Frændi kom til mín að áliðnu sumri, sagðist þurfa að skjótast inn á spít- ala í nokkra daga í rannsókn. Hann hugði á ferðalög þegar hann kæmi aftur. Þær ferðir verða aldrei famar. Hann trúði því til endaloka, að bati væri nærri. „Þeir geta svo margt, læknarnir, núorðið,“ sagði hann eitt sinn. „Sjáðu bara hann Brynjólf vin minn, hann var nú hálf- blindur fyrir löngu, nú sér hann eins og köttur! Já, þeir geta nú ýmis- Iegt.“ Þegar ég var í námi forðum, bjó ég um tíma hjá honum í íbúð hans á Mánagötu 5. Þetta var eitt herbergi, frekar lítið, en okkur leið vel. Allt það besta stóð mér til boða. Betur gerir enginn. Hafðu þökk fyr- ir, frændi. Norðurmýrin í Reykjavík var hans heimaslóð og unaðsreitur. „Þar er svo fallegt á vorin,“ sagði frændi. Eftir áratuga búsetu þar, fyrst á Vífilsgötu 15 og langan tíma á Mána- götu 5 keypti hann íbúð á Mánagötu 22 og þar bjó hann til æviloka. Hon- um var gamli miðbærinn og hafnar- svæðið kært. Gekk þar mikið um á seinni árum. Gunnar var glaðsinna og mikill húmoristi. Hann var höfðingi heim að sækja. Honum þótti gaman að lyfta glasi á vinafundum ef svo bar undir, en lagði slíkt af með aldrinum. „Eg er búinn með kvótann," sagði hann kankvís. Hann fyrirleit sýndar- mennsku. Hann fylgdist með störfum Alþingis, oft af þingpöllum, og fannst mikið skorta á ráðdeild' og hyggindi í landsstjórninni og gaf sig hvergi í slíkri umræðu. Eftir 41 árs búsetu í Reykjavík var hann mjög vinamarg- ur. Smáfólkið nágrannar hans á ekki lengur von á einhveiju góðgæti, þeg- ar það spyr eftir vini sem er horfinn. Lítilmagninn átti ávallt traustan málsvara í Gunnari Björgvinssyni. Síðustu vikurnar naut hann sérlega innilegrar umönnunar Sigþórs frænda síns og Þóreyjar Þórarins- dóttur konu hans. Hún heimsótti hann og dvaldi með honum daglega meðan hann lá banaleguna. Sigþór sat við beð frænda síns og hélt í hönd hans þegar kallið kom. Gunnar frændi fékk hægt og friðsælt andlát. Hádegisblundurinn varð upphafið að svefninum eilífa. Ég var á leið til hans í heimsókn en hann var farinn fyrir hálfri stundu þegar ég kom. Yfir honum hvíldi þá friður og ró þess manns sem lokið hefur góðu dagsverki og fer í friði, sáttur við guð og menn. Hann var alla tíð ókvæntur og átti ekki afkomendur. Ættingjar ákváðu honum legstað í hans fæðingarsókn, þar var hann jarðsettur 29. okt. sl. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig, frændi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Umhyggja þín gleymist ekki, þín er saknað. Hvíl í friði. Stefán Lárus Pálsson. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBJÖRN HJARTARSON prentari, Norðurbrún 32, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Helga Guðmundsdóttir, Jensína Sveinsdóttir, Oddur Kr. Finnbjarnarson, Björg Dan Róbertsdóttir, Guðrún Finnbjarnardóttir, Guðmundur Helgi Finnbjarnarson, Jensína Helga Finnbjarnardóttir, Jón Hjörtur Finnbjarnarson, Guðmundur Helgi Oddsson, Finnbjörn Oddsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REIMAR SIGURPÁLSSON, Arnarsíðu 2E, Akureyri, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 23. nóvemberkl. 14.00. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Ingibjörg Kr. Björnsdóttir, Ellý Reimarsdóttir, Vilberg Pálmarsson, Halldór Reimarsson, Guðrún Snorradóttir, Hlynur Reimarsson, Sigurbjörn Reimarsson, Elfsabet Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, SVÖFU JÓHANNSDÓTTUR, Svínafelli, Öræfum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjól- garðs fyrir ómetanlega umhyggju og stuðning. Magnús Á. Lárusson, dætur og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.